Þjóðviljinn - 02.09.1976, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 2. september 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7
Fyrsta götuljóskerið
í Reykjavík tendrað
fyrir hundrað árum
I dag, 2. september 1976, eru
liðin eitt hundrað ár frá þvi að
kveikt var á fyrsta götuljósker-
inu i Reykjavik. Ljósker þetta
var sett upp neðan við Bakara-
brekkuna (nú Bankastræti), eða
nánar tiltekiö við Bakarabrúna
Hér var um að ræða stein-
oliulukt á þar til gerðum stólpa,
eins og sést á myndinni.
Olluluktirnar voru fáar i upp-
hafi en fjölgaði smám saman. A
þessum tima voru götuljósin
staðsett við gatnamót fyrst og
fremst, til að visa fólki veginn
en ekki til að mynda samfellda
lýsta braut. Götuljósin voru
mikil nýlunda og þóttu auka á
glæsibrag bæjarins.
Til umræðu kom á árunum
1888-94 að kaupa breskar raf-
stöðvar til götulýsingar, en þær
reyndust of dýrar. Með tilkomu
Gasstöðvarinnar árið 1910 hófst
uppsetning gaslukta til götulýs-
ingar I Reykjavik. Munu þær
hafa orðið nokkuð á þriðja
hundrað.
Þegar Elliðaárstöðin tók til
starfa og Rafmagnsveita
Reykjavikur hóf starfsemi sina
áriö 1921, tók hún alla götulýs-
ingu að sér. Þetta þótti mikil
framför, liklega ekki sist vegna
þess, að þá var hætt að slökkva
götuljósin á miðnætti, en þau
látin loga allar nætur þegar
dimmt var.
Götulýsingin tók siðan
miklum breytingum með vax-
andi umferð ökutækja. Á siðustu
áratugum hefur markvisst
verið leitast við að lýsa allar
götur borgarinnar sem best,
ekki sist miklar umferðargötur.
Teknar hafa verið i notkun
nýjustu og fullkomnustu ljós-
gjafar og götuljósakerfinu er
fjarstýrt frá einni stjórnstöð.
Nú eru rúmlega 13.000 götuijós
á orkuveitusvæöinu, en voru
300, þegar raflýsingin hófst.
Kostnaður við götulýsingu er
allverulegur, sem sést á þvi, að
stofnkostnaður samfara meðal-
stóru götuljósi er talsvert yfir
100.00 kr. og rekstrarkostnaður
um 10.000-25.000 kr. á ári, eftir
stærð.
Nú fer haust I hönd og hlut-
Til hægri á mynd þessari, sem mun tekin fyrir aldamót, sést fyrsti
götuljósastólpinn viö Bakarabrúna. A honum var steinoifulukt.
Ljósm.: Sigfús Eymundsson, ljósmyndari.
verk götuljósanna verður æ
mikilvægara. Þvi miður eru ár-
lega unnin veruleg skemmdar-
verk á götuljósunum, sem þó
voru sett upp i þeim megintil-
gangi að vernda lif og limi borg-
aranna. Tjón vegna þessara
skemmdarverka nemur nú ár-
lega um 5-10 milljónum króna.
Vonandi ber fólk framvegis
gæfu til aö standa vörö um
þessa eign sina, götuljósin, svo
að þau gegni hlutverki sinu sem
best.
Frá Rafmagnsveitu Reykja-
vikur.
KVIKMYNDASÝNINGAR Á HAUSTSÝNINGU:
Verk eftir Robert Rauschenberg, en hann kemur við sögu I myndinni Listmálarar mála sem sýnd verð-
ur kl. 20 i kvöld.
Listmálarar mála og
2 myndmótunarmenn
/ 1F ERLENDUM
E SÓKAMARKAÐI
i dag, fimmtudag verða
tvær kvikmyndasýningar
að Kjarvalsstöðum, í
tengslum við Haustsýningu
FIM. Kl. 17.30 verður sýnd
mynd um tvo myndmótun-
armenn og kl. 20 myndin
Listmálarar mála.
