Þjóðviljinn - 20.08.1976, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.08.1976, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. ágúst 1976 Skrifið eða hringið. Sími: 17500 Eimskip reisi hvíldarheimili Nú vil ég gera þaö aö tillögu minni aö Eimskipafélagiö reisi, á sinum vegum, hvildarheimili fyrir aldraöa Dagsbrúnarmenn, í samráöi viö stjórn Dags- brúnar. Eimskipafélagiö er þaö innundir hjá borgaryfirvöldum Eeykjavikur, aö þvi ætti ekki aö veröa skotaskuld úr þvi, aö fá lóö undir siika byggingu. Þaö er alkunna, aö einhleypir eldri verkamenn eiga oft erfitt meö aö fá húsnæöi. Dæmi um það er Jónmundur nokkur Eín- arsson, verkamaöur, sem mér ersagtað starfaöhafi fjölda ára hjá Eimskip. Jónmundur er einn þeirra skipverja, sem bjargaöist af línuveiðaranum Papey, sem enskur koladallur grandaði hér undan innsigl- ingunnitil Reykjavikur. Ekki er langt siðan Jónmundur bjarg- aðist öðru sinni út úr brennandi húsi hér viö óöinsgötuna. I þeim eldsvoða fórust þrir menn, þar á meöal Dagsbrúnarverkamenn, sem störfuöu á vegum Eimskips. Nú siöaster ég frétti af Jónmundi, haföi hann, eftir mikla leit, fengið herbergi hjá eldri konu viö Freyjugötuna, en hann var svo lánssamur, aö geta komiö henni til hjálpar, er á hana var ráöist af ölóðum vesalingum. Þetta er aöeins eitt dæmi af mörgum. Þessa menn, þessa trúu þjóna, þessa traustustu hornsteina Eimskipafélags fslands, á félagiö aö taka upp á sina arma og launa þeim langa og dygga þjónustu meö þvi aö reisa fyrir þá hvfldarheimili. Og hvar ætti þetta hvildar- heimili að rlsa? A Austurbrún, I Laugarásnum i Reykjavik. Og því þar? Vegna þess aö Dags- brúnarmenn eru há-austrænir i hugsun, oröi og athöfn. Þaö veröur ánægjulegt aö sjá þá Guðmund J. Guömundsson og Óttar Möller standa hliö viö hlið og heilsa upp á hina sönnu bjargvætti Eimskips. Og svo'er það hiö margfræga spíramál. Þessi dýrindis- mjööur, sem hefur veriö fljót- andi á misjöfnu dýpi meðfram suöurströndinni, allt frá Port- landi, með viökomu h já Gróttu- baujunni og aö innsiglingu Reykjavikurhafnar. Þaö er ekki nema von aö hafnarstjórn Reykjavikur vilji hafa dauöa- pyttinn vel opinn, þegar vænta má sliks reka inn 1 höfnina. Hannes Hafstein, framkvæmdastj. Slysavarnar- fél. Islands, Gunnar Friðriksson, formaður Slysa- varnarfél. tsiands, Þórhallur Hálfdánarson, formaöur sjóslysanefndar. Þiö hafiö allir hiö fegursta útsýni úr gluggum ykkar I húsi Slysavarnarfélags- Dagsbrúnarverkamenn ins. Hve lengi ætliö þiö að horfa á dauðapytt Reykjavíkurhafnar ánþess að loka höfninni? Þaöer ekki nóg aö koma viö og viö fram fyrir alþjóö sem steink- aöar brúöur á sjónvarpsskerm- inum og ræöa umbætur I slysa- varnarmálum. Þiö eigiö aö gangast fyrir þvi, aö höfninni sé lokaö. Þiö eruö heiöursmenn. Ég þekki ykkur alla persónu- lega. Mannorö ykkar og heiöur er I veöi. Þiö megiö ekki iáta þaðbrotna niður. Þiö hafiöallir unniö gott starf aö