Þjóðviljinn - 20.08.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.08.1976, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. ágúst 1976 DWÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Ctgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Kari Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Árni Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 linur) Prentun: Blaöaprent h.f. YFIR 100% ALMENN YERÐLAGSHÆKKUN Á TVEIMUR ÁRUM Þegar siðustu alþingiskosningar fóru fram fyrir rúmum tveimur árum var öllum áróðursmætti Sjálfstæðisflokksins beitt i þvi skyni að koma vinstri stjórninni á kné. Til að ná þvi þráða markmiði, töldu forkólfar Sjálfstæðisflokksins öll brögð heimil. Eitt helsta áróðursefni Sjálfstæðis- flokksins þá gegn vinstri stjórninni var verðbólgan i landinu, sem talin var slik, að bráður voði væri á ferðum, ef þjóðin léti vera að senda foringja Sjálfstæðis- flokksins i stjórnarstólana til að stöðva þennan ógnvald. Nú eftir fáa daga hefur rikisstjórnin, sem ólafur Jóhannesson myndaði fyrir Geir Hallgrimsson, setið að völdum i tvö ár. Og hvað skyldi nú hafa gerst varðandi verðbólguna á þessum tveimur árum? Þegar rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar tók við völdum i ágústmánuði 1974 var visitala framfærslukostnaðar á íslandi 297 stig. Nú tveimur árum siðar, þarin fyrsta ágúst 1976,var þessi sama visitala komin i 605 stig, samkvæmt tilkynningu, sem Hagstofa íslands sendi frá sér nú i vik- unni. Hér er þvi ekki um að villast. Á þessum tveimur valdaárum samstjórnar Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknarflokksins hefur framfærslukostnaðurinn, það er allt almennt verðlag i landinu, hækkað um hvorki meira né minna en 104%, — það er meira en tvöfaldast. Hér er að sjálfsögðu um að ræða bæði íslandsmet og Evrópumet margfalt. Til samanburðar er vert að geta þess, að vinstri stjórnin, sú siðari tók við völdum í júlimánuði árið 1971, og á nær þremur árum frá júli 1971 og fram að þingrofinu vorið 1974 hækkaði visitala framfærslu- kostnaðar „aðeins” um 56% samtals. í stað þess að stöðva verðbólguna, eða a.m.k. að hægja verulega á snúningshrað- anum, þá hefur rlkisstjórn Geirs Hall- grimssonar haldið þannig á málum þessi tvö ár, að verðlag hefur til jafnaðar hækkað meira en helmingi örar en meðan vinstri stjórnin fór með völd, svo sem þær tölur sýna, er hér hafa verið raktar. Þannig stangast loforð og efndir gjör- samlega á hjá núverandi stjórnarherrum, á þessu sviði sem svo mörgum öðrum. En hér er reyndar einnig á fleira að lita. Á valdatima vinstri stjórnarinnar áttu sér stað gifurlegar hækkanir á erlendu verði innfluttrar vöru. í stað þess að erlenda verðið hækkaði um 1-2% á ári, svo sem al- gengt var á áratugnum 1960-1970, þá hækkaði erlent verð á innfluttum vörum um 14% á árinu 1973 til jafnaðar um 34% á árinu 1974. Við þetta gátu islensk stjórn- völd að sjálfsögðu ekki ráðið, hvort sem hér fór með völd hægri eða vinstri stjórn. Nú er hins vegar gert ráð fyrir að hækk- anir á erlendu verði innfluttrar vöru verði aðeins 7% að jafnaði á þessu ári, og á sið- asta ári var hækkun erlenda verðsins jafnvel enn lægri. Það er þvi nánast grátbroslegt, þegar talsmenn rikisstjómarinnar eru að hæla stjórninni fyrir það, að á árinu 1976 muni verðlagið hér innanlands nú máske ekki hækka nema um 30% á einu ári, og það sé þó alltaf framför! Sannleikurinn er hins vegar auðvitað sá, að það er engu betri út- koma hjá íslenskum stjórnvöldum að hér riki 30% verðbólga þegar erlent verð inn- fluttrar vöru hækkar aðeins um 7% en