Þjóðviljinn - 12.08.1976, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 12.08.1976, Blaðsíða 16
DJÚDVIIJINN Fimmtudagur 12. ágúst 1976 Ólafur Jóhannesson, viðskiptaráðherra: Ekki í ráði að stöðva inn- fhitning frá S-Vfríkn Þrátt fyrir það að island hafi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna tekið þátt f því ásamt yfirgnæfandi meiri- hluta þjóða heims að iýsa viðskiptabanni á Suður Afríku nam inn- flutningur fsiendinga þaðan um 20 miljónum króna i júnímánuði sl. samkvæmt Hagtíðind- um. Hér mun aðallega vera um að ræða ávexti og hefur inn- flutningurinn frá Suð- ur-Afríku numið hundruðum miljóna krónu á síðustu árum# en suður-afrikumenn keypt sáralítið af okk- ur. ólafur Jóhannes- son, viðskiptaráð- herra, sagði í gær að ekkert hefði verið um þennan innflutning rætt i ríkisstjórninni, og engar aðgerðir væru fyrirhugaðar til þess að meina innflytjend- um verslun við Suður- Afriku. ,,Ég er nú ekki nógu vel heima i samþykktum Sam- einuöu-þjóðanna i þessum efnum, en þær eru varla á þá lund, að þær skyldi þjóöir til að setja viðskiptabann á landið. Það er frekar um for- dæmingarsamþykktir aö ræða. Enda hefur mér ekki sýnst að viðskiptabannið væri virkt.” 1 félagatali Félags isl. stórkaupmanna geta þrir ávaxtainnflytjendur Suður- Afriku sem eins af helstu viðskiptalöndum sinum. Það eru Eggert Kristjánsson og Co, Eyfjörð s.f. umboös og heildverslun, Akureyri, og Nathan og Olsen. Framhald á bls. 14 . Þvi miður, góðviðrið endist ekki lengi. En hver stund er notuð. Mynd. eik. Miðnefnd herstöðvaandstæðinga Landsráðstefna haldin 16.—17. október Miðnefnd Samtaka Herstöðvaandstæðinga hefur ákveðið að gang- ast fyrir landsráðstefnu herstöðvaandstæðinga i haust. Er það gert i samræmi við samþykkt ráðstefnunnar i Stapa fyrir tæpu ári. Ætlunin er að þessi ráðstefna verði nokkurs konar stofnfundur fyrir Lands- samtök herstöðvaand- stæðinga, sem sameini Eftirspurn eftir heyi i Yestur—Evrópu þá alla til að vinna að markmiði sinu: Brottför hersins og úrsögn ís- lands úr Nato. Ráðstefnan verður haldin helgina 16.-17. október. Fyrri daginn fer hún fram f Stapa, Njarðvikum, og þar verö- ur kvöldvaka laugardagskvöldið 16. A sunnudaginn verður ráð- stefnunni fram haldið i Sigtúni, Reykjavik. Gert er ráð fyrir jöfn- unargjaldifyrir alla þátttakendur Framhald á 14. siðu. VEÐURSTOFAN Aðeins stundar- glenna Hafi einhver landsmanna saknað að marki hinnar ramm- islensku rigningar sem lét sig vanta um mest allt landið I gær, má hugga þá sömu með þvi, að hún kemur aftur, — og þaö mjög bráölega. Gott ef hún er ekki þegar komin þegar árrisulir les- -endur Þjóðviljans lesa þessar línur. Að sögn Guðmundar Haf- steinssonar veðurfræðings á Veðurstofunni var hann að rýna i veöurútlitið um það leyti sem Þjóðviljinn hringdi ihann i gær- dag. Sagði hann að þessi sólar- glenningur væri ekki annaö en stundarfyrirbrigði sem ekki bæri að taka mjög alvarlega. A leið til landsins væri suðlæg átt sem bæri meö sér rigningu aö vanda. Þetta útlit gildir fyrir 2-3 næstu daga. Að öðru leyti væri útlitiö dulitiö óljóst. — hm. Norrœn