Þjóðviljinn - 20.07.1976, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.07.1976, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 20. júll 1976. 0 ÖQfltP Skrifið eða hringið. Sími: 17500 ' 't - -1 . . . ju-' ‘C?W,, . -f'' • Hp, •— .Ufcu '*£0b': '• Hvaö skvldi þurrkurinn endast? •: ■' •; ®>í iíSÍÍPx^^áiiííííSÍ-.vts^f ;A: *:tii*í*'..;■• ■ - 'r**Á?v.:-> -.SSj , Vegagerð við manna- bústaði eða Borgar- fjarðarbrýr? Stundum flytja fjölmiðlar fregnir, sem koma blóðinu á veru- lega hreyfingu. Til dæmis hækkar blóð- þrýstingur undirritaðs ævinlega um fáein stig þegar hann heyrir fréttir af framkvæmd- um við Borgarfjarð- arbrúna. Meðal annara blóð- þrýstingshækkandi framkvæmda, sem staðið hafa yfir undan- farin misseri, eru ýmsar hraðbrautar- l Heyskapur og afmœli — Sprettutið hefur verið hér alveg einstaklega gtíð, enda komið kafgras og af þeim sökum vart mikið lengur neitt undanfæri á að hefja slátt af fullum krafti ef taðan á ekki að spretta úr sér og tréna, sagði Margrét á Neistastöðum, er blaðamaður Þjóðviljans náði tali af henni á þriðjudags- morgun. — En svo hagstætt sem veðrið hefur verið fyrir gras- vöxtinn hefur það að sama skapi verið óhentugt til heyskapar. Tveir þurrkdagar komu nú um helgina, en siðan hefur rignt. Flestir eru samt byrjaðir að slá. Ogtil eru þeir, sem búnir eru að þurrka eitthvaö og ná inn i Menn halda sig við heimilið — Maður fer nú ekki mikið út af heimilinu þessa dagana og fylgist þvi litið með þvi hvað annarsstaðar gerist sagöi Guð- mundur Þorsteinsson á Skálpa- stöðum I Lundareykjadal við blaðið á þriðjudaginn var. — Ég held nú samt að óhætt sé að segja, að flestallir a.m.k. séu byrjaðir að slá þótt menn séu misjafnlega vel á veg komnir og varla neinir búnir að slá mjög mikið. Þeir bændur, sem hafa margt sauðfé, eru kannski eitthvaö seinna á ferö með slátt, þvi hvorttveggja er, að þeir eru nokkuð lengi fram- eftir vorinu með fé á túnum og svo tefjast þeir við rúning og flutning á fé i afrétt. Siöasta vika var sæmilega góð til heyskapar. Misjafnt er hvaö bændur eru búnir að hirða mikið en þó engir verulegt heymagn, að þvi er ég best veit. Margir bændur hafa komið sér upp súg- þurrkun, en þó ekki allir, og flestir verka eitthvað af votheyi, Segja má, að tiðarfar hafi veriö hér ágætt allt frá páskum. Sauðburður gekk áfallalítiö og fénaöarhöld voru yfirleitt góð. —mhg. hlöður, en ekki er það i miklum mæli. Súgþurrkun heys er hér mjög almenn, en best er auö- vitað að þurrka heyið eitthvað úti áður en það er sett i súg- þurrkunina. Margir eru með einhverja votheysverkun en i misjafnlega stórum stll. Othagi er mjög vel sprottinn og er mikill munur á þvi nú eða i fyrra. Ungmennafélagið Vaka hér i Villingaholtshreppi mintist 40 ára aímælis sins nú um helgina með fjölmennu hófi i félags- heimilinu Þjórsárveri. Fóru ] þar fram ræðuhöld, leiksýning, upplestur og dans og skemmtu menn sér hið besta. I tilefni af afmælinu bárust félaginu góðar gjafir og árnaðaróskir. Ungmennafélagið Vaka hefur á 40 ára ferli sinum veriö ágætur félagsskapur og at- hafnasamur og átt rikan þátt i að móta menningar- og félagslif þessarar sveitar. Vonandi verður svo enn um langan aldur. ( —mhg. lagningar, Peninga- gjáin Mikla i Kópavogi og Gjábakkavegurinn, sem var lagður til að nota yfir eina helgi i hitteðfyrra. Mörg verkefni i vegamálum biða óleyst. Mikilvægast þeirra er gerð rykbundinna gatna I þorpum og kaupstöðum. Síðan einkabilaeignin komst i al- gleyming eru gatnamálin orðin yfirþyrmandi vandamál i öllum smábæjum og þorpum landsins. Framkvæmdastofnunin hefur látiö semja áætlun um gerö gatna með föstu slitlagi I öllu þéttbýli á landinu. Gert er ráð fyrir að sú framkvæmd kosti um 6000 milj. kr., miðað við verðlag i ársbyrjun 1975.Áform eru uppi um að reyna að ljúka þessu verkefni á svo sem 10 árum, en vonlítið að það takist að óbreytt- um tekjustofnum og lánsmögu- leikum sveitarfélaganna. 