að hér geisi 50% verðbólga, þegar erlent verð innflúttrar vöm hækkar um 34%. Alvarlegast af öllu i þessu sambandi er þó að sjálfsögðu sú staðreynd, að i tið nú- verandi rikisstjórnar hafa stjórnvöld séð til þess, að á sama tima og verðlagið hefur þannig hækkað um yfir 100% á tveimur árum þá hefur kaupið hjá nær öllum launamönnum aðeins hækkað um 50% eða þaðan af minna. Þannig hefur kaupmátt- urinn hjá launafólki verið skertur almennt um a.m.k. fjórðung. Á árum vinstri stjórnarinnar var þetta hins vegar þveröfugt. Á árunum 1971-1973 (1. nóv. 1970— 1. des. 1973 nákvæmlega) hækkaði verðlag samkvæmt framfærslu- visitölu um 46,6%. Á þessum sömu árum 1971-1973 hækkaði hins vegar almennt timakaup i hafnarvinnu i Reykjavik úr kr. 96.04 i kr. 183.62, eða um 95%. — Hækkun launanna þá helmingi meiri en hækkun iverðlagsins. Hækkun verðlagsins nú slð- ustu tvö árin helmingi meiri en hækkun launanna. Ef verkafólk og almennir launamenn á islandi kunna ekki að draga pólitískar ályktanir af þeim staðreyndum, sem hér hafa verið raktar, — þá er ekki gott i efni. Svo einföld og ljós er þessi mynd. rafgeymor eru framleiddir með mikla endingu Nýtt og smekkleqt útlit auk þekktr gæóa II. oc . c:____________ --------------------- ............ ,, . skiPho11' 35 ■ Simar: . i 13 50 verzlun • 813-SI verkstæði 8-13-52 skrifstofl Frá Menntamála- ráðuneytinu Ráðuneytið óskar að ráða til starfa við Kjarvalshús og Öskjuhlíðarskóla þroska- þjálfa, félagsráðgjafa, fóstrur og aðstoðar- stúlkur Umsóknir sendist ráðuneytinu fyrir 20. ágúst. Menntamálaráðuneytið Kynbundnar auglýsingar! Alþingi samþykktil8. mái s.l. lög um jafnrétti kvenna og karla og var tilgangur þeirrar laga- setningar „aö stuöla aö jafnrétti og jafnri stööu kvenna og karla”. Nú hafa lög þessi öölast gildifyrir nokkru, en erfiöleikar viröast á aö láta þau koma til framkvæmda. Þó hefur jafn- réttisráöi veriö komiö á lagg- irnar og þaö auglýst eftir fram- kvæmdastjóra. Sýnt er, aö sá aðili fær ærinn starfa. 1 4. gr. laga þessara segir: „Starf sem auglýst er laust til umsóknar, skal standa opiö Skrifstofustarf Óskum eftir að ráða stúlku tii starfa við vélritun. verðútreikninga og fleiri al- mennra skrifstofustarfa. Þarf helst að vera vön skrifstofustörfum Umsóknir sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 16.8 merkt: „N — 6357". Skrifstofustarf I Traust fyrirtæki óskar að ráða stúlku til I fjölbreyttra skrifstofustarfa. Góð vélritun- I arkunnátta og einhver starfsreynsla nauð- I synleg. I Umsókn um starfið, ásamt uppl. um aldur, menntun og fyrri störf sendist Mbl. fyrir 16 þ.m merkt: Strax 8670 Skrifstofuvinna Óskum að ráða stúlku til skrifstofustarfa vana vélritun. Helst með prófi úr Sam- vinnu- eða Vbrzlunarskóla. Upplýsingar hjá skrifstofustjóra í síma 99— 1 301. Ritari Ritari óskast til starfa sem fyrst. Þarf helst að vera vön Vinsamlegast hringið í sima | 27855. Náttúruverndarrád. jafnt konum sem körhim. 1 slikri auglýsingu er óheimilt aö gefa til kynna aö fremur sé óskaö starfsmanns af ööru kyn- inu en hinu.” 1 8. gr. segir: „Auglýsendum er óheimilt aö birta nokkrar þær auglýsingar i oröum eöa myndum, er oröiö geti ööru kyninu til minnkunar eða lltilsviröingar.” Klippari þessa þátta klippti út nokkur dæmi úr auglýsingum dagblaö- anna til aö sýna, hve þessi nýju lög eru þverbrotin. Svo viröist sem auglýsendur hafi ekki áttað sig á þessum nýju ákvæöum, né auglýsingadeildir fjölmiöla gert ráöstafanir til aö fyrirbyggja þessi lögbrot. Meöal þeirra sem auglýsa eftir „aðstoöarstúlkum” er menntamálaráðuneytiö. Nátt- úruverndarráö