Þjóðviljinn - 15.08.1976, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. ágúst 1976
JÓN MÚLI
ÁRNASON
SKRIFAR:
Fimmtudagurinn 5. ágúst
upphófst meö úrheUisrigningu i
Norðurmýrinni, og þremur
þungum dynkjum fyrir utan eld-
húsgluggann á sjötta tímanum.
Þar voru útkeyrslumenn dag-
blaöanna aö koma búnkunum til
skila, — blaöberinn á efstu hæö-
inni leggur af staö meö
Moggann, Timann og Blaöið
Okkar upp úr sjö. A hverjum
einasta morgni allan ársins
hring hiröir hann afraksturinn
af sólarhringsstarfi hundraö
blaöamanna, prentara, skrif-
stofufólks, dálkahöfunda, ljós-
myndara, harmiþrunginna ævi-
söguritara, prófarkalesara,
umbrjótara og ritstjóra upp úr
rennusteinunum. Allur þessi
skari hefur keppst viö að ljúka
ætlunarverkinu i tæka tiö, og
sumir lagt nótt viö dag á fullri
ferð, — en engum liggur þó neitt
á i likingu viö útkeyrslumenn-
ina.
Þeir neyöast þó flestir til aö
bremsa rétt á meöan þeir varpa
blaöabúnkunum yfir bilinn sinn
og talinn minn á stæöinu fyrir
utan eldhúsgluggann, — fjöl-
skyldan kann þvi vel aö fá tæki-
færi til aö dást aö honum þar En
þetta eru stórir bílar, og
stundum dregur veörahamur úr
afköstum útkeyrslukappanna,
— þá lenda Mogginn og Timinn
á þakinu á Volgunni áður en þeir
skrensa út i rennusteinana, en
Blaöiö Okkarer léttast og flýgur
stundum alla leiö upp aö
tröppum. Fyrrgreindan ágúst-
morgun haföi morgunblaös-
manninum tekist einkar vel, og
hitt á nákvæmlega réttan staö
fyrir ofan niöurfalliö viö gang-
stéttarbrúnina. Þar myndaði
„viölesnasta” blaö landsins
djúpt stlflu-lón, og I gegnum
vatnsflauminn gátu vegfar-
endur lesiö stærstu fyrirsögn á
baksiöu: Hlaupiö I Súlu meira
en 1973, — Varnargaröarnir
stóöu sig með prýöi.
Eflaust hefur varnarplast
Moggans lika staðið sig meö
prýöi, þóttdropi og dropi kunni
aö hafa holaö sér ieiö inn á
forsiður og staksteina, —
Timinn og Blaöið Okkar eru
ekki enn eins vel varinn gegn
veörum Islands og umbúöirnar
fljótar aö gefa sig i pollum og
krapaelg. Lesendur vita,
hverjum þeir mega þakka,
þegar þeir reyna að gæöa sér á
köldum prentpappirsgraut meö
morgunkaffinu. Þá er hætt viö
aö mörg pólitisk linan verði
næsta óskýr, — og vinstrimenn i
höfuðborginni ókiárir í oröa-
skiptum viö ihaldiö á vinnu-
stööum.
Einn slikur er aö Skúlagötu 4.
Þar haföi Þjóöviljakastaranum
mistekist atrennan fyrrnefndan
morgun, ekki hitt i mark viö
hringhuröina 1 gullnu umgjörö-
inni, liklega veriö á vitlausri
akrein og of mikiu spani, ekki
mátt vera að þvi aö bremsa, —
og varö þvi aö láta sér nægja
bilastæöiö undir Otvarpinu.
Ekki er þaö greypt gulli, en
mengaö oliu og öörum úrgangi
bifreiöa, þótt landsfræg snyrti-
menni reyni sitt besta til að út-
bia þar ekki allt. Þaö vakti
athygli einu sinni I vor, þegar
einn fegursti bíll i borginni ók
þar I hlaö gljáfægöur, og eig-
andinn á sparifötum undir stýri
lét hann grenja á beygjunni við
Súlu I. Neösta hæö hússins er
gerð ' i grlsk-japönskum
musterisstil fornum, og dvalar-
gestir á hinum ýmsu deildum
Rikisútvarpsins hugsuöu meö
sér: Svakalega er þetta næs
kerra, — svona þyrfti ég aö
eignast. — Hinn hamingjusami
eigandi leit brosandi i kringum
sig, opnaði framhuröina og
hvolfdi úr öskubakkanum á
planiö viö tærnar á næsta aö-
dáanda. Mátti hver maöur sjá,
aö ekki haföi bilstjórinn þurft aö
skera tóbak viö nögl fremur en
annaö.
