Þjóðviljinn - 20.07.1976, Side 4

Þjóðviljinn - 20.07.1976, Side 4
I síÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 20. júlí 1976. MOBVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. tJtgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Árni Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 línur) Prentun: Blaöaprent h.f. HINN ÓTTALEGI LEYNDARDÓMUR: SÓSÍALISMINN Fyrir nokkrum dögum viðraði Magnús Þórðarson, framkvæmdastjóri Nató hér- lendis, svo sem af gömlum vana i útvarps- þætti fjallgrimma lifsskoðun sina, sem orða mætti sem svo: sósialisminn er stað- festing á hinu illa i mannheimum! Það er að sjálfsögðu ekki i okkar verkahring að skoða, hvernig einstaklingar nota sumt i markverðustu þjóðfélagstilraunum aldar- innar til að fylla upp í þá eyðu í vitundini, sem djöfullinn skildi eftir sig, þegar mannúðlegri útleggingar á kristindómi höfðu stökkt honum á flótta. Má vera að sú athugun sé best kom komin hjá Kirkju- ritinu. En þar fyrir utan komu fram i um- mælum Natóíorstjórans viðhorf, sem vert er að gefa gaum, enda eru þau ekki einka- mál hans, svipaðan tón hefur oftar en ekki mátt heyra hjá þeim sem skrifa um stjórnmál i Morgunblaðið. Hér er átt við það, að Magnús taldi sér á sama standa um það, hvort viðgangur sósialisma væri tengdur sovéskum áhrif- um (kæmi ,,utan að”) eða hann sækti styrk sinn f starf þjóðlegra hreyfinga, sem með sjálfstæðum hætti byggja á forsend- um i hverju landi (komi ,,innan frá”). Sósialismi væri jafn ískyggilegur hvort semværi. Ogþóværienn meiri ástæða til að óttast hinn þjóðlega sósfalisma, blátt áfram vegna þess að hann væri líklegri til að ná árangri. Með öðrum orðum: við erum minnt á það, að það eru einmitt málflutningsmenn þess afturhalds sem svartast er, sem mest sjá eftir trú og trausti á hina sovésku fyrirmynd og leiðtoga hennar sem vissu- lega setti áður fyrr mjög svip á pólitiska breytni sósíalista og kommúnista í flest- um löndum. Þessi eftirsjá er reyndar mjög eðlileg. Ekkert kemur natóstjórum og morgunblaðsritstjórum landanna verr, en að sósíalistar hafa i vaxandi mæli horf- ið frá ógagnrýnni aðdáun á miklum for- dæmum. Vegna þess blátt áfram, að þá hrifningu var svo einfalt og þægilegt að nota sem röksemd fyrir þeirri staðhæf- ingu, að sósíalísk hreyfing f hverju landi væri óþjóðlegur erindrekstur fyrir erlent stórveldi og/eða alþjóðlegt samsæri. Þar með var líka hægt aðskjóta sér hjá þvi, að fjalla um þá eðlilegu eftirspurn eftir sós- ialisma, sem vakir i alþýðuhreyfingum hvers lands. En með auknu sjálfstraustiog sjálfstæðara starfi hinna ýmsu flokka vinstrihreyfingar gengur hið einfalda dæmi ekki lengur upp hjá áróðursmaskín- unni, það kemur senn að þvi, að samsærismálflutningurinn dugir ekki einu sinni á þá sem fátækastir eru i anda. Og þá eru góð ráð dýr innrætingarstjórum: kannski neyðast þeir meira að segja til að fara að hugsa sjálfir , i stað þess að láta nokkrar slitnar særingaþulur annast það fyrir sig. Sósialismi er vissulega ekkert einkamál einnar þjóðar eða fárra, við hann tengjast vonir og kröfur alþýðu um réttlæti, jöfnuð og þroska, sem sannarlega fara ekki eftir landamærum. En það er höfuðforsenda fyrir þvf að sósialismi þróist, eflist og þá yfirbugi ranglæti og afbrot sem framin hafa verið í hans nafni, að virtur sé i reynd margbreytileiki heimsins, ólikar hefðir og þarfir sem til verða með þjóðum, mis- munandi hugmyndir um lausnir, já og um ýmsa meginþætti í sjálfri hinni sósialisku samfélagsgerð. Saga undanfarinna ára og reyndar áratuga hefur verið saga vaxandi skilnings á þessum forsendum þróunar til þess sósialisma sem ekki kafnar undir nafni. Og ótti natóstjóra og hægriritstjóra við þessa þróun er vel- komin staðfesting á