Þjóðviljinn - 15.08.1976, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 15.08.1976, Blaðsíða 13
Sunnudagur 15. ágiíst 1976 ÞJÓÐVILJINN — StDA 13 CANNES1976 Robert de Nieo i Leigubilstjór anum, sein nlaut Grand Prix. A kvikmyndahátiðinni i Cannes voru að venju sýndar mörg hundruð myndir frá ótal löndum. Ken Wlaschlin segir i Films and Filming, að sérhver tilraun til að lýsa þessari hátið hljóti að fara einsog þegar blindu mennirnir voru að reyna að lýsa filnum: einum þótti hann vera einsog veggur, annar sagði hann likjast reipi, og sá þriðji sagði að hann væri einsog tré, og höfðu allir rétt fyrir sér en enginn sagöi allan sannleikann. Ken þessi sá t.d. um 100 kvikmyndir i Cannes, en varð að missa af öðrum 400, einfald- lega vegna þess að hann gat ekki meira. Einsog nærri má geta er verð- launaafhending við slikar að- stæður jafnan umdeild og vafa- mál hvort hún á yfirleitt nokkurn rétt á sér. Meirihluti stórmeistar- anna átti myndir á hátiðinni, og hvaða dómnefnd er þess um- komin að dæma um hvor sé „betri”, Bergman eða Visoonti, Pasolini eða Hitchcock, osfrv? Og skiptir það i rauninni nokkru máli? Hvað kom fyrir sjónvarpið þriðjudaginn 10. ágúst? Dag- skrárliöir að loknum fréttum og auglýsingum voru svo- hljóðandi: 1) kanadisk teiknimynd 2) McCloud 3) Islenskur söngvari. 4) Sænskt viðtal við Hein- rich Böll (m.a.o.: af hverju var það ekki þýtt?) Stingur ekki eitthvað i aug- un, kæru lesendur? Jú, mikið rétt: það var ekkert breskt efni á dagskránni allt kvöld- ið!!! Þetta er met!!! Til hamingju, islenska sjón- varp!! Kvikmyndakompan mælir með þvi að þetta veröi gert að reglu i framtiðinni: að á- horfendur fái fri frá bresku efni a.m.k. eitt kvöld i viku. Kannski myndi það kvöld Aðalverðlaunin, Grand Prix, fóru að þessu sinni til Martin Scorsese (USA) fyrir myndina Leigubilstjórinn. Italinn Ettore Scola fékk verðlaun fyrir bestu leikstjórn, en myndin sem hanri stjórnaði heitir „Brutti, Sporchi, Cattivi” (hvað sem það nú þýðir) og er gamanmynd um fátækt fólk. Á svona hátiðum eru allskyns ,,spes”verðlaun sérlega vinsæl, og hlutu þeir Eric Rohmer og Carlos Saura slik verðlaun að þessu sinni, „sérstök verðlaun dómnefndar”. Sá fyrrnefndi fyrir myndina Greifynjan von O og hinn siðarnefndi fyrir mynd sem eftir enska nafninu aö dæma virðist fjalla um hrafna- uppeldi, en mun i rauninni segja frá litilli stelpu sem verður fööur slnum og frænku að bana og er spursmál hvort það var óvart eða viljandi. Saura hefur annars fengið orð fyrir að vera óvæginn við spönsku borgarastéttina i myndum sinum, og fetar þar i fótspor landa sins Luis Bunuel. Spánverjinn Jose Luis Gomez veita fimmtudagskvöldinu harða samkeppni i baráttunni um titilinn „skemmtilegasta kvöld vikunnar”. Að lokum kemur hér spurning til forráðamanna sjónvarpsins, borin fram i fullri alvöru: Er það satt, að sjónvarpið hafi mánuðum saman legið á sovéskri njósnaseriu sem heit- ir „17 andartök á einu vori” og segir frá njósnara sem kallaður var Stierlitz og komst til metorða i þýska hernum á striðsárunum? Ef það er satt, spyrkompan enn: hversvegna er þessi seria ekki sýnd? Hún hefur verið sýnd viða um lönd og engum orðið meint af, enda allsstaðar fengið góða dóma. Kvikmyndakompan lofar að éta hattinn sinn ef i ljós kemur að breka njósnaserian sem byrjaði núna að loknu sumar- frii er betri en þessi sovéska. fékk verðlaun fyrir bestan leik meðal karlpenings, en leikkon- urnar Mari Torocsik og Dominique Sanda skiptu á milli sin kvennaverðlaununum. Heimildarmaður minn, Ken