Þjóðviljinn - 02.09.1976, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 02.09.1976, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fiinmtudagur 2. september 1976 Jón Grímsson áttrœður í dag Kveðja til hjónanna Freyju Finnsdóttur og Jóns Isleifssonar Viö skyndilega brottkvaðningu vina verðum við gagntekin ein- hverju átakanlegu tómi og berj- umst gegn raunveruleikanum og neitum að trúa sannleikanum. Þannig varð mér um sunnudag- inn 22. ágúst s.l. þegar ég frétti, að þau hjónin Freyja Finnsdóttir og Jón tsleifsson væru látin. Freyja fæddist XI. júli 1922 á Hellnafelli i Eyrarsveit. Foreldr- ar hennar, Finnur Sveinbjörnsson og Halla Halldórsdóttir lifa dóttur sina aldin. Jón fæddist 26. júni 1903 að Tindi I Kirkjubólshreppi i Strandasýslu. Voru foreldrar hans hjónin tsleifur Jónsson og Kristborg Guðbrandsdóttir. Jón og Freyja gengu i hjóna- band 13. nóvember 1943 og eignuðust þrjá syni, tsleif, Finn og Eggert Svein. Eru þeir allir búsettir i Stykkishólmi ásamt fjölskyldum sinum. Var þeim Freyju og Jóni mikið yndi aö þvi að hafa þá svo nærri sér, tengda- dæturnar og barnabörnin. Bjarg hét húsið þeirra i Stykkishólmi. Og má með sanni segja, að þau reistu hús sitt og heimili á bjargi. Það bjarg bifaðist aldrei alla þeirra búskapartið. Þar ólust synirnir upp i þeirri elsku og umhyggju sem heimili þeirra var gætt. Þar stigu barnabörnin fyrstu sporin. Og þangað komu svo fjölmargir og nutu ástúðar þeirra og gest- risni, sem voru engin takmörk sett. Við hér i Bjarnarhöfn áttum þvi láni að fagna að eignast þessi hjón að vinum og þar bjó ég i tvo vetur, meðan ég gekk i skóla i Stykkishólmi og voru þau þá mér sem bestu foreldrar. Þar áttum viö sem annað heimili er ávallt stóð opið og svo var einnig fleir- um. Siðustu árin veitti Jón forstöðu litlu útgerðarfyrirtæki þar i Hólminum og ræddum við oft um rekstur slikra fyrirtækja og gang landsmálanna en þau voru Jóni ætið mjög hugleikin. Blöskraöi honum hvernig óheiðarleiki og ódrenglyndi virtust færast i vöxt i viðskiptum. Eitt sinn er við rædd- um þetta, bætti hann við: „Heldur -segi ég þessu öllu frá mér heldur en gera annað en það, sem ég tel heiðarlegast og sannast.” Þannig var Jón i öllu fari sinu, haldinn rikri réttlætis- kennd. Bæði tóku þau hjónin virkan þátt i félagsstarfi héraðsins. Jón var um árabil framámaður i sjálfstæðisfélaginu i Stykkishólmi og Freyja 1 kvenfélaginu. Freyja var afar lagin við sauma og á staö sem þessum, þar sem er engin opinber saumastofa, getur fylgt þvi býsna mikil ánauð. Og þeir voru ófáir sem leituðu til hennar með eitt og annað. öllum tók hún með stakri ljúfmennsku og borgun i peningum var ekki aðalatriðið heldur var það gleðin yfir að geta gert öörum greiða. Þau hjónin voru svo einkar samhent og fölskvalaus i einlægni sinni og kærleik. Og þegar maður gekk niöur tröppurnar frá heimili þeirra á Bjargi eftir að hafa notið gestrisni þeirra og alúöar var hann léttari i bragði og leit ver- öldina bjartari augum en áður. Slikur var styrkur þeirra. Við brottför þeirra verður lengi tóm og skarð þeirra fyllir enginn. En treginn vikur fyrir hugljúfum minningum og þakklæti fyrir samferðina. Þeim sem nú sárast syrgja, sendum viö okkar innilegustu samúðarkveðjur. t sorg sinni eiga þau fjársjóð að hverfa til, fjársjoð sem öllu er dýrmætari og aldrei fyrnist, en þaö er minningin um ástúðlegt heimili, göfuga og elskurika foreldra, tengdafor- eldra, afa og ömmu. Jón Bjarnason Bjarnarhöfn Jón Grimsson, fyrrverandi kaupfélagsstjóri Kaupfélags Reykjavikur og nágrennis, er átt- ræður i dag. Jón fæddist 2. september 1886 i Húsavik við Steingrimsfjörð. