Þjóðviljinn - 15.08.1976, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.08.1976, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. ágúst 1976 ÞJÓÐERNA SYRPA Lifseigur straumur Okkar öld gerði sig liklega til aö verða öld alþjóðahyggju ýmis- konar — alþjóöahyggju auövalds- ins, alþjóðahyggju sóslalista. Og vist hafa þessir straumar verið á- hrifamiklir, ekki sistsú „alþjóða- hyggja” sem kemur fram i starfi fjölþjóðalegra auðhringa, sem eru að margra dómi skæðasta til- ræði við þjóðrikin siðan páfi hafði umtalsvert veraldlegt vald. En þjóðernishyggja ýmisleg er samt furðanlega lifseig. Andúð manna á þvi að hverfa inn i stærri heild eins og það heitir, sá vilji að rækta og skila til nýrra kynslóða þeim sérkennum sem móta til- veru þjóðlegs samfélags. Við höf- um séö þetta i hinni keltnesku vakningu á Bretagne og Bret- landseyjum þar sem reynt er að hressa við eða vekja aftur til lifs tungur sem hafa öldum saman farið halloka fyrir heimstungun- um ensku og frönsku. Viö sjáum þetta t.d. i Kanada, þar sem inn- flytjendur af annarri og þriðju kynslóð hafa sýnt vaxandi áhuga á þeim þjóðlega arfi er þeir tóku með sér yfir Atlantsála. Og mætti mörg dæmi nefna i þessa veru. Ein staðfesting á hinni sterku stöðu þjóöernishyggju ýmiskonar er hinn mikli fjöldi bóka sem skrifaöur er um þjóðernisminni- hluta, þjóðernislega fordóma og annað i þá veru. Menn reyna hver i kapp við annan að kortleggja til- veru smáþjóða sem sýnast dæmdar til að deyja út eða bland- ast nágrönnum sinum á næstunni. Eða þá menn reyna að gera sér grein fyrir þvi, hverjar þessara smáþjóða helst eiga möguleika á að lifa áfram og með hvaöa hætti. ífjalladölum Mikið af þessum bókmenntum lýtur að harmsögu indjána i Suð- ur- og Noröur-Ameriku. Fyrir skömmu rakst ég á frásagnir danskra mannfræðinga sem höfðu fengið að dvelja i eitt ár með aruako-indjánumuppi I fjöll- um Kólumbiu. Aruakoindjánar voru áður fjölmenn þjóð og bjuggu á stóru svæði, en hafa eftir margra alda baráttu við hvita ný- lenduherra og landnema hrakist upp i afskekkta dali i Sierra Nevada fjöllum. Þar búa þeir i átta fjalladölum á um 16 þúsund ferkm.svæði.Þeireru nú um 4000 talsins. Aruakoindjánar eru vel að sér um marga hluti, þeir kunna að lesa og skrifa, þeir hafa sina skóla. Og þeir lifa óháðri sjálf- stæðri menningu, utan við sitt kólumbiska umhverfi. Þegar far- ið er að skoða hæfileika þessarar smáþjóðar til að lifa af, kemur það á daginn að helsta vopn þeirra er einangrunin. Þeir skera niður tengslin við umhverfið m.a, með þvi að búa sem mest að sinu (hafa öll matvæli sjálfir, vefa dúka i fatnað sinn osvfr.) og með þvi að sýna öðrum almenna tortryggni og hleypa helst engum inn á landsvæði sitt. Það er mjög i sama anda, að þetta fólk vill helst ekki að verið sé að skrifa um sig i blöð, allra sist i Kolumblu og vekja þar með athygli rikra áhugamanna og sérfræðinga sem eru á sifelldum þeytingi i leit að fórnardýrum fyrir kvikmynda- vélar sinar og segulbönd. Einangrun og tortryggni Danirnir máttu prófa þetta allt á sjálfum sér. Það tók drjúgan tima fyrir þá að fá leyfi til að koma inn á lönd aruakona. Þeir áttuðu sig og á því, að best var fyrir þá að búa sem mest að sinu, reyna ekki kaup og sölu við indjánana. Þá komust þeir að þvi að indjánar vildu alls ekki láta múta sér með gjöfum til hlýlegs viðmóts eða t.d. til að leyfa að af þeim væru tekn- ar myndir. Þeirra bros voru ekki til kaups. Til dæmis um vantrú arúakona á framandi fólki má nefna lausn þeirra á tannlækna- Sigaunakona i Sviþjóð: Þörfin fyrir þjóðernisfordóma. málum sinum. