Þjóðviljinn - 20.08.1976, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 20.08.1976, Blaðsíða 11
Föstudagur 20. ágúst 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Titillinn kominn í höfn hjá Vals- mönnum Staðan eftir hinn óopinbera úr- slitaleik i gærkvöldi: Valur Fram 15 9 5 1 43:14 15 9 4 2 27:16 23 22 Hvort toppliðanna á eftir einn leik. Valur á auðveida viðureign eftir við Þrótt,og verður að telja nær öruggt að sá leikur vinnist á verulegra átaka. Framarar leika hins vegar gegn Breiðabliki og getur þar allt gerst. Má þvf segja að titillinn sé svo gott sem kominn I höfn hjá Valsmönnum sem svo sannarlega hafa lika vel til hans unnið i sumar með frábærri frammistöðu sinni. Mikil forföll í lands- liðinu Það verður ekki annað sagt en að forföll I landsliðinu sem mætir Luxemborg á morgun séu mikil. Þeir voru enda ekki sérlega kátir landsliðs- nefndarmenn þegar þeir voru að berja saman liðið og óvænt forföll Matthiasar Hallgrims- sonar urðu siðan til þess að kóróna allt saman. Tilkynning um að hann hefði fengið matareitrun og lægi veikur i Sviþjóð barst i gær en áður hafði fengist á hreint að atvinnumennirnir Marteinn Geirsson, Jóhannes Eðvalds- son, Ásgeir Sigurvinsson, Stefán Halldórsson og Elmar Geirsson yrðu ekki með. Af öðrum forföllum má nefna Sigurð Dagsson, Gisla Torfa- son, Ottó Guömundsson o.fl. Landsliðið sem Tony Knapp og félagar hans hafa stillt upp er þannig skipað: Markveröir: Arni Stefánsson Þorsteinn ólafsson Aðrir leikmenn: Ólafur Sigurvinsson ÍBV Jón Pétursson Fram Jón Gunnlaugsson 1A Viðar Halldórsson FH Guðgeir Leifsson Charleroi Ingi Björn Albertsson Val Ásgeir Eliasson Fram Arni Sveinsson 1A Teitur Þórðarson 1A Guðmundur Þorbjörnsson Val Halldór Björnsson KR Vilhjálmur Kjartansson Val RUnar Gislason Val Hinrik Þórhallsson Breiða- bliki Einar Þórhallsson Breiðabliki Þá var það Sigurbergur Sig- steinsson sem fékk háan bolta fyrir markið upp úr innkasti. Hann stökk hærra en varnarmenn Vals og sendi boltann með gull- fallegri kollspyrnu efet i mark- hornið nær, rétt undir þverslá og Siguröur Dagsson hafði engin tök á að verja. Staðan var 1-1, spennan i há- marki og áfram barist af dd- móði. Fyrir hlé urðu mörkin ekki fleiri, Fram sótti undan vindinum og reyndi ákaft að ná fórystu, en án árangurs. 1 siðari hálfleik snérist dæmið til að byrja með algjörlega við. Nú var það Valur sem sótti án af- láts en hinum rómuðu sóknar- mönnum þeirra tókst þó ekki að skapa sér veruleg tækifæri. Framarar náðusér á strik smám saman og á 25. min. kom mikil hætta við mark Vals. Upp úr þungri sóknarlotu myndaðist mikil þvaga við mark Vals. Pétur Ormslev skaut föstu skoti að marki sem stefndi rak- leiðis i markiðen Asgeir Eliasson samherji hans var svo óheppinn að lenda fyrir boltanum og bjarga þannig á á vitlausri marklinu! Boltinn hri3ck út til Rúnars Gisla- sonar sem skaut aftur aö marki Sigurbergur Sigsteinsson skoraði eina mark Fram með hörkufallegum skallabolta úr nákvæmlega sömu aðstöðu og á þessari mynd, en hér vantaði hann hársbreidd I að ná til boltans. Mynd: —gsp Hörkuleikur á rennandi blautum Laugardalsvellinum Umdeilt mark Valsara færði þeim jafnteflið Framarar áttu hörkuskot í stöng og annað sem Asgeir Elíasson varði á marklínu Valsara!! 