Þjóðviljinn - 15.08.1976, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.08.1976, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. ágúst 1976 Sunnudagur 15. ágúst 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Rætt við Helga Björnsson jöklafræðing um nýafstaðnar mælingatilraunir á Vatnajökli og hagnýtt gildi rafbylgjumælinga á jöklum og víðar Helgi Björnsson jöklafræöingur. Ljósm. —eik— Rafsegulorka berst sem kunnugt er i bylgjum af ýmsum lengdum. Viö getum hugsaö okk- ur bylgjulengdarkvaröa meö sjö bylgjulengdarviöum. A miöjum kvaröanum er hiö sýnilega ljós, sem mannsaugaö skynjar. Annars vegar viö miöju eru styttri bylgjur, stystir eru gammageislar, þá röntgengeislar og svo útfjálublátt ljós. Um þessi sviö ræöum við ekki frekar hér. En hins vegar viö sýnilega sviöið eru lengri bylgjur. Fyrst innrauö- ir geislar, þá örbylgjur og lengst- ar eru útvarpsbylgjur. Okkar tæki sendir út bylgjur á siðast- nefnda sviöinu. A sýnilega sviöinu eru teknar ljósmyndir bæöi úr flugvélum og gervitunglum. Myndirnar eru svart-hvitar eða i litum og hafa reynst mjög gagnlegar við t.d. gróöurfarsrannsóknir, jarðfræöi- rannsóknir o.fl. Meö tækjum sem nema inn- rauða geislun má fá mynd af hita- stigi á yfirborði jarðar, t.d. held . ég aö flest jarðhitasvæði landsins hafi verið könnuð þannig. örbylgjurnar smjúga i gegnum ský og ná nokkra sentimetra und- ir yfirborð jarðar. Bylgjulengd þeirra er frá 1 millimetra upp i tiu eöa tólf sentimetra. Þær koma að miklum notum við hafisrann- sóknir úr gervitunglum til dæmis, sýna legu israndarinnar, isrek og ismyndun. Einnig er veriö aö gera tilraunir erlendis meö aö meta vatnsmagn i snjó með örbylgjum ælingum, þykkt snjólagsins, raka og hitastig. Við fylgjumst náið með þeim tilraun- um, þar sem augljóst er aö slik vitneskja gæti komiö sér vel hér á landi, til dæmis við spár um snjóleysingar og vatnsrennsli til virkjana. Aukin vitneskja um snjómagn á hálendi gæti sparað stórfé við rekstur virkjana. Þaö eru sem sagt geysimiklir mögu- leikar fólgnir i notkun örbylgja við ýmis jarövisindi, bæði við könnun á útsendri örbylgjugeisl- un frá jörðu og i radartækni. En nóg um þaö. Þú spurðir áð- an um bæ Ingólfs. Þaö má vel vera aö þegar flogið er yfir Reykjavik með öll þessi tæki inn- anborös, geri bær Ingólfs vart viö sig, en liklegt er aö það færi fram- hjá okkur. Mælitæknin i fjarkönn- un er nefnilega langt á undan leikni manna viö aö túlka niöur- stööurnar. Menn sitja um allan heim meö fullt af upplýsingum sem tækin þeirra hafa aflaö þeim, og skilja hvorki upp né niö- ur i hvaö tækið er eiginlega að reyna aö segja þeim. Fræðilegar rannsóknir veröa þvi aö haldast i hendur við mælingarnar og menn aö gæta þess aö tækin drekki þeim ekki i pappirsstrimlum. —hm. — Tækiö er eins konar útvarps- bylgjusendir. Þaö er gert úr þremur meginhlutum, sendi, móttakara og loftneti, sem lagt er á yfirborð jökulsins. Sendirinn sendir frá sér rafsegulbylgjur sem fara með 170 metra hraöa á mikrósekúndu (miljónasti hluti úr sekúndu) I