Þjóðviljinn - 12.08.1976, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.08.1976, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. ágúst 1976 Fimmtudagur 12. ágúst 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Snorri Jónasson yfirumsjónarmaöur sér um aö senda skeytin áfram til f lugfélaga úti i heimi. Jón Magnússon sendir veöurskeyti til London. SToövarhusiö i Gufunesi, umkringt mostrum af ymsum Þeir eru sennilega ekki mjög margir sem gera sér fulla grein fyrir því þýðingarmikla starfi sem fram fer í Gufunesínu. //Það eina sem menn vita um Gufunesið er að þar er áburöarverksmið ja og bílaradío/" eins og Hörður Felixson yf irsímritari orðaði það á mánudaginn/ þegar Þjóðviljamenn litu þar inn til að kynna sér starfsemi þessarar stöðv- ar.«Það kom hér einu sinni maður og langaði til að skoða þetta bílaradío," bætti Hörður við. „Það var þá f bláum kassa hér frammi í skipaþjónust- unni. Þegar hann sá kass- ann benti maðurinn á hann og spurði hvort þetta væri bílaradíóið. Við jánkuðum því. Þá spurði hann í for- undran: — En hvað er þá allt þetta? og benti á glymjandi telex og vælandi senditæki allt um kring." Það var einmitt til að fá svar við þessari spurningu sem Þjóðviljinn brá sér þarna uppeftir. Þaö var Hákon Bjarnason aö- stoöarstöövarstjóri sem fræddi okkur um starfsemi Gufuness- radios og fylgdi okkur um húsiö. „Þetta hús var byggt 1934-36 og siöan byggt viö þaö 1948-49. Starfsemin hér skiptist i tvennt: annars vegar er TFA, sem er ein- faldlega Reykjavikur radió og hins vegar er TFW, sem er flug- þjónustan. Reykjavikurradió annast fjar- skipti viö skip og bfla og fara þau viöskipti fram á morsi jafnt sem i gegnum talstöö. Flugþjónustan er aftur á móti viöameira fyrir- tæki en svo, aö hægt sé aö gera þvi skil i stuttu máli. Hvaö snertir sambandiö viö flugvélarnar þá erum viö eins konar tengiliöur á milli flugvél- anna annars vegar og flugturna og flugfélaga hins vegar. Viö tök- um á móti öllum tilkynningum frá flugvélum og látum þær ganga fram til flugturnsins og flugfé- lags þess sem flugvélin flýgur fyrir. Slik viöskipti taka mjög stuttan tima i hvert sinn. Þaö liöa svo sem tvær minútur frá þvi aö viö fáum staöarákvöröun vélanna þar til þessar upplýsingar eru komnar til viökomandi flugturns eða flugfélags. Þetta gildir jafnt um flugturna hér á Islandi sem annars staöar i heiminum. Viö er- um i beinu telexsambandi viö London, Ottawa og Syöri-Straum- fjörö. Þessir staöir taka viö okkar upplýsingum og senda þær bein- ustu leiö áfram til þeirra sem þær eru ætlaðar. Áfangastaöir vél- anna fá upplýsingar um áætlaöan komutima og félögin einnig, til aö geta betur fylgst meö feröum þeirra. Þetta samband okkar viö vélam ar varir meöan þær eru utan þess svæöis sem flugturninn i Reykjavik stjórnar. Þegar og ef vélarnar koma inn á þaö svæöi tekur turninn viö sambandinu og hefur þaö beint við vélarnar. Þessi viöskipti eru langmest á timanum frá 12 á hádegi til klukk- an 18. Þá er allt vitlaust hér. Þannig hefur þetta veriö siöan þotuöldin gekk i garö. Þá fara flestar vélar frá Evrópu eöa Ameriku á morgnana og eru inni á okkar svæöi á þessum tima. Aö- ur var þetta miklu jafnara, meö- an skrúfuvélarnar voru og hétu.” Þaö er býsna fróölegt aö viröa fyrir sér flugleiöir vélanna yfir Atlantshafiö. Þær fara nefnilega hreint ekki beina leiö. Þaö virkar til dæmis kynduglega á leikmann aö vél sem er aö fara frá London til New York skuli fara upp aö ís- landi á leiö sinni og stundum jafnvel noröur fyrir Island. Þetta sagði Hákon aö ætti sér eðlilega skýringu. 