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum i Reykjavik voriö 1918. Eftir stúdentspróf las hann hagfræði við háskólann i Kaupmannahöfn, en tók próf frá verslunarskóla Niels Brocks 1921. Vann hann siðan i Kaupmannahöfn til 1924 við endurskoðun og vátryggingar. Eftir að hann kom heim til Reykjavikur vann hann að ýmsum störfum ma. i utanrikis- deild stjórnarráðsins og hjá Oliu- verslun tslands, en 1929 gerðist hann starfsmaður Landsbanka íslands og vann siðan hjá bank- anum, m.a. sem útibússtjóri Landsbankans á Eskifirði, banka- ráðsfulltrúi, aðalbókari og fleira, að undanskildum árunum 1955-57. Hann var kaupfélagsstjóri KRON frá 1. janúar 1955 til 30. september 1957, Jón var kvæntur Hallfriði Brynjólfsdóttur frá Broddadalsá i Strandasýslu og eignuðust þau tvö börn, Ragnheiði og Braga. Árin 1955 til 1957 voru erfið ár fyrir smásöluverslun,og kom það við KRON eins og önnur fyrir- tæki, sem stunduðu þann rekstur, en Jón sýndi þá aö hann var maður til að takast á við erfið- leikana og sýndi mikinn dugnað og fyrirhyggju. Hann ávann sér traust allra þeirra, sem hann átti skipti við, bæði stjórnarmanna KRON og starfsfólks, og hefðu allir kosið að hann héldi starfinu áfram. En eðlilega óskaði hann eftir að hverfa aftur til Lands- bankans þar sem mikilvæg störf biðu hans. 1 umgengni er Jón hvers manns hugljúfi, skoðanafastur og ræðir mál sitt af rökfestu. Eftir að Jón hætti störfum hjá KRON hefur hann jafnan fylgst með málefnum þess og verið full- trúi á aöalfundum. Stjórn KRON þakkar Jóni, á þessum merkisdegi hans, fyrir allt sem hann hefir unnið KRON og allan þann áhuga sem hann hefur sýnt málefnum þess. Jafn- framt óskar hún honum og öllu hans venslafólki gæfurikrar framtiðar. Stjórn Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis Ekki datt mér i hug að minn góði vinur, bekkjarbróðir og sam- herji um margra áratuga skeiö, Jón Grimsson, væri orðinn átt- ræður, fyrr en ég heyrði það i gær. Mér fannst það satt að segja ótrúleg frétt. Ég hef aldrei séð nein ellimörk á honum. Ég hugsaði sem svo, að ekki mætti minna vera en að ég sendi honum heillaóskaskeyti og notaöi tæki- færið til aö þakka honum fyrir langt samstarf að sameiginlegu málefni, fyrir vináttu hans og skemmtilegar samverustundir. Og var þá ekki alveg eins gott að biðja Þjóöviljann, okkar góða, gamla blaö, fyrir kveðjuna? Og hérmeð er henni komið á fram- færi. Meira þarf raunar ekki að segja. Og þó hvarflar hugurinn ósjálfrátt til liðinna tima á svona stundum. Við kynntumst ekki neitt sérlega náiö á skólaárunum, þau þrjú ár sem við vorum bekkjarbræður, og heldur ekki á námsárum okkar i Kaupmanna- höfn. Þó vissi ég nokkuð um manninn eftir þau kynni. Ég vissi að hann var gagnrýninn mjög, drengur góöur, traustur félagi og Ihaldsmaður I stjórnmálum. Ef við bar að viö ræddum stjórn- mál á þeim árum, vorum viö ævinlega mjög ósammála. Hann var skæöur andstæöingur i rök- ræðum. Jón hefur alla tið verið dulur maður og hlédrægur. En ég átti