slysavarnar- málum, en þið þurfið aö láta meira aö ykkur kveöa á næstu grösum viö daglegan vinnustaö ykkar. Þetta er mælt til ykkar með fullri vinsemd. Má ég bregöa upp fyrir ykkur einu dæmi úr lifinu eins ogþað er? Maöur gengur á reka út viö Gróttuvita. Finnur spírabrúsa, sem varpað hefur veriö fyrir borö e.t.v. eins af Eimskipa- félagsskipunum, skipunum minum og skipunum þinum. Maöurinn neytir innihaldsins, rambaryfir að skemmum Eim- skips, sér eitt af skipum félagsins, kannski nýkomiö frá Hollandi, Hamborg eöa Banda- rikjunum.þar sem „allt” er falt á frjálsum markaöi. Hann þvælist um borö I skipiö, spyrjandi: „Áttu ekki eina flösku handa mér? Attu ekki einn bjór handa mér? Eftir einn eöa tvo daga má heyra i útvarpi, sjónvarpi og lesa i blöð- unum: „Jón Jónsson fór aö heiman frá sér kl. 23.15 s.l. föstudag, klæddur venjulegum vinnufötum. Siöast er til hans sást, varhann staddur i (hinum eða þessum Fossinum). Síöan hefur ekkert til hans spurst”. Eftir nokkra daga finnst lfk á floti fyrir framan skemmur Áhugi á búnaðar- námi fer vaxandi Eimskips. Gesturinn, Jón Jóns- son, hafði þá falliö i höfnina, er hann fór frá boröi. Enginn sjónarvottur aö slysinu. Forstjóri, finnst þér ekki timi til þess kominn aö loka höfn- unum? Þar getur þú, með þinni sterku aöstööu, haft mikil áhrif, ef þú vilt beita þér. Ég lætsvoaö lokum fylgjahér sakavottorð fyrir sjálfan mig, eftir tæpa 34 ára veru á sjónum. En þaö litur þannig út: Rikissaksóknari: „Markús B. Þorgeirsson, fæddur 14. ágúst 1924 i Hafnarfiröi, hefur hvorici sætt refsingu né öörum viður- lögum svo kunnugt sé. Þetta vottast samkvæmt sakaskrá rikisins. Skrifstofa rikissaksóknara, Reykjavik, 6. júni, 1976, Guömundur Arnfinnsson.sign.” Markús B. Þorgeirsson. Vopnaf jöröur 90% aflans er stórfiskur — Heyskapartfö hefur lengst af verið mjög hagstæö hér I sumar, sagöi Gisli Jónsson á Vopnafiröi i viötali viö biaöiö s.l. miðvikudag. — Hygg ég aö flestir bændur hafi nú lokið heyskap en hinir langt komnir. Spretta var góð og hey hafa ekki hrakist. Bænd- ur ættu þvi að vera all vel undir veturinn búnir hvað heyfóður snertir. Sjávaraflinn hefur hinsvegar verið frekar tregur. Smábát- arnir hafa aflað báglega og tog- arinn Brettingur hefur einnig fiskað fremur litið. Hann kom inn i fyrradag með 70 lestir en það má hinsvegar til tiðinda telja, að 90% af þeim afla var stórfiskur. Togarinn fékk þenn- an afla á Héraðsfióa og Sléttu- grunni. Nýlega var flutt I fyrstu verkamannabústaðina af sex raðhúsum, sem hér eru i bygg- ingu og eru þetta fyrstu húsin, sem hér eru byggð samkvæmt lögum um verkamannabústaöi. Þá eru og hér i byggingu 15 hús á vegum einstaklinga og grunnar hafa verið steyptir undir hús fyrir heilsugæslustöð og elliheimili. Er að þvi stefnt að þær byggingar komist undir þak i haust. Þegar allt kemur til alls þá hygg ég að segja megi að byggingaframkvæmdir séu hér með mesta móti. Nokkuð