Þjóðviljinn - 15.08.1976, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 15.08.1976, Blaðsíða 20
 DWÐVIUINN Sunnudagur 15. ágúst 1976 Veröandi framkvæmdastjúri Hér er Sigurður i hlutvcrki Aifreds i óperettunni Leðurblökunni eftir Sinfóniuhljómsveitar islands, Strauss. Þetta hlutverk ásamt Eisenstein i sömu óperettu ieikur Sigurður Björnsson óperu- Sigurður i Munchen um þessar mundir. söngvari. Tatnino i Töfraflautunni er annaö tveggja hlutverka sem Sigurður hefur hvað oftast sungið. Hér er hann i Kassel 1973. Heimþráin hefur alltaf kvalið mig segir Sigurður Björnsson, sem tekur við stöðu framkv.stj. Sinfóniuhljómsveitar Islands Nýlega var skipað í em- bætti framkvæmdastjóra Sinfóniuhljómsveitar, en sá stóll hefur verið auður frá því Gunnar Guð- mundsson lést í fyrravet- ur. Sá sem fyrir valinu varð er Sigurður Björns- son óperusöngvari sem fyrir löngu er orðinn þjóðkunnur af list sinni. Þjóðviljinn náði tali af Sigurði í vikunni og bað hann að segja lesendum nokkuð af sinni vegferð í heimi hér og hvað honum væri efst í huga við þessi timamót í lífi hans. En fyrst er það ferillinn. — Ég er hafnfirðingur að uppruna. Þegar ég hóf minn tónlistarferil hafði ég allan hug- ■ ann við fiðluna og ætlaði að helga mig fiðluleik. Eg gekk i 1 Tónlistarskólann i Reykjavik í þar sem Björn Ólafsson kenndi mér fiðluleik. Með fiðlunáminu stundaði ég söngnám hjá ýms- um kennurum og þar kom að söngurinn varð ofaná og ég hætti viö fiðluna. Eftir eins árs nám undir handleiðslu Kristins Hallssonar tók ég einsöngvara- próf vorið 1956. Ég má segja að ég sé eini maður sem lokið hef- ur einsöngvaraprófi frá Tón- listarskólanum. Til Þýskalands — Svo liggur leiðin út. — Já, um haustið fór ég til MDnchen og gekk þar I Tón- listarháskóla rikisins. Aöal- kennari minn var Gerhard Hiisch sem á sinum tima söng með Pétri Jónssyni. Þeir þekkt- ust vel, og HOsch mat Pétur mikils. Með náminu hélt ég hljómleika viöa i Evrópu, söng ma. Matteusarpassiu Bachs á Spáni með Husch. Einnig söng ég i Sköpuninni eftir Haydn og 9. sinfóniu Beethovens. A þessum árum, ég man ekki hvort það var 1959 eöa ’60, fór ég með nokkrum kennurum og nemend- um Tónlistarskólans i Reykja- vik i konsertferðalag til Tékkóslóvakiu i boði tékknesku stjórnarinnar. t hópnum voru sjö manns og ég fékk að fljóta með sem gamall nemandi. — Hvenær lýkurður námi? — Það var árið 1962. Þá var ég ráðinn við Rikisóperuna i Stuttgart og var þar til ársins 1968 er ég fór til Kassel.Astæðan fyrir þeim flutningum var sú, að mér fannst ég ekki fá nóg tæki- færi til að syngja stóru hlut- verkin i Stuttgart. Þar voru margir eldri söngvarar sem sátu að stóru hlutverkunum og hleyptu engum öðrum i þau. t Kassel var ég hins vegar ráðinn fyrsti lýriski tenór og söng þar öll stærstu hlutverkin. Arið 1972 var ég ráðinn að Rikisóperunni I Graz i Austurriki og söng jafn- framt i Volksoper i Vin. Þar var ég til vorsins 1975þegar mér var boðinn samningur við óperuna i Miinchen. Og hver getur sagt nei þegar Mönchen kallar? Ég skrifaði undir þriggja ára samning.en þegar ég sótti um Lenski i Eugen Onegin eftir Tjækofski en það hlutverk lék Sigurður I Kassel árið 1969. starfið hér heima féllst óperu- stjórinn á að fella samninginn úr gildi ef ég fengi starfið Nú er ég heima i stuttu frii, sumar- leyfi, en