1 hörkuleik I gærkvöldi skildu Fram og Valur jöfn 1-1. Um fjögurþúsund áhorfendur fylgd- ust með þessum óopinbera úr- slitaleik mótsins og voru ekki sviknir, þvi allan tlmann var botnlaus barátta I algleymingi og sannkölluö úrslitastemmning á vellinum Framarar voru svo sannarlega óheppnir að ganga ekki meö sigur af hólmi i leiknum. Þeir fengu á sig kolólög- legt mark fyrir það fyrsta og þar fyrir utan voru þeir óheppnir að skora ekki upp úr þungri pressu i siðari hálfleik sem endaði með hörkuskoti Rúnars Gislasonar i markstöngina. Mörg önnur tæki- færi áttu bæði liðin, Framarar klúðruðu sinum á margvfslegan hátt en skot Valsara stöðvaði Árni Stefánsson meistaralega hvað eftir annað og átti hann sann- kallaðan stórleik i markinu. En leikurinn var harður. Þor- varður Björnsson dómari átti i hinum mestu erfiðleikum og missti eiginlega tök á leiknum fljótlega. Harkan magnaöist svo er á leið og rennandi biautur og gljúpur völlurinn var heldur ekki til þess aö draga úr öllum árekstrunum og sparkinu. Leikurinn var fullur af fjöri frá fyrstu mihútu til hinnar siðustu. Framan af mátti að vfeu merkja að taugaspenna leikmanna var þrúgandi en tækifærin létu ekki á sér standa. Fyrsta markið kom Víkingur sigraði FH í daufum leik þó ekki fyrr en á 20. minútu og það var heldur betur umdeilt. Hornspyrna var dæmd á Fram frá hægri. Albert Guðmundsson tók spyrnuna og um leið og hann skaut eða jafnvel sekúndubrotí siðar flautaði dómarinn. Boltinn flaug beint til Ásgeirs Eliassonar sem drap hann... og hætti svo. Eini maðurinn sem hélt áfram var Ingi Björn sem óö að bolt- anum og skaut föstu og óvæntu skoti að marki. Enginn gerði til- raun til varnar nema Arni mark- vörðursem fleygði sér, en of seint, og dómarinn dæmdi markiö lög- legt. Sannarlega klaufalegt atvik. Vafalaust hefur dómarinn verið að flauta til merkis um aö i lagi væri að taka hornspyrnuna en flautið kom of seint og var i meira lagi villandi. En staðan var 1-0 og Valsmenn fögnuöu ákaflega. Framarar misstu þó ekki móðinn, sóttu af kappi undan vindinum og upp- skáru kærkomið mark á 35. mlnútu. Vfkingur sigraði FH i gærkvöldi I bragðdaufum leik með tveimur mörkum gegu einu. 1 leikhléi var staðan 1-0 eftir mark Gunnlaugs Kristfinnssonar úr vitaspyrnu sem dæmd var á FH eftir að Óskari Tómassyni hafði verið brugðið innan vitateigs. Fleiri urðu mörkin ekki fyrir hlé en I siðari hálfleik skoraði hvort liðið eitt mark. Jóhannes Bárðarson skoraði 2-0 á 87. minútu og á 88. minútu minnkaði Helgi Ragnarsson muninn i 2-1. Leikurinn var nokkuð harður og fengu þrir menn að sjá gula spjaldið. Það voru þeir Viðar Halldórsson, Logi ólafsson og Ragnar Gislason Vikingi, sem þar með fékk sina þriðju áminn- ingu og fer þvi i leikbann. Veöur i Kaplakrikanum i gær- kvöldi var fremur slæmt, hliöar- strekkingur og völlurinn blautur eftir undangengnar rigningar. —gsp- Landsliðsvalið umdeilt Eins og alltaf eru menn