er unnið að gatna- gerðarframkvæmdum. Er verið að skipta um jarðveg i Kol- beinsgötu og er oliumölin, sem lögð verður á götuna, blönduð á Reyðarfirði. —mhg — Skólinn hér veröur fuil- skipaöur á komandi vetri. Viö getum ekki tekiöá móti nema 40 nemendum til vetrardvalar, en rúm þyrfti aö vera fyrir all- miklu fleiri, ef unnt ætti aö vera aö veita öilum þeim viötöku, sem um skólavist sækja. Þaö viröist nú, á siöari árum, vera váxandi áhugi hjá ungu fóiki á búnaöarnámi og á það raunar ekkert siöur viö um konur en karla. Svo fórust Haraldi Arnasyni, skólastjóra bændaskólans á Hólum I Hjaltadal orö, er blaðiö ræddi við hann á þriöjudaginn var. — Hér verður nú sú breyting á kennaraliöi skólans, aö Arni Björn Haraldssrai, sem m.a. hefur kennt hér vélfræöi aö undanförnu, lætur nú af þvi starfi. Hefur hann flutt til Kenya og starfar þar á vegum Sameinuðu þjóöanna næstu tvö ára.m.k. Égveit ekki tilþess aö enn hafi verið ráöinn maöur I starf Arna hér en eitthvaö af umsóknum mun iiggja fyrir hjá lan dbún aöarrá ðuneytin u. Engar byggingafra m- kvæmdir hafa veriö hér á Hólum I sumar, viðkomandi skólanum eða starfsemi hans. Hinsvegar er hér I byggingu barnaskólahús fyrir Hóla- og Viövikurhreppa. Á skólinn aö vera fyrir börn 11 ára og yngri. Þessari byggingu miðar þó ákaflega hægt og er þetta þriöja sumariö, sem aö henni er unniö. Mjög er þó taliö tvisýnt aö unnt veröi aöhefja kennslu I húsinu i haust. Lltið gerist 1 hitaveitu- málunum hér á staðnum, þótt ráöagerðir um þær athuganir séu búnar aö vera all lengi á döfinni. A sin um tima fóru fram athugnir yfir hjá Kálfsstööum og hér i túninu á Hólum en þær báru ekki árangur. Beindust þá augu manna eölilega aö Reykjum i Hjaltadal, en þar er verulegur jarðhiti. Síðasta loforö Orkustofnunar var aö staðsetja þar borholu, eftir mælingum, sem geröar yröu, fyrst á Reykjum og svo þar útfrá. Veit ég ekki betur en ætlunin hafi veriö aö ljúka þvi verki i sumar. Jaröhitaleitar- menn frá Orkustofnun hafa veriö á ferli hér I Skagafiröi I sumar, bæöi viö Hofsós, úti i Fljótum og e.t.v. viðar, en hér hafa þeir ekki sést ennþá. Viö leggjum hinsvegar kapp á aö þessarathuganirgetifariö fram i sumar og borun þá hafist að sumri. Hólahátiðin svo nefnda, sem Hólafélagiö stendur árlega fyrir, var haldin hér um siöustu helgi og var fjölmenn. Jafn- framt var haldinn aöalfundur Hólafélagsins. Sr. Arni Sigurös- son, sóknarprestur á Blönduósi, sem veriö hefur formaöur Hóla- félagsins að unanförnu, var endurkosinn i það starf. Sr. Björn Björnsson, sem verið hefur dómkirkjuprestur á Hólum um margra ára skeiö og jafnframt prófastur I Skaga- fjaröarpróf astsdæmi, viö miklar og almennar vinsældir, hefur nú látið af þvi starfi. Hefúr þaö verið auglýst laust til umsóknar en ekki er mér kunn- ugt um að neinn hafi sótt um dómkirkjuprestsstarfiö, enn sem komiö er. — mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.