Fyrir tæplega hálfri öld
skrifaði Halldór Kiljan Laxness
Um þrifnaö á íslandi, — þaö var
i Los Angeles I ágúst 1928. Þar
segir á einum staö: „Auövitaö
eru islendingar sóöar, —
eingum manni meö fullu viti
gæti komiö til hugar aö bera á
móti þvi. En aö Imynda sér.,
aö þeir séu dæmdir til aö vera
sóöar um alla eilifö af þvi aö
þeireiga heimai „köldu landi”,
nær eingri átt. Astæöur óþrifn-
aöar eru, aö frátöldum fábjána-
hætti eöa sinnisveiki, yfirleitt
fátækt eöa þekkíngarleysi.” —
Viö i Hvitasunnusöfnuöi
Kiljans, sem hófum löngum
trúaö á hugsanir skáldsins,
hljótum þó aö efast eftir hálfrar
aldar heilabrot, — teljum aö
fyrrgreind dæmi óþrifnaöar á
Islandi stafi hvorki af fábjána-
hætti, sinnisveiki, fátækt né
þekkingarleysi, heldur ein-
hverju ööru. Og maöur spyr,
eftir aö hafa oröiö vitni aö svona
sóöaskaþ: Eru þetta óuppaihir
dónar? — eöa er þetta meðfætt
og ólæknandi viröingarleysi
fyrir náunganum og næsta um-
hverfi?
Þetta bar á góma i Lögreglu-
stöðinni viö Hverfisgötu á dög-
unum, þegar einkennisbúnir og
óbreyttir blönduöu geöi I kjall-
aranum um Verslunarmanna-
helgina. Langþreyttur svart -
sýnismaður taldi útilokaö aö
kenna umferöarmenningu og
snyrtimennsku hér á landi, allt
slikt væri andstætt islendings-
eölinu, — okkur hentaöi best
frjáls umferö og frekjugangur,
og nefndi dæmi máli sinu til
sönnunar. Ungur bjartsýnis-
maöur, reyndur i umferöar-
fræöslu 1 skólum borgarinnar,
taldi hinsvegar allt horfa til
bóta, — þolinmæöi þrautir
vinnur allar og æskufólk kynni
sig æ betur i umferöar- og
annarri menningu, — en þetta
tæki allt sinn tima. Arangurinn
af fræöslunni væri þó farinn aö
koma i ljós, — unga fólkiö væri
betri bilstjórar og þar meðbetri
borgarar en flestir hinna eldri.
Hvaö þá um útkeyrslumenn
blaöanna? — ekki eru þaö
gamlir karlar og kerlingar.
ööru nær, — alhressir æsku-
menn, eins og mannskapurinn
sem skreytir borgina meö drasli
öU kvöld og aöallega um helgar,
— pappirsumbúðum, plasti og
gleri. Þaö eru ekki gamalmenni
sem standa og þamba kók i
hléum á glæpamyndum i
Austurbæjarbiói og nenna ekki
aörölta aö næsta kassa, heldur
leggja aUt frá sér á gólfiö fýrir
fætur náungans. Þetta eru
hreint ekki sinnisveikir fá-
bjánar, fátækir og þekkingar-
snauöir, — þaö eru nú eitthvaö
annaö, — myndarlegt, upplýst
fólk, prúöbúiö og snyrtilegt, og
þegar veöriö er gott leiöast kær-
ustupörin út i Noröurmýri i hlé-
unum og fleygja rusli inn i
skrúögarðana sem ibúarnir
þarna eru aö rækta sér og
öörum til yndisauka, og verja
öUum fristundum tU aö þrifa
eftir þessar subbur.
