Þjóðviljinn - 15.08.1976, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.08.1976, Blaðsíða 5
Sunnudagur 15. ágúst 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 af eriendum vettvangi IDI AMIN OG PINOCHET Hvaö sem segja má um þá tvo herramenn, Idi Amin og Agusto Pinochet, þá er það vist aö eitt atriöi greinir þá mjög. Varla liður sá dagur aö heimspressan heiðri ekki Idi Amin með nýjum greinum og stóryrtum, og er undirrót þeirra þó ekki sú aö hann sé umdeildari en aðrir menn, heldur bera greinarnar vitni um meiri einingu i skoðun- um en neytendur fjölmiðla eru yfirleitt vanir: öllum ber saman um að Idi Amin sé geðveikur fjöldamorðingi — kannski með syfilis — sem hafi nánast lagt land sitt i rústir, myrt tugi þús- unda manna og gjöreyðilagt efnahagslifið. öll orð hans og gerðir eru tiunduð og tekin sem merki um geðveiki hans og sálarbrenglun, — „paranoia praecox” eins og einhver sagði og honum er likt viö Hitler og aöra slika kumpána. En um Pinochet rikir hins vegar nokk- uð annarleg þögn. Deilurnar um stjórn Allendes og ástæður valdaránsins 1973 hafa á vissan háttdregið athygli manna frá á- standinu i Chile nú, en þeir sem vilja segja frá þeim atburðum sem þar eru að gerast, tala miklu fremur um „herforingja- klikuna” i Chile en nokkurn á- kveðinn mann, og þótt Pinochet sé oft nefndur sem forsprakki herforingjanna, er mjög litið vitað um hann sjálfan, gerðir hans og skoðanir: menn þekkja ekki annað en harðneskjulegt andlit i felum bak viö dökk gler- augu. Og það er einhver undar- leg tregða i öllum fréttaflutningi um Chile: þrátt fyrir ástandið nú er eins og fáir hafi áhuga á að fjalla um það nema þeir, sem þegar voru hlynntir stjórn Allendes á sinum tima. Eiga margt sam- eiginlegt En þrátt fyrir þessa mismun- andi meöferð, sem Idi Amin og Pinochet fá I fjölmiðlum, eiga þeir samt ýmislegt sameigin- legt. Báðir eru herforingjar, sem eiga að baki langan feril i her sins lands, og báðir gerðu uppreisn gegn löglegum og um- bótasinnuðum stjórnvöldum og hrifsuöu valdið i sínar hendur. Þótt undarlegt megi virðast var valdatöku þeirra beggja nokkuö vel tekið meöal afturhalds á vesturlöndum: það varð mörg- um léttir aö bundinn skyldi end- ir á tilraun Allendes á þennan hátt, og mörgum bretum og reyndar fleiri þótti hagstætt aö Amin skyldi taka völdin i tiganda, þvi aö hann var talinn mikill vinur vesturlanda og sér- staklega breta. Báðir þessir herforingjár hafa siðan komið á blóðugri ógnarstjórn i löndum sinum: þeir hafa pyndað og myrt þúsundir manna, hneppt þúsundir i fangelsi, drekkt allri stjórnarandstööu i blóöi, af- numiö einföldustu mannrétt- indi, og lagt efnahagslif land- anna i rústir. Kannski verður einhvern tima hægt að vega og meta stjórnarfar þessara manna, og reikna það út hvor hefur pyndað og myrt fleiri, en i raun og veru skiptir þaö þó ekki hinu minnsta máli, þvi að þegar óhugnaðurinn er kominn á þetta stig hafa orð eins og „meira” og minna ekki lengur neina merk- ingu. Ef litið er á stjórnarfariö I löndunum tveimur, Chile og úganda, er þvi ekki nein ástæða til að gera greinarmun á þeim þjóðhöfðingjum sem þar fara með völd. Hvernig stendur þá á þvi að allir ljúka upp einum munni að fordæma annan, en vandræðaleg þögn skýlir gerð- um hins? Astæðunnar er vitan- lega ekki að leita i aðgerðum þessara manna, heldur i ferli þeirra og þeim aðstæðum sem þeir búa við — eins og almenn- ingur á vesturlöndum skilur þetta hvort tveggja. Við gætum jafnvel sagt að ástæðunnar væri að leita i tákngildi þeirra — og þá segja viðbrögð vesturlanda- búa við hryðjuverkunum i Chile og Úganda reyndar meira um þá sjálfa en um ástandiö i lönd- unum, sem