Þjóðviljinn - 26.06.1976, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 26.06.1976, Blaðsíða 16
PJOÐVHHNN Laugardagur 26. júní 1976 '»nr^ Nýtum landið °g , vernd- um það t sumarferð Alþýðu- bandalagsins verður lögð áhersla á sambúð lands og þjóðar. Við Sig- öldu mun Tryggvi Sigurbjamarson verk- fræðingur lýsa mann- virkjum fyrir ferðalöng- um og á Selhöfðum i Þjórsárdal mun Hákon Guðmundsson formaður Landverndar ávarpa þá. Hákon Guðmundsson Tryggvi Sigurbjarnarson Pólland: Verkföll vegna verðhækkana á matvörum VARSJA 25/6 NTB-Reuter — Pólskir verkamenn, sem eru i verkfalli i mótmælaskyni vegna verðhækkana á matvörum, stöðvuöu i dag hraðlest á járn- brautarlinunni milli Parisar og Varsjár til að vekja athygli á kröfum sinum. Stöövuðu verka- mennirnir lestina með þvi að rifa upp teina. Verkamenn sögðu fréttamönnum að verkföll væru nú gerð viða um Pólland, þar á meðal á höfuðborgar- svæðinu og i skipasmiðastöð- vunum á ströndinni. Verðhækkanirnar á mat- vörunum eru þær mestu, sem orðið hafa i stjórnartiö Giereks, en hann tók við Gomulka sem rikisleiðtogi eftir uppþotin i desember 1970, en þau urðu einnig vegna verðhækkana. Nýjustu veröhækkanir eru að meðaltali um 6%, en verka- menn segjast ekki sætta sig við meira en 10% verðhækkun. Talsmaöur stjórnarinnar segir verðhækkanirnar nauðsynlegar til að ýta undir framfarir i þjóðarbúskapnum, þær muni leiða til þess að fólk verji tiltölu- lega meiri peningum til kaupa á iðnaðarvörum og þaö komi iðnaðinum til góða. Siöustu fimm árin hafa laun verka- manna i iðnaðinum hækkað um yfir 40%. Yfirvöldin hafa til þessa ekki sýnt verkfallsmönnum neina hörku. Lögreglan hefur að visu uomið upp vegatálmunum á leiðinni til einnar verk- smiðjunnar, sem verkfallið nær til, en fólk sem fer framhjá tálmunum til að hitta verkfalls- menn er látið óáreitt. Síðari fréttir: Edward Gierek - barátta gegn verðhækkunum varð fyrir- rennara hans að falli. Pólska stjórnin lýsti þvi yfir i kvöld að ákveöið hefði verið að draga verðhækkanir á mat- vörum til baka til bráðabirgða. Evrópskir kommúnistar þinga í Austur-Berlín Hollandi, sem frá upphafi hafa ekkert viljað hafa með fyrir- ætlanirnar (um ráðstefnuna) að gera.” („Ultra-independents” mundi i bókstaflegri þýðingu Allir með nema „pekingsinnaðir albanir” og „öfgafullir 1"S sjálfstœðismenn” á Islandi og Hollandi, segir Reuter AUSTUR-BERLIN 25/6 Reuter — Siöustu tvo dagana i júni verður haldin I Austur-Berlin ráöstefna kommúnistaflokka I Evrópu, sú fyrsta siðan 1967, þegar evrdpskir kommúnistar komu saman i Karlovy Vary I Tékkóslóvaklu. 28 flokkar senda fulltrúa á ráðstefn- una i Berlin, stærstur þeirra Kommúnistaflokkur Sovétrikj- anna ensá minnsti kommúnistar I San Marino, dvergriki á ftaliu- skaga. Liklegt er að margir helstu flokksleiðtoga verði fyrir sendinefndunum, þeirra á meðal Tito forseti Júgóslaviu, sem verður formaður júgóslavnesku sendinefndarinnar. Er þetta i fyrsta sinn i 19 ár, sem Júgóslavia tekur þátt i alþjóðaráöstefnum kommúnista. 1 Reuter-frétt um ráðstefnuna segir svo m.a.: „Þeir einu sem verða fjarverandi (af evrópskum kommúnistaflokkum) verða hin pekingsinnaða Albania og „the ultra-independents” á Islandi og þessu verið að leggja áherslu á að umræddir flokkar haldi öllum öðrum fastar við þá afstöðu að vera óháðir Sovétrikjunum og er- lendum aðilum yfirleitt. Með „Is- lenskum kommúnistum” mun Reuter eiga við Alþýðubanda- lagið. Ath.s. Þjv.). Sovétrikjunum hefur lengi verið kappsmál að þessi ráö- Framhald á bls. 14. Assýringar ofsóttir i Tyrklandi Flýja land til að forðast J utrýmmgu OSLÓ 25/6 NTB — Meðlimir hinn- ar fornu kirkju assýringa (nestorfana) sæta nú margskonar ofriki og ofbeldi, sérstaklega i suðausturhluta Tyrklands. Flóttamenn frá þessu svæði eru Sósíaliska lýð- yeldið Yíetnam SINGAPUR 25/6 - Fyrsta þjóö- þing sameinaðs Vietnams lýsti þvi yfir i dag aö Hanoi yrði höfuðborg landsins alls. Jafn- framtvarþvilýstyfir aðhiðopin- bera nafn rikisins yrði Sósiaiiska lýðveldiö Vietnam. Ennfremur hefur verið