fer utan á sunnudaginn (i dag). Ég á að vera mættur á æfingu á Töfraflautunni þann 18. en fyrsta sýningin verður þann 21. Það má skjóta þvi hér inn að oft hefur það komið fyrir að hringt er i mig og ég beðinn að syngja einhvers staðar i álfunni, einkum þó Þýskalandi eða Austurriki. Þá hefur kannski einhver veikst og ég beðinn að hlaupa i skarðið. Þá hleypur maður af stað, flýgur ef hægt er en keyrir að öðrum kosti i einum grænum. Mönchen er mikil borg — Þú hefur starfað mikið sið- an þú laukst námi. — Já, ég hef sungið töluvert á annað hundrað hlutverka siðan ég lauk námi fyrir 14 árum. Oft- ast hef ég glimt við Tamino I Töfraflautunni og Eisenstein i Leðurblökunni. — Heldurðu sérstaklega mikið upp á þessi tvö hlutverk? — Ekki meira en önnur, það er mest fyrir tilviljun að ég hef sungið þau svona oft. Ég á mér ekkert eftirlætishlutverk nema það sem ég vinn að hverju sinni. — Nú hefur þú viða verið i Evrópu, hvar likar þér best? — Mér finnst Miínchen skemmtilegust. Þangað kom ég fyrst og kunni þá ekki orð i þýsku. Múnchen er stór og glæsileg borg og oft kölluö ,,hin leynilega höfuðborg Þýska- lands”. Þar blómstra allar listir, enda þjóðverjar miklir unnend- ur lista. Það er mikið gert fyrir listir i borginni, ekki sist tónlist. — Er mikill áhugi fyrir óper- um i Múnchen? — Já, það er alltaf fullt hús hjá okkur á hverju kvöldi vik- unnar tiu mánuði á ári. „Römm er sú taug..." — En nú ætlarðu að flytjast heim. Hvað rak þig til þess? — Það er fyrst og fremst heimþrá. Hún hefur kvalið mig alla tið eins og margan íslend- inginn sem býr erlendis. „Römm er sú taug...” stendur á einum satð. Auk þess fylgir söngvarastarfinu mikil streita. Til okkar eru gerðar miklar kröfur og við þurfum alltaf að vera i formi. Svo er oft best að hætta áður en halla tekur undan fæti ef gott tækifæri býðst. Ég hef fengið það og er afskaplega þakklátur þeim ráðamönnum sem sýndu mér þetta traust. — Hvernig list þér svo á nýja starfið? — Mér er það ljóst að þetta er erfitt starf. En ég er sannfærður um að það er hægt að gera meira en gert er, og að það á að gera meira. Ég hef minar hug- myndir um það sem gera skal en það er erfitt að segja nokkuð fyrr en ég hef kynnt mér starfs- skilyrðin og kynnst hljómsveit- inni. Einnig þarf ég að setja mig inn i fjármálin. Ég er persónu- lega kunnugur mörgum lista- mönnum erlendis sem ég hef hug á aðfá hingaö til starfa. Það kemur sér vel að vera málkunn- ugur einhverjum. En ég veit ekki hve mikið ég má gera. Ég þarf að þreifa fyrir mér um möguleikana. — Hefurðu starfað mikið með Sinfóniuhljómsveitinni? — Já, ég hef oft sungið með henniýmiskonar verk. Auk þess er ég kunnugur mörgum hljóð- færaleikurunum, sumir eru gamlir skólabræður og -systur. Konart vill „flytja heim" — Og þann 1. janúar kemurðu heim alkominn. Þér list væntan- lega vel á það? — Já, það er ákaflega spenn- andi og ég hlakka til að fá að starfa hér heima. Ég er kvæntur þýskri konu og hún vill flytja „heim til Islands” eins og hún segir. Auk þess eigum við tvö börn, niu og fjórtán ára, og þau þurfa að komast i islenskan skóla áður en það er orðið um seinan. Ég er búinn að kaupa lóð i Garðabæ og fá arkitekt til að teikna hús.svo nú vantar ekkert nema peningana til að byrja aö I !

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.