Þjóðviljinn - 12.08.1976, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.08.1976, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. ágúst 1976 # Sögulegt leikrit byggt á galdrabrennum á 17. öld # Leikför um Austfirði og Vestfirði og sýningar í Reykjavík í haust Bœjarstjórn Akureyrar hefur ekki gert sér grein fyrir að „allt leikhús” er pólitiskt ALÞÝÐULEIKHI Böðvar Guðmunds- son, menntaskóla- kennarí á Akureyri og skáld, var hér á ferðinni i höfuðbwginni i vikunni til þess að útrétta fyrir Alþýðuleikhúsið, en hann er einn af forsvars- mönnum þess. Fyrir dyrum stendur að hefja starfsemi að nýju eftir sumarhléið og fyrst og fremst eru það f jármál- in, sem eru erfiður þröskuldur. Upphaflegir stofnendur Alþýðuleik- hússins voru 14 og eru tveir þeirra erlendis. Gamli kjarninn heldur enn saman og lætur ekki bilbug á sér finna. Ætlunin er að ráða fimm manns til starfa i leik- hópnum I vetur, en einn leikaranna i hópnum i fyrra, María Árnadóttir, er nú farin til náms á Norðuriöndunum. Þjóð- viljinn ræddi við Böðvar um starfsemi Alþýðu- Leikhópur Alþýöuleikhússins aö leggja upp I leikför: Frá v. Arnar Jónsson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Þráinn Karlsson. Maria Árnadóttir, Kristin ólafsdóttir og Böövar Guömundsson Ævar Kvaran Jón Sóiness Gisli Jónsson Byrjar æfingar á nýju leikriti eftir Böðvar Guðmundsson leikhússins, reynsluna af ferðalaginu með Krummagull og þau við- horf sem blasa við þeim Alþýðuleikhúss mönnum. — Viö erum aö reyna aö hefja starfsemi á ný og vonumst til þess aö geta komiö á markaö meö nýtt leikrit um mánaöamótin september-október. Þá stendur til aö fara i leikferö til Austurlands og Vestfjaröa áöur en fjallvegir teppast vegna snjóa. Siöan er ætlunin að sýna nýja leikritiö og Krummagull I Reykjavik og ná- grannabyggöum, meöan aösókn endist. Viö fórum meö Krumma- gulliö, um allt landiö nema á höfuöborgarsvæöiö i fyrra, og nú er ætlunin aö bæta úr þvf. Leikrit- in veröa sýnd i skólum og á opin- berum sýningum, en enn höfum viö ekki fengiö samastaö fyrir sýningar i Reykjavlk. Leikrltiö seni j Alþýöuleikhús- iö hyggst hefja efingar á innan tiöar er eftir Böövar eins og Krummagull. Viö spyrjum höfundinn hvaö hann vilji segja okkur um efni þess fýrirfram. — Þetta er sögulegt leikrit, aö minnsta kostí er byggt á sann- sögulegum atburöum, sem aö vlsu er fariö frjálslega meö. Þaö er tlmasett um miöja 17. öld og má segja aö f jallaö sé um galdra- ofsóknir þess tima. Galdrabrenn- ur voru staöbundnar hér á lslandi og eru t.d. austfiröingar alveg fri- irviösllkar ofsóknir. I Múlaþingi var aldrei brenndur maöur. A Vestfjöröum var hinsvegar Þor- leifur Kortsson, dugmikiö yfir- vald, sem I samvinnu viö dugnaöarprestinn, séra Pál I Rœtt við höfundinn um tilraunina með framsœkið og vinstri sinnað ferðaleikhús Selárdal, tókst aö koma nokkrum á báliö. Um þaö hvort I leikritinu sé skúrskotaö til nútlmans veröa aörir aö dæma en ég. Þaö er staö- reynd aö ofsóknir af ýmsu tagi eru I gangi. Og ég vona aö ein- hverjir aö minnsta kosti geti samsamaö atburöi i leikritinu viö veruleikann I dag. — Veröur þetta leikrit meö söng og spili? — Já, þaö má aö minnsta kosti gera ráö fyrir aö nokkrar vísur og einhver tónlist fljóti meö, en söngleikur er þetta ekki. Viö Böövar vikjum nú talinu aö Krummagulli og reynsiunni sem fékkst af sýningum á þvl. Eins og áöur sagöi var fariö meö leikritiö um landiö þvert og endilangt. Hugmyndin aö baki Alþýöuleik- húsinu er jú sú aö þaö starfi sem feröaleikhús og miöaö er aö þvl aö ná til fólks I sem flestum byggöarlögum. Krummagull fékk góöar viötökur, þar sem þaö var sýnt, þótt aösókn væri upp og of- an. I sviðsetn. og leikstfl voru aö nokkru farnar nýjar leiðir og þeir sem sáu rómuöu oftast nær sýninguna. Nú hefur leikstarf- semi fariö ört vaxandi I byggöum landsins á siöustu árum og mörg leikfélög á landsbyggöinni lagt út I viöamikil og nýstárleg verkefni. Viö spyrjum Böövar aft því hvort þaft sé hreinlega pláss fyrir Al- þýftuleikhúsift sem ferftaleikhús i allri þessari starfsemi. — Þaö er nú svo aö þar sem er leikstarfsemi og öflugt félags- málastarf þar er grundvöllur til þess aö bæta