fiskimála- ráðstefna í Reykjavik þrir ráðherrar og 230 fulltrúar Dagana 17-19. ágúst veröur haldin í Reykjavík 15. Norræna fiskimálaráð- stefnan. Hún er haldin á vegum Sjávarútvegsráðu- neytisins og sækja hana um 230 fulltrúar, þar af 80 islendingar. Ráðstefnan verður haldin að Hótel Sögu og verða 5 fyrirlestrar fluttir á henni. Þrir fyrirlesar- annaeru islendingar, þeir dr.Sig- fús Schopca fiskifræðingur sem flytur erindi um islenska þorsk- stofninn, dr. Björn Dagbjartsson forstjóri Rannsóknarstofnana og dr. Jónas Bjarnason verkfræð- ingur talar um áhrif næringa- ástands fisks og annarra liffræði- legra þátta á gæði hráefnis fisk- iðnaðarins. Sex vinnunefndir starfa á ráð- stefnunni og verða frummælend- ur i þeim frá öllum norðurlöndun- um. 1 þessum nefndum veröur meðal annars tekið fyrir mengun, nýting sjávarafla, rannsóknir, út- flutningur og markaðskönnun. Tveir ráðherrar verða á ráð- stefnunni auk Matthiasar Bjarna- sonar, þeir Poul Dalsager frá Danmörku og Peter Reinert frá Færeyjum. — hm. DJOÐVIUINN BIO FYRIR BLAÐBERA Talsverð eftirspurn er eftir heyi i Evrópu eftir þurrkana þar i sumar. Búnaðarfélagi tslands barst I gær fyrirspurn frá Sam- bandi isl. samvinnufélaga um möguleika á útvegum á heyi til útflutnings, og i gær var einnig hringt til Þjóðviljans frá samtök- um I Noregi, sem gangast vilja fyrir heysöfnun til smábænda i sunnarverðri Evrópu. Fyrirspurnin til Þjóðviljans kom frá samtökum sem nefnast Europeiska-Kooperativer- Lounge mai, en þau reka nú átta sjálfstæð samyrkjubú i þremur evrópulöndum. Formælandi þeirra i Noregi sagði að á sam- yrkjubúum þessum hefði hey- skapur gengið bærilega, en viða i Evrópu væru smábændur að flosna upp vegna þurrkana og heyleysisins. Taldi hann að ef umframbirgöir væru til á islandi mættisafna fé til kaupa á þeim og fá skip fyrir litið til þess að flytja þaö hjá norskum útgerðum. Halldór Pálsson, búnaðarmála- stjóri, sagöi i gær i tilefni af þess- um fyrirspurnum, að enn væri of snemmt að segja hvort islending- ar yrðu aflögufærir með hey. Ey- firðingar hefðu aö visu safnað miklum heyjum, en sunnanlands væri allt i óvissu enn. Breyttist veður nú til hins betra og héldist fram til hausts yrði heyfengur mikill, en héldist vætutiöin mætti allt eins búast við heyskorti. Hall- dór sagði að það mættu bændur gjarnan vita að eftirspurn væri mikil eftir heyi i Evrópu. Það yröi kannski til þess að þeir hirtu bet- ur og slægju meira. Hey hefur ekki veriö flutt út til þessa og um verö er ómögulegt aö segja. Það fer mikið eftir framboði, en amk 25 kr. eru nú greiddar fyrir kilóið af heyi. Framvegis mun hver blaðberi Þjóðviljans fá afhentan aðgöngumiða fyrir tvo að kvik- myndasýningum í Haf narbíói. Sýningar verða kl. 1 eftir hádegi annan laugardag í hverjum mánuði, nema sú fyrsta, sem verður 21. ágúst næstkomandi. Vitja má miða á fyrstu sýning- una til afgreiðslunnar frá og með næsta mánudegi, 16. ágúst. öllum blaðberum Þjóðviljans gefst kostur á þessum sýningum, einnig þeim sem búa utan Reykjavíkur. AFGREIÐSLA ÞJÓÐVILJANS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.