Þjóðviljinn - 20.08.1976, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.08.1976, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. ágúst 1976 Föstudagur 20. ágúst 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Dularfullar bautasteinaraöir i Carnac: Enginn veit nú lengur til hvers þessir steinar voru reistir ,JDublin er nœr okkur en París” A sumrin er það nú oröin föst venja aö menn leita til „sólar- landanna”, þ.e.a.s. einkum land- anna umhverfis Miöjaröarhafiö, og er árangurinn sá aö þau eru svo þéttsetin af feröamönnum, aö þar er varla lift. Hins vegar er þaö nokkur minnihluti sem kýs heidur að leita á norölægari slóöir viö Atlanshafiö þar sem sólin er alls ekki eins árviss og andrúms- loftiö minnir meira á tsland en á Majorku. Meöal þeirra staöa þar sem þessi ferðamennska hefur þróast nokkuð undanfarin ár eru keltnesku löndin, trland og Breta- nía. Sagt er að feröamennska hafi þróast á trlandi, þegar Irar geröu sér grein fyrir þvi aö þaö var ástæöulaust aö ginna feröamenn þangaö meö skrumauglýsingum og best aö reyna aö selja ekki annaö en þaö sem landiö haföi, þ.e.a.s. „idettastrendur, strjál- byggöa sveit, þoku og rigningu”. Þetta haföi i för meö sér aö ekki var reynt aö fá aöra ferðamenn en þá sem vissu aö hverju þeir genguogekki reynt aö ná af þeim meiri peningum en hóflegt var aö láta þá borga fyrir „þoku ogrign- ingu”. Er þessi hugsunarháttur þvi mjög ólikur þeim sem tiökast i sólarlöndunum. En þetta hefur gefist m jög vel og því er trland nú vinsælt iand hjá þeim sem til þekkja, og tala þeirra eykst á hverju ári. Bretónar hafa nú talsveröan hug á þvi aö fylgja fordæmi ira, enda er land þeirra talsvert iikt trlandi og þjóöirnar skyldar. Þó er feröamennska þar skemur á veg komin en á trlandi, en sá sem þangaö kemur finnur strax svip- aö andrúmsloft og á „eyjunni grænu”. Bretanla er keltneskt land eins og trland og byggöistá sjöttu öld, þegar keltar á Stóra-Bretlandi flúöu suður til meginlandsins undan innrás engilsaxa. Frá þeim tima hefur keltnesk tunga veriö töluö i Bretaniu, og er sagt aö hálf miljón manna hafi bretónsku aö aöalmáli I dag og hálf miljón manna til viöbótar geti talað hana. Þetta tungumál er svo likt þvf máli sem talaö er f Wales, aö fiskimenn frá Bretaniu geta gert sig skiljanlega i höfnum þar, en hins vegar er Irskan heldur fjar- skyldari. Eftir aö keltar frá Stóra-Bretlandi höföu tekiö sér bólfestu þama, var Bretania lengi meira eöa minna sjálfstætt riki. A miööldum, allt fram á 14. og 15. öld, stóö þaö jafnvel meö mikium blóma. Ariö 1532 varö þaö hins vegar hluti af franska konungsrikinu en haföi þó áfram talsveröa sjálfstjórn um sin eigin mál. Þaö var ekki fyrr en i frönsku stjórnarbyltingunni aö Bretania var alveg innlimuö i Frakkland, eins og hún hefúr ver- iö siöan. Vegna þessa sérstaka uppruna hefur Bretania talsvert annan svip en aörir hlutir Frakklands. Þegar á dögum rómverja var þetta undarlegt og f jarlægt land: þeir köiluöu þaö „finis terrae” eöa „heimsenda” og heitir ysti. oddi Bretaniu-skaga