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að tannhirðingu væri mjög ábótavant þar I fjalla- dölum. Þeir komu sér þá saman um að skjóta saman I sjóð og senda einn indjána til næstu borg- ar að læra til tannlæknis. Aruak- onar vildu ekki eiga það á hættu að vera háðir ókunnum manni þegar þeir láta gera við tennur sinar. Frásagnir sem þessar minna á það að viss einangrun reynist lifs- nauðsyn mjög smáum þjóðum og iiklega þeim mun meiri einangr- un þvi smærri sem þjóöin er og fortið hennar ólikari þvi sem okk- ar öld allsherjarbissness vill þvinga upp á hana. Það er auðvit- að ljóst, að einnig 4000 manna indjánaþjóð uppi I fjöllum Kolumblu verður aö læra eitthvaö af þeirri þróun, ekki sist i tækni- legum efnum, sem veröur um- hverfis þá. En þá er lika spurt um það, að nýjungarnar komi til þessa fólks á þeirra eigin forsend- um (sbr. eigin skólar, eigin heilsugæslu aruakona) en ekki i formi misskilins gottgjörelsis eöa i formi þeirra þvingunar sem fylgir braski auðhringa með náttúruauðæfi, Oft mjög glæp - samlegu braski Og eru aruakonar einmitt um þessar mundir að mæta nýjum vanda: Nýlegar fréttir ségja að olla hafi fundist rétt við Sierra-Nevada fjöll og Kolumbia ætlarað leggja veg upp i fjöllin til að leita að meiri oliu. Og þaö er hætt viö þvi, aö þeir sem ryöjast fram meö oliuþef i nösum muni ekki láta sér koma til hugar aö nema staðar þegar indjánar i sinu „landamæra- þorpi” segja: Hingað og ekki lengra. Að byrja á sjálfum sér Vissir „fordómar” þessara indjána i garð framandi manna eru þeirra eðlilega nauðvörn. Fordómar meirihlutaþjóðar I garð þeirra útlendinga eöa þjóða- brota sem með henni búa eru að sjálfsögðu annars eðlis. Þeir for- dómar hafa lika vissu þjóðfélags- legu hlutverki að gegna, ef svo mætti að orði komast. En þaö hlutverk er fyrst og fremst nei- kvætt: Þaö getur verið þægilegt að hafa útlendinga eða minni- hlutahópa sem blóraböggla, hafa einhverja til að beina óánægju að og efla þá um leið sjálfumgleði meirihlutans. Við islendingar höfum til- hneigingu til að halda okkur yfir slika fordóma i garð útlendinga hafna — en sú sjálfsánægja fær ekki staðist skoðun og mætti þar um nefna sögur af útlendingaeft- irliti, vinnuveitendum og svo tali meðaljónsins um granna sina erlenda. Sviar hafa haft svipaðar hugmyndir um sjálfa sig i þessum efnum og viö — en gætu að þvi leyti orðið okkur til fyrirmyndar, að þeir hafa aukiö mjög sjálfs- gagnrýna skoðun þessara mála heima hjá sér aö undanfornu. A grundvelli þeirrar _|prsendu, aö, þótt þaö sé gott og sjálfsagt aö sýna samúö með blökkumönnum i Suður-Afrlku eða minnihlutum einhversstaöar annarsstaöar, þá skipti þaö mestu, aöallt sé i lagi i eigin húsi. Vitahringir Þessi mál eru rædd i tveim ný- legumbókum, Etniska minoritet- er I Sverige förr och nueftir Billy Ehn og Karl-Olov Arnstberg og Ivandrarproblem,sem er safnrit unnið i hópvinnu við Stokkhólms- háskóla. I fyrrnefndu bókinni er m.a. rakin ýtarl. saga sigauna i Sviþjóð — en það er næsta hörmu- legur bálkur: A sautjándu öld, t.d. voru sigaunskir karlmenn réttdræpir þar i landi skv. konunglegri tilskipan. Enn i dag er i gangi mikill vitahringur for- dóma gegn sigaunum, sem kemur t.d. fram i þvi að þeim er synjað um vinnu sem lofað heföi veriö, þegar þaö kemur i ljós hverrar ættar þeir eru. Og sá sem veröur fyrir slíku, gripur kannski til þeirrar hefndar að stela — og staðfestir þar með þá fordóma um sigauna sem þjófahyski sem vitahringurinn heldur viö. Að þvi er varðar innflytjendur, þá komast höfundar áðurnefndu bókarinnar að þeirri niöurstööu að útlendingahatur sé minnst meöal þeirra svia sem best eru menntaðir eða hafa sjálfir búiö