vill aöeins ritara sem er ,,vön” og rafgeymasali tengir endingu vöru sinnar viö „Nýtt smekklegt útlit auk þekktagæöa’M tólftu grein lag- anna segir aö ,, sá sem af ásettu ráöi eöa gáleysi brýtur gegn lögum þessum, sé skaöabóta- skyldur samkvæmt almennum reglum. Slfk brot skulu varöa fésektum, nema þyngri refsing liggi viö aö lögum.” Nú má búast viö aö Vil- hjálmur Hjálmarsson mennta- málaráðherra veröi aö taka upp budduna og greiöa sektir og fleiri aö feta i fótspor hans. Aftur á móti mun koma nýr póstur á fjárhagsáætlun Hafnar fjaröarbæjar er nefnist Sektargreiöslur vegna„brota á jafnréttislögum, þvi bæjarráöiö þar hefur samþykkt aö stuöla aö meira viröingarleysi fyrir lög- gjöfinni og framfylgja ekki ákvæöum jafnréttislaganna. Ýmis önnur sveitarfélög gæta þess hins vegar aö birta ekki kynbundnar auglýsingar t.d. Kópavogsbær er haft hefur þá reglu siöan 1974. Mikið er rætt þessa dagana um virðingarleysi fyrír lög- unum og spillingu I opinberu lifi. En hvernig væri aö opinberar stofnanir gengju fram fyrir skjöldu og þá einnig hiö háa menntamálaráöuneyti og virtu hin nýju jafnréttislög? Mjólkursölu- málið er kjaramál Fyrir nokkrum árum flutti Eliert Schram, þá nýoröinn þingmaöur Sjálfstæöisflokksins, tillögu á alþingi þess efnis aö Mjólkursamsalan yröi svipt einkaleyfi sínu og kaupmenn fengju aö selja mjólk I matvöru- búöum. Þetta geröi þing- maöurinn eflaust af tryggö viö grundvallarhugsjón flokks slns um frjálsa samkeppni. Þessi til- laga náöi siöan fram aö ganga á einum næturfundi alþingis I vor og afgreiðslustúlkurnar I mjólkurbúöum vöknuöu einn morguninn viö aö þetta var oröiö aö lögum. En eins og oft vill veröa vaknar almenningur og félagssamtök ekki til baráttu gegn ýmsum málum, fyrr en iöggjafarvaldiö er búiö aö gera sinar samþykktir. Þessa dag- ana eru menn aftur á móti aö gera sér ljóst, hverjar afleiö- ingar lagabreytingin hefur I för meö sér. Mjólkursamsalan brást viö sviptingu einkaleyfs- ins þannig aö forstjórinn ákvaö aö leggja niöur allar mjólkur- búöir. Þessu mótmæla neyt- endur og starfsstúlkur og skipu- leggja undirskriftasöfnun. En hvernig bregðast kaup- menn viö þessum nýju viö- horfum I mjólkursölumálum? 1 viðtali viö formann Kaup- mannasamtakanna, sem birtist I Alþýöublaðinu I gær, fagnar hann breytingunni og gætir þess þó aö barma sér vegna tölu- verðs kostnaöar. En athyglis- verðari eru viðbrögö smákaup- mannsins Ástbjörns Egilssonar I Ingólfskjöri. Hann segir: „En þaö veröa eflaust margir sem reyna aö hola niöur mjólk hjá sér, þó þaö veröi af vanefnum gert. Menn eru orönir hræddir um aö þetta sé hálfgerö herferö sem miöi aö þvf, aö koma þeim kaupmönnum undir sem smæstir eru, svo hinir stærri geti setiö einir aö kökunni.” Þannig leiöir tillöguflutning- urinn um frjálsa mjólkur- verslun til þess aö hinir stóru gleypi hina smáu — allt sam- kvæmt lögmáli framboös og eftirspurnar. En er ekki dálltiö varhugavert fyrir Sjálfstæöis- flokkinn aö drepa smákaup- mepnina og búa aöeins I haginn fýrir þá stóru? Ekki er aö efa aö þegar Kaupmannasamtökin byrja aö miöstýra mjólkursölumálunum, þá muni þau þvinga verölags- yfirvöld til á hækka álagningu á mjólkurvörum, vegna aukins kostnaöar er þeir telja sig veröa fyrir og rýrnun vörunnar. Þannig er baráttan gegn lokun mjólkurbúöanna málefni sem neytendur veröa aö láta til sln taka. Launafólk og verkalýös samtök hljóta aö styöja þá bar- áttu er varöar atvinnuöryggi láglaunakvenna og verölagsmál brýnustu nauðsynjavöru al- þýöuheimilanna. —óre.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.