Þjóðviljinn - 20.07.1976, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.07.1976, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 20. júll 1976. Þjálfarafórn kefl- víkinga stóðst ekki Fram sigraði ÍBK 2:1 í afspyrnu lélegum leik — rangur vítaspyrnudómur færði Fram sigurinn Vitaspyma, sem átti sér enga stoð, færði Fram 2:1 sigur yfir keflvikingum i einhverjum léleg- asta 1. deildarleik sem undirrit aður hefur séð I sumar. Kristinn Jörundsson beitti sinum fræga leikaraskap, sem dómarar virðast eiga svo erfitt meö aö sjá i gegnum, þegar hann hljóp á Guðna Kjartansson og henti sér siðan niður og fékk dæmda vita- spyrnu á 65. min. leiksins, og úr henni skoraði Marteinn Geirsson af öryggi sigurmark Fram. Hvernig sem á leikinn er litið var hann afspyrnu lélegur. og mátti ekki á milli sjá hvort liðiö var lak- ara, jafntefli hefði verið sann- gjörn úrslit þessa hnoðs. Fram varð fyrra til að skora. Marteinn Geirsson fékk boltann utanlega i vitateignum eftir þvögu sem myndaðist við langt innkast frá Pétri Ormslev og hann skaut þrumuskoti sem Þor- steinn ólafsson réð ekki við. Staðan i leikhléi var 1:0 en á 60. min. fékk Einar Gunnarsson boltann 25-30 m. frá marki og hann skaut sannkölluðu þrumu- skoti sem hafnaði i markhorninu, alls óverjandi fyrir Arna Stefáns- son i marki Fram. Og aðeins 5 minútum siðar skoraði svo Marteinn sigurmarkið úr vita- spyrnunni sem fyrr var lýst. Það er greinilegt að þjálfara- fórn keflvikinga hefur ekki staðist. Liðið leikur alveg eins og það gerði og baráttuhugurinn var sistmeiri i leiknum eftir fórnina en fyrir hana. Karl Hermannss. hefur verið kallaður til liðs við gömlu félaga, og vissulega gerði hann margt laglegt meðan út- haldið entist, en þaö var fremur stuttur timi. Annars bar Gísli Torfason af i liðinu eins og oftast áöur i sumar. Marteinn Geirsson, Rúnar Þegar.aðeins 15. min. voru eftir af leik Armanns og Selfoss i 2. deild á Laugardals velli sl. laugardag var staöan 2:0 fyrir Selfoss. Armenningar settu þá allt liðið I sóknina og tókst að jafna áður en leiktími rann út. Ármenningar sóttu raunar nær allan leikinn og fengu Selfyss- ingar tæpast önnur markfæri en þessi tvö sem nýttúst þeim að fullu. Strax á 3. min. i f.h. opnað- ist vörn Ármenninga illa og Tryggvi fékk boltann sendan frá bakverði fram völlinn, var þar á auðum sjó og skoraði með góðu skoti innan vitateigs. Gisiason, Gunnar Guðmundsson og Ásgeir Eliasson voru bestu menn Framliðsins og það verður skarð fyrir skildi, þegar Marteinn yfirgefur liðið og gerist atvinnu- maður. Dómari var Guðjón Finnboga- son, og virtist hann óöruggur, en gerði enga stóra skyssu, nema vitaspyrnudóminn sem færði Fram sigurinn. —S.dór. Þegar um 30. min voru eftir af leiknum bættu Selfyssingar öðru marki viö þrátt fyrir nær stans- lausa sókn Armenninga. Sigurð- ur fékk boltann á markteig úr aukaspyrnu og markvörður Armanns réð ekki við skotið. Armenningar tóku nú leikinn alveg i sinar hendur og tókst með harðfylgi að jafna. Ingi skoraði bæði mörkin og bar þau svo til alveg eins að, hann skallaði i mark úr hornspyrnu. í hvorugu liði skaraði nokkur fram úr öðrum,en þó áttu Viggó Sigurðsson og Ingi Stefánsson einna bestan leik i liði Armanns. Selfoss