Þjóðviljinn - 20.08.1976, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.08.1976, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. ágúst 1976 TONY KNAPP LANDSLIÐSÞJALFARI: „Endalausir erfiðleikar með undirbúning lands- liðsins fyrir HM-leikina” Nú styttist óðfluga í leiki íslenska knatt- spyrnulandsliðsins í Heimsmeistara- keppninni, en þeir eru gegn hollendingum og belgum hér á Laugar- dalsvelli í byrjun september. Um undir- búning íslenska lands- liðsins hefur mikið verið rætt og ritað og er ekki nema von að margur sé uggandi yfir því, hve illa hefur gengið að ná íslenska liðinu saman til æfinga. Þjv. ræddi við Tony Knapp landsliðsein- vald í gær og mátti heyra að hann var sjálfur allt annað en hrifinn af því hvernig til hefur tekist í sumar. Viö byrjuöum á þvi aö ræöa um þá ákvöröun landsliös- nefndar aö kalla ekki á blaöa- mann til fundar viö sig er til- kynnt var um fyrirhugaöan landsleik gegn Luxemborg, sem fer fram á morgun. — Þaö er einföld skýring á þvi, sagði Knapp. — Okkur fannst tilgangslaust að kalla saman blaðamenn á fund þar sem ekki einu sinni væri hægt að tilkynna hvernig landsliðið yrði skipað. Blaðamenn geta alls ekki ætlasttil þessaðviö veljum landslið áður en f jórir eöa fimm deildarleikir eiga eftir aö fara fram. I þessari viku hefur veriö leikiö hvert einasta kvöld og i kvöld munu Fram og Valur leika saman hörkuleik þar sem Leikirnir gegn Southampton og Luxembourg nýtast illa þar sem ekki tókst að ná toppmönnunum öllum saman margir landsliösmenn veröa i baráttunni og aldrei aö vita hverjir meiöast. Þess vegna treystum viö okkur einfaldl. ekki tii þess aö velja landsliðið fyrr en aö þeim leik loknum. Þá liggur ljóst fyrir hvort einhverjir meiðast o.s.frv. Auövitað höfum við nú þegar okkar hugmyndir um hvernig liðið veröur skipaö en það væri fáránlegt að tilkynna þaö meö löngum fyrirvara þegar leikiö er i 1. deild hvert einasta kvöld. Nýtist ekki sem skyldi Fyrir þennan landsleik gegn Luxemborg hafa aðstæður verið ákaflega erfiðar. Enginn timi er til þess aö kalla leikmennina saman vegna þess hve þeir eru önnum kafnir i deildakeppninni og þvi er ekki að neita að þessi Iandsleikur nýtist ekki eins vel og skyldi. Þegar þessi leikur var ákveöinn var hann ákaflega mikilvægur fyrir okkur. Þá vissum við ekki af neinum leikjum landsliðsins á milli Finnlandsleiksins I sumar og svo hins vegar HM-leikjanna i haust. Leikirnir tveir gegn Southampton bættust síðan óvænt við og þess vegna þurftum viö ekki að treysta á þennan eina landsieik gegn Luxemborg. Engin samæfing toppliðsins Meiningin var þó alltaf sú aö geta teflt fram á móti Luxem- borgurum okkar sterkasta landsliði með alla atvinnu- mennina i broddi fylkingar. Þeir hafa hins vegar ekki fengist lausir, hvorki gegn Southampton né Luxemborg og þess vegna verður það að viöur- kennast að mikilvægi þessara leikja er ekki eins mikið og i upphafi var ráðgert. íslenska iandsliðið hefði fengið stórkostlegan undir- búning ef okkur hefði tekist að ná mannskapnum i alla þessa þrjá leiki. Nú er hins vegar ljóst að þeir fá enga samæfingu fyrir Hollandsleikinn og auðvitað er þaö hrikaleg staðreynd fyrir alla aðila. En þú mátt svo sannarlega trúa þvi að allt hefur verið reynt til að ná