Þjóðviljinn - 26.06.1976, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.06.1976, Blaðsíða 5
Laugardagur 26. júnl 1976 þjóDVILJINN — SIÐA 5 lÍffggj IVbHH Sýning á leikföngum 1 dag, laugardag, opna nem- endur Þroskaþjálfaskóla Islands sýningu á þroskaleikföngum. Veröur sýningin oþln i dag og á morgun kl. 14—22 i barna- Nýútskrifaöir leikrarar frá Leiklistarskólanum eru gjör- samlega aö kafna i áhorfendum aö eigin sögn og hafa þvf á- kveöiö að efna til aukasýningar á leikritinu „Undir suövestur- himni”. Veröur hún á morgun i Lindarbæ og hefst klukkan fimm e.h. Verður það sjöunda sýningin heimilinu Lyngási aö Safamýri 5. A sýningunni verða leikföng sem fengin eru að láni hjá fyrir- tækjunum Brek hf., Kristjánsson hf., Völuskrin, Skólavöröubúöinni á skömmum tlma og miöasala er I Lingarbæ frá klukkan 17.00- 19.00 i dag og siðan frá klukkan 14.00 á morgun og fram aö sýningu. Ekki hefur veriö tekin ákvöröun um aö taka sýningar aftur upp aö nýju i haust og eru engar ráöagerðir þar aö lútandi i bili. —gsp- og Reykjalundi. Tilgangur þessarar sýningar er að gefa fólki yfirsýn yfir góö og vönduð leikföng sem fáanleg eru hér á landi. Aðgangur að henni er ókeypis óg allir eru velkomnir. Myndirnar tók ljósmyndari Þjóðviljans, eik, á sýningu þroskaþjálfanema." —ÞH Danski útvarps- drengjakór- inn I þessari viku er væntanlegur til íslands danski útvarps- drengjakórinn, sem mörgum is- lendingum er aö góöu kunnur. Kórinn heimsækir Island i sam- bandi viö norræna vinabæjar- mótiö i Garöabæ og munu þeir halda almenna tónleika i Nor- ræna húsinu i dag, 26. júni kl. 17:00. Norrænlög, ný og gömul, setja svip sinn á tónleikana, en þar má einnig heyra lög frá hinum mörgu löndum sem þeir hafa heimsótt. Tónleikunum lýkur meö litlum söngleik byggöum á hinu gamla kvæöi um keisarann i Kina. Hvar sem kórinn hefur komið fram hefur hann fengið mjög góöa dóma og eru drengirnir álitnir góöir fulltrúar lands sins. Hér gefst almenningi einstakt tækifæri til að hlýöa á vandaöa og framúrskarandi vel flutta efnis- skrá, og má meö sanni segja aö þar veröi á .boöstólum efrii fyrir alla fjölskylduna, jafnt unga sem aldna. Aðgöngumiöar fást viö innganginn. Slökkviliösmennirnir I „Undir suövesturhimni” spila meöan voveif- legir atburöir gerast. Ljósm. Kristj. I. Einarss. Leiklistarnemar að kafna í áhorfendum — og þess vegna verður aukasýning á „Undir suðvesturhimni” á morgun Sigu rsveinn Magnússon skrifar um tónlist N orr ænir músíkdagar Þaö er eins og mér finnist full- mikiö gert fyrir okkur hér á suð- vesturhominu: Loksins þegar listahátiö er afstaöin og maöur vel mettur, koma norrænir músikdagar og ná aö bita i sporðinn á blessaöri listahátiö- inni, listabaöiö sumsé ekki búiö heldur hálfnaö. Meö hálfum huga labbaöi ég samt inn á opnun norrænu músfkdaganna, og haföi ein- hvernveginn á tilfinningunni aö þetta yröi eins konar framhald listahátiöar, — en viti menn, þarna var heldur annaö hljóö i strokknum, hátiöarbragurinn fokinn út I veður og vind og i staöinn komiö afslappaö vinnu- stofuandrúmsloft. Klukkan slær 9 og enn er veriö að reyna aö