enn „Finistere”. Þar er landiö frem- ur lágt, en hæöótt, ströndin vog- skorin og skipast á sandar og klettar. Vindar Atlanshafsins nauða i sifellu og miöaö viö franskar aöstæöur er þar jafn rigningasamt og hér á suöur- landi. Oft liggur þoka yfir strönd- inni, og er ekki aö furöa aö bretónar eru ein sú þjóö Evrópu sem mest er gefin fyrir drauga- sögur. Þó eru þær sögur oft ennþá dularfyllri og óljósarien þær sög- ur sem viö þekkjum og jaöra oft við kynjasögur: þar segir t.d. mjög frá sokknum borgum og kirkjum á hafsbotni. Kaþólsk trú er mjög mikilvægur þáttur I lifi bretóna, en oft veröur ekki betur séö en ævaforn keltn- esk heiðni sklni f gegnum kaþólskuna. Meöal hinna fornu kelta var t.d. helgi á uppsprettum og sjávarlundum, og hafa þeir staöir veriö kristnaöir meöþvi aö byggja þar litlar kapellur. Eins og mjög margar kirkjur I Breta- niu voru kapellurnar byggöar á 15. og 16. öld á mörkum gotnesks stDs og endurreisnarstils: þessar byggingar eru yfirleitt I mjög út- flúruöum stil, sem minnir á blúndur, og kirkjuturnarnir minna mikiö á hiö sérkennilega höfuöfat bretónskra kvenna. Viö kirkjurnar eru oft þær sérkenni- legu höggmyndir, sem frakkar kalia „calvaire”, en þaö eru stór- ar styttur af Kristi á krossinum. Gjarnan eru llka styttur af ræn- ingjunum tveim á krossinum og öll ævisaga Krists er sögö i rööum af litlum lágmyndum á fótstalli styttnanna. Þessar styttur, sem eru geröar af nafnlausum lista- mönnum úr nærliggjandi þorpum og eru oft nokkuð klunnalegar, öölast furöulegtlif idaufu sólskini þessa héraös. Hugsun bretóna virðist snúast mikiö i kringum dauöann, og tiökuöu þeir lengi „tvöfalda greftrun”: likiö var fyrst greftraö, en þegar aöeins beinin voru eftir var þaö tekiö upp og sett I sérstaka „beinakapellu” sem stendur venjulega viö kross- festingarstyttuna. Þaö er freist- andiaö lita á þessa siöi sem æva- gamia hefö og krossfestingar- myndirnarminna á þaöaöhvergi i Evrópu er eins mikið af forsögu- legum bautasteinum og í Breta- niu. Á einum staö, Carnac, eru hundruö bautasteina i löngum og beinum rööum, og veit enginn til hvers þeir voru reistir. Sú tegund bretónskrar listar sem nú er þekktust á þó ekkert skylt viö höggmyndir eöa bauta- steina: þaö er tónlistin. Bretónar hafa lengi átt sérstaka tónlistar- hefö, en nú á siöustu árum hefur hún oröiö vinsæl viöa um Evrópu og auk þess hefur þessi bretónska tónlist blandast saman viö popp- tónlist og úr þvi oröiö mjög sér- kennileg bianda. Gott dæmi um þaö er hörpuleikarinn og söngv- arinn Alan Stivelt, sem nú er gif- urlega vinsæll. Syngur hann keltnesklögaf öllu tagi, bretónsk, irsk og skosk. Þessi tónlist er ekki aöeins sungin undir bretónskum dansi á sérstökum hátiðum, sem kallaöar eru „festnoz” á bretónsku, heldur hafa söngvarnir einnig oröiö þátt- ur I viöleitni bretóna til aö öölast meira sjálfstæöi. Mjög margir bretónar eru óánægöir meö hlut- skipti Bretaniu undir franskri stjórn: þeim finnst landiö hafa oröiö algerlega útundan i efna- hagsþróun siðustu áratuga, enda hefur cngin