atvinnumönnunum heim. KSI hefur eytt miklum tima og peningum i simtöl og skeytasendingar til þess að reyna að ná samningum viö félagsliö þessara drengja. — Svo landsleikurinn gegn Luxemborg hefur þá enga þýðingu fyrir undirbúninginn undir HM-leikina? — Ja... við getum sagt að þessi leikur sé ákveöið vanda- mál fyrir okkur. Nei, hann missir að vissu leyti marks vegna þess að svona marga menn vantar en ég vil þó ekki segja að hann sé með öllu til- ‘ gangslaus. Við getum reynt unga leikmenn i stað atvinnu- mannanna og ef þeir bregðast siðan i haust einhverra hluta vegna verður auðvelt aö kippa mönnum inn i stað þeirra. Eftir leikina gegn Southampton og Luxemborg eigum viö marga góða stráka sem fengið hafa nokkra reynslu i að leika gegn sterkum liðum og þaö verður ekki annað sagt en að breiddin i landsliðinu aukist verulega vegna þessara leikja. Og breiddin er lika mikilvæg. Það er aldrei að vita nema atvinnumennirnir meiðist skömmu fyrir landsleikina eða komist ekki einhverra hluta vegna og þá er meira en litiö mikilvægt að geta gripið til annarra manna sem einhverja reynsiu hafa. En hinu neita ég ekki að ég vona af heilum hug aö engin forföll verði hjá atvinnu- mönnum okkar i haust. Það hreinlega má ekki koma fyrir. Tony Knapp — hvergi banginn þrátt fyrir slæman vinnufriö i sumar Fjör að færast í útihandboltann: Tveir úrslita- Búbbi kemur nokkrum klst. fyrir leik! — Nú iiggur ljóst fyrir að undirbúningur landsliðsins okkar hefur i sumar verið afar litill, ekki sist vegna þess að ekki tókst að ná atvinnu- mönnunum heim fyrir æfinga- leikina. En hvernig verður er. Þessi staðreynd hefur veriö borðleggjandi i langan tima en ennþá hefur ekkert gerst i þá áttina aö breyta til. Landsliðið er látið sitja allt um of á hakan- um og á meðan veröur ekki ætl- ast til þess að framfarir eigi sér stað. Tók miklaáhættu — Þú hlýtur þá að vera von- svikinn með vinnuaðstööuna I sumar? — Já, ég varð svo sannarlega fyrir vonbrigðum. Þú veist það t.d. vel sjálfur aö ég tók mjög mikla áhættu þegar ég ákvaö að koma aftur hingað til Islands og þjálfa landsliðið. Eftir góðan árangur i fyrra bárust mér góð atvinnutilboð, t.d. frá Noregi en ég hafnaöi þeim og vildi koma hingað eitt ár til viðbótar. Þá vissi ég lika að fyrir mig væri geysilega mikilvægt að ná góðum árangri á ný. Það var þvi mikilvægt, bæði fyrir mig persónulega og að sjálfsögðu fyrir árangur lands- liösins að við fengjum þokka- legan vinnufrið og aðstöðu. I Raunin varð hins vegar önnur og i sumar hafa aðstæður verið erfiöari en nokkru sinni fyrr. Nú erleikið nánastá hverju kvöldi i staö þess aö i fyrra var leikið mest megnis um helgar og svo kannski einn dag i miðri viku. Ég veit hins vegar ekki hvort hægt sé að saka einhvern ákveðinn aðila um hvernig til tókst i sumar. Eftir fjölgun i 1. deild Var ljóst að leikjadag- skráin yrði ströng, en þetta vandamál verður að kryfja til mergjar tafarlaust og finna viðunandi lausn á. leikir í kvöld Valur og FH bítast i B-riðli en ÍR og Haukar í A-riðli Eftir þrjá leiki í islands- mótinu I handknattleik utanhúss sem fram fóru í fyrrakvöld hefur heldur betur færst fjör í mótið. I kvöld fara fram síðustu leikirnir í riðlunum og á sunnudag verða úrslita- leikirnir sjálfir á dagskrá. En