Þjóðviljinn - 20.08.1976, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.08.1976, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. ágúst 1976 óskast til starfa allan daginn. Góð vélrit- unar- og islenskukunnátta nauðsynleg. Málakunnátta æskileg. Umsóknir sendist skrifstofu ráðuneytisins fyrir 24. þ.m. 16. ágúst 1976. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið. ORKUSTOFNUN • ^-1 óskar að ráða Rannsóknarmann konu eða karl á rannsóknarstofu sina i Keldnaholti. Stúdentspróf eða sambærileg menntun æskileg. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf óskast sendar Orkustofnun, Laugavegi 116, fyrir 25. ágúst næstkomandi. Orkustofnun _ Tónlistarkennara vantar við Tónlistarskóla Vestmannaeyja á komandi vetri. Aðalverkefni blásturs- hljóðfæri. Einnig æskilegt að umsækjandi geti tekið að sér samkór Vestmannaeyja. Upplýsingar simi 98-2551, umsókn sendist Tónlistarskóla Vestmannaeyja. ^’Blómabúðin MÍRA Suðurveri við Stigahlið 45—47, simi 82430 Miðbæ við Háaleitisbraut simi 83590 Blóm og gjafavörur i úrvali ATVINNA Fólk vant saumaskap óskast nú þegar eða um næstu mánaðamót. Upplýsingar á skrifstofunni, Skúlagötu 51. Verksmiðjan Max hf Sjóklæðagerðin hf. Síðasta vika útsölunnar Ldtiö ekki veröbólguúlfinn gleypa peningana ykkar i dýr. tiöinni. Allar vörur verslunarinnar seldar meö miklum cf- slætti. Allt nýjar og fallegar vörur á litlu börnin. Barnafataverslunin Rauðhetta Iönaöarmannahúsinu Hallveigarstig 1. $ ÚTBOÐ 51 Tilboö óskast I 9 stk. dreifispenna fyrir Rafmagnsveitu Reykjavikur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, R. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriöjudaginn 28. sept- ember 1976, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBOíýGAF Fr'kirkjuveoi 3 — Sími 25800 Myndin er tekin austur yfir Lagarfoss f átt aö stöövarhúsinu. Inntaksvirki ber i stöövarhúsiö til hægri. Langa húsiö uppi á brekkunni t.v. er starfsmannahús, sem ekki er ætlaö aö standa til langframa. (Ljósm. Grétar Grimsson). Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Austurlands haldinn á Hallormsstað um helgina Rætt um Lagarfljót, rannsóknir og vatnsmiðlun Laugardaginn 21. ágúst n.k. hefst á Hallormsstað aðalfundur Náttúru- verndarsamtaka Austur- lands og verður aðalmál fundarins Lagarfljóts- virkjun og vistfræðirann- sóknir vegna 2. áfanga virkjunarinnar. Hefur Náttúruverndarráð og Lagarf Ijótsnefnd heima- manna sett ákveðin skil- yrði um hámarksmiðlun. Fjölbreytt dagskrá aðal- fundar Eins og undanfarin ár veröur dagskrá aðalfundar allfjölbreytt meö fræösluerindum og náttúru- skoðun. Fundurinn verður hald- inn i sumarhótelinu á Hallorms- staö, þar sem til reiöu er öll að- staöa og gisting, einnig svefn- pokapláss. Vert er að minna á, að menn geta tekið þátt i einstökum atriðum fundarins eftir aðstæöum og gestir eru velkomnir. Gert er ráð fyrir dagskrá þann- ig: Laugardagur, 21. ágúst. Náttúruskoðun og kvöldvaka. Kl. 8.30 Ferð að Hengifossi fyrir árrisula. Kl. 13.30 Ferð um Hallorms- stáöaskóg og nágrenni meö leiö- sögn skógarvarðar. Kl. 20.30 Kvöldvaka, öllum op- in. Erindi og litskyggnur: Arnþór Garðarson, dýrafr., ræðir um votlendi, Siguröur Þórarinsson, jaröfr., um verndun vatnsfalla, Hjörleifur Guttormsson sýnir myndir frá Eyjabökkum. Sunnudagur, 22. ágúst. Almennur fundur og aöalfundur. Kl. 10.00 Aðalfundarstörf, skýrsla, reikningar, tillögur. Kl. 13.30 Almennur fundur um Lagarfljót, rannsóknir og vatns- miölun: Eyþór Einarsson, magister, greinir frá rannaókn- um, Hjörleifur Guttormsson frá viðhorfum Lagarfljótsnefndar. Fulltrúum virkjunaraðila er boöið á fundinn. Kl. 16.00 Framhald aðalfuiidar, fundarslit um kl. 17. Umhverfisrannsóknir og virkjanir á Austurlandi Umhverfisrannsóknir eru að öðlast viðurkenningu sem fastur þáttur I undirbúningi meiriháttar mannvirkja, misjafnlega um- fangsmiklar eftir aðstæðum. Hér verður getið nokkurra slikra rannsókna i tengslum viö vatns- aflsvirkjanir á Austurlandi. Lagarfossvirkjun Nú er unnið aö viötækum rann- sóknum á láglendissvæðum við Lagarfljót annað sumarið i röð vegna vatnsmiðlunar (2. áfanga Lagarfossvirkjunar), sem byrjað var að nýta sl. vetur. Er um að ræöa bæði verkfræði- og vist- fræðirannsóknir. Vinna að þeim nokkrir aðilar undir yfirstjórn Náttúrufræðistofnunar íslands, en kostnað bera Rafmagnsveitur