þó eftir að kynnast þvi betur, sem i manninum bjó. Og hamingjunni sé lof fyrir það. Það var einn dag, snemma vors 1930, að ég hitti Jón á götu I Reykjavik, en þá hafði fundum okkar ekki borið saman um nokkurt skeið. Hann stöðvaði mig og spurði hvort ég vildi mæla með sér ef hann sækti um upptöku i Jafnaðarmannafélagið Spörtu. Ég spurði hann hvort honum væri alvara. Já, nú er mér bláköld alvara, segir Jón. Þetta voru mér óvænt og mikil tiðindi og góð. Ég vissi að maður eins og Jón tók ekki slikt skref að óhugsuðu máli. Ég vissi meira að segja, að hann hafði þrauthugsað málið árum saman. Þessi eina upptökubeiðni var mér svo mikils virði, að atburðurinn leið mér ekki úr minni, þótt áratugirnir liðu og fennti yfir flest spor. Þetta var mikil viðurkenning fyrir þann málstað, sem ég trúði á. Þarna fór óvenjulega gagnrýninn maður, sem dró ekki svona veiga- miklar ályktanir fyrr en hann hafði kannað til þrautar, að öll rök voru pottheld. Margt hefur á dagana drifið siðan þetta gerðist. öll sú reynsla hefur verið ein samfelld sönnun þess, að Jón vissi vel hvað hann var að gera þennan dag, hversu stór þessi ákvörðun var og hvi- likar skyldur hún lagði honum á herðar allt lifið. Margt er mér minnisstætt úr þeirri reynslu. En þó eitt alveg sérstaklega. Jón var beðinn aö fara úr góðu starfi til þess að taka að sér kaupfélags- stjórastöðu i KRON, þegar mikið þótti við liggja að fá traustan mann. Þetta var lika mikil ákvörðun. Hann þurfti að hugsa sig vandlega trm. Og hann gerði það áreiðanlega. Hann lét öll persónuleg sjónarmið vikja, nú vissi hann að hreyfingin þurfti á kröftum hans að halda, og þá var aðeins eitt til: að gera sitt besta. Það hefur ávallt verið aðalsmerki Jóns að vera reiðubúinn, þegar skyldan kallaði. Það var hann lika i þetta skipti. Ég vona að þeir, sem kunnugri eru, geri starfi hans á þessu sviði verðug skil. Og Jón hefur ekki gert þaö endasleppt. Kominn fast að átt- ræðu gekk hann alla leið meö Keflavikurgöngunni i vor. Þetta var honum likt. Það ber ekki aðeins vott um hraustan likama heldur lika þrekmikla og stóra sál. Og nú er aðeins eftir að ljúka erindinu: Kærar þakkir meö ósk um margar góðar og hamingju- rikar stu idir á niunda áratugn- um. Brynjólfur Bjarnason Herbergi óskast Ung háskólastúlka óskar eftir herbergi til leigu, helstigamla bænum. Upplýsingar á skrifstofu Þjóðviljans i sima 17500 milli 5 og 7. Trésmiðir Viljum ráða nokkra trésmiði. Upplýsingar frá kl. 9-16 i sima 81935. ístak h/f íþróttamiðstöðinni. Skrif stof uþ j álf un Mímis Einkaritaraskólinn veitir nýliðum starfsþjálfun og öryggi endurhæfir húsmæður til starfa á skrifstofum stuðlar að betri afköstum, hraðari af- greiðslu sparar yfirmönnum vinnu við að kenna nýliðum tryggir vinnuveitendum hæfari starfskrafta tryggir nemendum hærri laun, betri starfsskilyrði sparar námskostnað og erlendan gjaldeyri Mímir — Brautarholti 4 simi 10004 eða 11109 (kl. 1-7 e.h.) fStaða forstöðumanns i Tónabæ er laus til umsóknar. Umsóknar- frestur er til 10. september. Laun skv. kjarasamningi borgarstarfsmanna. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif- stofu Æskulýðsráðs Reykjavikur, Fri- kirkjuvegi 11. Þar eru einnig veittar nán- ari upplýsingar um starfið. Æskulýðsráð Reykjavíkur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.