Þjóðviljinn - 11.07.1976, Blaðsíða 13
Sunnudagur 11. júli 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
Umsjón:
Mörður
Arnason
og Þröstur
Haraldsson
HRAFNAMNGI
ER LOKIÐ
Listahátíð lauk einsog
allir vita þriðjudaginn 29.
júní með tónleikum Cleo
Laíne og djasshljómsv.
John Dankworths. Þessir
tónleikar voru að mörgu
góðir. Hljómsveit Dank-
worths er ágæt, valinn
maður á hverjum stað og
leika mjög tæran og
skemmtilegan djass. Sér-
staka athygli vakti pianó-
leikarinn, ungur strákur
siðhærður, lék á mörg
hljóðfæri á als oddi.
Bassaleikarinn stóð einnig
vel fyrir sínu, þessutan
skemmtilegur sólóisti og
greinilega góður lagasmið-
ur. Trommarinn var
þokkalegur og ekki meira,
þó nokkur sóló hans væru
með þvi sem mestan fögn-
uð vakti meðal áhreyrenda
Klásúlum þótti þó minna
þar til koma. Atvinnumað-
ur á að geta leikið einleik á
hljóðfærið sitt, og oft hafa
heyrst betri trommusóló,
bæði í djassi og rokki. Það
sama verður að segjast um
John sjálfan, blástur hans
var að sönnu öruggur, en
varla f ramúrskarandi.
Cleo, aðalstjarnan á
hljómleikunum, kom fram
eftir að bandið hafði hitað
upp í byrjun, og eftir hlé í
nýjum kjól. Þetta er
hörkusöngkona og vert að-
dúnar hversu henni tókst
að hrifa áheyrendur með
sér. En raddleikfimi henn-
ar (hún syngur frá bassa í
sópran) vakti þó fremur
athygli sem fyrirbæri en
einlæga hrifningu, og
henni tókst hvað best upp í
hröðu lögunum, þegar hún
söng eðlilega.
Laugardalshöll er með verri
hljómleikahöllum. Sérstaklega er
húsið slæmt þegar settar eru i það
djasshljómsveitir sem öðrum
fremur byggja á nánu sambandi
við áheyrendur. Ekki er hægt að
stilla tónlistina nógu hátt til að
hún nái vel um allan salinn.
Stjörnur eins og Cleo, sem byggja
Hrafn Gunnlaugsson
töluvert á elskulegum kynþokka
sinum, njóta sin eðlilega ekki,
þegar helmingur áhorfenda sér
aöeins einhverja þúst á hreyfingu
langt i fjarska. Hinar skipulegu
Mál og menning
hefur plötuútgáfu
Upptaka á nýrri plötu Þokkabótar hefst á næstunni
Þau fyrirtæki sem eru
hvað mest áberandi í ís-
lenskri plötuútgáfu eiga
sér ýmsar rætur. Sum
þeirra hafa byggst upp i
kringum poppsveitir svo
sem Hljómaútgáfan (nú
Ýmirog Geimsteinn) og
Júdas. önnur eiga sér
styrka stoð í traustum
innflutningsfyrirtækj-
um eins og Fálkanum og
Stál hf. Ekki má gleyma
spekúlöntunum f grein-
inni eins og Ámunda,
Jóni ólafsog Ingibergi i
Demant. Við þetta má
lengi bæta.
Kiásúlur hafa nú komist að
þvi að bókaforiög hér i borg
séu að hefja afskipti af plötu-
útgáfu og er það ný og harla
forvitniieg þróun. Raunar eru
fordæmi fyrir þessu finnanleg
t.d. á Norðurlöndum, og má
þar minna á Demos hið
danska.
Þau forlög hérlend sem cru
að þreifa fyrir sér á þessu
sviði eru, andstætt við Demos,
voidug útgáfufyrirtæki á is-
lenskan mælikvarða: Mál og
menning og Iðunn. Þau eru á
hinn bóginn ólik að gerð og
markmiðum, Iðunn einkafyr-
irtæki sem gefur út metsölu-
bækur af léttara taginu og læt-
ur þær standa undir nokkrum
vönduðum islenskum bókum
árlega, Mál og menning hefur
bókmcnntafélag að baki sér og
ákveðin pólitisk markmið að
ieiðarljósi i starfsemi sinni.
Iðunn mun hafa i bigerð að
gefa út barnaplötu en forráða-
menn véku sér undan því að
skýra frá áformum sinum að
svo komnu máli. Veröur þess
væntanlega ekki langt að biða
að það mál uppiýsist.
Hér á eftir fer hins vegar
viðtal við Þorleif Hauksson út-
gáfustjóra Máls og menningar
en á næstunni byrjar hljóm-
sveitin Þokkabót að taka upp
plötu sem fyrirtækið gefur út.
Ilefur hljómsveitin undanfarið
æft efnið á henni á starfslaun-
um frá Máli og menningu og
mun það vera i fyrsta skipti
sem starfslaun heyrast nefnd I
poppheiminum.
— Má búast við þvi, að
plötuútgáfa veröi fastur liður I
starfsemi Máls og menning-
ar?
— Þetta er nú bara tilraun.
