Þjóðviljinn - 02.09.1976, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 02.09.1976, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 2. september 1976 ÞJÖOVILJINN — SÍÐA 11 Hörkuleikur er Reynir sigraði í 3. deildinni Afturelding9 Reynir Arskógströnd og Þróttur Neskaupstað keppa því um annarrar deildar sœti 1 gærkvöldi háðu Reynir, Sand- geröi, og Afturelding, Mosfells- sveit, úrslitaleikinn I 3. deildar- keppninni. Var þetta aukaleikur, þvi I fyrri leik liöanna varö jafn- tefli þrátt fyrir framlengdan leik. Þaö var barist af meira kappi en forsjá I gærkvöldi. Endalaust spörk um allan völl voru einkenni leiksins, lltiö sem ekkert gert af þvi aö láta boltann ganga og oft meira hugsaö um manninn en boltann. Reynismenn voru áberandi betriaöilinn. Þeir skoruöu aö visu ódýr mörk þvi varnarmenn og maikvöröur Aftureldingar voru kæruleysiö uppmálaö meirihluta leiksins. Fyrsta markiö skoraöi Aftur- elding og þar var þjálfari liösins, Kristján Sigurgeirsson fyrrum leikmaöur meö IBV, aö verki. Július Jónsson jafnaöifyrir Reyni 1-1 úr vitaspyrnu, en skömmu fyrir leikhlé skoraöi Ómar Bjarnason svo 2-1 fyrir Reyni meö skallabolta eftir hornspyrnu. Staöan I leikhléi var þvi 2-1. en eftir hlé jafnaöi Afturelding. Þar var þjálfarinn, Kristján Sigur- geirsson, aftur aö verki eftir aö hafa fengiö stungubolta inn i vita- teiginn. Eftir jöfnunarmarkiö var leikurinn I járnum. Reynir sótti— þó meira og skoraöi m.a. eitt mark sem Guömundur Haralds- son ágætur dómari leiksins dæmdi af vegna brots á mark- verðinum. Þaö lá þó I loftinu mark hjá Reynismönnum, og aö- eins tveimur mínútum fyrir leiks- lok endaöi boltinn I netmöskvum Aftureldingar. Fyrirgjöf kom frá vinstra kanti til Ómars Bjarnasonar sem fékk nægan tima til þess aö leggja boltann fyrir sig og senda hann siöan meö þrumuskoti aö marki. Rafn Thorarensen markvöröur kom engum vörnum við og sigur- mark leiksins var þar meö oröiö staöreynd. 1 ööru sæti 3. deildarkeppninnar var þvi liö Aftureldingar. t þriöja sæti varö Þróttur Neskaupstaö og fara þessi tvö liö I sérstaka auka- keppni við neösta liöiö I 2. deild, Reyni Arskógströnd. Veröur þá keppt um eitt aukasæti I 2. deild. —gsp Kornelia Ender I uppáhalds grein sinni, flugsundinu. Hún segir a Shirley Babasoff, sé lltil iþróttamanneskja. Babashoff lítil íþróttamannesk j a — segir K. Ender í viðtali við þýskt blað 1 viötali viö þýska æskulýös- blaöiö „Jungc Welt” segir Korne- lia Ender, sunddrottningin frá ÓL - i Montreal I sumar aö aöal keppi- nautur hennar á leikunum, bandariska stúlkan Shirley Baba- shoff, sé lítil iþróttamanneskja. „Eftir sigur minn I 200 m. skriðsundi, óskaöi hún mér ekki einu sinni til hamingju, leit ekki viö mér, og þegar viö gengum til bandarisku stúlknanna, og óskuö- um þeim til hamingju eftir sigur þeirrai 4x100m.boösundinu snéri hún sér frá okkur og þaö voru aö- eins 3 bandariskar stúlkur, sem tóku á móti hamingjuóskum okk- ar. Ender, sem veröur 18 ára 25. október nk. sagöi i samtalinu viö blaöiö aö sin