1 fyrsta lagi var beina linan ekki stysta leiöin, heldur sporbaugsllnan og i annan staö færi leiöin mikiö eftir veörinu. Þessi sægur lægöa sem gjarnan er i nánd viö Island geröi þaö aö verkum aö menn færu eins noröarlega og þyrfti til aö notfæra sér þær. Vindáttin i lægöunum er rangsælis og þess vegna freistast flugmennirnir til aö fljúga I noröurjaöri þeirra og notfæra sér þannig vindinn til aö spara elds- neytiö um leiö og hann hraðar ferö þeirra. Ef um hæöir er aö ræða þá er vindurinn i þeim önd- veröur og liggi hæö og lægö sam- an er ákjósanlegt fyrir flugvélina aö þræöa á milli þeirra og notfæra sér þannig vindinn úr báöum. Þetta gerir það aö verkum aö leiöir flugvéla eru oft æöi krókótt- ar yfir Atlantshafiö. Viö þessa þjónustu er unniö all- an sólarhringinn áriö um kring eöa eins og Hákon oröaöi þaö: 24 timar á dag 365 daga á ári. Starfs- menn eru fáir á næturvöktum, en á daginn eru þarna 20-24 starfs- menn i eilifu sambandi. Um umfang þessarar starfsemi má nokkuö dæma af fjölda skeyta sem afgreidd eru til flugvéla. A árinu 1975 voru afgreidd 122.028 skeyti til flugvéla frá flugþjón- ustunni og 29.706 flugvélar fengu þjónustu hennar . Nokkur fækkun hefur orðiö á flugvélum frá árinu 1972 vegna oliukreppunnar. Þannig voru flugvélarnar 33.146 sem.fengu þjónustu stöövarinnar árið 1972. 1973 voru þær 32.235 og 1974 voru þær komnar niöur i 30.525. En eins og fyrr er sagt eru þaö ekki aöeins flugvélar sem fá þjón- ustu þarna. Veöurathugunar- stöövar gefa upp athuganir sinar sem siðan eru látnar ganga til Veðurstofunnar, og sama gildir um skip sem gera veöurathugan- ir. Viö sáum raunar skeyti frá Sandbúðum um veöurfar þar i sveit, en ekki uröum viö stórlega miklu nær, þvi það var allt á ein- hverju skeytamáli sem enginn venjulegur maður skilur. Hins vegar las Hákon þaö eins og sögubók. Almenn þjónusta við bila og skip fer einnig fram I Gufunesi með morsi og tali. Einnig er þar rekin fréttaþjónusta viö báta og skip. Fréttir eru sendar á stutt- bylgju til skipa á fjarlægum miö- um, t.d. sildarbáta I Norðursjó þegar þvi er aö skipta. Einnig eru sendar út fréttir á morsi fjórum sinnum á sólarhring. Sem dæmi um skeyta- og sam- talaafgreiösluna má nefan þær tölur, að áriö 1970 fóru 66.705 skeyti um stööina og 29.787 sam- töl voru afgreidd þaöan. Ariö 1975 voru þessar tölur 76.905 skeyti og 46.533 samtöl, þannig aö sjá má aö fjölgunin er allnokkur, enda aukast umsvif starfseminnar jafnt og þétt. Ekki lét Hákon þó illa af þrengslum, þótt hann viö- urkenndi aö nokkuð væri aö visu aö þrengjast um. Ný- móöins tæki væru mun hraö- virkari en þau eldri, þannig aö aukin afköst heimtuöu ekki endi- lega aukiö rými. Þýðingarmikill tengiliður Höröur Felixson yfirsimritari var einn fjögurra manna á vakt i flugþjónustunni. Hann var aö af- greiða ameriska herflugvél þeg- ar viö ruddumst inn i skonsuna til hans. „Hann var að koma út úr Bodö-svæöinu á leiö vestur. Ætlar raunar yfir Akureyri og Reykja- vik i leiöinni.” Hörður skýröi fyrir okkur hvernig málin ganga fyrir sig hjá honum. Þegar flugvélin hefur samband við hann skrifar hann