gegnum isinn i jökl- inum. Bylgjurnar berast niður á botn jökulsins, endurkastast það- an og þeytast til baka að móttak- aranum meö sama hraöa. Vega- lengdin sem bylgjan fer kemur fram á sjónvarpsskermi,og þegar tækiö er flutt úr staö á yfirboröi jökulsins skráir þaö botnferilinn á skerminn. Þannig má skrá sam- fellda þykkt jökulsins. — Er þetta i fyrsta sinn sem þykkt jökla er mæld meö raf- segulbylgjum? — Nei, alls ekki. Forsaga þess- arar feröar er sú, aö undanfarin tiu ár hafa rafsegulbylgjur veriö notaöar til aö mæla þykkt gadd- jökla, þ.e.a.s. jökla sem eru undir frostmarki áriö um kring og þvi gaddfreönir. Hins vegar höföu til- raunir til aö mæla þiöjökla á borö viö islensku jökiana, sem eru um frostmark mestan hluta árs, mis- tekist. Helst vildu menn kenna þvi um, aö rafbylgjurnar hrein- lega drukknuöu i leysingavatni þiðjöklanna og reyndu aö bæta úr þvi meö að auka styrk og tiöni rafsegulbylgjanna og stytta þar meö bylgjurnar. En þaö gekk sem sagt ekki, þótt amerikanar, rúss- ar, kanadamenn og bretar leggö- ust á eitt i áratug. Þar til i fyrra aö nokkrum bandarikjamönnum datt i hug aö lækka tiönina. Þeir lækkuöu hana niöur i 5 megariö, (miljón sveiflur á sekúndu), smiöuöu tæki sem sendi út 60 metra langar bylgjur, i staö þess aö áöur höföu menn notaö allt frá 60 upp I 600 megariöa tæki. Þegar þessar löngu rafbylgjur voru not- aöar fékkst loks greinilegt endur- varp frá botni jökulsins. Þar meö varö ljóst, aö þaö sem valdiö haföi erfiöleikunum áöur var ekki deyfing vegna leysinga- Tækjabúnaöurinn er kominn undir hliföartjald. Bak viö tjaldiö sjást loftnetin jöklinum. vatns I jöklinum, heldur höföu bylgjurnar veriö svo stuttar aö þær höföu endurkastast upp á yfirboröiö frá hverjum þeim vatnstaumi sem þær lentu á. Þvi kom samfellt krass frá tækjum sem skráöu mælingarnar, sem ekki var nokkur leið aö botna I. Meö þvi aö lengja bylgjurnar uröu þær ónæmari fyrir þessum vatnstaumum og endurköstuöust litt eöa ekki fyrr en þær komu á botn jökulsins. Þar mættu þær jarðvegi eöa vatnsboröi meö raf- eiginleika sem eru gerólíkir þvi sem er i isnum, svo aö bylgjan endurvarpast upp á yfirborðið aftur. Aö visu endurvarpast bylgjan einnig frá ýmsum lögum innan I jöklinum, svo að meö þvi aö skrá allt sem kemur upp á yfirborðiö má fá upplýsingar um þessilög jafnframt þvi sem þykkt jökulsins er mæld. Þannig má segja aö jökullinn sé gegnum- lýstur eins og sagt er þegar rönt- genmyndir eru teknar af fólki. Þaö var i fyrrahaust sem þaö spuröist að tekist heföi aö leysa þetta vandamál. Ég haföi fylgst meö þessum tilraunum i nokkur ár og fundist ansi hart aö ekki skyldi hafa tekist aö nota þessa tækniá þiðjöklum. Þvi skrifaði ég til annars þeirra sem smiðað höföu nýja tækið og baö hann aö gefa mér upplýsingar um þaö. Hann svaraöi aftur og kvaöst fús til aö gefa mér allar þær upplýs- ingar sem ég heföi áhuga á, en hins vegar ynni félagi hans hjá ákveöinni stofnun i Bandarikjun- um sem heföi ofan af fyrir sér meö framleiðslu og sölu á rann- sóknartækjum