Þjóðviljinn - 06.08.1976, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.08.1976, Blaðsíða 7
Föstudagur 6. ágúst 1976. ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 7 „Það sem þeir sögðu í raun og veru” Karl Marx °g Engels Karl Marx og Friedrich Engels eru meðal víðlesnustu og vinsæl- ustu höfunda heims. Bækur eftir þá og þó enn frekar um þá, verk þeirra og áhrif, hafa komið út i tugþúsundatali um öli helstu lönd heims og ef marka má bókatitla- flóðið, þar sem nöfn þeirra koma við sögu, er ekkert lát á áhug- anum á þessum 19. aldar höfund- um. Ekki er að efa að þessi almenni áhugi á rétt á sér, enda hafa áhrif þeirra veriö meiri en flestra annarra höfunda. Nú er Elsta myndin sem varðveist hefur af Marx, tekin 1861. Mynd af Karli Marx, átján ára menntaskólapilti og ljóðskáldi. 100 binda heildarútgáfu lokið árið tvö þusund það svo, að fæstir lesa frumtext- ana af verkum þeirra, heldur þýðingar, túlkanir, ivitnanir og brot úr verkum, sem misjafnlega innrættir menn hafa höndum um farið. En fyrir þá sem raunveru- lega vilja vita hvað Marx og Engels sögðu og meintu hafa nú verið lögð drög að griðarmiklu verki, sem á að bæta úr þeirri þörf. Hjá Dietz-forlagi i Austur- Berlin er nú komið út fyrsta bindið af Heildarútgáfu á Marx og Engels. Það er ætlunin aö árið tvöþúsund — 2000 — verði hver stafkrókur, sem Marx og Engeis skrifuðu, kominn á þrykk i þess- ari útgáfu. Fjögur bindi munu koma út á ári, svo væntanlega verður hér um að ræða 100 binda verk, þegar um lýkur. Það eru marxisk-leninsku stofnanirnar i! Austur-Berlln og Moskvu sem standa fyrir þessari útgáfu. Aðalritstjórar þessa mikla verks eru austur-þjóðverjinn Gflnther - Hayden og sovétmaðurinn Anatolij Jegorov. Og eins og nærri má geta er heill herskari af sérfræðingum á ýmsum sviðum þeim til aðstoöar. Æskuverk Fyrsta bindi Heildar- útgáfunnar er 850 siður og hefur að geyma ritverk Marx fram til 1843, en þá var hann 25 ára. Aðal- ritstjóri þess er austur-þjéðverj- inn Inge Taubert. Kveðskapur Karls Marx hefur ekki verið mikið þekktur til þessa. í fyrsta bindi Heildarút- gáfunnar eru honum gerð fuii skil á 300 siðum. Þar er meðal annars visa sem heitir „Læknisfræðileg sálíræði” og hljóðar svo I lauslegri þýð- ingu: „Sá sem gleypir kjöt og makkarónui- á kvöidin hefur siæmar draumfarir um nætur.” Höfundurinn er Karl Marx á unglingsárum og tileinkar hann föður sínum þessa heilræöavisu. Mest af kveðskapnum er dæmi- gerður menntaskóla- og stúdenta- kostur. Lagt er út af Göethe og Schtiller, náttúrunni sungið lof, ort um spilamenn og annars rómantiskt listafólk og ástin er fyrirferðarmikil, ljúf og mis - kunnarlaus, bitur og djöfulleg. Best telja menn ljóð Marx þegar höfundurinn lætur skina i ill- kvittni sina og fyrirlitningu á ýmsum fyrirbærum. Þar bólar fyrst á þrætulistarmanninum i Marx. Dáð og spé Sven-Eric Liedman fjallar um bókina I Dagens Nyheter nýverið og segir þar meðal annars aö auðvitað hefðu þessi barnabrek ekki verið gefin út ef þau væru ekki eftir Karl Marx. Þegar bann þroskaðist þreyttist hann sjálfur aldrei áað draga dár aö þeim. í ýtarlegum formála lýsa út- gefendur Heildarútgáfunnar þeirri skoðun sinni, að Marx hafi varla getað talist efnilegt skáld. Útgáfan er ekki miðuð við að reisa honum minnismerki sem skáldi. Hún lýsir hinsvegar þroskabraut, sem siðar átti eftir að leiða til „Kommúnistaávarps- ins”, „Kapltalsins”, og margra annarra rita, sem eru meðal áhrifamestu og örlagarikustu rit- verka, sem nokkurntima hafa veriö skrifuð. Annað er það I þessu bindi, sem varpar ljósi á þroskaferil Marx I æsku. Talsvert af stflum og öðru smálegu frá menntaskólaárunum i Trier sýnir lesandanum hvað ungum manniafhans kynslóð var nauðsynlegt að kunna til þess að öðlast inngöngu I hóp hinna læröu. Þýðingarpróf af grisku á þýsku, þýsku á frönsku og reikningspróf bera