almenningsálit á vesturlöndum er eða er ekki aö hneykslast á. Er ekki úr vegi að lita á Idi Amin og Pinochet frá þessu sjónarmiði. //Þetta er mitt sæti" Francois Mitterrand, leiðtogi franskra vinstri manna, sem þekkti Allende nokkuð vel, hefur sagt eftirfarandi sögu: Það var einu sinni boð I Moneda-höllinni i Santiago og tók Allende þar á móti ýmsum heidri mönnum landsins, bæöi herforingjum og stjórnmálamönnum. Þegar veislan stóð sem hæst og menn voru orðnir kátir og glaðir, vildi svo til aö einn herforingjanna, Pinochet, tyllti sér I stól Allend- es. „Þetta er mitt sæti,” sagði Allende, „þótt þú sætir þar ekki nema eina minútu væri það of mikið.” Aðþessu hlógu allir viö- staddir og tóku það vitanlega sem gamansama aðvörun um það aö herinn ætti ekki að reyna að sölsa undir sig pólitiskt vald. En nú er það aöalatriði sögunn- ar, að á þessum tima var Pino- chet yfirleitt talinn ákaflega frjálslyndur herforingi og hlynntur löglega kjörinni stjórn landsins. Menn hlógu einmitt af þvl að hann virtist allra manna óliklegastur til að hyggja á valdarán. Það er engin ástæða til annars en ætla að dómur manna um Pinochet á þessum tima hafi verið réttur. Eitt meginatriðiö i sögu áranna eftir 1970 er nefni- lega sú þróun sem varö á hugar- fari borgarastéttarinnar I Chile, þegar þaö kom i ljós að Allende ætlaði ekki aö falla frá umbóta- stefnu sinni (eins og Frei forseti hafði gert) heldur ætlaði hann bæöi að gera róttækar umbætur og sýndi lika að hann hafði bol- magn til aö framkvæma, a.m.k. mikilvægan hluta stefnuskrár- innar. Yfirstétt landsins sá þá fram á það að hún kynni aö missa mikið af forréttindum sinum og stööu og varð dauð- skelkuð. Þegar búið var árang- urslaust að reyna að stöðva framkvæmdir á stefnuskrá All- endes og bola stjórn hans frá með ýmsum aðferöum, sem hægri sinnaöir fjölmiðlar á vesturlöndum studdu á mjög opinskáan hátt, var ekki aö furða þótt ýmsir hneigöust til fasisma, þótt Chile væri að þvi leyti ólikt ýmsum öðrum lönd- um Rómönsku Ameriku að þar var engin rótgróin fasistisk hefö fyrir. Það sem var merkilegt við þessa þróun var, að hún skyldi verða eins ör og öflug og raun bar vitni, en þessi fasist- iska þróun var reyndar enn dul- in flestum á dögum valdaráns- ins i september 1973. Nú er það hins vegar löngu orðið augljóst hvert þróunin stefnir I Chile. Fasistastjórnin hefur ekki aðeins rekið efna- hagsstefnu sem miöar að þvi að fá borgarastéttinni það marg- falt aftur sem hún missti á stjórnarárum Allendes, þótt það kosti það aö stór hluti þjóðar- innar lifi viö hungur, heldur er nú verið að þurrka burt allar leyfar lýðræöisfyrirkomulags I Chile og endurskipuleggja land- ið i anda Francos að þvi er helst virðist. Verið er að stofna „ein- ingarsamtök” sem eiga að starfa eins og fasistiskir flokkar Evrópu gerðu, og i skólum rikir heragi. Pinochet hefur þráfald- lega lýst þvi yfir að honum finn- ist lýðræðisstjórnir vesturlanda allt of veikar og blauðar. Það er þvi i rauninni engin furða þótt hægri menn á vestur- löndum, sem voru alltaf andvig- ir Allende og voru óragir við aö koma sjónarmiðum andstæö- Vel uppalinn maður úr breska hernum. Oþekktur maður I felum bak við dökk gleraugu. inga hans á framfæri I fjölmiðl- um sinum, séu nú nokkuð feimnir við að tala um það á- stand, sem rökrétt þróun allt frá fyrstu árásunum gegn stjórn Allendes hefur nú leitt til. Astandið sýnir nefnilega helst til glögglega hvað getur hlotist af valdatöku „sterks manns” af þvi tagi sem afturhald Vestur- Evrópu óskar gjarnan eftir þeg- ar eitthvað syrtir I álinn, og einnig til hvaða ráða vestræn yfirstétt getur gripiö til þegar hagsmunum hennar