Þjóðviljinn - 20.08.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.08.1976, Blaðsíða 3
Föstudagur 20. ágúst X976 ÞJÓOVILJINN — SIÐA 3 Fundur hlutlausra ríkja Olíubann á frakka og ísraela Colombo 19/8 reuter — I lokaályktun leiðtoga- fundar samtaka ríkja utan hernaðarbandalaga/ sem 85 ríki eiga aðild að# er lýst yfir stuðningi við afrískar þjóðfrelsishreyfingar og hvatt til þess að olíubann verði sett á Frakkland og Israel vegna þess að þau selja vopn til Suður-Afríku. 1 samtökunum eru öll helstu oliuútflutningsriki heims aö Iran frátöldu. 1 ályktuninni var skoraö á öryggisráð SÞ að setja vopna- sölubann á S-Afriku sem veröi bindandi fyrir aöildarrikin. For- dæmd var ákvöröun frakka um aö selja Suður-Afrlku kjarnakljúf og kafbáta og sala israela á kor- vettum búnum eldflaugum til Suöur-Afriku. Voru aöildarriki hvött til aö setja oliubann á þessi riki fyrir aö brjóta æ ofan i æ gegn ályktunum allsherjarþings SÞ um bann á vopnasölu til Suöur- Afriku. Ráðstefnan telur aö „á þessum þýöingarmiklu timamótum I bar- áttu kúgaöra þjóöa sunnan- verðrar Afriku veröi aö styöja hana af öllum mætti. Jafnframt verður aö heröa baráttuna fyrir algerri einangrun apartheid- stjórnarinnar”. Frakkar, bretar, vestur-þjóöverjar og bandarikja- menn voru fordæmdir fyrir aö veita stjórn Suöur-Afriku siö- ferðilegan og pólitiskan stuöning. Ataks væri þörf vegna þess aö ályktanir SÞ heföu reynst hald- litlar, en þaö' stafaöi af „viö- horfum örfárra Vesturvelda sem halda áfram samstarfi viö kyn- þáttastjórnir hvitra minnihluta.” I ályktun ráðstefnunnar um Indlandshaf er tilvist suður- afriskra herstööva fordæmd svo og hernaðarsamvinna Suöur- Afriku, Israels og „ákveöinna vestrænna rikja”. Riki sem liggja að Indlandshafi voru hvött til aö losa sig viö er- lendar herstöövar og hafna þvi að veita aöstööu herskipum eða her- flugvélum sem nota mætti til ögrunar eða árása á riki viö hafiö. Ráöstefnan lýsti yfir áhyggjum sinum yfir þvi að hafið gæti oröið vettvangur hernaðarkapphlaups stórveldanna og er herstöð bandarikjamanna á eynni Diego Garcia sérstaklega nefnd og þess krafist aö hún veröi lögö niöur. Ráðstefnan hvatti til algerrar afvopnunar og að markvisst veröi unniö að þvi aö boöa til alþjóöa- ráöstefnu um afvopnun. Voru aö- ildarriki beðin aö krefjast auka- þings SÞ um afvopnun hiö fyrsta og ekki siöar en áriö 1978. Bandarikin eru hvött til aö standa viö skuldbindingar sinar i Parisarsáttmálanum og styöja vietnama i uppbyggingarstarf- inu. Einnig er öryggisráö SÞ hvatt til aö veita Vietnam aöild aö SÞ hiö fyrsta. I kaflanum um efnahagsmál segir aö vandamál á þvi sviöi séu þau sem brýnast er að leysa af al- þjóöamálum. Hiö stööugt breikk- andi bil milli þróunarrlkja og þró- aðra sé ein hættulegasta ógnunin viö hemsfriöinn og þvi sé breytt efnahagsskipan I heiminum þaö pólitiska vandamál sem mestan forgang verði aö hafa. Alyktunin var samþykkt i dag en I kvöld átti aö afgreiöa hana formlega á lokafundi ráðstefn- unnar. Bandariskur hermaöur á eftirlitsgöngu meöfram hlutlausa beltinu milli Suöur-og Noröur Kóreu. Kórea Skipst á mótmælum vegna tveggja bandarískra her- manna sem féllu á hlutlausa beltinu Panmunjom, Kóreu 19/8 reuter — Hnútur ganga nú milli Norður-Kóreu og bandaríska herliðsins í Suður-Kóreu vegna þess atburðar er tveir banda- riskir verðir féllu í viður- eign við norður-kóreanska landamæraverði á hlut- lausa beltinu milli lands- hlutanna. Yfirmaður friöargæslusveita Sameinuöu þjóöanna á hlutlausa beltinu, bandariski hershöfð- inginn Richard Stilwell, kallaöi i dag saman fund aöila vopnahlés- samkomulagsins i Kóreu i bænum Panmunjom sem er á hlutlausa beltinu. Þar las hann