koma magnarakerfinu ilag, þaö tekst aö lokum og Atli Heimir Sveinsson býöur alla velkomna á þrem tungumálum. „Hjartans S'ánger” eftir Gunnar de Frumerie, sungnir af Sigriöi E. Magnúsdóttur viö undirleik Ólafs Vignis Alberts- sonar, var fyrst á efnisskránni. Sú lýriska hugsun sem birtist I þessum lögum kemur þægilega á óvart, þau virðast næstum barnslega opinská ogumhverfið er ókunnugt, e.t.v. af þvi aö maöur bjóst við ööru og haröneskjulegra efni. „Mono- log” eftir Magne Hegdal, sem höfundur lék sjálfur á pianó, var eins og tilraun I aö breyta inn- byröis lit tónasambanda, frekar en hnitmiöuö tónsmiö, e.t.v. of löng miöaö viö hve einhæfri hugmynd hún er byggö á. Atli Heimir Sveinsson stjórnaöi sjálfurverkisinu,,Icall it”, þaö var áöur flutt á tónleikum Kammersveitar Reykjavikur i sal Menntaskólans viö Hamra- hliö 1 vetur, þá var magnara- kerfiö I tiptop ástandi og meiri timi hefur gefist til undirbún- ings, enda stóö til aö heyra verkiö i annaö sinn, linur þess skýrast og nú fylgdi fjölritaöur texti svo fólk gat fylgst meö, jafnvel skiliö ljóöiö og um leiö notiö þess betur, þegar Ruth L. Magnússon ekki aðeins söng heldur talaöi, hrópaöi, hló og grét, alveg snilldarlega, eins og hennar var von og visa. Verkiö „Spell” eftir Per Norgar er samiö fyrir pianó selló og klari- nett, og byggist á endurtekning- um tónmynstra sem smá breytast, kyrrstætt verk meö hægum litskiptum. Elisabet Erlingsdóttir söng „Einleitung und funf Galgen- lieder” eftir Herbert H. Agústs- son, sem höfundur stjómaöi og tónleikarnir enduöu svo meö blásarakvintett eftir finnska tónskáldiö Joonas Kokkonen, stórskemmtilegt verk og sér- staklega vel leikiö. Joonas Kokkonen er ekki mikiö þekktur hér, en þessi kvintett vekur for- vitni manns til aö heyra fleiri af hans verkum. Sigursveinn Magmísson. Rí KISSPÍ TALARNIR lausar stöður LANDSPtTALINN LÆKNARITARI óskast til starfa á handlækningadeild spitalans frá 1. ágúst n.k. Umsóknir ber að senda Skrifstofu rikisspitalanna fyrir 15. júli n.k. Nánari upplýsingar veitir lækna- fulltrúi handlæknisdeildar. VÍFILSSTAÐASPÍTALI FóSTRA óskast til starfa nú þegar eða eftir samkomulagi á dagheimili fyrir börn starfsfólks. Upplýsingar veitir forstöðukonan simi 42800. Reykjavik, 25. júni 1976. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5,SÍM111765 Samvinnu- skólanemendur Árgangur 1922, 32, 42, 52, 62, og 72 Þar sem Árbók III er nú að fara i prentun eru þeir af ofangreindum árgöngum, sem vilja koma leiðréttingum á framfæri, beðnir um að hafa samband við Gisla Har- aldsson i sima 50200 kl. 9-18 eða Guðmund R. Haraldsson i sima 84800 kl. 9-17 fyrir 10. júli n.k. Nemendasamband Samvinnuskólans Laus staða Við Bændaskólann á Hvanneyri er laus til umsóknar staða kennara við bændadeild og búvisindadeild Bændaskólans með fóðurfræði og lifeðlisfræði sem aðal- kennslugreinar. Laun samkvæmt launakerfi strfsmanna rikisins. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar landbúnaðar- ráðuneytinu fyrir 31. júli 1976. Landbúnaðarráðuneytið, 24. júni 1976.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.