rikisins. I sumar á aö ljúka allri útivinnu og niðurstöður ættu að liggja fyrir næsta vor. Verður væntanlega tekið mið af þeim viö rekstur vatnsmiðlunar i fljótinu, en Náttúruverndarráð og Lagar- fljótsnefnd heimamanna hafa sett skilvrði um hámarksmiölun I til- raunaskyni að 20,5 metra hæð yfir sjávarmál og að rennsli verði ó- hindrað um flóðgáttir frá byrjun mai til loka september. Þessi mál verða til umræöu á almennum fundi i tengslum við aðalfund NAUST á Hallormsstað 22. ágúst nk. Bessasta ðaár v i rkjun Rannsóknir vegna hönnunará- ætlunar Bessastaöaárvirkjunar fóru fram sumariö 1975, og kom skýrsla um þær út i mars 1976 (Bessastaðaárvirkjun. Hönnun- aráætlun. Rafmagnsveit- ur rikisins. Aætlanadeild). Sem liöur i virkjunarrannsóknum voru umhverfisrannsóknir, sem Náttúrugripasafnið I Neskaup- stað stýrði, og eru helstu niður- stöður þeirra birtar I skýrslunni og á sérstöku gróöurkorti, sem henni fylgir. Verður hér getið aðalatriða: 1 niðurstöðum af „náttúru- verndarkönnun” segir m.a.: „Eftir umhverfisrannsóknir á árinu 1975 virðist mega álykta að áform um Bessastaðaárvirkjun eins og þau hafa veriö kynnt til þessa þurfi ekki aö rekast á viö meiriháttar náttúruverndar- hagsmuni. Þetta er þó háö þvi, að tekið veröi tillit til ákveöinna verndunarsjónarmiöa og land- nýtingarmat lagt til grundvallar ákvörðunum um stærö miölunar- lóna.” Um vatnalif segir m.a.: „Vötn þau sem þarna fara á kaf, eru ekkert sérstæð vatnallffræöilega. Þetta eru næringarsnauð vötn meö litla framleiðni. Þau geta. eins og Hólmavatn sýnir, verið lifvænleg fyrir fisk, en vegna fæðuskorts mestan hluta ársins er fiskframleiðsla þeirra alltaf lit- il... Einkennandi fyrir öll vötnin er aö þau eru mjög grunn og með gifurlega hitasveiflu yfir eina nótt, allt upp I 8'C á þeim tima sem þau voru athuguð. Hólma- vatn er dýpst, 1 til 1,5 m, Garða- vatn er að meðaltali 0,6 m, Gils- árvatn 0,7 m og Langavatn 0,6 m... Aðrennslissvæði vatnanna einkennist mjög af þykku ösku- lagi (frá öskju 1875). Askan hefur smám saman fokið og runnið út i vötnin og myndar i þeim þykkt lag... Um leið og hreyfir vind gruggast vötnin mjög fljótt og veröa mógul eða brún að lit... Vatnableikja fannst I Hólmavatni i nokkru magni. Hún virðist lifa mest á vatnabobbum.” Varöandi beitargildi gróöur- lendis I fyrirhuguðum miðlunar- lónum kemur fram m.a.: „í Gilsárlóni (við Gilsárvötn) fara um 1446 ha (14.5 ferkm) lands undir vatn og sem svarar 1390 ha algróins lands. Auk þess verða hólmar I lóninu um 21 ha að flatarmáli og er algróið gróður- lendi þeirra um 20 ha. 1 Hólmalóni (við Hólma- og Garðavatn) fara 390 ha lands undir vatn, þar af um 366 ha al- gróins lands. I báöum lónum samanlagt tap- ast beitiland fyrir 639 ærgildi (1 ærgildi samsvarar 1 lambá með 1,3 lömb að meðaltali) miðað við. 90 daga beitartima.” A gróöurkorti koma auk gróðurlenda fram fyrirhuguð miðlunarlón og lega annarra virkjunarmannvirkja (1:20.000). Gert er ráð fyrir nokkrum frekari umhverfisrannsóknum siðar og tilskilin er hlifð viö viss svæði á heiðinni og fjallshliðar eiga i engu aö raskast innan við Bessastaðaá. Verkfræöistofan Hönnun sá um verkfræðivinnu og gerð virkjunaráætlunarinnar, og sam- kvæmt henni er talið álitlegt aö virkja þarna 64 MW afl i tveimur áföngum meö samtals um 90 G1 (gigalltra) miðlun, þar af 30 G1 i Hólmalóni við fyrri áfanga og 60 G1 i Gilsárlóni i siöari áfanga, auk hugsanlegra tengsla viö Fljóts- dalsvirkjun (Jökulsá i Fljótsdal) siðar. Stöövarhús Bessastabaár- virkjunar er fyrirhugað skammt innan við beitarhúsin I Hvammi i mynni Norðurárdals og aöfærsla vatns eftir jarögöngum úr Hólmalóni. Yrði nettófallhæð frá lóni aö aflvélum um 570 metra. Fljótsda Isvirkjun Meginmiðlunarlón vegna virkjunar Jökulsár i Fljótsdal er fyrirhugað viö Eyjabakka aust- an Snæfells, en NAUST hefur gert tillögu um að það svæði yrði sett á náttúruminjaskrá. I fyrrasumar fór fram for- könnun á lifriki Eyjabakka- svæöisins, og mun skýrsla um hana væntanleg fyrir árslok. Aö rannsóknunum unnu 3 liffræöing- ar á vegum Orkustofnunar. Er hér um að ræöa byrjun á viötæk- um umhverfisrannsóknum, sem æskilegar eru vegna hugmynda um virkjun jökulvatna noiðan Vatnajökuls. — H.G. (úr fréttabréfiNAUST,stjórnar Náttúruverndarsamtaka Austur- lands).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.