I kvöld má þó segja að tveir úrslitaleikir verði háðir. I B-riöli mætast Valur og FH i siöasta leik riðilsins og er þar um hreinan úr- slitaleik að ræða þvi bæði liðin hafa hlotið 6 stig og hafa saman forystuna i B-riðli. Sá leikur verö- ur vafalaust eldfjörugur, en bæði liðin eru taplaus i mótinu til þessa. I A-riöli mætast liö 1R og Hauka. Haukar verða að sigra til þess að komast jafnhliða 1R i stigum og markatalan er einnig hnlfjöfn þannig að ekki má á milli sjá hvort liðið kemst áfram ef markahlutfallið verður látið ráða. Þriðji leikurinn i kvöld er á milli Vikings og Gróttu. Staöan f mótinu eftir leikina þrjá á miövikudag er þessi: Vikingur —HK 27:16 Armann —Þróttur 22:18 Haukar — Grótta 21:16 Staöan I A-riðli: IR 3 3 0 0 60-48 6 Haukar 3 2 0 1 61-47 4 Víkingur 3 2 0 1 63-54 4 Grótta 3 1 0 2 48-55 2 HK 4 0 0 4 63-91 0 Staöan i B-riðli: Valur 3 3 0 0 69-38 6 FH 3 3 0 0 79-56 6 Armann 4 1 1 2 66-84 3 KR 4 0 2 2 79-92 2 Þróttur 4 0 1 3 73-96 1 Markahæstu menn mótsins: Sigurgeir Marteinsson Haukum 23 Stefán Halldórsson HK 22 Arni Indriðason Gróttu 18 Bjarni Jónsson Þrótti 18 Gunnar Arnason Þrótti 16 Konráð Jónsson Þrótti 18 Þorbergur Aðalsteinsson Víkingi 18 Hilmar Björnsson KR 16 Jón Hauksson Haukum 16 Brynjólfur Markússon IR 15 y /° ” I kvöld hefst fyrsti leikur klukkan 18.00 og er dagskráin þannig: A-riðill: Grótta:Vikingur A: riðill: IR:Haukar B: riðill: Valur:FH málum háttað fyrir leikinn gegn Hollandi, veröur fariö I æfinga- búöir meö allt liöiö I nokkra daga? Já, það stendur til að komast á Laugarvatn i 2 daga fyrir leikinn. Þar verða þó ekki allir mennirnir þvi Jóhannes Eðvaldsson kemur t.d. ekki fyrr en á sunnudeginum og aöeins þremur eða fjórum klukku- stundum áöur en leikurinn hefst! Hann á erfiðan leik gegn Glasgow Rangers daginn áður en viö vonumst þó til þess að sjá hann friskan á sunnudeginum. En þú sérö að þetta verður ákaf- lega erfitt allt saman. —- Hefur kannski veriö haldiö illa á málunum hjá KSt i sumar i sambundi viö niöurrööun leikja og annaö þess háttar? — Min skoðun er sú, að hvaö landsliðið snertir hafi aldrei veriö unnið af alvöru. Hér er deildakeppnin nefnilega ævin- lega höfð i fyrirrúmi og þarfir hennar látnar hafa forgang. Ef menn vilja hins vegar sjá fram- farir hjá landsliðinu verður að snúa dæminu við og láta það hafa miklu meiri forgang en nú —gsp Alls ekki kvíðinn — Þér list þá litiö á leikina I haust i Heimsmeistara- keppninni? — Með hliðsjón af undir- búningi er erfitt að vera bjart- sýnn. En samfara reynslu i starfi þjálfara og stjórnanda knattspyrnuliðs lærist smám saman að lita á hlutina jákvæðum augum og þegar út i bardagann gegn hollendingum er komið veröur allt það sem við höfum rætt um hér gleymt og grafið. Manni lærist að taka þvi sem að höndum ber og það vantar mikið upp á að ég kviði á einhvern hátt þeim leikjum sem framundan eru. Okkur vantaði I sumar sár- lega meiri tima til æfinga en hann fékkst ekki og við þvi veröurekkertgerthéðan af. Nú þarf bara að haga seglum eftir vindi og ganga hugaðir til leiks. Ef ég fæ alla mina menn og þarf ekki að kyngja frekari forföilum atvinnumannanna verður ekkert til þess að angra mig i þessum tveimur leikjum. —gsp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.