viö. Reynsla okkar er sú aö þaö er einmitt fólk tengt leikfélögunum og annarri félags- starfsemi á stööunum á lands- byggöinni, sem sýnir sýningum okkar mestan áhuga, kemur og ræöir viö leikhópinn oa.frv. A fá- mennari stööum, þar sem t.d. er einungis fært upp eitt leikrit á ári, og sjaldan koma leikheimsóknir, hafa framámenn og fólk almennt held ég veriö mjög þakklátt komu Alþýöuleikhússins og fagnaö þessu framtaki. Leikförln i haust t.d. ætti ekki aö rekast á aöra starfsemi,þvl yfirleitt eru leikfé- lögin á landsbyggöínni ekki meö sýningar fyrr en slöla vetrar. Alþýöuleikhúsinu hefur hvar- vetna verið vel tekiö. Ég horföi t.d. sjálfur á leikhópinn koma hrjáöan og sjóveikan upp úr Esjunni á Húsavlk og skrlöa beint inn I hlýja stofuna hjá Siguröi Hallmarssyni. Þannig er ekki hægt aö segja annaö en Alþýöu- leikhúsiö hafi alltaf mætt hlýju viömóti á ferö sinni um landiö, og hvergi fjandskap eöa áhugaleysi hjá þeim heimamönnum, sem áhuga hafa á leikhúsi. — Þaft segir sig sjálft aft þaft hlýtur aft vera talsvert erfiftur baggi fjárhagslega aft reka Al- þýöuleikhúsift. Hvernig standift þift fjárhagslega i dag? — Satt aö segja erum viö dálltiö blönk. Fyrir dyr- um stendur aö æfa upp leik- rit og endurbæta Krumma- gull. Þaö veröur þvi um tveggja mánaöa vinna án þess aö neitt komi 1 kassann. Viö þurfum llk- lega aö vera meö fimm til sex I leikhópnum og greiöa honum kaup. Sviösbúnaöur og búningar eru llka kostnaöarsamir. Krummagulliö stóö nokkurnveg- inn undir sér á ferðalaginu og þaö á eftir aö kemba Reykjavlkur- svæöiö. Ekkert varö hinsvegar afgangs, enda peningarnir sem inn koma fljótir aö eyöast I blla- leigu og annan feröakostnaö. Svo hefur þaö ekki fariö fram hjá neinum, aö minnsta kosti þeim sem lesa Morgunblaöiö, aö Akureyrarbær synjaöi okkur um alla aöstoö. Bankastjórar hafa heldur aldrei veriö svo blankir sem nú ef eitthvaö er aö marka þaö sem þeir segja. Og satt aö segja hefur sala á- skriftaskirteina ekki gengiö eins vei og viö vonuöum I upphafi. Þaö er nú kannski mest um aö kenna okkar eigin aögeröarleysi. Ekkier von til þess aö fólk fari aö lita á Alþýöuleikhúsiö sem óska- barn sitt og styrkja þaö meö ráö- um ogdáö fyrr en þaö hefur sýnt og sannab tilverurétt sinn enn frekar. Nú má I þessu sambandi minna á ný leiklistarlög sem eru I undir- búningi, og veröa llklega sam- þykkt innan tlöar. Samkvæmt þeim styrkir rikiö alla leiklistar- starfsemi I landinu. 1 frum- varpinuer ekki sérstaklega varaö viö ,,brennuvörgum” eins og viö höfum verib kölluö, svo aö viö vonumst til aö starfsemi okkar, veröi hún öflug og áfram- haldandi, fái stuöning lögum samkvæmt þegar fram liöa stundir. Þegar Böövar vitnar til þess aö Alþýöuleikhússmenn hafi veriö nefndir „brennuvargar” vikur hann að grein sem Gisli Jónsson, menntaskólakennari á Akureyri, ritaöi f Morgunblaöiö 6. ágúst sl. Þar ver Gfcli, sem á sætí i bæjar- stjórn, þá afstöðu Sjálfstæöis- mannaaðneita Alþýöuleikhúsinu um styrk til starfsemi sinnar. Forsaga þessa máls er sú aö þegar fjárhagsáætlun Akureyrar fyrir 1976 var I undirbúningi vildi meirihluti bæjarráös (fulltr. Al- þýðuflokks, Alþýöubandalags og Framsóknarflokks) taka upp styrkveitingu til Alþýöuleikhúss- ins. Eftir mótmæli bæjarráös- manna Sjálfstæöisflokksins var tillagan dregin til baka. Meirihlutinn impraði siöan á þvl hvort ekki væri hægt aö veita styrkinn utan fjárhagsáætlunar, en ekkert geröist I málinu. Al- þýðuleikhúsið sækir siöan um 500 þúsund kr. styrk ur bæjarsjóöi 21. júní I ár. Bréfiö var afgreitt á fundi bæjarráös 1. júli. Meirihluti þess, Ingólfur Arnason, Jón Ingi- marsson og Siguröur 0. Bryn- jólfsson, lagði til aö þvl yröi veitt- ur 200 þúsund kr. styrkur. Tillagan kom slöan til atkvæöa meö nafnakalli á fundi 1 bæjarstjórn 20. júli. Ingólfur Arnason, Magnús Asmundsson, Siguröur 0. Brynjólfsson og Þor- valdur Jónsson samþykktu styrk- veitínguna, en fimm bæjarfull- trúar Sjálfstæöfcflókksins voru henni mótfallnir. Úrslitum réöi þó aö tveir bæjarfulltrúar Fram- sóknarflokksins, Stefán Reykja- lln og Valur Arnþórsson, sátu hjá. Tillagan féll i á 5 atkvæöum gegn 4.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.