og sá væri ófáan- legur til aö gefa nokkrar upplýs- ingar nema gegn gjaldi. Hins vegar gæti ég fengiö tækið keypt. Þaö heföi kostaö miljónir, svo ég skrifaði kunningja minum I Cambridge, sem var einn helsti upphafsmaöur aö þróun þessarar tækni viö þykktarmælingar á gaddjöklum, en haföi reynt árangurslaust aö beita henni á þföjöklum. Hann og félagar hans voru strax til i að setja saman tæki og reyna á jöklum hér, gegn þvi aö Raunvísindastofnun kostaöi leiö- angurinn. Ég sótti um styrk til Visindasjóös fyrir slikan leiöang- ur og smiði eigin tækis ef tilraun- irnar tækjust vel, og fékk eina miljón. Viö fórum þvi 19. júni upp á Tungnaárjökul, unnum þar i hálf- an mánuð og héldum siðan til Grimsvatna. Eftir Tungnaár- jökulsdvölina fóru þeir Ævar, Jón og Peter Rickwood i bæinn, en nokkrir félagar úr Jöklarann- sóknarfélaginu komu og aöstoö- uöu okkur viö mælingarnar i Grimsvötnum. Þeir höföu meö sér snjóbil og auk þess fengum viö lánaöan snjóbil og bílstjóra hjá Landsvirkjun. — Urðuð þiö einhvers nýs vis- ari um landslagiö undir jöklin- um? — Já, en þetta voru frumtil- raunir, þannig aö viö völdum staöi þar sem viö vissum nokkurn veginn hvaö undir bjó. Undir Tungnaárjökli mældum viö þó allt aö 150 metra háan fjallshrygg undir 300 metra þykkum jökli og ishellan á Grimsvötnum reyndist 220 metra þykk. Nú er svo hátt i vötnunum aö undir Ishellunni er um 180 metra djúpt vatn. Auk þessa mældum viö svo eystri og vestri mörk vatnanna. — Ber aö skilja þetta svo, aö tilraunirnar hafi tekist? — Fyllilega. Viö erum mjög ánægðir með árangurinn og höf- um þegar pantað efni i tæki sem viö ætlum aö smiöa i vetur og prófa um næstu páska. Þar byggjum viö á þeirri reynslu sem viö fengum i þessari ferð, en okk- ar tæki veröur mun fullkomnara en tilraunatækið. Sama loftnet veröur fyrir sendi og móttakara en ekki sitt fyrir hvort eins og á tilraunatækinu. Niöurstööur mæl- inga fást bæöi á sveiflusjá, svipaö og á sjónvarpsskermi, og þær veröa settar beint inn á segulband svo spila megi þær inn á tölv- ur.sjónvarpsskerm eða teikna þykkt jökulsins á pappirsstrimla. Þá ætlum viö lika aö reyna aö útbúa tækin þannig aö mæla megi bæöi úr flugvél og snjóbil. tJr flugvél fengjust kort af botni jökulsins á fljótvirkan hátt. Siöan mætti kanna nánar áhugaverö svæöi úr snjóbilum. Efniö i svona tæki kostar senni- lega 3-400 þúsund krónur, en kostnaður viö smiðina gæti orðið um 4/5 hlutar af heildarkostnaöi. Þann kostnaö ber Raunvisinda- stofnun þar sem tæknimenn hennar munu setja tækiö saman. Þannig er ljóst aö styrkurinn frá Visindasjóöi mun bæöi standa undir kostnaði viö leiöangurinn i sumar og efniskaup. Þessi kostn- aöur nær raunar ekki til sveiflu- sjár, sem kaupa mætti i sam- vinnu við aöra þar sem hana má nota við fleiri tæki en þetta eina. Hún kostar liklega um 600 þúsund. Hins vegar vantar enn fé og aö- stoð til þeirra verkefna, sem biöa tækisins þegar þaö er fullgert. — Er eitthvert sáluhjálparat- riöi að vita hvernig jöröin litur út undir jöklunum? — Ég er nú hræddur