Þjóðviljinn - 02.09.1976, Blaðsíða 4
4 SÍÐA —ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 2. september 1976
DJOÐVIUINN
MÁLGAGN SÖSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón með sunnudagsblaði:
Árni Bergmann
Ritstjórn, afgreiðsla, augiýsingar:
Skólavörðust. 19. Sfmi 17500 (5 linur)
Prentun: Blaðaprent h.f.
YERÐBÓLGAN OG SKATTARNIR
Það var athyglisvert margt sem ólafur
Nilsson fyrrverandi skattrannsóknar-
stjóri hafði að segja i annars dauflegum
þætti um skattamál i sjónvarpinu i fyrra-
kvöld. ólafur benti i þættinum meðal ann-
ars á þann vanda sem skattayfirvöldum
er búinn i verðbólgusamfélagi þar sem
verðbólgan flytur til milli manna skatt-
frjálsar miljónir. Verðbólgan er megin-
meinsemdin, hún veldur stórfelldum til-
flutningi á skattfrjálsu fjármagni, sagði
Ólafur. Og: Bankastjórar hafa þvi meiri
áhrif i skattamálum en skattyfirvöld. Þeir
sem hafa óverðtryggð lán úr bönkunum i
stærri stil en aðrir komast betur af.
í þessum ummælum skattrannsóknar-
stjórans fyrrverandi er komið að kjarna
málsins, en nákvæmlega þennan kjarna
málsins hafa stjórnarvöld aldrei viljað
viðurkenna. Þess vegna hafa meirihlutar
alþingis og rikisstjóma einlægt verið að
setja skattareglur eins og hér væri engin
eða litil sem engin verðbólga. Þess vegna
hafa verið settar reglur um fyrningu,
verðhækkunarstuðul og þess háttar til
þess að rétta skuldakóngunum verð-
bólgugróða. Með þessu móti geta menn
fyrnt eign á fáeinum árum og þeim er
einnig i lófa lagt að selja sjálfum sér sömu
fasteignina eftir að fyrningartimanum
lýkur — aðeins á nafni nýs hlutafélags
sem er hægðarleikur að stofna hér á landi.
ólafur Nilsson viðurkenndi i skattaþættin-
um að þetta væri unnt; þannig er fræðileg-
ur möguleiki að fyma sama togarann fjór-
um til fimm sinnum að fullu, og þannig
geta sömu mennirnir orðið sér úti um
stórfellt skattfrjálst fjármagn.
Á undanförnum ámm hefur Ragnar
Arnalds formaður Alþýðubandalagsins
SÖLUSKATTUR - TEKJUSKATTUR
Að undanförnu hefur nokkuð verið um
það i málflutningi Gylfa Þ. Gislasonar for-
manns þingflokks Alþýðuflokksins að fella
bæri niður tekjuskatt en notast eingöngu
við söluskatt i staðinn. Þetta er sjónarmið
sem ofstækisfullir hægriflokkar hafa löng-
um haft en ekkert komist áfram með af
mörgum ástæðum, einkum vegna and-
stöðu verkalýðssamtaka i hverju landinu
á fætur öðru. í sjónvarpsþætti um skatta-
málin i fyrrakvöld kom fram að 15-20%
skattanna hér á landi eru beinir skattar,
yfirgnæfandi meirihluti semsé óbeinir
skattar. Þetta þarf að breytast að mati
Þjóðviljans. Enda hefur komið fram að ef
leggja ætti tekjuskattana niður þyrfti
söluskattur að hækka i 34% og söluskattur
án mismununar milli vöruflokka, sem oft
er erfitt að koma við, hefði það i för með
sér að ómálga börn og tekjulaus gamal-
menni greiddu skatta rétt eins og bjarg-
álna menn. Virkt tekjuskattskerfi með
stighækkandi álagningu hefur i för með
sér að unnt er að jafna nokkuð aðstöðu
skattgreiðenda i þjóðfélaginu en slik jöfn-
un er annar aðaltilgangur skattakerfisins.