ekki á eitt sáttir með val lands- liðsins. A stuttum blaöa- mannafundi i gær var liðið til- kynnLog vekur athygli að t.d. skuli Trausti Haraldsson, hinn stórsn jalli bakvörður Framara.ekki valinn á meðan aðrir leikmenn sem litið hafa sýnt undanfarið eru teknir inn i landsliðsvörnina. Trausti hefur vaxið með hverjum leik undanfarið.og er varla vafi á að hann er okkar langbesti bakvörður þessa dagana. Margt fleiri höfðu menn að athuga við valið á landsliöinu og sýndist sitt hver jum eins og ævinlega. Hitt er þó vist og verður að takast með i reikn- inginn.að Knapp hefur skoðað fjölda leikmanna i sumar, og til greina koma i landsliðið fleiri menn en nokkru sinni fyrr. —gsp. þrumuskoti en nú var það mark- stöngin sem kom Valsmönnum til bjargar. Eftir þetta voru það Framarar sem aftur tóku völd leiksins aö mestu I sinar hendur. en úrslitin urðu engu að siður ekki umflúin. Jafntefli var nokkuð sem Valur gat vel sætt sig við og var enda leikiðaf skynsemi og leikreynslu upp á að halda þvi stigi sem blasti við. Hjá Fram bar langmest á þeim Rúnari Gislasyni og Trausta Har- aldssyni, þeim sivaxandi bak- verði. Ekki ma heldur gleyma stórgóðum leik Arna Stefáns- sonar I markinu. Valsmenn komu nokkuö áþekkir frá þessari viðureign. Vörnin var þó sá hluti liösins sem meira var i sviðsljósinu og þar er helst að geta Magnúsar Bergs sem var sannkallaður vinnu- þjarkur I leiknum og hljóp um eins og þindarlaus. Dómari var eins og áöur segir Þorvarður Björnsson.og áttihann i nokkrum erfiöleikum með þennan mikla baráttuleik. Enginn fékk gula spjaldið. —gsp. A ýmsu gekk í 3. deildinni Þrir fyrstu leikirnir i úrslita- keppni 3. deildar fóru fram á Akureyri i gærkvöld. I A-riðli mættust fyrst Afturelding og Vikingur Ólafsvik og urðu úrslit þau að Afturelding sigraði með fjórum mörkum gegn einu. Mark- varslan var ekki upp á marga fiska og skoraöi Afturelding þrjú marka sinna i fyrri hálfleik á meðan liðið lék undan allsterku roki. 1 siðari hálfleik skoraði hvort liðið eitt mark. Næst léku i A-riðli KS frá Siglu- firði og Þróttur Neskaupstað. Siglfirðingar sigruðu nokkuð óvænt með tveggja marka mun, 3-1 og skoruðu þeir öll mörk sin undan vindinum i fyrri hálfleik. í leikhléi lægði skyndilega og datt á dúnalogn. Þrottarar höfðu þvi ekki vindinn i bakiö og skoruöu aöeins eitt mark sem dugði skammt. Siðasti leikur kvöldsins var á milli Fylkis og Leiknis frá Fáskrúðsfirði. Þar var ekkert mark skorað en i fyrri hálfleik voru það Leiknismenn sem öllu frekar höföu frumkvæðið án þess þó að skapa sér verulega hættuleg tækifæri. Eftir hlé snerist dæmiö viö. Fylkir sótti af miklum þunga ög hvert tækifærið rak annað. Meðal annars áttu reykvikingarnir eitt skot i þverslá og annað i stöng auk þess sem tvisvar var bjargað á marklínu. En i netið vildi bolt- inn ekki og úrslitin 0-0 urðu ekki umflúin. I kvöld fara einnig fram þrir leikir. Vikingur Olafsvik og Þróttur Neskaupstaö leika klukkan 16.00, Afturelding og KS i sama riðli kl. 17.45 og Reynir Fylkir leika I B-riðli kl. 19.00. -gsp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.