Þjóðviljinn - 15.08.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.08.1976, Blaðsíða 3
Sunnudagur 15. ágúst 1976 ÞJÓÐVIUINN — SÍÐA 3 Lögreglumenn nokkurra Evrópulanda hafa að undanförnu eflt mjög samstarf sitt um bar- áttu við skæða þjófahópa, sem gerast æ frekari til listaverka og listmuna i söfniim og kirkjum. bjófnuðum fer sifjölgandi siðustu 6-8 árin og verðmæti þýfisins, sem oft er mjög erfitt að meta, nemur tugum miljaröa króna. Það gerist æ oftar að prestar sjá fyrir sór auðn og tóm þar sem áð- fram kröfur um sem svarar tæp- um 600 miljónum króna. Borgar- stjórnin i Úrbino visaði þessum kröfum á bug, enda gat hún ekki annað — sjálf skuldug upp fyrir haus. En lögreglan italska tók það að sér að semja við þjófana, og reyndust þeir þá ekki sérlega lifsreyndir. Þeir gengu t.d. i þá gildru að taka við ferðatösku, sem sýndist troðfull af peningum — en i reynd voru ekta seðlar að- Spjaldskrá þýsku lögreglunnar yfir stolin listaverk. ur hékk altaristafla þegar þeir ganga til tiða, eða að safnverðir sakna smámynda frá fimmtándu öld eða rókókkókommóðu á dag- legri yfirferð sinni. Mörg eru dæmin. Nýlegdæmi: Innbrotsþjófar frá Mönchen heimsóttu þrjár nætur i röð villu greifa eins I Wittelsbaeh og höfðu með sér þaðan 140 mál- verk frá 16. og 17. öld. Húsráðandi varð ekki var við þjófnaðinn fyrr en hann fór niður i málverk'a- kjallara sinn til að leita að einum af tuttugu heimilisköttum sin- um. Þrir grimubúnir byssumenn bundu og kefluðu þrjá næturverði i páfahöllinni i Avignon, þar sem mikil sýning á verkum Picassos stóð yfir —- höfðu þeir siðan með sér 119 af siðari verkum meistar- ans. A sl. fimm árum hefur i Bæjara landi einu verið stolið úr kirkjum 665 mariumyndum, 554 Krist- myndum, 1217 bilætum helgra manna, 1046 englum, 2171 mál- verki og 1584 ljósastikum. Viðvaningar og fagmenn. Og það gengur mjög erfiðlega að koma upp um þjófana. 1 Vest- ur-Þýskalandi tekst aðeins að upplýsa um 20% af þjófnuðum þessum. Helst tekst að hafa upp á þjófum og þýfi, ef um áhugamenn er áð ræða, sem ekki hafa mikla reynslu i faginu, eða ef stolið er svo frægum verkum, að næstum þvi ógjörningur er að selja þau. Náungi einn tékkneskrar ættar tók sig til á dimmri vetrarnóttu, reisti stiga upp að glugga á lista- safni borgarinnar Tours, braust þar inn og hafði með sér mynd eftir sjálfan Rembrandt og aðra eftir Goya. Þessar myndir hafði hann með sér til Þýskalands, þar sem vinkona hans þýsk reyndi að selja þau. Það tókst að selja Goya (fyrir aðeins 5000 mörk), en þegar skötuhjúin gerðu alvöru úr þvi að reyna að selja „Flóttann til Egyptalands” eftir Rembrandt, þá gat ekki liðið á löngu þar tií handjárn trufluðu frekari athafn- ir þeirra. I febrúar i fyrra hurfu úr her- togahöllinni i itölsku borginni Urbino þrjú ómetanleg málverk — tvö eftir Piero della Francesca og eitt eftir Rafael. Þau eru nú aftur komin á sinn stað, eftir árs fjarveru. Þeir sem brutust inn i Urbino voru ekki þeir græningjar aö þeir reyndu að selja einhverjum þau djásn sem þeir höfðu stolið. Þeir reyndu aðra aðferð mjög vel þekkta: kröfðust „lausnargjalds” fyrir listaverkin. Þegar á næsta degi eftir innbortið lögðu þeir eins I efstu lögum þess pappirs sem i töskuna var troðið. Mál- verkin fundust með þessu bragði i hóteli i Lacoarno i Sviss, en þjóf- arnir sluppu reyndar. Undirheimar og yfirstétt Oftast eru þjófarnir hins vegar mjög reyndir i skipulagðri glæpa- starfsemi og láta ekki blekkjast auðveldlega. Þeir hafa útsmogna mafiuþjálf. að baki og kunna vel þa Iist að semja fyrir milligöngu sæmilega „heíðvírðra” borgara, gjarna lögfræðinga, og skilmálar fyrir afhendingu og móttöku lausnargjalds eru einatt ævin- týralega flóknir. Samningar geta dregist árum saman og á meðan biða listaverkin i einhverri kjaliaraholu og hrakar auðvitað stórlega vegna afleitrar geymslu. Þegar slikir samningar eru gerð- ir (og lögregla neyðist til að loka augunum fyrir þeim, enda þótt þeir séu að sjálfsögðu refsiverðir i sjálfum sér), þá þykir hæfa að greitt sé fyrir endurheimtingu þýfsins 10% af markaðsverði. Sérhæfing. I raun er einna erfiðast að hafa upp á verkum ekki sérlega þekktra listamanna eða list- munum ýmiss konar. Til eru þjófahópar sem sérhæfa sig i slik- um hlutum og hafa komið sér upp hugvitssamlegu njósnakerfi tíl aö komast að þvi hvar feitan gölt sé að flá. í Hamborg komst t.d. árið 1972 upp um hóp, sem naut góðs af þekkingu og smekk veitinga- manns eins, sem tók að sér veisl- ur i rikum heimilum; hann gat að sjálfsögðu gefið góðar upplýs- ingar um það, hvar hægt væri að finna gamalt postulin, sjaldgæft silfur, helgimyndir o.s.frv. I rannsókn þess máls komst lög- regla á snoðir um margt fróðlegt, sem lýtur að sambandi þjófa við kaupendur — sem að sjálfsögðu eru auðugir menn sem vilja efla álit heimilis sins með gömlum gripum. A slikum stundum tekst kærleiksrik sambúð milli undir- heima og yfirstéttar. öryggisráðstafanir gegn lista- verkaþjófum eru viðast hvar mjög ófullkomnar. Viða er fé til safna mjög skorið við nögl, og- menn þykjastekkihafa efni á við- vörunarkerfi sem gerði t.d. lög- reglustöðvum viðvart þegar eitt- hvað gruggugt er að gerast. Einna varnarlausastir eru einka- safnarar, sem oft eiga ekki einu sinni ljósmynd af þvi verki sem stolið hefur verið frá þeim. Og þjófnuðum heldur áfram að fjölga, og lögreglumenn endur- bæta skrár sinar yfir stolin lista- verk og komið er á fót sérstakri listalögreglu i hverju landi á fæt- ur öðru. En enn heldur þróunin áfram i sömu átt og fyrr. ítalskir lögreglumenn hafa fundið merkilegt þýfi. Páfahöllin I Avignon: 119 Picassomyndir hurfu.. HÚSGAGNAVERSLUN (g) REYKJAVÍKUR HF. Fjölbreytt húsgagnaúrval ú tveimur hœðum hlemmur Rviv J1' Alltaf eitthvað nýtt — Veljið vönduð húsgögn — Verðið mjög hagstœtt Húsgagnaverslun Reykjavíkur hf. Brautarholti 2Símar 11940 — 12691 Mikið annríki hjá listaverkaþj öfum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.