skilaboö hennar niöur á götunar- vél. Siöan ýtir hann á takka á vél- inni og þá sendir vélin boö til annarrrar vélar sem gatar skila- boöin á strimil sem siöan er tek- inn og keyröur i gegnum fjarrita. Sérstakir fjarritar eru fyrir hverja móttökustöö, London. Ottawa. Syöri-Straumfjörö, Veöurstofuna, Keflavikurflugvöll o.s.frv., og eru strimlarnir keyrö- ir i gegnum þá fjarrita sem viö á hverju sinni. Inni i klefanum hjá Heröi var skelfilegt ýl og væl i loftskeyta- tækjum, enda voru þarna inni ótal sendar, móttakarar og magnarar meö blikkandi ljósum og málm- kenndum mannsröddum. Var blátt áfram með ólfkindum aö hann skyldi geta grisjaö úr þær raddir sem til hans ætluöu aö ná, en það kemst sjálfsagt upp i vana eins og annað. Raunar sagði Höröur aö þetta væri að veröa skelfilega til- breytingarlaust starf. Áður fyrr heföu komið inn i starfið einstaka spennandi punktar, en nú væri öryggið orðiö svo mikið i fluginu að flugmennirnir geröu ekki svo mikiö sem aö hrökkva viö þótt slokkni á hreyfli á þessum stóru þotum. Þaö er helst aö þaö sé eitt- hvert vesen i kringum litlu vélarn ar. Þær eru fyrirferðameiri i vandræöum sinum hver um sig en 10 jumbóþotur. Flugmennirnir á þessum rellum eru að villast um allt, vita ekkert hvar þeir eru og þetta eykur aö sjálfsögöu vinnuna hjá okkur. Þaö er oft hálfhlægi- legt aö aka út á flugvöll daginn eftir svoleiöis tarnir og sjá þá aö höfuðverkur manns er tveggja sæta krili. Inni i Reykjavikur radiói sat Anna Lilja Jónsdóttir loftskeyta- maður og ræddi viö ökumann, en handan við glerþil nokkurt sat Siguröur Baldvinsson og morsaöi viðskiptalistann til skipanna til að láta þau vita hvaö hann heföi upp á aö bjóöa. I enn ööru herbergi sat Kormákur Kjartansson yfirsim- ritari og ræddi við loftskeyta- mann á háfi Úti. En i holi þvi sem eitt Sinn hýsti bilaradioið i bláa kassanum stendur nú á gólfinu merkilegur hlutur og margflókinn á að lita. Það er tölva sem þjóöverjar fengu að setja hér nibur og er i sambandi við gervitungl þeirra. Ekkert prógram var i tölvunni þegar okkur bar ab garði og haföi reyndar ekki verið um nokkurra mánaöa skeið. En úti á túni stóöu móttakari og sendir fyrir þetta sama gervitungl og biöu þess að nýtt yröi sent á loft þar sem þaö sem þeir höföu þegar þjónaö á- samt tölvunni hafði lokið lifdög- um sinum og brunnið upp i gufu- hvolfi jaröar. I kjallara stöðvarhússins er tæki sem margur hljómtækja- sjúklingurinn myndi áreiöanlega öfunda Gufunesradio af ef hann hefbi minnstu hugmynd um tilvist þess. Það er segulbandstæki. Reyndar þrjú, en þaö nýjasta er 24 rása og eftir þvi sem Hákon Bjarnason sagöi okkur tæki þaö 12 sólarhringa að hlusta á eina spólu ef hlustaö væri 24 tima á sólarhring. A þessi segulbönd eru tekin öll viðskipti stöövarinn- ar allan sólarhringinn. Spólurnar eru siöan geymdar i einn mánuð og eftir þann tima er tekiö ofan i þær aftur. Við lukum skoöunarferö okkar um Gufunesradió á þvi aö heim- sækja fjarrita NTB og AP fretta- stofanna. NTB var rétt i þvi aö viö komum inn að skýra frá þvi aö enn hefði öflugur jaröskjálfta- kippur fundist i Kina, og væri hann með þeim öflugri sem þar hefu fundist frá þvi að hamfarirn- ar hófust. Viö hins vegar þökkuð- um Hákoni Bjarnasyni fyrir fylgdina um stööina og kvöddum staöinn. — hm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.