Listmálarar mála
Listáhugafólk fær hér annað
tækifæri til þess að sjá þessa frá-
bæru mynd, sem áður var sýnd i
Menningarstofnun Bandarikj-
anna. Þykir myndin einstaklega
vel úr garöi gerð og fjallar um þá
amerisku listmálara sem búa og
starfa I New York, þaðan sem
þeir hafa markað djúp spor i
nútima myndlist. Sýnd eru verk
þeirra og vinnubrögö og spjallað
um ýmsar hliöar listsköpunar.
Meöal þeirra sem fram koma i
myndinni eru Frank Stella,
Willem de Kooning, Jasper
Johns, Andy Warhol, Robert
Rauschenberg, Pavia, Barnett
Newmann, Robert Motherwell,
Hans Hoffman, Helen Franken-
thaler, Kenneth Noland, Stils,
Larry Poons og Jules Olitski.
Einnig koma fram i myndinni
listfræðingar og gagnrýnendur og
þeir ræða um það hvað það er
sem skapar nýjar stefnur og við-
horf I myndlist — listamenn,
gagnrýnendur eða listasöfn.
Myndina gerði Emile de
Antonio, en hann er þekktur fyrir
skelegga kvikmyndagerö, þ.á.m.
myndina „Millhouse” um
Richard Nixon, sem m.a. var
sýnd i islenska sjónvarpinu.
Tveir myndmótunarmenn
Þessir tveir myndlistarmenn
sem hér koma við sögu eiga litið
annað sameiginlegt en mótun þri-
viðra verka. Henry Moore er lik-
lega mesti myndhöggvari !eng-
lendinga á þessari öld og hann
leggur út af margbreytilegum
Framhald á bls. 14.
Prehistoric Britain and
Ireland.
J. Forde-Johnston. Dent & Sons
1976.
Forsögulegar byggingar og
þróun þeirra á Bretlandseyjum er
inntak þessarar bókar. Höfundur-
inn, sem hefur fengist viö safn-
vörslu hefur skrifað nokkrar bæk-
ur um hliðstæð efni. Steinaldar-
fólk gerði sér grafir og virki úr
steini og kom upp steinhvirfing-
um, sem vöktu og vekja furöu
manna enn þann dag i dag á þvi
að slik mannvirki væru möguleg
á þessum timum. Timburbygg-
ingar þessa fólks eru löngu horfn-
ar, þó geta menn stundum áttaö
sig á gerð þeirra af undirstöðun-
um, þar sem þær hafa veriö úr
steini. Höfundurinn telur aö um
áhrif hafi verið aö ræða frá Aust-
urlöndum i gerð steinbygginga á
Bretlandseyjum um þetta leyti,
en um það efni hafa komið fram
þær kenningar, að áhrifanna til
byggingarlagsins i Mykene sé að
leita á Suður Spáni, áhfrifin hafi
sem sagt borist að vestan og
noröan suöur að Miðjarðarhafi.
Svo má vel vera að ekki sé um
nein áhrif að ræða, heldur hafi
þetta byggingarlag mótast af
nauösyninni og aðstæðunum og
byggingarlagiö mótast af hráefni
hvers staðar. Alls staðar þar sem
menn byggja landssvæði kom upp
þörf fyrir einhverskonar timatal
og sumir álita að steinhvirfing-
arnar á Bretlandseyjum séu
reistar I sambandi við það, svo að
það þarf ekki að vera um nein
áhrif að ræða.
Höfundurinn rekur byggingar-
sögu forn og ný-steinaldar, birtir
myndir og uppdrætti og ber fram
skynsamlegar getgátur um þau
efni, sem vekja ýmsar spurning-
ar, en engin svör finnast við i
minjum frá þessum timum. Ytar-
leg bibliografia fylgir bókinni.
*
An Essay Concerning
Human Understanding
John Locke. Abridged and Edited
with an introduction by A.D.