nýtti bæði tækifærin Athugasemd frá Jens Sumarliðasyni Ég varð orðlaus af undrun, er ég las grein Sigurdórs Sigurdórs- sonar fréttamanns Þjóöviljans og Sigmundar Steinarssonar I- þróttafréttamanns Timans á heimleið f lok feröar islenska landsliðsins i knattspyrnu til Finnlands. Þar er sagt að ég hafi ekki viljað ræða viö viðkomandi fréttamenn eftir landsleik Finn- landsoglslandsf Helsinki. Máls- atvik eru þau að áður en ferðin hófst, óskaði fréttamaöur hljóð- varps, Bjami Felixson eftir þvi, að fá aö ræða viö mig strax eftir landsleikinn og tjáöi ég honum að það væri sjálfsagt. 1 hálfleik er okkur tilkynnt að ísland óskaði eftir talsambandi. Arni Þor- grlmsson varð fyrir svörum og var fréttamaöur hljóðvarps I simanum og spurði um gang leiksins og fékk greið svör. Jafn- framt óskaði hann eftir að ná sambandi við mig eða Arna strax eftir leik, i þessum sama sima, þvi erfitt væri aö ná sambandi og mörg talsambönd i gangi. Strax að leik loknum fór Árni Þorgrimsson til þess að vera við- búinn talsambandi frá frétta- manni hljóðvarps á þann sama staðog hann hafði áður hringt i. Sem aöalfararstjóri i þessari ferö hafði ég þeim skyldum aö gegna, að þakka og kveðja for- ystumenn Finnska knattspyrnu- sambandsins og gesti þeirra, sem þeir höfðu boðiö til heiðursstúku á þessum glæsilega leikvangi ásamt Islensku fararstjórninni, en þvf hafði ég ekki lokið, er finnskur starfsmaður kom hlaupandi og tjáöi mér aö Island væri með talsamband. Þetta tal- samband var á allt öðrum stað á leikvanginum, en það fyrra við fréttamann hljóðvarps. Aðrir fréttamenn frá Islandi höföu ekki oröað viö mig að vera viðbúinn talsambandi strax eftir leikinn og hafði ég þvi enga hugmynd um hver á línunni væri, en brá við strax, yHrgaf gestgjafa okkar og hljóp niöur stúkuna og i sim- ann, sem var iangt I burtu frá þeim stað er ég var á meðan á leiknum stóö. Fréttamaður Morgunblaðsins var i simanum, þegar ég kom þar að, og tjáði mér að fréttamaður hljóövarps, Bjarni Felixson, vildi tala við mig. Er ég tók við simanum, var Bjarni þegar á linunni og spurði hann mig um gang leiksins og svaraði ég öllum spurningum Bjarna. Þá tjáði Bjarni mér að frétt þessi þyrfti að fara frá sér strax, vegna fréttaflutnings hljóövarps, þakkaði mér fyrir og kvaddi, sem ég og gerði, og lagði á. Finnski starfsmaðurinn orðaði ekki við mig hver eða hverjir væru aö reyna að ná talsambandi við mig, fréttamaður Morgun- blaðsins ekki heldur, þá ekki fréttamaður hljóðvarps, og ég minnist þess ekki að stúlka af tal- simasambandinu hafi komið innf samtal okkar Bjarna Felixsonar. Fréttamaður Morgunblaðsins getur staðfest þetta og hefur tjáð mér, að hann hafi rætt við Bjarna Felixson örstutta stund og engin skilaboð verið frá simastúlku, og eru þvi ummæli fréttamanns hljóðvarps i Þjóðviljanum ósönn og furðuleg. Varðandi bið fréttamanns Tlm- ans eftir samtali við islenska hóp- inn i 2 1/2 klst. sem bann ségist ekki hafa fengið, vil ég taka fram eftirfarandi: Islenski landsliðshópurinn kom á hótel það er við bjuggum á, um kl. 20 (ísl. t.) og var þar snæddur kvöldverður. Nokkru eftir kvöld- verð um kl. 21, var ég kvaddur i simann. Islensk talsimastulka tjáði mér aö fréttamaður T&nans