uppáhaldsgrein i sundinu væri 100 m. flugsund og aö sig dreymdi um aö synda vegalengdina undir einni minútu. i í Glassexport-keppninnisem háö var um siöustu helgi sigraöi Björgvin Þorsteinsson meö þremur hö um minna en Ragnar ólafsson úr GR. Björgvin fór á 145 höggum og tekur hér viö verðiaununuin glæsilegum tékkneskum kristal. ' 11 | > Björgyin er langefstur í stigakeppni golfmanna — en um næstu þrjú sæti er mikil barátta Björgvin Þorsteinsson hefur hvorki meira né minna en fjörutiu stiga forskot á næsta mann i stigakeppni Golfsam- bands tslands, en þaö er ein- mitt hún sem ræöur þvi hvern- ig landsliösúrvaliö skipast hverju sinni. Aö loknum átta stigamótum GSt I sumar er röö efstu keppenda þessi (10 efstu skipa landsiiösúrvalið; stig eru úr þremur bestu mót- um): 1. Björgvin Þorsteinsson G.A. 135.95 2. Ragnar Ólafsson G.R. 95.95 3. Þorbjörn Kjærbo G.S. 95.50 4. Sigurður Thorarensen G.K. 95.20 5. Þórhallur Hólmgeirsson G.S. 85.85 6. Geir Svansson G.R. 65.20 7. Sigurður Pétursson G.R. 60.30 8. Einar Guðnason G.R. 54.30 9. Jón Haukur Guölaugsson N.K. 52.15 10. Óskar Sæmundsson G.R. 48.50 Næstu sæti skipa eftirtaldir: 11. Hallur Þórmundsson G.S. 47.25 12. Magnús Halldórsson G.K. 43.20 13. Óttar Yngvason G.R. 34.95 14. Loftur Ólafsson N.K. 29.50 15. Sigurjón R. Gislason G.K. 28.50 Snæfellingar og Borg- firðingar háðu og báðir aðilar báru sigur á býtum! Sunnudaginn 15. ágúst sl. fór fram i Ólafsvik, keppni unglinga, 16 ára og yngri, frá Héraössam- bandi Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu og Ungmennasambandi Borgarfjaröar, I frjálsum iþrótt- um og sundi. Keppni þessi sem nefnd hefur veriö Snæborgar- keppni var háö aö Varmalandi i fyrsta sinn sl. sumar. Keppni þessi er stigakeppni en stig eru reiknuö sér fyrir frjáisar iþróttir og sömuleiöis sund. Hvort sam- band sendir 4 þátttakendur i hverja grein. Stiga -keppni frjálsra iþrótta var mjóg jöfn en Snæfellingar báru sigur úr býtum . hlutu 279 l/2stig en Borgfiröingar 276 1/2 stig. Sundkeppnina unnu Borgfiröingar meö yfirburöum hlutu 214 stig, Snæfellingar 113 stig. Sigurvegarar i einstökum greinum uröu þessir: Frjálsar iþróttir Sveinar: 100 m. hl. sek. Erlingur Jóhannss. HSH 12,3 min. 800 m. hl. Arnljótur Arnarson HSH 2:13,3 sek. 4x100 m. boðhl. SveitHSH 50,5 Langstökk m. Erlingur Jóhannss. HSH 5,29 þristökk Erlingur Jóhannss. HSH ll,70m. hástökk keppni Unnar Vilhjálmsson UMSB 1,60 kúluv. Einar Vilhjálmss. UMSB 13,73 kringluk. EinarVilhjálmss.UMSB 44,88 spjótk. Einar Vilhjálmss. UMSB 47,94 Framhald á bls. 14. Breiðablik - Valur mæt- ast í kvöld tkvöld klukkan hálfsjö mun liö Breiöabliks og Vais mætast aö nýju i undanúrslitum bikarkeppni KSt. Fyrri leik liöanna iauk meö 0-0 jafntefii eftir framlengdan leik á þriöjudagskvöld. Baráttan var I hámarki, leikurinn hörkuspennandi, og er ekki aö efa aö hiö sama veröur uppi á teningnum i kvöld. Leikurinn fer aö þessu sinni fram á heimavelli Breiöabliks I Fifuhvammi. —gsp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.