Wlaschlin, er hundóánægður með þessa verðlaunaveitingu, og segir hana „óútskýranlega einsog venjulega”. Hann vildi láta Rohmer fá aðalverðlaunin, enda þótt Greifynjan von O marki eftil- vill ekki timamót i kvikmynda- sögunni, þvi erfitt sé að imynda sér fullkomnara verk innan sinna takmarka. Myndin er byggð á sögu eftir Kleist og fjallar um „saklausa konu” sem eignast alltieinu barn. Þá er Ken afar hrifinn af japanskri mynd sem heitir þvi undarlega nafni „Nautaatástarinnar” (Corrida of Love), og kveður kynferðismálin tekin þar fastari tökum en menn eiga að venjast. Höfundur þessa nautaats er Nagisa Oshima. Margar myndir telur Ken að hafi orðiö útundan og ekki hlotið náð fyrir augum dómnefndar, ættu þó betra skilið. Meðal þeirra er mynd sem chilenski leik- stjórinn Miguel Littin gerði i Mexico þar sem hann dvelst nú i útlegð og nefnist hún „Actas de Marusia” eða Marusia-skjölin og fjallar um verkfall i Chile árið 1912. Ingmar Bergman átti þarna myndina „Augliti til auglitis” og segist Ken hafa séð þetta allt áður, en alltaf sé nú gott á sjá _ svona Bergman-myndir, teknar af Sven Nykvist og leiknar af Liv Ullmann, og geti enginn gert þetta betur en þau þrjú. „Hamingjudagar” nefnist mynd eftir griska leikstjórann Pantelis Vulgaris og fjallar um lifið á einni af grisku fanga- eyjunum meðan herforingjarnir voru við völd. Þessi mynd hefur allsstaðar hlotið góða dóma, en fékk engin verðlaun i Cannes, kannski fyrir þá sök að hún var sýnd kl. 8 á sunnudagsmorgni. Þess er ekki getið i Films and Filming, en Kvikmyndakompan hefur það eftir öðrum heimildum, að rússar séu heitvondir úti að- standendur Cannes-hátið- arinnar vegna þess að tvær myndir sem þeir sendu voru endursendar á þeim forsendum að þær væru ekki nógu góðar. Þetta finnst sovétmönnum svindl, og má mikið vera ef þeir hafa ekki rétt fyrir sér. Ég á a.m.k. erfitt með að trúa þvi að þessar myndir hafi verið verri en allar þær 500 myndir sem sýndar voru, og væri þetta vissulega ekki i fyrsta sinn sem rússum er bolað burt af kvikmyndahátiðum af annarlegum ástæðum sem eiga litið skylt við það „fagurfræði- lega mat” sem haft er að yfir- skini. Einsog gengur og gerist á alþjóðlegum kvikmyndahátiðum deila menn nú hart um réttmæti Cannes-hátiðarinnar. Sumir segja að þetta sé ekkert annað en kaupvangur þarsem bisnissmenn semja um kaup og sölu og kvik- myndirnar eru meðhöndlaðar sem hver önnur neysluvara. Enn eru þeir þó til sem fagna þessum hátiöum og telja þær menningar- viðburði, og heyrast slikar raddir oftast úr hópi verðlaunahafa. Hvað sem um allt það má segja er það staðreynd, að i Cannes var úr nógu að velja i ár. Ken Wlaschlin fann það út að aðal- þemað hefði verið það sem Wordsworth kallaði á sinum tima „fearful innocence” eða hræði- iegt sakleysi. Tinir hann til mörg dæmi um myndir sem fjalla um saklaust fólk sem breytist i skrimsli og morðingja á hinn hræðilegasta hátt. Kannski er þetta langsótt kenning hjá honum vini okkar, en ef hún á við rök að styðjast sýnist mér það nokkuð uggvænleg tilhugsun. Þvi að hvað er verið að segja okkur með slikum myndum? Auðvitað ekki annað en það að „öll erum við glæpamenn”, allir eru vondir, hversu góðir og saklausir sem þeir lita út fyrir að vera. heim- urinn er spilltur og maðurinn er vondur i eðli sinu og við þvi er ekkert að gera. óneitanlega er þessi kristilega kenning iskyggi- lega útbreidd i okkar frjálsa vest- ræna heimi. Hvað kom fyrir sjónvarpið? HARRYOGTONTO Bandarisk mynd frá 1974. Stjórn: Paul Mazursky. Handrit: P.Mazursky og Josh