vott um hvernig doktorsefni voru undirbúinn á 19. öld i Þýska- landi. Bókin hefur Ilka að geyma tvö þung latinupróf og beina þýðingu af þýsku á latlnu eftir upplestri. Ekki Ijós í skóla. Marx var að sjálfsögðu ekkert ljós I skóla — til þess var hann of sjálfstæður. En hann átti sérstak- lega auðvelt með að bæta sér það upp seinna á lifsleiðinni. Hann varð að sögn sérfræðinga út- gáfunnar mjög göður stærðfræð- ingur, en I menntaskóla var hann i lakara meðallagi i þeirri grein. Frönskupróf hans úr mennta- skóla lýsa ekki mikilli frönsku- kunnáttu, en samt sem áður var hann fullfær um að skrifa heila bók á fimmta tugi aldarinnar „Um eymd heimspekinnar”, á góðri frönsku. Eitt hafði hann þó þroskað til fullnustu á menntaskólaárunum. Það var næstum ólesanlegur handstill. „Verum quam turpis litera...”, en hryllilegri skrift hef ég ekki séð, segir kennari hans i umsögn um latinustilinn. Menntaskólapilturinn varð doktor i heimspeki, og doktorsrit- gerðin fjallaði um „Mismuninn á lýðræðislegri og epikúriskri náttúruheimspeki”. Það er mjög lært verk, þar sem úir og rúir af griskum tiívitnunum. Marx leit á það sem upphafið að miklu stærra verki um alla griska heim- spekinga eftir Aristóteles. ómerkilegur pési. Hann hefur þó ekki mikið álit á doktorsprófinu. „Þessi ritgerð hefði orðið vlsindalegri, og ekki eins uppeldisfræðileg eins og hún er, ef hún hefði ekki haft þenn frumstæða tilgang að verða varin til doktorsgráðu,” ritar hann i formála. Ritgerðin er tileinkum verðandi tengdafööur Marx, Ludwig von Westfalen, og i til- einkunnarorðunum bætir hann við: „Fyrirgefðu mér það, minn kæri fööurlegi vinur, að ég skuli tileinka þér svona ómerkilegan pésa”. Marx skrifaði aldrei sitt stóra heimspekilega rit, þvi að prúss- neska háskólakerfiö losaði sig brátt við þennan uppreisnaranda. Hanb hafði ekki mikla ánægju af þvi framvegis að vera heimspeki- doktor. Samt hafði það sin áhrif á ritstörf hans, að hann hafði varið nokkrum árum ævi sinnar i lestur grlskrar heimspeki. Meira að segja I „Kapitalinu” talar hann um Aristóteles eins og griski heimspekingurinn væri samtiðar- maður hans. En það var fyrst eftir doktors- prófið sem hann komst i snertingu við raunveruleikann, hið félagslega og efnahagslega ó- réttlæti umhverfissins. Hinar lærðu menntastofnanir I Trier, Bonn og Berlin fjölluðu ekki um þessháttar hluti. Þegar hann kom til Kölnar sem ritstjóri frjálslynds blaös varð hann þess meðal annars áskynja, að til var þviumlikt sem hörð refsing fyrir fátæklinga sem næidu sér i viðar- búta og ris i skógum auð- mannanna. Uppreisnarandinn. Ennþá var hann ekki orðinn kommúnisti; hann skýrir meöal annars frá þvi að hann hafi vitað lítið um kommúnismann, en upp- reisnarhugurinn beinist nú ekki aðeins að háskólaforminu, aftur- haldssinnaðri heimspeki og kirkjulegum forréttindum. Hon- um verður jóst aö það eru fleiri ljón, og verri, . og vern viíur- eignar, á veginum til skynsam- legs þjóðfélags. Blaðamaðurinn Marx vekur fljótt á sér athygli sem frábær á- deilusmiður. Allt torfið I „Kapi- talinu” og „Frumdrögunum” gerir það að verkum að menn vilja gleyma, að hann var einnig ágætis greinahöfundur, lipur penni, og drepandi hnyttinn i skrifum. Fyrsta skeið hans sem blaðamanns varð þó snubbót. Prússneska ritskoöunin saumaði sifellt meira aö honum, og loks var ekki annað en gefast upp. Þá lá leiðin út i heim, til Paris- ar, Brussel og Lundúna. Þar biðu hans samfundir við árdaga verkalýðshreyfingarinnar, viö sósialismann, kommúnismann og pólitiska hagfræöi. En öll þau orö sem Marx skrifaði niður i tilefni þessara og annarra samfunda á ævi sinni biða hinna mörgu binda, sem eftir eru að koma út i „Heild- arútgáfu á Marx og Engels”. En hvaða gildi hefur svona út- gáfa, þar sem hverjum stafkrók er þeir félagar létu eftir sig, er haldið til haga? Þeirri spurningu er ástæða til að velta fyrir sér. Menntaskóla-Marx orti Ijóð og var lélegur ^ í reikningi_________ Bókasafn og óyggjandi heimild. Fyrsta bindið af „Heildarút- gáfunni” er aðeins byrjunin. Niu- tiu og niu munu fylgja i kjölfarið Þar viö bætast athugasemdir og skrár i sérstökum heftum við flest bindanna. Hér er semsagt verið að leggja drög að heilu bókasafni. Það veröur fjórskipt. 