er ógnað. Ákjósanlegur blóra- böggull Um Afriku gegnir hins vegar allt öðru máli: ástandiö þar er svo gerólikt ástandinu á vestur- löndum að engum samanburði verður við komið. Þar hefur hingað til aldrei verið „verka- lýðsstétt” eða „borgarastétt” i venjulegum skilningi, og alls enginn grundvöllur fyrir neina þróun af þvi tagi sem varð i Chile. Þrátt fyrir ýmislegt sem upp úr Idi Amin veltur, er hann alls ekki fasisti i vestrænum skilningi, þvi að bæöi er fasismi hugmyndafræði, sem Idi Amin hefur sjálfsagt litla nasasjón af, og auk þess eru fasistiskir stjórn- arhættir nokkuð sem er miðað við vestrænar aðstæður. I aug- um flestra getur Idi Amin ekki verið annað en afriskur týran, villimaður, sem er svo fjarlæg- ur vesturlöndum að af honum stendur engin ógnun. Það þarf þvi ekki nokkur maður að vera feiminn viö að gagnrýna hann hörðustu orðum, — og þá er jafnvel freistandi að nota hann sem blóraböggul og beina gegn honum þeirri gagnrýni, sem ekki má bera fram gegn þeim þjóðarleiðtogum, sem eru meira viðkvæmnismál. Þannig er máliðeinfalt, en við þetta bætist að Idi Amin hefur ýmislegt það til saka unnið sem gerir það að hann er enn ákjós- anlegri blóraböggull en aðrir harðstjórar i Afriku, sem gefa honum ekkert eftir hvað hryðju- verk snertir: hann er nefnilega enginn „venjulegur” afriskur týran, sprottinn upp úr afriskri hefð. Ferill Idi Amins hófst með þvi að hann var tekinn i Afrikudeild breska hersins, „The King’s African Rifles” árið 1946, og var þá alveg ómenntaður maður en mikill kraftajötunn — enda varð hann einu sinni boxmeistari Úganda i þungavigt. Hann var siðan i breska hernum I ein fimmtán ár og fékk þar alla sina skólun og þjálfun. A þeim tima tók hann m.a. þátt i þvi aö berja niöur Mau Mau uppreisnina i Kenýa, en þaö var eins og kunn- ugt er fyrsta tilraun Kenýabúa til að fá sjálfstæði og kæfðu bretar hana með harðneskju. Þótt bretar rifji nú upp smá- vægileg agabrot Idi Amins á þessum árum, breytir þaö litlu um það að hann þótti þá mjög góður hermaöur, og var greini- legt aö bretar fundu þá hvergi nein merki um þessa „geð- veiki” hans sem þeir tala.mikið um núna. israelsmenn tóku skeytiö Þegar Úganda var orðið sjálf- stætt riki og Idi Amin hóf undir- róöursstarfsemi sina með það markmið fyrir augum að steypa dr. Milton Obote úr stóli, litur ekki út fyrir að þeir vestur- landamenn, sem málum voru kunnugir hafi litið á það með neinni vanþóknun: þetta var vel upp alinn maöur úr breska hernum! Sagan segir að dr. Obote hafi ekki fengið nákvæm- ar fréttir um athæfi Idi Amins fyrr en 1970, þegar hann var á þingi i Singapore. Hann sendi þá þegar skeyti heim og skipaöi svo fyrir að Idi Amin yrði settur I fangelsi, en þaö skeyti barst aldrei til viðtakenda sinna og er sagt að israelskir hermenn á Kampala-flugvelli hafi séð um það! Idi Amin hafði þá frjálsar hendur og gerði uppreisn. Það kom svo vitanlega fljótt i ljós að Idi Amin var hinn versti harðstjóri, og telja sumar heim- ildir að hann hafi orðið 50 þús- und mönnum aö bana. Að baki þeirra hryðjuverka liggja þó allt aðrar ástæður en þær sem liggja að baki morðanna og fangelsananna I Chile. Þvi má ekki gleyma, aö Úganda er, eins og velflest Afrikurikin, algert gerviriki með landamæri, sem nýlenduherrarnir drógu eftir geðþótta sinum og alveg án nokkurs tillits til staöhátta. Eins og viðar eru i þessu riki gjör- ólikar og óskyldar þjóöir, sem oft hafa setið á sárs höfði: i norðri búa súdanskir ættbálkar, en I mið- og suðurhluta landsins eru bantú-þjóðir, og munu þær vera meirihluti landsmanna. Nú er Idi Amin af súdönskum upp- runa og fæddur i norðurhluta Úganda, og hefur hann stefnt að