óskaöieftir samtali við mig. Eftir nokkra bið kom á linuna sjálf- virkur simsvari, en síðan stúÚcan aftur og tjáöi mér að númerið, sem fréttamaður Tfmans átti að vera í, svaraði ekki, bað mig enn að blða, leitaöi hún aö heimasima fréttamannsins, en sagði siðan að nafn fréttamannsins væri ekki i simaskrá og gæti hún þvi ekki gertmeira i þessu máli og sagðist mundu reyna aftur. Einn af fararstjórum okkar, Gylfi Þórðarson, var við hlið mina er þetta samtal fór fram. Ég var á hótelinu i nær 1 klst. eftir þetta samtal en I burtu um þ.b. 1 1/2 klst. Á fyrrnefndum tima ræddu tveir fréttamenn frá tslandi við landsliðsþjálfarann Tony Knapp, og I þriðja sinn var óskað eftir samtali frá islenskum frétta- manni og beiö Knapp I simanum i um 3 min., en ekkert samtal kom. Þá hringdu islenskir fréttamenn ogf leikmenn isl. liðsins og ræddu viö þá. Kl. 7 að morgni aö isl. tima, hringdi fréttamaður Dag- blaðsins til mln og leitaöi frétta, sem hann fékk. Það sem að framan kemur, sýnir ljóslega að ekki var erfið- leikum bundiö að ná sambandi við isl. hópinn á Hotel Haaga. Þetta veit og fréttamaður Morgunblaðsins, sem með okkur var allan timann. Þetta er nokkuö langt mál, en nauðsynlegt er að öll málsatvik komi fram. Þaö er skylda hvers fréttamanns að segja sannleik- ann. Viökomandi iþróttafréttamenn, Sigmundur Steinarsson, Sigurdór Sigurdórsson og Bjarni Felixson, eiga þess nú kost aö biðjast afsök- unar, eða reynast minni menn ella. Jens Sumarliðason. Svar við þessu máttlausa yfir- klóri mun birtast Þjóðviljanum á morgun. — S.dór. útvarp 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl.7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Marinó Stefánsson les sögu sina „Manna litla” (2). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Tónleikar kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Suisse Romande hljómsveitin leikur ,,Le chasseur maudit” hljóm- sveitarverk eftir César Franck, Ernest Ansermet stjórnar/Hljómsveitin Ffla- delfia leikur Sinfóniu nr. 3 i a-moll op. 44 eftir Serge Rachmaninoff, Eugene Ormandy stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Frá ólympiuieikunum i Montreal: Jón Asgeirsson segir frá. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Römm er sú taug” eftir Sterling North Þórir Friðgeirsson þýddi. Knútur R. Magnús- son les (8). 15.00 Miðdegistónleikar Ronald Smith leikur Konsert fyrir einleikspianó eftir Charles Valentin Alkan. Byron Janis og Sinfóniuhljómsveitin i Chicago leika „Dauða- dans”, tónverk fyrir pfano og hljómsveit eftir Liszt, Fritz Reiner stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.30 Sagan: „Ljónið nornin og skápurinn” eftir C.S. Lewis Kristin Thorlacius þýddi. Rögnvaldur Finnbogason les (6). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Sumarið ’76 Jón Björg- vinsson sér um þáttinn. 20.00 Lög unga fólksins Asta R. Jóhannesdóttir kynnir. 21.00 Þrjátiu þúsund milljón- ir? Orkumálin — ástandið, skipulagið og framtiðar- stefnan. Annar þáttur. Umsjón: Páll Heiðar Jóns- son. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Litli dýrlingurinn” eft- ir Georges Simenon Ásmundur Jónsson þýddi. Kristinn Reyr les (13). 22.40 Harmonikulög Viola Turpeinen og félagar leika. 