ákveðið að Saigon heiti héreftir Ho Chi Minh-borg, eftir leiötoga vietnama I frelsis- baráttunni gegn frökkum og bandarikjamönnum, en hann lést 1969. Utvarpiö i Hanoi tilkynnti aö fáni hins sameinaða Vietnams yrði gul fimm geisla stjarna á rauðum feldi, þjóðsöngurinn verður Tien Qua ca (Hermenn sækja fram), gamall byltingar- söngur úr baráttunni gegn franska nýlenduveldinu á fimmta og sjötta áratugnum. Eitt af mikilvægustu verkefnum þings- ins er að semja landinu nýja stjórnarskrá. Amin forseti til lífstíðar NAIROBI 25/6 Reuter — Idi Amin marskálkur og valds- maður i Úganda siðan 1971 var i dag yfirlýstur forseti landsins til lifstiðar. Var þessi ákvörðun tekin sameiginlega af svo- kölluðu varnarráöi landsins og rfkisstjórninni. Amin kvaðst ánægður með ákvörðun þessa og Sule undirofursti, yfirmaöur flughersins, sagði varnarráðið mæla með þvi að lifvörður for- satans yrði efldur. Amin var sýnt banatilræði fyrir skömmu og ekki I fyrsta sinn. önnur um- mæli I ræðu Sule benda til þess að Amin treysti nú illa öörum en hermönnum sinum og verði siðustu borgaralegu ráðherrun- um i stjórninni fljótlega vikiö frá. Azevedoerað ná sér jISSABON 25/6 — Góöar horfur :ru á þvi að Jose Pinheiro de Aze- iedo, fo rsæ tis ráð her ra 3ortúgals, ætli að ná sér eftir íjartaáfallið, en engu að siður er alið að veikindi hans muni mjög luka sigurmöguleika helsta :eppinautar hans i forsetakosning mum á sunnudaginn, Antonio lamalho Eanes. Stuðningsmenn Azevedos kröfðust þess að kosningunum yrði frestað vegna veikinda Azevedos, en hæstirétt- ur Porgúgals hafnaði þeirri kröfu. Eanes, yfirhershöfðingi landhersins, nýtur stuðnings þriggja stærstu stjórnmálaflokk- anna, Sósialistaflokksins, alþýöu- demókrata og miðdemókrata, sem fengu samanlagt næstum 75% atkvæða I þingkosningunum i april. Mörgum stendur samt sem áður stuggur af Eanes, sem var stuðningsmaður Spinola á sinum tima, komst fyrst til áhrifa eftir hægrisveifluna i hernum og er grunaður um leynimakk við hægriöfgamenn. komnir til Hollands, Vest- ur-Þýskalands og Frakklands og þeir staðfesta fregnir þess efnis, að fólk úr assýrsku kirkjunni hafi flúið heimabyggðir sinar til að forðast útrýmingu. Ofsóknir þær, sem assýringar sæta i Tyrklandi eru meðal annars þess eðlis að ungum stúlk- um er rænt, Ibúðir og verslanir ruplaðar og húsdýrum stolið. Oft verða kristnir menn fyrir árásum á leiötil kirkju og meira að segja meðan á guðsþjónustu stendur. Lögreglan gerir ekkert til að vernda assýringa gegn ofsóknun- um og yfirvöldin neita þeim um leyfi til að gera við kirkjur og byggja nýjar. Fulltrúi millikirkjuráðs norsku kirkjunnar hefur látið I ljós aö enginn vafi sé á að fregnirnar af ofsóknunum á hendur assýring- um I Tyrklandi séu réttar og hef- ur hvattnorsk yfirvöld til að veita landvistarleyfi assýrskum flótta- mönnum, sem koma til Noregs. Hitabylgja LUNDONUM 25/6 NTB-Reuter — Óvenjumikil hitabylgja gengur nú yfir Vestur-Evrópu og fer hit- inn stundum langt upp fyrir 30 gráður á Celsius. Langvarandi þurrkar af völdum hitans hafa leitt af sér^að eldur hefur orðið laus I trjágorðum borga, ofhitaðir bilmótorar hafi brætt úr sér þús- undum saman og þar af leiðandi viða skapast öngþveiti i um- ferðinni. Vegna bilunar stöövaðist neðanjarðarjárnbrautarlest I dag i Lundúnum, undir Baker Street. Varð hitinn þá svo mikill i vögnunum að fólki lá við köfnun, sumir köstuðu upp eða féllu i öng- vit og aörir brutu rúður I vagn- gluggunum til að reyna að fá inn I vagnana. ferskt loft. Súkkulaði bráðnar I verslunum og skortur er á rjómafs og vatni, kerti koðna niður á ölturum kirknanna og i Sviss er farið að lóga stórgripum vegna fóðurskorts af völdum þurrkanna. Vatnsskorturinn er alvarlegasta afleiðing þurrkanna ogeru bresk yfirvöld farin að tala um aö hugsanlega verði aö skammta vatn. BARUM BfíEGST EKK/ ■ I Jeppa I I hjólbarðar I ■ Kynnið ykkur hin hagstæðu verð. TÉKKNESKA B/FfíE/ÐAUMBOÐ/Ð ■ Á ÍSLANDI H/F AUÐBREKKU 44—46 KÓPAVOGI SÍMI 42606

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.