upp orð- sendingu til Kim Il-sung forseta Noröur-Kóreu þar sem hann mót- mælti „opinskáum og rudda- fengnum moröum” á bandarisku hermönnunum. Útgáfa bandarikjamanna á atburöunum er sú að hermenn Noröur-Kóreu hafi ráðist aö mönnunum tveimur þar sem þeir voru að höggva tré á hlutlausa beltinu. An þess aö nokkur ögrun hafi komið til hafi þeir ráðist á mennina og drepiö þá meö öxum og járnstöngum. Hafi noröurkór- verjarnir veriö 30 talsins. Stjórnin i Noröur-Kóreu sendi stjórnum Suöur-Kóreu og Banda- rikjanna orösendingu i dag þar sem mótmæltergrófum ögrunum viö norður-kórverja. I frétt frá fréttastofu Norður-Kóreu i dag segir aö landamæraverðirnir hafi orðiö að verja hendur sinar þegar bandariskar og suður-kóreanskar hersveitir réðust á þá. Fundurinn i dag stóö i hálfa aöra klukkustund og náðist ekki samkomulag. Fréttastofa Noröur-Kóreu skýröi frá þvi i dag aö herir landsins væru nú i viðbragðsstöðu og reiðubúnir að berjast ef með þyrfti. Sama er uppi á teningnum sunnan landamæranna. Stjórnar- her Suður-Kóreu er á veröi meö- fram veginum frá Seúl til Panmunjom, og viö hlutlausa beltiö hafa veriö reistir vega- tálmar á alla vegi. Bandariska herstjórnin aftur- kallaði i dag öll leyfi hermanna og fyrirskipaði hermönnum að snúa til herbúða sinna þegar i staö. Fréttamenn i Seúl segja aö spennan á landamærunum hafi ekki orðið meiri siöan noröur - kórverjar hertóku bandariska njósnaskipiö Pueblo og færöu þaö til hafnar áriö 1968. ÞEIR SLÁST UM HVÍTA HÚSIÐ Ford Carter Robert Dole Walter Mondale Tilkynning frá Stofnlánadeild landbúnaðarins Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu 1977 skulu hafa borist Stofnlánadeild landbúnaðarins fyrir 15. september næst- komandi. Umsókn skal fylgja teikning og nákvæm lýsing á framkvæmdinni, þar sem meðal annars er tilgreint stærð og byggingarefni. Ennfremur skal fylgja umsögn heraðsráðunautar, skýrsla um búrekstur og framkvæmdaþörf, svo og veðbókarvottorð. Eldri umsóknir falla úr gildi 15. septem- ber næstkomandi,hafi deildinni eigi borist skrifleg beiðni um endurnýjun. Reykjavik 19. ágúst 1976 Búnaðarbanki íslands Stofnlánadeild landbúnaðarins Ford hreppti hnossið . Kansas City 19/8 reuter — Flokksþing repúblikana útnefndi Gerald Ford forseta frambjóö- anda flokksins i forsetakosning- um sem fram eiga aö fara i haust. t atkvæöagreiöslu hlaut Ford 1.187 atkvæöi en Ronald Reagan 1.052. Þaö er þvl ljóst aö þaö veröa þeir Ford og Jimmy Carter sem berjast um hvor þeirra vermi stóla Hvita hússins næstu fjögur árin. Aö visu er allt útlit fyrir aö lítil barátta veröi um embættiö þvi skoöanakannanir hafa lengi spáö Carter stórsigri I kosningun- um. Valdi gamlan fylgismann Nixons sem varaforsetaefni Þaö var ekki ljóst fyrr en á siöustu stund hver yröi útnefndur frambjóöandi repúblikana. Flokksmenn fylgdust spenntir meö atvkæöagreiöslunni i nótt og þegar 20 fulltrúar frá Vestur-Virginiu sem veriö höföu óráönir greiddu Ford atkvæði sitt lustu fylgjendur hans upp fagnaöarópi; björninn var unn- inn. I dag valdi Ford sér varafor- setaefni og kom val hans mjög á óvart. Sá sem hnossiö hlaut er Robert Dole öldungardeildar- þingmaöur. Dole var formaöur flokksins meöan Nixon var viö völd og hélt uppi vörnum fyrir hann i Watergate-slagnum. Ford sagðist hafa valiö Dole þvl þeir fylgdu svipaöri stefnu I pólitik — hóflegri ihaldssemi. Framhald á bls. 14. Mikið úrval bóka Marx, Engels, Lenin, tækni, visindabæk- ur, skáldsögur, listaverkabækur, einnig nótur og hljómplötur frá Sovétrikjunum, Tékkóslóvakiu, Póllandi og Ungverja- landi. ERLEND TÍMARIT Hverfisgötu 50 v/Vatnsstig, 2. hæð. Simi 28035.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.