Erum viö þá dæmd til aö vera
sóöar um alla eUIfö? I fyrr-
nefndum feuUletonisma frá Los
Angeles veröur Laxness tiörætt
um þvottog aörar menntir, inn-
vortis ekki siöur en útvortis og
segir: „Heföi ég efni á aö gefa
öUum Islendingum tannbursta,
mundi ég gera þjóöinni meira
gagn en þótt ég skrifaöi handa
henni ódauöleg ljóö.” Þetta
höfum við hvorttveggja eignast
siðan, þótt okkur baðföntum og
sólvikingum viö Barónstlg þætti
kannski fulllangt gengið i siö-
menningunni þegar aökomu-
maöur úr öörum laugum fór i
vor aö bursta tennurnar meö
bakskrúbbnum I Sundhöllinni
Okkar. Afturámóti er enn tölu-
verður fjöldi fólks ekki siður
ungt en gamalt, sem reynir aö
laumast onl almenningslaugar
án þess aö þvo sér fyrst i sturt-
unum. A fyrirmyndarbaöstaö I
Borgarfirði biluöu sturtudælur
um hádegiö einn sólskinsdag i
sumar. 1 búningsklefum karla
biöum viö allir eftir viögeröinni
i skipulegum röðum, alsberir og
sallarólegir. Or kvennabaöinu
heyröist kurr, — þar töldu tvær
ástæöulaust aö bíöa, — þær
heföu báöar fariö i baö fyrir
helgi og dembdu sér beint i
laugina. Þetta voru ekki gamlar
kerlingar, heldur einhverjar
glæsUegustu ungar dömur á
Vesturlandi, fjöldi manna á
öllum aldri báskotinn I þeim,
hvar sem þær koma, og veröi
væntanlegum unnustum og
eiginmönnum þeirra aö góöu.
Edgar Snow segir I bók sinni,
Rauöri stjörnu yfir Kina, frá
spjalli viö Mao Tse Tung. Þar
ræddu þeir siömenninguna i
heild, og Snow haföi eftir rúss-
neskum kommúnistum aö þeir
teldu sig þurfa 150 ár til aö
skapa þjóöfélag sovétborgara
sem uppfylltu ströngustu kröfur
um siömenntaöa menn. Þá fór
Mao aö hlæja og gaf I skyn, aö
Kinverjar reiknuöu meö
nokkrum öldum i viöbót. Viö,
sem trúum á ýmsar hugsanir
Formannsins, megum þvl
reikna meö aö allnokkur biö
veröi á þvi aö siömenningin nái
völdum hér I elsku hjartans
vestræna lýöræðinu og frelsinu.
En meöan viö blöum mætti
gjarnan hafast eitthvað aö. tJt-
gefendur dagblaöanna i
Reykjavik gætu til dæmis
þjálfaö betur útkeyrslukastara
sina fyrir veturinn, — aö þeir
dragi yfir poUa og skafla alveg
upp aö útidyrum blaöberanna —
háttvirtum kjósendum gengi þá
ögn betur aö komast fram úr
leiöurunum og finna rétta llnu i
skammdeginu. Erfiöara kann
að reynast að ná til skreytinga-
meistara á strætum, torgum og
samkomustööum borgarinnar.
Einu sinni sá ég rússneskan
nikótinista lauma frá sér sigar-
ettustubbi á gangstéttina fyrir
fram Leningradskojehóteliö i
Moskvu. Leynilögreglumaöur
úr KGB haföi faliö sig þar i
grennd, alvopnaöur bak við
skrautlega rjómatertusúlu, —
og greip kauöa á stundinni, —
sneri hann niður I götuna, lét
hann hiröa stubbinn og bera
hann i skrúögöngu aö næsta
öskukeri. Siöan var glæpa-
manninum hótaö Siberiuvist i
Gúlageyjaklasanum; hann iðr-
aöistþá synda sinna og lofaöi aö
gera þetta aldrei aftur. Vonandi
þurfa borgaryfirvöld ekki aö
gripa til svoleiðis ráða til aö
kenna ReykvDcingum manna-
siöi áöur en Uöur aö lokum ei-
lifðarinnar.
JMA.