Þjóðviljinn - 20.07.1976, Blaðsíða 11
Þriöjudagur 2«. júH 197«. ÞJÓÐVILJINN — S»A 11
ins á Kirkjubóli
— Nú er rúmt ár liöið siör
an hús Guðmundar skálds
Böövarssonar á Kirkjubóli á
Hvitársiðu var tekið i notkun,
sem bústaður fyrir skáld, rit-
höfunda og aðra listamenn, sem
kjósa að dvelja þar um tima og
vinna að verkum sinum, sagði
Þórunn Eiriksdóttir á Kaðals-
stöðum i Stafholtstungum i
löngu og skemmtilegu samtali
við tiðindamann blaðsins sl.
fimmtudag.
Það var skömmu eftir lát
Guðmundar, vorið 1974, sem sú
hugmynd kom fram, að varð-
veita hús hans með sem likust-
um ummerkjum og það hafði
þegar hann gekk þar siðast um.
Jafnframt skyldi húsið vera
bústaður listamanna, enda mun
það hafa verið hugmynd Guð-
mundar sjálfs, að húsið yrði
notað á þann hátt, eftir hans
dag.
Málið var svo tekið upp á
aðalfundi Sambands borg-
firskra kvenna vorið 1974 og
fékk framúrskarandi góðar
undirtektir. Konur á þessum
fundi, lögöu fram nokkra fjár-
hæð, sem verða skyldi fyrsti
visir aö Minningarsjóði Guð-
mundar Böövarssoar. Hvar,
sem hugmyndin um varðveislu
hússins var rædd, fékk hún svo
góðar undirtektir, aö málið
þróaðist likt og af sjálfu sér.
Forystumenn þrigja stærstu
félagssamtaka i Borgarfirði:
Búnaðarsambandsins, Kven-
Jón Helgason, prófessor.
félagasambandsins og Ung-
mennasambandsins, unnu
saman að framgangi málsins,
ásamt börnum Guðmundar
heitins og fulltrúum frá Rithöf-
undasambandi Islands.
Hinn 1. sept. 1974, daginn, sem
Guðmundur Böðvarsson hefði
orðið sjötugur, ef lifað hefði,
komu fulltrúar þessara sam-
taka saman á Kirkjubóli og var
þá formlega gengið frá stofnun
Minningarsjóðs Guðmundar
Böðvarssonar og konu hans,
Ingibjargar Siguröardóttur.
Hafin var almenn fjársöfnun i
Minningarsjóðinn og bárust
margar góðar gjafir, bæði frá
félögum og einstaklingum. Alls
söfnuðust rúmlega 1,2 millj. kr.
en stærsta og veglegasta gjöfin
barst frá börnum þeirra hjóna,
er þau gáfu Minningarsjóðnum
hús föður sins. Sú höföinglega
gjöf varð til þess, að hægt var að
ráðstafa söfnunarfé sjóðsins til
viögerða og endurbóta á húsinu,
sem voru orðnar aðkallandi.
Stjórn Minningarsjóðsins hefur
mikinn hpg á að halda húsinu
vel við og búa það svo, að
dvalargestum geti liðið þar sem
best, án þess þó að heildarsvip-
ur þess raskist nema sem
minnst.
Húsið er að miklu leyti handa-
verk Guðmundar sjálfs og þar
eru margir útskornir munir eft-
ir hann; arinn, sem hann hlóð,
gamlir munir, sem hann safnaði
og margt fleira, sem minnir á
hann.
Ingibjörg Bergþórsdóttir i
Fljótstungu er formaður stjórn-
ar Minningarsjóðsins en Sigurð-
ur Guðmundsson á Kirkjubóli
umsjónarmaður hússins. Taka
þau á móti umsóknum um dvöl i
húsinu. Þó nokkrir menn hafa
nú þegar notið dvalar þar og
hefur þeim þótt gott þar að
vera.
Stjórn Minningarsjóðsins hef-
ur nú boðið borgfirska skáldinu
Jóni Helgasyni, prófessor i
Kaupmannahöfn, að dvelja i
húsinu um tima i sumar. Hefur
hann þegið boðiö og er væntan-
legur að Kirkjubóli seint i þess-
um mánuði. —mhg
Jón Helgason, próf-
essor9 í „húsi skálds-
Verðlaunafararnir á ..Skansinum”
Verðlaunaferð til Stokkhólms
Siðastliðinn vetur efndu leiðir hf. til verðlaunasam-
Barnablaðið Æskan og Flug- keppni I blaðinu. Fyrstu verð-
Námskeið fyrir börn
með öndunarsjúkdóma
Samband Islenskra berklasjúk-
linga og Samtök astma- og of-
næmissjúklinga gangast fyrir
námskeiði fyrir börn með
öndunarfærasjúkdóma og for-
eldra þeirra I byrjun næsta
mánaðar.
Ætlan samtakanna er að um
vikudvöl verði að ræða á Eddu-
hóteli þar sem börnin og a.m.k.
annað foreldrið verði með þeim.