Woozley. Fontana CoIIins. Fifth
Impression 1973.
Þessi bók er ein þeirra sem
breyttu heiminum. Ritið er eitt
undirstöðurita upplýsingarinnar,
og með þvi rýrnuðu mjög áhrif
Aristótelesar á evrópska heim-
speki. Ahrif þessa essays urðu
hliðstæð áhrifum rita Lockes um
stjórnmál, sem komu út skömmu
fyrir aldamótin 1700, án þess að
höfundar væri getið, en þau rit
mótuðu mjög pólitiska stefnu
Whigganna á Englandi. Þessi bók
kom i fyrstu út siðast á árinu 1689,
á titilblaði er ártalið 1690. Með
kenningum Decartes og Lockes
var vegurinn ruddur fyrir gleggra
staðreyndaskyn og rannsóknir á
fyrirbrigðum náttúrunnar og
mannlifsins.
Fontana hefur gefið út i kiljum
ýmis undirstöðurit enskrar heim-
speki, rit eftir Berkeley, Bentham
og Mill.auk rita eftir Hume, en
meðal rita hans hefur komið 1.
bók A Treatise of Human Native
og væntanlegar eru 3. og 3. bók
þess rits i útgáfu Páls S. Ardals.
Guðrún Helgadóttir, deildarstjóri:
Tryggingastofnunin „pússar fólk ekki saman”
1 blaði yðar I dag, 31. ágúst,
birtist grein með fyrirsögninni
TRYGGINGARSTOFNUNIN
PÚSSAR FÓLK SAMAN. Þar
sem nokkurs misskilnings gætir i
umræddri grein, viljum við taka
eftirfarandi fram:
I lögum um almannatrygg-
ingar, 11. grein segir svo:
„Lifeyrir hjóna, sem bæði fá
lifeyri, skal nema 90% af lifeyri
tveggja einstaklinga.”
I 51. gr. laga um almanna-
tryggingar segir svo:
„Sama rétttil bóta og hjón hafa
samkvæmt lögum þessum
einnig karl og kona, sem búa
saman og eru bæöi ógift, ef þau
hafa átt saman barn eða konan
er þunguð af hans völdum eða
sambúðin hefur varað sam-
fleytt I 2 ár. (Undirstrikun
min). Sama gildir 'um bótarétt
þess, sem eftir lifir, þegar hitt
deyr. SHkt sambúðarfólk
öðlast aldrcij meiri bótarétt en
þau hefðu haft, f ef þau væru
hjón....” (Undirstrikun min).
Eins og sést af þessum laga-
ákvæðum, er það ekki Trygginga-
stofnunin, sem „pússar fólk
saman”, heldur gerir löggjafinn
það. Tryggingastofnunin fram-
kvæmir lög um almannatrygg-
ingar, én það er Alþingi, sem
samþykkir og gefur út lög. Tveir
lifeyrisþegar, sem búa i sama
húsnæði, fá þvi aöeins hjónalíf-
eyri að þeir séu skráðir i sambúð i
þjóðskrá.
Að lokum ber þess að geta, að
þetta lagaákvæði um sambúð er
fyrst og fremst gert til aðtryggja
réttindi sambúðarfólks en ekki til
aö skerða þau. T.d. tryggir það
sambúðarfólki rétt við lát maka,
ef eftirlifandi maki er innan við 67
ára aldur, sem þaö annars ekki
nyti.
En eins og getið er i umræddri
grein, fá hjón og sambúðarfólk
90% af lifeyri tveggja einstak-
linga, og heitir það hjónaltfeyrir
og er einnlifeyrir. Það er hin eina
löglega afgreiðsla, og ekki nein
uppfinning Tryggingastofnunar,
heldur rétt framkvæmd á ofan-
nefndum lagagreinum. Til þess
að breyta henni, þarf breytingu á
lögum um almannatryggingar.
Með kveðjum,
Félagsmála-og upplýsingadeild,
Guðrún Helgadóttir
deildarstjóri.