Greenfield Tónlist: Bill Conti. Aðalhlutverk: Art Carney, Ellen Burstyn, Geraldine Fitzgerald. — Nýjabió. Það er mikil tilbreyting og fagnaðarefni að sjá allt i einu mynd einsog þessa: mannúð- lega, fallega gerða mynd, upp- fulla af náungakærleika og ást á mannlifinu i öllum þess marg- breytileika. Þrátt fyrir þessa eiginleika — eða kannski ein- mitt vegna þeirra — er „Harry og Tonto” blessunarlega laus við væmni. Söguþráðurinn er einfaldur: Harry er gamall ekkjumaöur og býr ásamt ketti sinum Tonto i gömlu húsi sem á að fara að rifa. Hann neitar að flytja en er borinn út i hægindastólnum sin- um þrátt fyrir kröftug mótmæli. Þá hefst ferðalag þeirra Tonto um þver og endilöng Bandarik- in. Þeir heimsækja þrjú börn Harrys, en eiga ekki samleið með þeim. Harry leitar uppi gamla kærustu, Jessie. Hún er komin á elliheimili, oröin rugluð og man ekki eftir Harry, kallar hann Alex og býöur honum uppi dans. Þetta er eitt af sterkari atriðum myndarinnar, einkum vegna leiks Geraldine Fitzger- ald i hlutverki Jessie. Harry heldur leið sinni áfram og hittir allskonar fólk: jesúbyltingar- mann, kúreka sem selur vita- min, nudd og hrærivélar, indi- ánskan galdralækni, gleðikonu, fjárhættuspilara, osfrv. Um skeið ferðast með honum unglingsstelpa sem er aö strjúka að heiman til að fara i kommúnu. Þeim kemur vel saman, en Harry veit að hann á ekkerterindi i kommúnu, og þvi skilur meö þeim leiðir. A endan- um er hann kominn á baðströnd þar sem mikið er um mannlif. Góð kona, kattavinur. býður honum að búa með sér, en Harry gefur litið útá það, labbar niður i fjöruna og talar þar við kött og krakka meðan sólin hnigur til viðar i lokaatriðinu. Ég las einhversstaðar, gott ef það var ekki i mogganum, að þessi mynd væri ádeila á Bandarikin. Það finnst mér vera misskilningur. Ég gat ómögu- lega komið auga á ádeiluna. Það sem ég sá var einskonar lofsöngur um fólk, venjulegt. bandariskt fólk. Boöskapur myndarinnar er að minum dómi þessi: opnaðu heiminum sjálfan þig, og þá mun heimurinn opn- ast þér. Fólk er gott innvið bein- ið. — En hitt þykir mér umhugsunarefni, að mynd sé lalin ádeilumynd af þvi að hún sýnir veruleikann einsog hann er, en ekki einsog hann hefur veriö sýndur i flestum banda- riskum myndum gegnum árin: vafinn i lygar og glanspappir. Eða hvað er ádeilumynd? Er það ekki mvnd sem ræðst gegn rikjandi kerfi; eru ekki ádeilu- myndir hættulegar þessu sem kallað er status quo? „Harry og Tonto” tr ekki hættuleg mvnd, hún reytir engan til reiði, hvetur ekki til baráttu. Að visu er unga fólkið i henni sýnt einsog ungt fólk i USA er nú á dögum: rót- laust og ruglað, leitandi að „sjálfu sér” i Zen-yoga, eitur- Ivfjum. osfrv. Það er minnst á likamsárásir á gamalt fólk, þjófnaði að næturlagi — en allt er þetta hluti af bandariskum veruleika. Mér finnst myndin frekar til þess fallin að sætta fólk við þennan veruleika en að koma þvi i uppreisnarhug. Art Carney leikur Harry af mikilli snilld. Onnur hlutverk eru öll veigaminni, en samt hefur flestum leikurunum tekist að skapa eftirminnilegar per- sónur. Hlutur leikstjórans og handritshöfundarins Paul Mazursky er að visu stór. Myndin er gifurlega vel byggð. frásagnarmátinn er frjáls og opinn og ekkert vertð að bisa við að segja endilega allt. Ýmislegt verður áhorfand- inn að geta sér til um sjálfur. Tonto er kannski ekki tima- mótamarkandi, en hún er kær- komin tilbreyting frá öllu þvi flóði af mannskemmandi rusli sem yfir okkur hefur dunið á þessu sumri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.