Þá er fyrirhugað að með hópn-
um verði læknir ásamt sjúkra-
þjálfara og iþróttakennara til
leiðbeiningar og aðstoðar.
Berkalavarnasambönd
Norðurlandanna hafa um langt
árabil gengist fyrir slikum nám-
skeiðum, eins og þvi sem hér er
fyrirhugað og er hugmynd þessa
námskeiðs sótt til þeirrar
reynslu, sem þau hafa gefið.
A vegum S.I.B.S. fór sjúkra-
þjálfari til Sviþjóðar á
kynningarfund þessarar starf-
semi, þar sem forstöðumenn og
starfsmenn slikra námskeiða -frá
Sviþjóð og Finnlandi báru saman
bækur sinar og skýrðu frá
reynslu sinni af þessum nám-
skeiðum.
Að dómi lækna og annarra sér-
fræðinga, sem með vandazmál
þessara barna fjalla, er talin brýn
nauðsyn á að þeir sem umgang-
ast börn með öndunarfærasjúk-
dóma fái fræðslu um hvernig
með þau skuli farið og einnig
talið gott fyrir börnin sjálf að
læra umgengni við sinn sjúkdóm.
Fjöldi þátttakenda er þvi miður
mjög takmarkaður eða 10 börn
ásamt foreldri eða foreldrum, og
gætu þeir, sem áhuga hefðu fyrir
fyllri upplýsingum snúið sér til
skrifstofu S.l.B.S. Suðurgötu 10.
laun voru kynnisferð til Stokk-
hólms. Ennfremur flugferöir
ininanlands og bókaverðlaun.
Ferðin til Stokkhólms var farin
fyrir nokkru. Skrifstofa Flug-
leiða i borginni ásamt stórblað-
inu Dagens Nyheter önnuðust
móttöku verðlaunahafanna, en
þau voru Guðbjörg ósk
Friðriksdóttir, 11 ára frá Vest-
mannaeyjum og Rögnvaldur
Guðmundsson, 12 ára frá
Bolungarvik. Fararstjóri var
Grimur Engilberts ritstjóri.
Meðan staðið var við i Stokk-
hólmi heimsóttu verðlaunahaf-
ar Dagens Nyheter og ræddu við
Hans Ingvar Johannsson, aðal-
ritstjóra. Þeim var einnig sýnd
útgáfustarfsemi blaðsins og
prentsmiðja. Ólafur Friðfinns-
son, svæðisstjóri Flugfélags Is-
lands og Loftleiða i Stokkhólmi,
sýndi þeim borgina og heilum
degi var eytt á „Skansen”,
skemmtigarði Stokkhólmsbúa.
Margar myndir voru teknar i
ferðinni og birtist ein þeira hér.
, Frásögn ásamt myndum mun
hins vegar birtast sem fram-
haldsgrein i Æskunni næsta
vetur.
Frá Sjómannafélagi Reykjavfltur
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavikur
verður haldinn fimmtudaginn 22. júli i
Lindarbæ og hefst kl. 20.30.
Fundarefni:
Venjuleg aðalfundarstörf,
önnur mál.
Félagar fjölmennið á fundinn.
Stjórnin
Mikið úrval bóka
Marx, Gngels, Lenin, tækni, visindabæk-
ur, skáldsögur, listaverkabækur, einnig
nótur og hljómplötur frá Sovétrikjunum,
Tékkóslóvakiu, Póllandi og Ungverja-
landi.
ERLEND TÍMARIT
Hverfisgötu 50 v/Vatnsstíg, 2. hæð. Simi
28035.
Blikkiðjan
Ásgarði 7,
Garðahreppi
Önnumst þakrennusmíði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð.
SÍMI 53468
Starf við götun
Opinber stofnun óskár að ráða tölvuritara
sem fyrst. Starfsreynsla æskileg. Starf
hluta úr degi kemur til greina. Umsóknir
sendist i pósthólf 7080 (Reykjavik), fyrir
27. júli n.k., merktar „Starf við götun”.
Auglýsing
Frá menntamálaráðuneytinu
Ráðuneytið óskar eftir að ráða til starfa við Kjarvalshús
og öskjuhliðarskóla nokkrar fóstrur, þroskaþjálfa, fé-
lagsráðgjafa,sálfræðing og forstöðumann fyrir fjölskyldu-
heimili.
1 hluta af stööunum verður ráðið frá 1. ágúst næstkom-
andi, en i aðrar nokkru siðar.
Umsóknir sendist ráðuneytinu fyrir 30. júli.
Menntamálaráðuneytið.
1
Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi
Hjalti Lýðsson
forstjóri, Snorrabraut 67,
sem lést 16. júli, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni
fimmtudaginn 22. júli kl. 1.30. Þeim sem vildu minnast hins
látna er vinsamlega bent á Kristniboðið I Konso eða aörar
liknarstofnanir.
Elvira Lýðsson,
Viktor Hjaltason, Elin Pálmadóttir
Erla Hjaltadóttir, Þorvarður Þorvarðsson
Unnur Hjaltadóttir, Karl F. Schiöth
Barnabörn og barnabarnabörn