1 fyrsta hlutanum verða öll verk Marx og Engels að „Kapitalinu” undan- skildu. Annar hlutinn er helgaður „Kapitalinu”. Þar verða öll undirbúningsverkin, m.a. „Frumdrögin”, allar útgáfur og blæbrigði. i þessum hluta verða að minnsta kosti 20 bindi. Þá kemur hið mikla bréfasafn og, loks safn af lausum nótum, úr- dráttum og spássiuklóri, sem Marx og Engels skildu eftir sig. Af fyrsta bindinu má dæma, að það einkennist af visindalegri ná- kvæmni. Allt er tint til, engin mis- smiði i handritunum fer fram hjá sérfræðingunum og frávik milli handrits og þrykks eru ætið skýrð. Hver pappirsmiði er út- skýrður, sagt frá hvernig hann varð til, og hvaða þýðingu hann kunni að hafa. Hverju bindi á einnig aö fylgja fullkomin nafna- og heimildaskrá, auk nákvæms efnisyfirlits. Liedman segir i Dagens Nyhet- er að austur-þýskar og sovéskar bækur um marxisma séu sjaldan spennandi, oftar sé um að ræða tyrfnar útskýringará tilvitnunum eða útleggingar á textum, sem fylgja mjög náið þvi viðtekna og fyrirskipaða. En þegar um er að ræða útgáfu á sigildum marxisk- um höfundum styðjast „Marxisk- leninsku stofnanirnar” i Mo'skvu og Berlín við hefð sem mótaðist með grundvallarstarfi Daviðs Rjazanovs á þriðj'a-áratúgi aldár- innar. Það er þessi hefð sem slær i gegn i „Heildarútgáfunni”. Marxsérfræðingar. Það segir sig sjálft að gifurleg- an f jölda af sérfræðingum þarf til aökoma þessu mikla verki i höfn. Varðandi ungdómsskáldskap Karls Marx hafa latinu- og griskugránar, og kunnáttumenn um þýskan skáldskap á fjórða tugi siðustu aldar komið við sögu, auk annarra Marxsér- fræðinga. Og auðvitað kostar verkið gifurlega mikið, en engin auraþurrð virðist rikja hjá út- gáfunni. Með þessu er þó ekki svarað þeirri spurningu hvaða aimennan áhuga heilt bókasafn um Marx cg Engels getur vakið. Vist er, að i þvi geta fróðleiksþyrstir, svo og allskonar sérfræðingar og há- skólamenn.leitað þess, sem Marx og Engels raunverulega sögðu og skrifuðu. Tilfellið er að mörgum mikilvægustu verkum þeirra var aidrei að fullu lokið, eða þau liggja fyrir I óaögengilegum handritum. Þar má nefna sam- eiginlegt æskuverk þeirra „Um þýsku hugmyndafræðina”, þar sem þeir leggja fram sögulega efnishyggju sina, Parisarhandrit Marx, sem urðu upphafiö af firr- ingarumræðunni allri og „Dialektik náttúrunnar” eftir Engels. Og siðast en ekki sist má nefna „Kapitalið”. Allar útgáfur sem menn hafa venjulega milli handa af þessum verkum hafa að geyma túlkanir, breytingar, val milli ólikra hand- rita o.sfrv. Fullkomin útgáfa af verkum Marx og Engels mun breyta og bæta hugmyndir okk- ar um hvað þeir sögðu og meintu. Og hún mun gera það, erfiðara að afsaka fáfræði og alls- konar yfirborðssannleik, sem nú er dreift um heiminn I daglegu tali manna i þúsund vasabrots- bóka. Þeireruófáirsem vilja láta lita á sig sem sérstaka kunnáttumenn i fræðum Marx og Engels, en hafa sáralitið lesið eftir þá. Leidman nefnir frægt sænsk dæmi um þetta: Herbert Tingsten stjórn- málafræðingui, ritstjóri og áhrifamikill pólitikus, var álitinn einn mesti sérfræðingur svia i Marx um árabil. A ellidögum sin- um viðurkenndi hann þó að hafa sáralitiö lesið af verkum hans. Það er ekkert áhlaupaverk aö eignast 100 til 200 binda heildarút- gáfu á verkum Marx og Engels. Þó er blaðinu kunnugt um að einn isl. aðili hefur gerst áskrifandi að henni. Háskólabókasafnið og Landsbókasafnið ættu að fara að hugsa sinn gang lika. — ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.