þvi, að við erum á réttri leið. —áb Síðbúin viðurkenning I Þjóðviljanum hefur margoft verið bent á það að meginhætt- an við Oslóarsamninga Einars Ágústssonar og Matthlasar Bjarnasonar sé fólgin i þvi að meö þeim sé kallað yfir lands- menn viðskiptastríð alis Efna- hagsbandalagsins að samnings- timabilinu loknu. Stjórnarblöðin hafa engu svarað þessari alvar- legu gagnrýni. Nú um tveggja vikna skeið hefur verið nokkurt hlé á um- ræðunni um þessi mál i fjölmiðl- um þar til fyrir helgina og sagt var frá þvi i fréttum að EBE heföi óskaö viðræðna viö islend- inga um fiskveiðimál. Er aug- ljóst að þar með ætlar banda- lagið löngu áður en samningur- inn frá Osló rennur út aö setja þumalskrúfurnar á Islendinga. Og nú er svo komið að for- maður utanrikismálanefndar alþingis og þingflokks Fram- sóknarflokksins Þórarinn Þórarinsson ritstjóri m.m. viö- urkennir þessa yfirvofandi hættu. í forustugrein Timans um helgina segir Þórarinn: ,,Af hálfu sumra aðila innan Efnahagsbandalagsins hefur þvi verið hótaö að bókun 6 verði felld úr gildi ef ekki verði búið að semja við Efnahagsbanda- lagið fyrir 1. desember, þegar Oslóarsamningurinn fellur úr gildi. Af hálfu islendinga yrði ekki aðeins litið á þetta sem ó- vináttu af hálfu Efnahags- bandalagsins heldur einnig af hálfu Atlantshafsbandalagsins, þar sem átta af nlu aöildarrlkj- um Efnahagsbandalagsins eru innan Atlantshafsbandalagsins. Islendingar munu ekki fremur bogna fyrir viöskiptastriöi, en þorskastríði. íslendingar settu sér það mark að ræða ekki við breta meðan þeir héldu uppi herskipainnrás. Alveg eins er liklegt að þeir myndu ekki ræða við Efnahagsbandalagið meðan beitt væri viðskiptaþvingunum eða hótunum um viöskipta- þvinganiraf hálfu þess.” Þessi viðurkenning Þórarins . er mikilsverð — en hún er full- seint framkomin. Betur hefði —................ hann tekið eftir þessum ágalla handaverka sinna þegar hann stóð i makkinu i Osló. Gera grín að Markúsi Þaö er mikil tfeka I Sjálf- stæðisflokknum I borgarstjórn að fella eöa hafna með öðrum hætti tillögum borgarfuhtrúa minnihlutaflokkanna en taka þær siöan upp sjálfir og skreyta sig meö þeim I málgögnum sfo- um. Nýjasta dæmið um afrek af þessu tagi er tillaga sem sam- þykkt var i borgarstjórn nýlega um aðbreyta til um rekstarfor- sjá dagvistunarstofnana þannig að hún verði framvegis á á- byrgð borgarinnar, en ekki fé- lagsins Sumargjafar. Tillögu- maður um þessi efni I borgar- stjórn var Þorbjörn Broddason, borgarfulltrúi Alþýöubanda- lagsins — I upphafi. Þá var til- lögunni vlsaðtil félagsmálaráös og þaöan kom tillagan aftur til borgarstjórnar á fimmtudaginn var og þar var hún samþykkt. Vísir skrifar svo leiðara um málið á föstudag og hann er slð- an tekinn upp i Morgunblaðinu á laugardag. Þar segir mn.: „Þvl fer ekki á milli mála, að félagsmálaráð, undir forystu Markúsar Arnar Antonssonar hefur mótað hárrétta stefnu...” — Það er vissuiega ánægjulegt Þorbjörn Broddason flutti til- iögu Iborgarstjórn, sem ihaidiö eignar nú Markúsi Erni Antons- syni þegar ihaldsmálgögnin telja það hróssvert fyrir borgarfull- trúa Markús Om að hann sam- þykki tillögur Alþýðubanda- lagsins — en er ekki fulllangt gengið I þvi aö gera grin aö Markúsi með þvi að hnýta þvl við — eins og háðsmerki — að hann hafi haft forustuna? Don Quikote í útvarpinu Don Quikote atti kappi við vindmyllur af miklum móð. Nú er andlegur ættingi riddarans sjónumhrygga farinn að berjast við túlkun slna á helstu kenni- setningum marxismans annan- hvern sunnudag I sumardag- skrá útvarpsins. Það er sannar- lega íhugunarefni hvort heim- spekideild Háskóla Islands kennir nemendum sinum vind- mylluslagsmál af þvi tagi sem Hannes Gissurarson stundar eða hvort þaö eru bara