þvi að draga fram hlut landa sinna á allan hátt. Til að bæta það upp að súdanskir ættbálkar eru I minnihluta hefur hann jafnvel flutt inn menn af ná- skyldum þjóðum frá Súdan, sem er næsti nágranninn i norðri. Um leið hefur hann reynt að halda bantú-mönnum niðri meö öllu móti, i þessum hryðjuverk- um hefur þjálfun hans úr breska hernum komið að góðum notum. Þjóðarigur af þessu tagi er daglegt brauð i flestum þeim gervirikjum sem evrópskir ný- lenduherrar hafa skapað i Afriku, og hefur oft leitt til blóð- ugra styrjalda og fjöldamoröa. Slikir atburðir hafa þó sjaldan truflað svefn vesturlandabúa, og myndu morðin i Úganda ekki hafa gert það ef ekki hefði kom- ið annað til. Undarleg kimnigáfa Skálkurinn Idi Amin er nefnilega að þvi leyti ólikur öðr- um harðstjórum Afriku að hann virðist hafa nokkuð undarlega kimnigáfu, sem kemur fram i þvi að hann hefur snúið við „mannasiðum” nýlendutima- bilsins: hann kemur sem sagt fram við evrópumenn eins og nýlenduherrarnirkomu á sinum tima fram við hinar „frum- stæðu” Afrikuþjóðir. Úr þessu verður hreinasti farsi: eins og hvitir menn, sem létu svarta burðarmenn bera sig, lét Idi Amin fjóra hvita bissnis-menn bera sig inn á þing Einingar- sambands Afrikurikjanna! Þegar hann frétti um efnahags- örðugleika breta lét hann safna matvælum þeim til aðstoðar um allt Úganda — en setti svo það skilyrði aö þeir kæmu sjálfir og sæktu þau. Þetta háð skilja þeir þó varla, sem halda að það komi að einhverju gagni, þegar evrópumenn safna fé til styrkt- ar fátæklingum i þróunarlönd- um. Idi Amin hefur leitast við að niðurlægja Evrópumenn með gislatökum og hótunum — en slikt var reyndar algengur siður nýlenduhermanna evrópskra. t orðsendingum Idi Amins kemur einnig fram sá barnalegi móral- ismi, sem evrópumenn tömdu sér i viðskiptum við „frumstæða frumbyggja”. Þannig sendir hann aftur eins og spegill þá mynd sem Afrikubúar fengu af Evrópumönnum á nýlendu- timabilinu. Af þessum ástæðum eru vest- urlandabúar nú sannfæröir um að Idi Amin sé geðveikur, og væru þetta brosleg umskipti hlutanna ef málið væri ekki of alvarlegt til þess. En aö baki gagnrýninnar gegn Amin liggur þó annað og meira en undrun yfirþessari „furðulegu hegðun” hans. Um það leyti sem Afriku- rikin fengu sjálfstæði voru evrópumenn nokkuð feimnir við ástandið þar, þvi að þeir gerðu sér þá meira og minna ljóst að nýlendutimabilið hafði ekki að eins verið timi geigvænlegs arð- ráns heldur hafði það skapaö mikil vandamál sem næstum þvi ógerningur var að leysa. Ef maður eins og Idi Amin hefði komið fram þá er einna likleg- ast að um hann hefði rikt vand ræðaleg þögn, þvi að mönnum hefði skilist að hann var ekki annað en afleiöing af þvi á standi, sem evrópumenn höfðu sjálfir skapað i Afriku. Nú er á standið hins vegar breytt: vest- urlandamenn hafa ekki lengur neina sektartilfinningu vegna nýlendutimabilsins. Það má jafnvel lita svo á að gagnrýnin á Idi Amin og háðsglósurnar um „geðveiki” hans sé bæði aðferð til að breiða yfir það litla sem eftir kynni að vera af slikri til- finningu og jafnframt leið til að sýna það svo ekki verði um það efast að ástandið i Afriku sé evrópumönnum nú framandi: þeir telji sig ekki lengur bera nokkra ábyrgð á þvi. Þegar svo er komiö er vitanlega engin ástæða til að vera með nokkrar samviskukvalir vegna hins nýja forms, sem arðrán vesturlanda i Afriku hefur nú fengið ,,ný- lendustefnunni siöari.” tneo kolonialismanum). Stóryrt gagnrýni um einn harðstjórann, vandræðaleg þögn um annan: hvort tveggja leiðir þetta i ljós sitt hvað um stöðu vestræns afturhalds á lið- andi stund. e.m.j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.