atvinna veriö byggö þar upp og fólk oröiö aö flytja þaöan I stórum stil. Margir benda einnig á þaö aö hlutfailslega fleiri menn féllu frá Bretanlu I heims- styrjöldunum en frá nokkru ööru héraöi Frakklands. Saman viö þetta blandast svo baráttan fyrir varöveislu bretónskrar tungu, sem var lengi ofsótt alþýöumál og bannað i skólum. Ariö 1932 var fyrst stofnaður þjóðernissinnafl. I Bretaniu, en hann leiö undir lok eftir heims- styrjöldina þvi aö stjórnendur hans voru sakaöir um fullmikla fylgisspekt viö þjóöverja. Þaö er ekki fullvlst hvort þetta var aö öUu leyti satt um flokkinn sjálfan (ýmsir leiötogar hans unnu meö þjóöverjum en e.t.v. slöur aörir flokksmenn) eöa átylla . til aö berja hann niöur. Þaö var ekki fyrr en 1964 aö bretónsk þjóöern- ishreyfing hófst aö nýju, og þá var ekki neinn vafi á þvi aö hún var vinstri sinnuð. Síðar hafa komiö upp fieiri hreyfingar, t.d. var stofnaður sérstakur bretónskur kommúnistaflokkur áriö 1971. Reyndar skorfir þessa þjóöernishreyfingu þann efna- hagslega grundvöU, sem skoska þjóöernishreyfingin hefur t.d., og þvi hefur hún fengiö sáralitinn hljómgrunn I kosningum. Þaö bætir heldur ekki úr skák aö bretónar eru ihaldssainir frá fornu fari og veita fremur hægri flokkum fylgi, og þvl eru þeir tregir til aö styöja vinsfri sinnaö- ar þjóöernishreyfingar. En þjóö- ernissinnar ieggja áherslu á keltneskan uppruna þjóöarinnar: „Dublin er nær okkur en Paris”, segja þeir. En hvernig sem þaö er, þá hafa menn sifellt meiri áhuga á menn- ingararfi Bretaniu, oger þaö ekki aöeins tónlistin, sem er til marks um þaö. Langmesta metsölubók- in I Frakklandi I ár, sem selst hef- ur i 400 þúsund eintaka, er bókin „Le checal d’orgueil” (nafniö þýöir „drambhesturinn” og lýtur aö bretónskri þjóötrú). Þessi bók, sem var upphaflega skrifuö á bretónsku, er nákvæm og næstum þvi vlsindaleg lýsing á Hfi, starfi, trú og hugsunarhætti bretónskra bænda á fyrstu áratugum aldar- innar. Höfundurinn, Pierre Jakez Helias, er sjálfur bóndasonur — en kcnnir nú bretónsku viö há- skólann i Rennes. Og hann er sjáifur vongóöur um framtlö bretónskrar menningar. (endursagt) Duttlungar fjárfestingarinnar: Egyptar eru nú f arnir að hafa talsverðar áhyggjur af þeim skaða sem Aswan- stíf lugarðurinn kann að valda á fornminjum í suðurhluta Egyptalands, og eru sérfræðingar nú að kanna það hvernig bjarga megi risastyttunum tveim- ur, sem hafa öldum saman verið kallaðar „AAeminon- stytturnar". Þessar frægu styttur, sem oft eru nefndar í bókmenntum, eru 59 feta háar, og eiga í raun og veru að sýna fara- óinn Amenhotep III. Þegar Aswan-stiflan var byggð fór mikiö landsvæði og auðugt aö fornminjum undir vatn, en með aðstoð Unesco og sérfræðinga frá fjölmörgum löndum tókst að flytja merkustu minjarnar, hof- rústir og styttur, frá þvi svæði sem vatn átti að flæða yfir og upp á bakka Aswan-stöðuvatnsins. Jafnframt voru gerðir mjög viðtækir uppgreftir á öllu þessu „Mcmnon-slyIturnar” viöLúxor: 3000 ára styttur af Amenhotep III faraó. Fornminjar enn i hœttu vegna