Þjóðviljinn - 02.09.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.09.1976, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 2. september 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Nató-herstöðvar á Möltu lagðar niður 1979 Mintoff vingast við Alsir og Libiu KÓREA: Dregur úr spennunni Heldur viröist nii draga úr spennunni á mörkum Norður- og Suður-Kóreu, en þar skapaðist sem kunnugt er mikið hættuástand er til átaka kom milli bandariskra og norðurkóreanskra hermanna með þeim afleiðingum að tveir bandariskir liösforingjar létu lifið. ALSÍRBORG 31/8 — Malta hefur lýst þvl yfir að hún muni lýsa yfir hlutleysi jafnskjótt og erlendar herstöðvar á eynni hafa verið lagðar niður, og muni þá nokkur grannrfki ábyrgjast hiutleysi maltverja. Er þetta tekið fram i yfirlýsingu, sem þeir Dom Mintoff, forsætisráðherra Möltu, og Houari Boumedienne, forseti Alsir, gáfu út sameigmlega i lok opinberrar heimsóknar Mintoffs til Alsirborgar. Bretland hefur herstöðvar á Möltu á vegum Nató og borgar Möltu 14 miljónir sterl- ingspunda álega fyrir þá aðstöðu. Bretar hafa á eynni meðal annars sérþjálfaðar sveitir úr land- gönguliði hers sins og flugvélar, sem notaðar eru til þess að fylgj- ast með sovéskum herskipum á Miðjarðarhafi. Bretland hefur lýst þvi yfir að það muni verða á brott með her sinn af Möltu árið 1979. Malt- verjar hafa veriö mjög efnahags- lega háðir herstöðinni og er svo að _heyra á yfirlýsingu þeirra Mintoffs og Boumediennes aö Malta muni reyna að bæta upp þann tekjumissi, sem hún verður fyrir við brottför breska hersins, með efnahagslegri samvinnu við önnur Miðjarðarhafsriki, einkum Alsir og Libiu, sem bæði eru oliu- auðug. Þessi riki sem bæði eru utan hernaðarbandalaga, munu einnig taka að sér að ábyrgjast hlutleysi Möltu. Frá Alsirborg er Mintoff farinn i opinbera heim- sókn til Libiu. Mikilvægi herstöðvanna á Möltu fyrir Nató á Miðjarðarhafi hefur stundum verið likt við mikilvægi bandarisku herstöðv- arinnar á Islandi fyrir bandalagið á Norður-Atlantshafi. Kanadiskir selavinir hyggja ó róttækar aðgerðir: Sérþjálfaðir hópar gegn selveiðurum BJÖRGVIN 1/9 NTB — For- maður kanadiskra samtaka, sem berjast fyrir friðun sela, lýsti þvf yfir i dag að samtökin myndu gripa til meiriháttar að- gerða til þess að bjarga selnum frá selveiðimönnum, þegar sel- veiðivertiöin á isnum við Ný- fundnaland hefst i mars n.k. Hafa samtökin, sem nefnast Greenpeace (Grænn friður), i hyggju að senda á vettvang sér- þjálfaöa hópa til að þvælast fyr- ir selföngurunum. Formaður- inn, Paul Watson, skýrði frá þessu i Björgvin, en þar situr hann alþjóðlega ráðstefnu um stærri sjávardýr á vegum Sam- einuðu þjóðanna. Greenpeace-samtökin byrj- uðu virkar. mótmælaaðgerðir gegn seladrápinu við Nýfundna- land þegar á siöustu vertið, en Watson segir þær aðgerðir hafa verið minniháttar og nánast táknrænar, þótt að visu hafi tek- ist að bjarga fáeinum hundruðum selja. Watson segir ennfremur að samtökin hafi I sumar reynt að spilla hval- veiðum sovétmanna á Kyrra- hafi með nokkuð góðum árangri, og vonir standi til aö aðgerðirnar gegn selföngurun- um við Nýfundnaland, sem flestir eru norskir og kanadfck- ir, muni ekki takast miður. Ekki vildi Watson gefa nánari upp- lýsingar um fyrirhugaðar verndaraögerðir,.af ótta við aö kanadisk yfirvöld reyndu þá að setja fótinn fyrir sdverndarana með lagasetningum. „Við kær- um okkur ekkert um aö fram- kvæma ólöglegar aðgerðir, en samt sem áður neyöumst við trúlega til að brjóta lögin,” sagði Watson. Greenpeace-samtökin berjast fyrst og fremst fyrir þvi að forða selastofninum frá