Þjóðviljinn - 20.07.1976, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 20.07.1976, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 20. júll 1976. Eins og menn muna birtust fyrir nokkrum mánuðum í tveimur dagblöðum hér á landi þættir úr leyndarskjölum bandaríska utanrikisráðuneytis- ins, og er þar fjallað um samskipti íslands og Bandaríkjanna árið 1949. Vakti efni skjalanna mikla athygli, enda vörpuðu þau ljósi á margt, sem marga hafði að visu grunað allt frá upphafi, en ekki fengist staðfest. Sá er háttur Bandarikjastjórnar að halda skjölum af þessu tagi leyndum í aldar- fjórðung en birta þau sfðan, þó með nokkrum und- antekningum og má ætla að þær heimildir sem látn- ar eru framvegis liggja i þagnargildi, séu einkum þær sem taldar eru sérstaklega viðkvæmar fyrir Bandarikin og skjólstæðinga þeirra. Hér tekur Þjóðviljinn þar til sem frá var horfið og birtir þætti úr leyndarskjölum bandariska utanrikisráðuneytis- ins frá 1947 og er þar um að ræða þrjú simskeyti frá Trimble, fyrsta sendiráðsfulltrúa Bandarikjanna i Reykjavik, til utanrikisráðherra Bandarikjanna. Aðalefni skeytanna er viðræður þeirra Trimbles og Bjarna Benediktssonar, sem þá var utanrikisráð- herra i stjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar, sem Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn stóðu að. Samkvæmt frásögn hins bandariska sendiráðsmanns lögðu þeir Bjarni i þessum viðræðum á ráðin um „efnahagslegan hernað” i þvi skyni að halda stjórn Stefáns Jóhanns við völd og hindra að Sósialistaflokkurinn fengi aðild að rikisstjórn. Leturbreytingar eru Þjóðvilj- ans. Bjarni Benediktsson. ins og Alþýðuflokksins og undir forsæti Ólafs Thors, nýsköpunar- stjórnin. Innsk. Þjv.) Benediktsson segir að Islenskir kommúnistar hafi nú i undirbún- ingi a ráðast á rlkisstjórnina fyrir það að henni mistókst að fylgja eftir „loforðum” Semenofs. Ut- anrikisráðherrann telur að visu að rikisstjórnin geti staðið af sér þennan storm með þvi að benda á sannar staðreyndir I málinu en verður engu að si"ður innan skamms að finna einhvern mark- að fyrir saltfiskinn, þvl að haldi efnahagsástandið áfram að versna, einsoghorfur eru iýnenia þvl aðeins að fljótlega takist aö selja fiskinn, verður afleiðingin almenn óánægja sem óhjákvæmi- lega hefur iför meðsér kröfur um að „sterk” stjórn, er leyst geti vandamálin, leysi af hólmi nú- verandi „veika” stjórn. 1 þessu sambandi benti Bjarni Bene- diktssoná að jafnvel vissir menn i hans eigin flokki ala með sér þau sjónarmiö að núverandi rikis- stjórn vanti styrk, og aö Hermann Jónasson gerðist nú stöðugt há- værari I gagnrýni sinni á stjórn- ina (sem flokkur Hermanns, Framsóknarflokkurinn, átti þó aðild að, innsk. Þjv.). Ef mynduð yrði „sterk” rlkisstjórn er nokk- urn veginn öruggt að kommúnist- ar fengju aðild að henni. 1 ljósi þessa möguleika spurðist Benediktsson, sem virtist ákaf- lega áhyggjufullur, fyrir um það hvort sala á saltfiski til Banda- rikjahers kæmi til greina I þeim tilgangi að fiskurinn færi til þess að fæða ibúana á hernámssvæði Efnahagslegur hernaður handaríkjamanna 1947 tsland Ahyggjur Bandarikjanna út af efnahagslegum og pólitiskum kringumstæðum á tslandi. Simskeyti frá sendiráðsfulltrúan- um á tslandi (Trimble) til utan- tikisráðherra (Bandarikjanna). Leynilegt Reykjavik, 18. april, 1947, kl. 4. e.h. 174. Siðdegis i gær ræddi ég lengi viö utanrikisráðherrann (Bjarna Benediktsson, þáverandi utanrikisráðherra Islands, I stjórn Stefáns Jóhanns Stefáns- sonar, innsk. Þjv.)Umræðuefni okkar var núverandi ástand i efnahagsmálum og gaf utanrikis- ráöherann I skyn að stjórnin hefði af þvi miklar áhyggjur. Hann sagði að I lok siðustu viku hefði verið náð viö breta tilraunasam- komulagi um verslunarviöskipti. Samkvæmt þeim samningi myndu bretar kaupa 12.000 smá- lestir af frystum flökum — tæpan helming þess sem horfur eru á að verði framleitt — og talsvert magn af sfldarlýsi (40% heildar- framleiöslunnar, samkvæmt á- byggilegri heimild) A veröi sem er eitthvað lægra en islenska sendinefndin reyndi að fá i Lundúnum. Vegna „undarlegrar tilvfljunar” voru fréttirnar af efnisatriðum þeim sem stungið var upp á við samningsgerðina komnar til rússa innan þriggja daga. Undanfarna tvo mánuði og rúmlega það hafði lítt gengið i viðskiptasamningsumræðum is- lendinga við rússa I Moskvu, vegna tregðu hinna slðarnefndu, ennú brá svo viðaðþeir buðust til að kaupa mest af þvi, sem Islend- ingar áttu óslet af fiskflökum og ótilgreint magn af sildarlýsi þar á meöal nokkuð af þvi sem ætlað er Bretlandi. Verðlagiö hjá rússun- um er lægra en það sem bretar bjóða. Rússar neita umbúðalaust að kaupa nokkuð af saltfiski á þeim forsendum að engin eftir- spurn sé eftir þessari vöru á sovéska markaönum og bera þvi við að hún sé þar allt að þvi ó- þekkt. tslensk yfirvöld urðu skelf- ingu lostin við þessa frétt, þar eð rlkisstjórnin haföi reitt sig á aö Rússland keypti allt að 20.000 smálestum af söltuðum fiski eða um þaö bil tvo þriðju hluta þess framleiðslumagns er gert er ráð fyrir. Rlkisstjórnin mun ákveöa innan 48 klukkustunda hvort til- boði rússa verður tekið eða ekki. tslander hikandi við að ganga að skilmálum rússa, en sér engan annan valkost, þar eö söluhorfur á fiskflökum til Bandarlkjanna eru mjög óvissar. Samkvæmt skýrslu, sem fyrrverandi ráð- herra af hálfu kommúnista, Áki Jakobsson, gaf rikisstjórn Thors, hafði Semenof, viðskiptafulltrúi rússa fullyrt við hann síðastliöið haust að Sovétrikin myndu kaupa alla saltfiskframleiðsluna á háu verðiog að þau væru einnig reiðu- búin að kaupa allt þaö af útflutn- ingsframleiöslu islendinga sem þeir gætu ekki slet annarsslaðar. tslenska stjórnin hafði reitt sig á þetta og tryggt þvl fiskframleið- endum 17senta verð fyrir pundið. Tilraunir islensku samninga- mannanna, sem nú eru i Moskvu til aðná sambandi viðSemenof og fá staöfestingu á loforði hans, hafa ekki borið árangur, þar eð hann er aldrei „viðlátinn.” (Með „kommúnistum” I leyniskýrslun- um er venjulega átt við Sósial- istaflokkinn. Stjórn Thors sem hér er nefnd er rikisstjórn Sjálf- stæöisflokksins, Sósialistaflokks- Saltfiskur kemur við sögu i leyniskýrslunum. ----------------------------------- Ur leyniskjölum bandaríska utanríkisráðuneytisins frá 1947 Bandarikjanna i Þýskalandi. Ég sagði að við (sennilega banda- rlska sendiráöið, innsk. Þjv.) vissum litið um þetta atriði, en myndum með ánægju spyrjast fyrir um þa&, en bætti þvi samt sem áður viö að þar eð bandarisk- ir skattgreiðendur borguðu kostn- aðinn af þvl að fæða þjóverja, yröi herinn auðvitaö að panta þar sem verðið væri lægst. Benedikts- son svaraði þvi til, að hann héldi að hægt væri aö ná viðunandi samkomulagi um verðið og hvatti til þess að undirbúningsrann- sóknir um þetta yrðu látnar fara fram eins fljótt og mögulegt væri, sökum þess hve óvissan I stj ór n- málum og efnahagsmálum væri mikil. Viölitum svo á að tregða rússa I samningaumleitununum við ts- land stafi af þvi, að þeir tryseti þvl að efnahagsástandið þar haldi áfram aö versna og að það muni um siðir hafa I för meö sér fall stjórnarinnar og myndun nýrrar rlkisstjórnar sem kommúnistar ættu aðild að. Við teljum að það sem hafi rekið þá til þess að gera framangreint takmarkað tilboð hafi einungis verið ótti við að bretar fengju sildarlýsið sem Sovétrikin virðasthafa þörf fyrir. Aö rússar buðu ekki I saltfiskinn bendir hinsvegar til þess að þetta tilboö sé fremur undantekning frá stefnu þeirra I þessum málum heldur en aö þaö þýöi stefiiu- breytingu. Beri þessar aðferðir sovétmanna árangur, munu is- lendcir kommúnistar áreiðanlega leitast við aö fá tvö ráðherra- embætti I nýrri stjórn, embætti flugmálaráöherra I þeim tilgangi að geta kippt fótunum undan starfsemi AOA I Keflavík og ef til vill utanrikismálaráöherra- embættið. Ef Ölafur Thors mynd-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.