Aswan-stíflunnar Söluerfiðleikar hjá lifandi list dagsins Brú hrynur Rétt eftir dögun einn morgun I byrjun ágúst hrukku þúsundir Vínarbúa upp viö dómadags- hávaöa. Elsta brú borgarinnar, hin svonefnda „Reichsbriicke”, sem lá yfir Dóná I noröurhvcrfum Vlnarborgar, var þá aö hrynja. Þessi brú var 400 ára og haföi hún staðiö af sér sprengjuárásir bandamanna og umsátur rússa i heimsstyrjöldinni. Það kom flest- um á óvart að hún skyldi hrynja nú, og velta sérfræðingar þvi fyr- ir sér hvort einhver smlðagalli hafi verið i henni eöa hvort ein- hver brúarstólpi hafi veriö svona ilia farin af veðrun. Svo heppilega vildi til að brúin hrundi á þeim tima þegar fæstir eru á ferli, og beiö aðeins einn bílstjóri bana. Ef brúin heföi hruniö á annatima, hefði það getað kostaö þúsund mannslif. Það mun taka þrjú til fjögur ár að endurbyggja brúna,en væntan- lega verður búið að reisa bráða- birgðabrýr i lok ársins. Aö undanförnu hefur mikiö verið rætt um þá sakaruppgjöf, sem Jóhann Kari Spánarkonungur hefur veitt ýmsum pólitiskum föngum á Spáni og vinstri mönnum þykir að gangi hvergi nógu langt. Myndin sýnir hugleiðingar teiknara franska blaösins „Le Monde” um þennan at- burð: Franco hlustar á gestgjafa sinn á þeim staö, þar sem hann fær nú aö dúsa, lesa fréttina um þessa sakaruppgjöf. Nýlega hefur breskur banki fundiö upp þarfaþing mikiö, sem sést hér á myndinni, en þaö er tékkhefti fyrir örvhenta menn. Eins og sjá má snýr tékkinn alveg öfugt mibaö viö venjuleg tékkhefti, þannig aö menn þurfa ekki aö missa neinn tima þótt þeir séu örvhentir. Skyldi ekki næst koma sérstakt tékkhefti fyrir menn, sem eiga enga innlstæöu? Sllk uppfinn- ing myndi vafalaust eyöa áhyggjum enn fleiri manna en þetta breska tékkhefti. Fátt reynist erfiöara I listailfi en að koma á einhverri skynsemd i markaösmálum. Sú saga er sögö frá ýmsum löndum aö fyrir fimm til sjö árum hafi veriö mikið aö gera hjá þeim listaverkasölum sem fengust viö aö koma I verö verkum eftir nýja og framsækna listamenn — og voru hlutaöeigendur nokkuö ánægöir með veröiö: þaö var 250- 400 þúsundir fyrir hvert verk. Þetta ástand hefur mjög breyst að undanförnu. Sölusýningar hafa gengið mjög treglega og margir listaverkasalar hafa orðið aö loka. Astæöurnar eru nokkrar. 1 fyrsta lagi er framboð svo mikið, að jafnvel áhugamenn gefast upp við að fylgjast með þvi sem er að gerast. t annan stað var hin mikla eftirspurn sem áður var i gangi ekki „eölileg” ef svo mætti að orði komast. Fyrir nokkrum árum komu mjög við sögu kaup- endur sem höfðu svosem afskap- lega litinn áhuga á myndlist, en höfðu tekið mark á staðhæfingum um að það gæti verið sniðugt nð fjárfesta I myndlist. Margir peningamenn láta sig dreyma um að endurtaka forsjálni þeirra sem nálægt aldamótum keyptu fyrir slikk verk verðandi meistara parisarskólans og urðu siðan bæði frægir og rikir fyrir. Þessir fjárfestingarmenn hafa orðið fyrir nokkrum vonbrigð- um með markaðsástandið og verðþróun hjá þeim listamönnum sem þeir hafa veðjað á. Þeir hafa þvi kippt að sér hendinni. Þeir