um þaö. Jöklar ná yfir um 10% af landinu. Þess vegna er ærin jarðfræöileg ástæöa til aö skyggnast undir jökulfeldinn og sjá hvernig þessi hluti landsins litur út i raun og veru. Svo eru eldstöðvar undir jökl- um. Meö tækinu má kanna þær og finna nýjar. Einnig eru vatnslón undir jöklum, þaðan sem koma jökulhlaup, svo sem úr Grims- vötnum, en þau hlaup kaffæra Skeiðarársand. Meö tækinu má kanna þessi lón og finna ný. Þaö er til dæmis ekki ljóst hvaöan sum hlaup i Köldukvisl og Jökuls- á á Fjöllum koma. Þá má nefna lón undir Mýdalsjökli. Tækið þyrfti að komast sem fyrst þang- aö upp. Við Kötlugos hlýtur aö opnast fyrir vatnslón, þar sem þau gerast svo snöggt að eldgosiö getur ekki brætt is með slikum hraöa. Með tækinu má kanna, hvort vatnslón leynist stööugt undir Kötlukvos eða hvort þaö myndast aöeins nokkru fyrir gos vegna aukins jarðhita. Nú, svo hlýtur að teljast gagn- legt aö afla aukinnar þekkingar um þann vatnsforöa i jöklum, sem nota skal til raforkuvinnslu ásamt afrennsli regnvatns og grunnvatns. Ef til dæmis jökul- árnar norðan Vatnajökuls væru virkjaöar, væri þar aö mestu um aö ræöa virkjun á bræösluvatni frá jöklum, þar sem þar er um aö ræöa þurrviðrasamasta svæöi landsins. Þar ætti alls ekki aö virkja án jöklarannsókna. — En hvaö um önnur not af þessari tækni? Væri til dæmis hægt aö nota hana við fornleifa- rannsóknir? Fljúga meö tækiö yfir Reykjavik og finna bæ Ingólfs? — Góö spurning, en ég þori ekki aö svara henni beint. En ég get sagt þér, aö rafbylgjur berast vel gegn um berg, t.d. hraun, svo kannski má nota svipuö tæki til aö telja hraunlög og finna eitthvaö sem fornleifafræöingar vilja grafa upp. En fyrst þú spurðir um önnur not af þessari tækni,væri kannski rétt aö benda á, aö notkun raf- segulbylgja til alls kyns rann- sókna i og undir yfirboröi jaröar er I örri þróun, einkum eftir til- komu gervitungla. Okkar mæl- ingar voru einn angi af þessu og liklega væri gagnlegt aö sýna stutt yfirlit yfir fjarkönnunar- tækni svo fólk átti sig betur á stöðu okkar mælinga á þessu sviði. Hér hafa tækin veriö lögö á jökulinn og mælingar geta hafist. Þaö eru loftnetin sem koma j „ánd viö Grænalón. eins og stigi út frá sendinum og móttakaranum. (Jöklamyndirnar eru teknar af Helga Björnssyni). Búiö um mælitækin á snjóþotum. á Nitjánda júní sl. foru átta menn upp á Tungnaárjökul til nýstárlegra til- rauna. Markmið þeirra var að reyna að mæla þykkt jökulsins meö raf- segulbyIgjum. Þessir menn voru Helgi Björnsson jöklaf ræöingur, Ævar Jóhannesson, Jón Pétursson og Eggert Briem frá Raunvísindastofnun Háskólans,bretarnir KeithMiller, Ron Ferrari og Geraint Owen frá háskól- anum i Cambridge og ástraliumaður- inn Peter Rickwood. Til þess að fræöast um eðli þessara rannsókna og hagnýtt gildi þeirra gengumviðá fund Helga Björnssonar á Raunvísindastofnun Háskólans og spurðum hann fyrst i hverju mæli- tæknin væri fólgin og hvernig tækin vinni. Aukin vitneskja um snjómagn gæti sparað stórfé

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.