23.00 A hljóðbergi ,,Um ástina og lifið” danskt kvöld á listahátið 1974: Upplestur, söngur og samtöl. Flytjend- ur: Lone Hertz, Bonna Sönderberg og Torben Petersen. 23.40 Fréttir. Dagskrárlok. Vísnabókin á hljómplöt Bókaforlagið Iðunn hefur hljómplötuútgáfu Kins og fram kom hér i blaðinu fyrir skömmu hefur bókaforlagið Iðunn i huga að hefja útgáfu á hljómplötum. Nú hafa borist nánari upplýsingar um þetta framtak og kemur þá i Ijós að ætlunin er að gefa út citt af grundvallarritun islenskrar bók- menntakennslu. Visnabókina, i flutningi islenskra og erledra poppara. Sennilega hafa fáar isienskar bækur náð meiri útbreiðslu en Visnabókin. Hún kom fyrst út fyrir réttum 30 árum og nú er fimmta upplag senn á þrotum. Þegar það er uppurið hefur bókin selst i uþb. 35 þúsund eintökum. Óþarfi er að rifja upp efni bókarinnar, það kann næstum hver maður utanbókar. Á plötuna hafa verið valdar þessar visur: Komdu kisa min, Skugginn, Sofðu unga ástin mi:i, Bokki sat i brunni, Krummavisur, Bráðum kemur betri tið, Stóð ég úti i tunglsljósi, Stillinn sem endaði aldrei, Hliðarendakot, Dagavis- ur, Kvölda tekur og Tumi fer á fætur. Lögin sem sungin er við visurn- ar eru til helminga ný og gömul, af þeim siðarnefndu er vaiin þau þekktustu sem til eru og falin þeim Gunnari Þórðarsyni, Björg- vin Halldórssyni og Tómasi Tómassyni til útsetningar. Nýju lögin eru eftir Gunnar Þórðarson, Björgvin Halldórsson, Arnar Sigurbjörnsson og Jóhann Helga- son. Allir eru þessir menn i hópi skærari stjarna á islenskum popp- himni. Allur undirleikur á plötunni var tekinn upp i Ramport hljóðverinu i London og stjórnáð'i Mark Dodson upptöku. Hann kom siðan hingað upp og lauk upptök- Hafnarfirði. Flytjendur eru þeir Gunnar, Björgvin og Tómas auk nokkurra breta, Sigurðar Markússonar sem leikur á fagott, Helga Halldórssonar sem syngur, hluta úr kór öldutúnsskóla i Hafnarfirði undir stjórn Egils Friðleifssonar og strengjasveitar Julian Gaillard. Ekki hefur enn verið gengið endanlega frá umslagi en liklegt má telja að á þvi verði myndir úr Visnabókinni sem Halldór Pétursson myndskreytti á sinum tima. Platan er væntanleg á markað i sptember eða október. — ÞH Borgarstjóm í sumarleyfi Borgarstjórn Rcykjavikur hélt sinn siðasta fund fyrir sumarleyfi á fimmtudagskvöldið var. Stend- ur sumarleyfi borgarstjórnar til 7. september. Borgarráð kemur þó reglulega saman á þessum tíma. Á fundinum I gær var mestum tima eytt i siðari umræöu um reikninga Reykjavikurborgar fyrir árið 1975, en þeir voru sam- þykktir i fundarlok. Frá umræðum um reikningana og þeirri hörðu gagnrýni, sem fram kom á rekstur borgarinnar verður skýrt hér I blaðinu eftir helgi. Auk reikninga borgarsjóðs var og til umræðu sú fyrirkomulags- breyting á dagsvistunarmálum i borginni, að borgin sjálf taki við rekstri dagvistunarheimila af Sumargjöf, samkvæmt tillögu, sem Þorbjörn Broddason, borg- arfulltrúi Alþýðubandalagsins, flutti i borgarstjórn fyrir 19 mán- uðum siöan. Var þetta breytta fyrirkomulag samþykkt með öll- um greiddum atkvæðum og tróðu borgarfulltrúar upp hver um ann- an þveran til að lýsa yfir ánægju sinni með þessa breytingu. — ú.þ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.