Gallinn við auka sölskattsálagningu er og
sá að þar er miklu stolið undan eins og
hvað eftir annað flutt á alþingi skatta-
frumvörp sem hefðu i framkvæmd haft i
för með sér að fyrirtæki yrðu að greiða
skatta og að felldar yrðu niður hinar sér-
stöku undankomuleiðir fyrirtækjanna við
álagningu tekjuskattsins. Stjórnarliðið
hefur jafnan lagst harkalega gegn þessum
frumvörpum Ragnars, en nú er ekki ann-
að sýnna en að yfirgnæfandi meirihluti al-
mennings og fjölmiðlar styðji þau sjónar-
mið sem frumvörpin fela i sér. Þess vegna
verður að ætla að þegar á haustdögum
verði afgreidd á alþingi frumvörp sem af-
nema eða skerða að minnsta kosti veru-
lega það svigrúm til skattfrelsis sem fyr-
irtækin hafa. Þjóðviljinn sýndi fram á það
i sumar að þessum fyrirtækjum fer sifellt
fjölgandi; nú voru þau um 500 með 40
miljarða króna veltu — skattfrjálsa veltu.
Þessa ósvinnu verður að stöðva. —s.
hagfræðingur Alþýðusambandsins benti á
i umræddum skattaþætti sjónvarpsins —
þar eru það innheimtumennirnir sem
stela undan, þvi skattgreiðandinn kemst
þar aldrei hjá þvi að greiða sinn hlut. Von-
andi er að Alþýðuflokkurinn leggi senn
niður kröfur sinar um niðurfellingu tekju-
skattsins og hækkun söluskattsins en beiti
sér i staðinn að þvi verkefni ásamt Al-
þýðubandalaginu og verkalýðshreyfing-
unni, að endurbæta skattakerfið, loka
smugunum fyrir fésýsluöflunum, skatt-
leggja verðbólgugróða og söluhagnað og
að fleiri endurbótum sem blasa við. — s.
Stjórnarþjónkun
Pressan mætti embættis-
mönnum i skattamálaþætti i
sjónvarpinu I fyrrakvöld. Þegar
gengiö var i sjónvarpssal fengu
blaðamenn afhentar viðamiklar
töflur og samanburðartölur i
sérstakri möppu frá rikisskatt-
stjóra. Höföu þeir við orð að
betra hefði verið að fá plöggin i
hendur fyrr. Þegar þátturinn
hófst dró blaðamaður Morgun-
blaösins upp tvær vélritaðar
siöur með spurningum varðandi
töflur rikisskattstjóra. Aö þætt-
inum loknum gaf hann þá skýr-
ingu aö fyrr um daginn hefði
hann fengiö þær afhentar hjá
embætti rlkisskattstjóra. Eins
og fram kom i spurningum hans
voru þær við þaö sniönar að gefa
rikisskattstjóra tækifæri á aö
sýna hversu góöir skattgreið-
endur atvinnurekendur væru og
eiginlega væri það launafólkið
sem væru skattleysingjarnir.
1 sjálfu sér er ekkert viö þaö
að athuga þótt þessar spurning-
ar og svör við þeim kæmu fram,
en samspil rikisskattstjóra og
Morgunblaðsins I þessu tilfelli
er ekki embættinu til sóma. Það
ætti að vera skylda þess að mis-
muna ekki fjölmiðlum, enda
þótt Sjálfstæðisflokkurinn sé nú
i rikisstjórn.
Unga fólkið
hafnar Framsókn
Meðan Samband ungra
Framsóknarmanna hafði vind i
seglin á seinni hluta siðasta ára-
tugs og i byrjun þessa voru
SUF-þing jafnan vel sótt, enda
oft styr um þau. Þá hélt SUF
upp vinstri stefnu og vildi knýja
á um að Framsóknarflokkurinn
skipaði sér á bás vinstri flokka,
og taldi jafnvel aö honum bæri
aö vera forystuafl félagshyggju-
og jafnaðarfólks I landinu. Á
þingi SUF á Akureyri 1970 voru
þingfulltrUar milli 150 og 170.
Næsta þing þar á undan var
haldiö á Hallormsstað og sóttu
það einnig rúmlega 150 fulltrúar
alls staðar af landinu.
Nú var SUF-þing haldiö I ná-
grenni Reykjavikur, að Laugar-
vatni, og sóttu það aðeins um 50
fulltrúar. Þetta segir sina sögu.