1 áætlun Framkvæmdastofii- unar segir orðrétt: „Framkvæmd þessa átaks hefur margháttaða þýöingu fýr- ir ibúa og atvinnulif byggðar- laganna, fyrir hollustuhætti I framleiðslu matvæla og i lifi fólksins almennt, þægindi og þrifnaö utan húss og innan og fyrir menningarástand, félags- líf og þjónustu. Sem slikt hefur þetta væntanlega átak veiga- mikla þýðingu fyrir byggöa- þróun”. Undir þetta geta allir tekið. Auövelt væri að útmála með miklu sterkari oröum hvilikt böl, — ég endurtek, —hvilikt böl það er, aö búa við ryk, for og aðra mengun frá sóöalegum götum árum og áratugum sam- an, jafnvel alla ævina. Hvort ætli húsmæður I þorpum og smábæjum iandsins telji nauösynlegra, brú yfir Borgarfjörð eöa þrifalega götu viö húsiö, sem þær búa i? Hverju ætli bileigendur á sömu stöðum mundu svara, ef þeir væru beðnir að velja um almennilega götu til að aka eftir mestallt áriö, þegar þeir eru heima hjá sér, eða hraðbrautar- spotta og 15-20 km. styttingu á leiöinni til Reykjavikur? Og hvað um vesalings fót- gangendurna, sem oftast ganga annað hvort i for eða rykmekki um þorpið sitt? Hverju mundu þeir svara svipaðri spurningu? Hvaö mundu heilbrigöisyfir- völd úrskurða, ef þau mættu ráöa hvort nokkrum hundruðum milj. væri variö til gerðrar ryk- lausra gatna eða hellt i mont- framkvæmdir eins og Kópa- vogsgjána og Gjábakkaveginn? Hver yrðu svör allrahæst- virtra kana, sem kaupa stærsta hlutann af fiskinum frá þessum krummavikum og eru okkar forsjá, fyrirmynd og ráðgjafar á flestum sviðum, auk þess sem þeir vernda okkur fyrir rúss- um, ef þeir væru spuröir, hvort mundi gera fiskinn aö girnilegri söluvöru, Borgarfjarðarbrú eða snyrtilegir útgerðar- og fisk- vinnslubæir? Gerö gatna með föstu slitlagi I öllum þéttbýlisstööum i kjör- dæmi Halldórs E. Sigurössonar kostar ca. helming þess, sem Borgarf jarðarbrúin kostar. Varanlegar götur I öllum þétt- býlisstöðum á Norðurlandi kosta svipað og brúin. Trúlega er hægt aö ljúka gerð varanlegra gatna i öllu þéttbýli lansins á 2-3 árum, ef vel er að verki staðið.En það verður ekki gert nema almenningur og sveitarstjórnir knýi miklu fast- ar á en gert hefur veriö og heimti af þingmönnum og ráö- herrum að þeir hætti aö láta sem þetta sé þeim óviðkomandi. Að öðrum kosti verða Borgar- fjarðarbrýr, Peningagjár, Gjá- bakkaframkvæmdir og lagning hraðbrauta kringum Reykjavik forgangsframkvæmdir I vega- málum hér eftir sem hingað til og háttvirtir kjósendur annarra þéttbýlisstaöa, mega vaöa for- ina og rykið a.mJc. næstu 10-20 ár. Hvort yrði fleira fólki til dag- legra þæginda, ánægju, heilsu- bótar og almennrar velferðar Borgarfjarðarbrú eða varan- legar götur i öllum bæjum og þorpum norðanlands eða aust- anlands; Kópavogsgjá eða mal- bikaðar götur i öllum þorpum á Suðurlandi, (eða bara i ibúöa- hverfunum i Kópavogi); Gjá- bakkavegur eða ryklaus gatna- kerfi i Borgarnesi eða Þórs- höfn? Ekki ætla ég aðhafa íframmi þá frekju að heimta að hætt veröi við Borgarfjaröarbrúna og hraðbrautimar nú á stund- inni og okkur þorpurum og dreifbýlislýð gefnir miljarð- arnir, sem þetta mun kosta, til aö útrýma svaðinu á götunum hjá okkur. Ég ber aöeins fram þá bón, allraauðmjúklegast, að stjórnvöld taki til endurmats þarfirnar I vegamálum með hliðsjón af mannlegum þörfum, sem ekki verða mældar meö tölvu og reiknistokk. Niðurstaða sliks mats Wýtur að veröa sú, aö lagning vega meö föstu slitlagi við manna- bústaði sé nauösynlegri en gerð ýmissa hraöbrautarspotta og montframkvæmda, jafnvel, að fresta mætti um fáein ár ein- hverjum af áætluöum virkjun- um þeirra vegna. Ef vilji er fyrir hendi er auð- velt að finna ráð til að ljúka þessu aðkallandi verkefni á ör~ fáum árum, láta minna aðkali- andi verkefni biða, en lána sveitarfélögunum I þess stað þær fúlgur, sem þau vantar til að fullgera götur sinar. Rikið hefur lagt fram fé til Reykjanesvegar, Selfossvegar og fleiri vega, sem i rauninni eru ekkert annaö en aöalgötur um þéttbýlissvæðið á Suö- vesturlandi. Þetta voru góðar og þarfar framkvæmdir, sem sistskulu taldar eftir, en er ekki sanngjarnt að ætlast til þess, að önnur þéttbýlissvæði fái ein- hverja teljandi aðstoö viö gerð varanlegra gatna áður en meira veröur gert i þessum eina lands- hluta? Siglufirði, 2. júli 1976, Benedikt Sigurðsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.