Við höfum cnga reynslu á
þessu sviöi og rennum blint i
sjóinn með peningahliðina á
þessu. Ég hef þá trú að þetta
borgi sig.en hitt er annað mál
hvort það er gróðafyrirtæki.
Við ætlum að reyna það hvort
grundvöllur er fyrir þessu þvi
við teljum okkur eiga fullt er-
indi á þennan markaö þvi það
hefur veriö litið um róttæka
plötuútgáfu hér á Iandi fram
til þessa. Okkur langar til að
fylla það skarð. Viö höfum
samið um, að eftir að kostn-
aður við plötugerðina hefur
verið greiddur skiptist hagn-
aðurinn jafnt á milli forlagsins
og hljómsveitarinnar en
hvernig útgáfunni verður að
ööru leyti hagað er ekki Ijóst i
smáatriðum enn.
— Með hvaða markmið i
huga leggið þið út I þessa
starfsemi?
— Við höfum veriö að gefa
út skáldskap fram til þessa,og
er þetta ekki skáldskapur I
sinu upprunalegasta formi?
Það er skilgreint markmið
Máls og menningar að stuðla
að útgáfu á verkum róttækra
og framsækinna höfunda.
Þessi útgáfa á hvað greiöast-
an aðgang að fjöldanum en
hingað til hefur ekki veriö lögð
mikil rækt við söngtexta. Það
væri útaf fyrir sig mikið hlut-
vcrk að færast I fang að hefja
upp þær kröfur sem gerðar
eru til þessa skáldskapar-
forms. Nú, og svo höfum viö
menningariegum skyldum að
gegna. Loks má nefna að með
þessu eygjum við leið til að
seilast inn i nýjan hóp fólks
sem væri mjög æskilegt að
laða að félaginu.
—ÞH
Cleo Laine
raðir á fjórða þúsund viðstaddra
minntu frekar á sildar i tunnu eöa
flokksþing nasista en hið þægi-
lega kjallara- og bjórandrúmsloft
þar sem djassinn á helst heima.
Og ekki varð fjöldi aldraöra boðs-
gesta á besta stað til aö bæta
skapið hjá þeim sem aftar voru
og fengu bæði hálsrig og fótar-
mein af pallsetunni.
En hvað um það, þetta var
gaman. Og hefði etv. verið enn
meira gaman, ef hljómsveitin
hefði verið ögn léttari á sér, vikið
aðeins útaf þessari þaulskipu-
lögðu og soldiö verslunarlegu
dagskrá sinni. Sérstaklega ef þau
hefðu rokkað aöeins meira og
leyft góðum hljómlistarmönnum
sinum að njóta sin betur. Hefðu
þau hjúin þá i staðinn mátt sleppa
heldur hjákátlegum hjónabands-
bröndurum og lofræðum hvort
um annað. En hér er um að ræða
ameriskar stjörnur, sem ferðast
um með fyrirfram ákveðiö
„show", og það raunar gott fyrir
sinn hatt. En þetta var ekkert
nýtt og stendur varla fyrir neinar
áhugaverðar stefnur eöa strauma
úti heimi.
Það er raunar athyglisvert,
hvernig staðið er að djass- og
rokkhluta þessarar listahátiðar.
Poppið er afgreitt meö Háskóla-
biókonsertnum eftir að búið er að
glutra niður öllum möguleikum á
erlendum gæðingum. Og er ekki
lastandi útaffyrirsig að gefa is-
lenskum poppurum séns, heldur
að þessir hljómleikar voru frá
upphafi mældir á peningastiku en
ekki frambærilegrar listsköpun-
ar. Og djassinn er afgreiddur meö
tveim stjörnum i Laugardalshöll,
og að þeim ólöstuðum þykir það
heldur þunnur þrettándi, þegar
bæöi er vitað um ýmsa islenska
djassara, sem vel mættu viö ofur-
litlum stuðningi, og hitt, að i ná-
grannalöndum er viða rikt og
merktdjasslif, sem við fáum ekk-
ert um að vita.Þannig virðist sú
skoöun enn rikjandi, að djass og
rokk séu lágmenningarfyrirbæri,
góð tónlist sé nokkuö sem tilheyri
nitjándu öldinni. Og taki ráða-
menn næstu listahátiðar við sér i
tima.
Hverjir sem það verða nú. Eða
kannski: hversem það verður nú.
Þvi aö sannleikurinn er sá, að
þrátt fyrir öll stóru nöfnin á sviði
og i hljómleikasölum, skin þó ein
stjarnan miklu mest. Og það er i-
haldsdrengurinn sem dubbaður
er upp sem framkvæmdastjóri
veislunnar, góður stökkpallur til
aukinna metoröa i Matthiasar-
geiranum af islensku menningar-
lifi.
Nema hvað, fréttum við ekki
rétt eftir listahátiðina, aö Jón
Þórarinsson sé að hætta starfi og
ætli að sækja um sinfóniuna.
Hrafn, listaog skemmtideild sjón-
varpsins biður. Við lika, með önd-
ina i hálsinum.
Mörður
!i
blaðið
sem vitnað er í
Áskriftarsími 175 05