Samband ungra framsóknar-
manna hefur gengið I norræna
miöflokkasambandið, NCU,
Nýkjörin stjórn SUF — ritarinn
fallist á miðflokksskilgreiningu
flokksstjórnarinnar, og hætt öll-
um tilraunum til þess að hafa
róttæknisáhrif á flokksforyst-
una. Þessi nýja stefna fær ekki
hljómgrunn meðal ungs fólks.
Þingsóknin sýnir betur en
margt annað, að fjöldi manns,
sem hefur verið virkur I samtök
um ungra Framsóknarmanna
hefur hafnað SUF-stefnunni.
Þrátt fyrir mikinn erindrekstur
og áróöur starfsmanns SUF og
flokksskrifstofunnar, sem lagöi
mikið upp úr þvi aö þingið yrði
sem glæsilegast, tókst ekki að
ná upp neinni stemningu eða á-
huga. Samband ungra Fram-
sóknarmanna viröist á góðri
I fremstu röð tii hægri.
leið með að lognast útaf nema
sem feröaklúbbur fyrir
SUF .stjórnina á miðflokkaþing
á Norðurlöndum og viöar.
SUF í háskóla og
á landsbyggðinni
Fyrir 6 til 7 árum voru nokkrir
forystumenn Sambands ungra
Framsóknarmanna atkvæða-
miklir I félags- og stjórnmála
vafstri háskólastúdenta. Fram-
lag þeirra I forystuliði stúdenta-
pólitikurinnar gerði þaö að
verkum aö ávalt var nokkur
hópur námsmanna i Háskólan-
um sem fylgdi SUF að málum.
NU er svo komið aö sá háskóla-
stúdent fyrirfinnst varla, sem
gengst við þvi að vera Fram-
sóknarmaöur, hvað þá að þeir
láti á sér kræla I forystusveit
stúdenta. Þessi þróun hlýtur aö
vera umhugsunarefni fyrir
Framsóknarforystuna.
Bót i máli væri þó ef Fram-
sóknarflokkurinn gæti státað af
öflugum stuöningi ungs fólks á
landsbyggðinni. Samsetning
fulltrúa á SUF-þinginu og fá-
mennið sýnir þó að þessu eiga
Framsóknarmenn ekki aö
fagna. Ef svo heldur áfram
verða það einungis ungir starfs-
menn kaupfélaga og samvinnu-
hreyfingarinnar sem verða full-
trúar landsbyggðarinnar I SUF
af hagkvæmnis- og frama-
vonarástæðum. Hvaða ályktan-
ir skyldi forysta Framsóknar
flokksins draga af þessari þró-
un? Það er óneitanlega þægi-
legra i bili að hafa svo leiðitama
ungmennahreyfingu, en hættu-
legt gæti það oröiö til lengdar.
Fer það saman?
I sumum ráðuneytum er ósk-
að eftir því að embættismenn
taki ekki opinberlega þátt I
störfum stjórnmálaflokka eða
gegni trúnaöarstörfum á þeirra
vegum. Þetta gildir þó ekki i
dómsmálaráðuneytinu að þvi er
best veröur séð, og er þó ærin á-
stæða til þess að embættismenn
þar séu formlega yfir flokks-
pólitisk tengsl hafnir.
A SUF-þinginu var Eirikur
Tómasson kjörinn ritari sam-
bandsins. Hann er embættis-
maður I dómsmálaráöuneytinu
og gegnir þvi starfi að endur-
skoða og hafa eftirlit meö dóm-
gæslu og dómsmálastörfum
sýslumanna og annarra dóm-
gæslumanna Ut um land. 1
seinni tlð hafa einkum Fram-
sóknarmenn valist til þeirra
starfa, og væntanlega taldir
öðrum hæfari til þess að gegna
þeim. Þaö er að sinu leyti viö
hæfi aö pólitiskur ábyrgðaraöili
i Framsóknarflokknum hafi eft-
irlit meö sinum, en visast er að i
öðrum réttarfarsrlkjum en ts-
landi þætti þetta ekki siðferði-
lega kórrétt. —ekh.