Heim- dallarfræðin yfirfærð á æðra plan heimspekinnar. George Orwell á margt betra skilið heldur en að vera útlagöur af Vökustrák, sem vill frelsa Is- lendinga frá kommúnisma. Slikur nákvæmnismaður með sannleikann og hann var hefði honum áreiðanlega llkaö miður, þegar þessi Don Quikote ihalds- ins notaði bækur hans til þess að gera sósíalistum upp skoðanir og berjast slðan hetjulega gegn þeim. Það er langt siðan slikur hugtakaruglingur, einföldun og visvitandi rangfærslur hafa verið á borð bornar fyrir út- varpshlustendur. Það er helst að nokkrar mannvitsbrekkur og fastagestir i „Deginum og veg- inum” komist með tærnar þar sem Hannes var með hælana á sunnudaginn. Munurinn er bara sá, að þeir hafa ekki undir sig fastan þátt til þess að láta ljós sitt skina. Þaðhefur oft veriðhaft á orði, að óhlutdrægnisregla útvarps- ins gildi aðeins til vinstri. Það heyrir til algjörra undantekn- inga, ef forráðamenn rlkisút- varpsins amast við málflutningi hægrisinna, jafnvel þótt hann hljóti að flokkast undir hreinan áróður og brot á reglum stofn- unarinnar. Vinstri menn hafa jafnan veriö heldur latir aö gagnrýnaþetta, enda oftast litið svo á að ekki væri við öðru aö búast af æðstu embættismönn- um útvarpsins, sem alist hafa Hannes Gissurarson upp I Ihaldsþjónkun um áratuga skeið. Og þáttur Hannesar Giss- urarsonar fellur sjálfsagt I góö- an jarðveg. En mættum við leggja til að nafninu yrði breytt til samræmis við innihaldiö. Hreinna og beinna væri að hann héti einfaldlega: „Varnaðarorð gegn kommúnisma”. Og meðal annarra orða: Hvenær ætlar meirihluti útvarpsráös að senda Sancho Panza riddaranum sjón- umhrygga til aðstoðar? „Sami nasistinn og vinn fyrir íhaldið” Það er I sjálfu sér mannalegt að gangast viö fortiö sinni eins og Helgi S. Jónsson, fyrrv. slökkviliðsstjóri I Keflavík, ger- ir I helgarblaði VIsis og viöur- kenna I þokkabót, að maður sé sama sinnis. Fæstir flagga slik- um skoöunum I dag, hvort held- ur er á tslandi eöa I Þýskalandi. Við látum hér liggja milli hluta kynþáttafordóma Helga S. Jónssonar og gyðingahatur hans. Eins og nýlega hefur kom- ið fram bæði I Þjóðviljanum og Dagblaðinu er grynnra á slikum fordómum meöal okkar Islend- inga en við viljum almennt við- urkenna. Viðtaliö viö Helga S. Jónsson er athyglisverðast fyrir þá stað- reynd að hann afhjúpar hvar I flokki skoðanabræöur hans standa i dag, nauðugir þó, vegnaþess að annað er ekki fyr- ir hendi: „Þeir voru okkur erf- Rœtt við foringja Þjóðernissinnaflokksin: Kelga S. Jónsson í Keflavik iðir hinir stjórnmálaflokkarnir. Aðallega þó ihaldið, þegar það sá að það var ekki hægt að nota okkur. Ihaldið var hrætt viö að missa unga fólkið yfir til okkar. (þ.e. Þjóðernissinnaflokksins — aths. Þjv.) En það skilaði sér flest aftur til föðurhúsanna. Ég vinn meö Ihaldinu núna. En þrátt fyrir þaöhef ég ekkert aflagt af minni trú. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf veriö linur en viö vildum vera sterkir. Það er allt annaö að fylgja drasli frá degi til dags, en að skapa eitthvaö nýtt.” Og slöar Itrekar Helgi póli- tlska heimavist slna: „Ég sé ekki eftir þvl að hafa eytt tlma mínum 1 þetta þó ég vinni heið- arlega fyrir ihaldið núna. Ég er sami nasistinnogég var og verð það áfram. Maður verður nefai- lega að hafa einhverja stefnu, einhvern farveg I tilverunni. Það er ekki nóg að hafa ein- hverja hentistefnu og Moggann tilaövitna I. Þaö verður aðhafa eitthvað sterkt til grundvallar.” Það hefði verið ákaflega fróð- legt ef blaðamaöur hefði spurt hvort nasistar hefðu sérstakan klúbb innan Sjálfstæðisflokks- ins, þrýstihóp, og hve fjölmenn- ur hann væri? Þó ekki væri nema vegna stjórnmálasögunn- ar. —ekh — s.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.