sem áður keyptu ný myndlista- verk hafa nú snúið sér aö klass- ikum vatnslitamyndum eða rókókómublum. Hin volduga Aswan-stifla. Kaupendur viö mynd cftir Roy Lichtenstein; gullöldin er liöin. Blýskúlptúrar eftir Richard Sarra; söluvara i gær, á lager Idag. er verið að ræða um það hvernig unnt sé að gera við þær. Þessi viðgerðaráform hafa komið af stað orðrómi i Kairó um að e.t.v. verið unnt að fá aðra styttuna til að taka aftur upp morgunraul sitt eftir 18 alda þögn, en fornminja- verðir i Kairó telja það þó býsna hæpið. Dr. Ahmed el-Sawi, yfirmaður fornleifagraftar i Egyptalandi, hefur sagt að visindamenn hafi ekki enn fundið neinar verulegar skemmdir á fornminjum Lúxor- svæðisins, en hins vegar sé mikil hætta á að slikar skemmdir komi i ljós á næsta áratugi. Vatnið gæti valdið sérstaklega slæmum skemmdum á veggmyndum og styttum i fornum gröfum. Þótt ákveðið hafi verið að byrja á þvi að gera við Memnon-stytturnar sé nauðsynlegt að kanna nú þegar hvernig unnt sé að varð- veita allar fornminjar Lúxor- svæðisins. Egvptar hafa farið fram á við Unesco að það veiti aðstoð sina við þetta verkefni. (Kndursagt) ust i jarðskjálfta árið 27 fyrir Krist. Eftir þennan jarðskjálfta brá nefnilega svo við að önnur styttan gaf frá sér mjög annar- legt hljóð dag hvern við sólar- upprás, og er talið að það hafi stafað af hitabreytingum i stein- inum. Sægur feröamanna frá öllum löndum Rómaveldis kom þá til að skoða styttuna og heyra hljóðið. Það þagnaði þó árið 170 e.Kr., þegar Septimus Severus keisari iét gera við styttuna. Það var á dögum Rómaveldis, sem stytturnar fengu það nafn sem þær ganga undir núna, en Memnon var hálfguð, sonur Aróru morgungyðju og talin hafa verið konungur i Eþiópiu. Siðar felldi Akkiles hann i bardaga, og grætur móðir hans hann siðan: Það er döggin. Að sögn Mamdouh Abdelzahers, fornminjavarðar Lúxorsvæðisins, hefur nú verið ákveðið aö byggja steinsteyptan stöpul undir Memnon-styttunum til að koma i veg fyrir skemmdir af völdum jarðvatns. en auk þess svæði. Þessu starfi, sem tók alls sextán ár, lauk fyrr á þessu ári með þvi að fornleifafræðingur og verkfræðingar tóku i sundur helstu byggingar á eynni Philae i Nil, sem bráðum á að fara undir vatn, og fluttu þær til. Hættan, sem nú steðjar að forn- minjunum, sem eru á hinu svo- nefnda Lúxor-svæði, er hins vegar talsvert öðru visi. Lúxor- svæðið er fyrir norðan stifluna og fer þvi alls ekki undir vatn, en jarðvegur þar er mjög gljúpur og hefur Aswan-stöðuvatnið mikla nú valdið þvi að yfirborð jarö- vatnsins hefur hækkað talsvert mikið. Þannig kemst nú vatn að fornminjunum, sem hafa einmitt varðveist i árþúsundir vegna þurrkanna á þessum slóðum. Lúxor-svæðið er mjög auðugt að fornminjum, og eru þar m.a. einar fimm hundruð fornar grafir. En frægustu fornminj- arnar eru hinar svokölluðu Memnonstyttur, sem eru leyfar af mjög voldugu minnismerki um Amenhotep III faraó. Þessar styttur uröu mjög frægar i forn- öld, einkum eftir að þær skemmd-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.