erlendis. En samt er þaö ekki rétt, að hægt sé að útrýma for- dómum meö upplýsingastarfsemi einni saman, þótt þekking á út- lendingum og vandamálum þeirra sé I mörgum tilvikum mjög til bóta. Margir forherðast i fordómum sinum þegar reynt er að upplýsa þá um máliö. í stað þess að taka sönsum hrekjast þeir með fordóma sina yfir i laumuspil sem þeir hálfskammast sin fyrir, en þeir halda fast viö sina trú, sina fordóma, vegna þess aö þeir hafa verulegu hlutverki að gegna fyrir þá. Einn greinarhöfunda, Arne Trankell, segir að þaö skipti mestu að útrýma þeirri óvissu, öryggisleysi, bæði efnalegu og til- finningalegu, sem er gróðarstia fordómanna. Stórþjóðablygðun t þessum málum er enginn syndlaus, hvorki i austri né vestri. Einn angi vandans, sem lætur til sin heyra, ekki siður meðal stórþjóða en smárra er tregða við að ræða eigin vanda- mál, viðurkenna þau meö eölileg- um hætti. Þetta hefur mátt sjá t.d. af þvi efni sem opinberar so- véskar fréttastofur hafa dreift um matvælaástandið þar I landi. Menn vita aö þar hefur veriö kjötskortur, m.a. vegna upp- skerubrests i fyrra og þar með skorts á fóðurkorni. Auðvitað geta rússar ekki gert að þvi, þótt veðurfar spilli uppskeru þeirra, frekaren aðrir. En það er mjög á- berandi i þessum skrifum, að gjörsamlega öllum vandanum er skellt á veðurfarið (vandinn er reyndar meiri. Og til heimabrúks skrifa rússar um trassaskap við uppskeruvinnu, geymslu og flutninga osfrv.). Og I einni grein frá APN mátti ómögulega viður- kenna að það væri kjötskortur i Moskvu: Sú staðreynd að veitingahús höfðu kjötlausan dag á fimmtudögum þar i borg var út- skýrð með þvi, að þetta væri gert til þeirra hagsbóta fyrir fólkið, að það æti meiri fisk, fiskur væri svo holl fæða! Svonalagaöer meira en pólitisk viðkvæmni (þ.e. að ekki megi kenna um ávirðingum i sam- yrkjubúskap), það er alveg aug- ljóst af tali og skrifum rússa, að innflutningur á korni er þjóölegt blygðunarefni, hvað sem líður veðurfari eða öðrum afsakandi þáttum. Gullmedalia fyrir glaepi í framhaldi af þessu verður manni hugsað til athugasemda um hið mikla og hugvitssamlega bankarán sem gert var fyrir skemmstu I frönsku borginni Nice. Franskur útvarpsmaður tók það fram með ótviræöu þjóð- arstolti, aö þetta banka- rán hafi veriö sýnu umfangs- meira en Lestarránið mikla i Bretlandi 1963. Hann bætti þvi við, aö jafnvel þótt frökkum tækist ekki aö vinna margar gull- medaliur i Montreal, þá heföu þeir nú unnið gullið i kænlegum glæpum. Bretar eru að sinu leyti sagðir mjög óhressir yfir þvi aö hafa verið slegnir út á þessu sviöi og það af frökkum. Það er fátt sem menn ekki vilja nota til að sýna fram á yfirburöi sina yfir aöra. Þjóöarstolt og viö- kvæmni er tré sem ber kynlega ávexti. .í’abbi minn”, segir litill strákur, „er stærri en pabbi þinn”. Þetta er svipað meö þjóö- irnar. Ef þær eiga ekki i striöi þá heyrast a.m.k. glósur eins og þessar: Okkar ræningjar eru djarfari en ykkar. Og þeir stela meira en ykkar þjófar. Hi á ykkur... Franska lögreglan var mjög hreykin af hugviti og þekkingu þjófanna i Nice, en eins og Bern- ard Levin segir: Hvaö segir franskt þjóðarstolt ef það kæmi i Ijós, að ræningjarnir hafi verið þýskir, eða meira að segja italir? Mun ekki Nató endanlega hrynja i rúst? Arni Bergmann. Sewer line under Rue Guslavi Deloye . They crawl through tunnel to bank and break through wall into vault, movlng aside 5-ton sale. Private sale-deposil boxes are rilled tor jewels. gold ingols. money and cashier bonds 'lunch breaks’ with sandwiches, wine,' collee and sweets from picnic basket

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.