út- rýmingu, fremur en gegn sjálf- um veiðiaðferðunum, sem sam- tökin telja þó ómannúðlegar. Samtökin telja bráðnauösynlegt að friða selinn algerlega i fimm ár aðminnsta kosö, og helst i tiu ár. Norskir og kanadískir vis- indamenn kváðu ósammála um stærð selastofnsins við Ný- fundnaland. Þeir norsku telja hann meiri en hinir kanadisku, sem álita að aðeins um 700.000 selir séu nú eftir, á móti 6 miljónum i lok siðari heims- styrjaldar, en á striðsárunum mun hafa orðið hlé á selveiðun- um. Fullyrðing bandarisks ráðamanns: Stórfelld framleiðsla Sovétríkianna á MIR V-elaf laugum LOS ANGELES 31/8 Reuter — Framkvæmdastjóri stofnunar þeirrar á vegum Bandarikjanna, er hefur meðhöndum eftirlit með vopnum og afvopnunarmál, held- ur þvi fram að Sovétrikin séu i óða önn að koma sér upp meðal- langdrægum eldflaugum, er borið geti kjarnorkuvopn. Fram- kvæmdastjórinn, Fred Ikie, segir Sovétrikin vera aö koma fram með nýja eldflaug, SS-20, með margföldum kjarnaoddi. Flaug þessari er skotið af færanlegum skotpalli og hún dregur að sögn um 5000 knómetra. Eldflaugar þessar gætu þvi auðveldlega náð til skotmarka hvar sem væri i Vestur-Evrópu. Meðallangdrægar eldflaugar flokkast ekki sem strategisk kjarnorkuvopn og má þvi fram- leiða þær að vild án þess að brjóta samning Bandarikjanna og Sovétrikjanna um takmörkun á strategiskum kjarnorkuvopnum. — Ikleámælti sovétmönnum fyrir framleiðsluna á eldflaugum þess- um og kvað þá ekki þurfa að ótt- ast neitt það frá Nató eða Asiu- rikjum, er réttlætti þennan vig- búnáö. Hafréttarráðs tefnan: ÞRÓUNARLÖND OG IÐNRÍKIDEILA SAMEINUÐU ÞJÓÐUN 1/9 Reuter — Fimmta hafréttarráö- stefna Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir I New York, virðist komin i strand vegna deilna milli þróunarlanda annarsvegar og vestrænna iðn- rikja hinsvegar um yfirráðin yfir hafsbotninum. Vilja þróunarlönd- in að sérstök alþjóðleg stofnun hafi öll ráð yfir hafsbotninum og nýtingu á auðlindum þar, en iðn- rikin vilja að einstök riki og stór- fyrirtæki hafi jafnan rétt á við þe ssa stofnun. Bandarikin beita sér harðast fýrir siðarnefnda sjónarmiðinuog hafa lýst þvi yfir að þau muni halda áfram nýtingu á hafsbotnsauölindum einhliða ef samkomulag um þetta náðist ekki fljótlega. Kissinger utanrikisráðherra Bandarikjanna er staddur i New York út af þessu máli og telja fréttaskýrendur að hann muni bjóöa fjármagn til alþjóðlegrar nýtingar á hafsbotnsauölindum, gegn þvi að stórfyrirtæki, banda- riskogönnur, fái einnig umboð til að nýta þær auölindir. Mótbyr hjá kaþólikkum Carter — er hann að missa for- skotið? NEW YORK 1/9 Reuter — Jimmy Cartcr, frambjóðandi demókrata I forsetakosningunum I nóvember n.k. hefur undanfarið verið i Washington og New York þeirra erinda að afla sér stuðnings ýmissa trúarlegra og þjóðernis- legra hópa, svo og verkalýössam- takanna. Árangurinn þykir hafa orðiö nokkuð misjafn, þannig er talið að Carter kunni að hafa fælt frá sér kaþólska kjósendur með þvi að neita að stuðla að þvi að banni viö fóstureyðingum verði bætt inn i stjórnarskrá Bandarikjanna. Sex kaþólskir biskupar, sem Framhald á bis. 14. Nú er það skóla- fatnaðuriim á bömin HANN er i Heklupeysu sem kostar kr. 1.880 og i Heklubuxum, sem kosta kr. 2.350. Stígvélin eru úr leöri og kosta kr. 4.100, HÚN er í innfluttum fatnaði, rúllukragapeysan kostar kr. 1.410, mussan kr. 1.890, buxurnar kr. 2.650 og stígvélin kr. 7.950. Þetta er aðeins sýnishorn af fjölbreyttum fatnaði sem nú fæst á börn og unglinga. Munið að 10% afsláttarkortin gilda til 8. september. DOMUS Laugavegi 91

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.