Þjóðviljinn - 09.09.1976, Side 5

Þjóðviljinn - 09.09.1976, Side 5
Fimmtudagur 9. september 1976. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 málum Er hœgt að miðla í suðurhluta Afríku? Þetta kort sýnir þau sérsvæöi sem suöur-afrlkustjérn vill úthluta svertingjum i Namibiu („homelands”). Bera þau flest nöfn þjóöar- innar, sem þar á aö fá aösetur sitt, aö viöbættri endingunni -land. Punktasvæöin eru þjóögaröar til verndunar dýralifi, en allir aörir hlutar landsins eru ætlaöir hvita minnihlutanum. hMíf : g| - ' Sg|| Apartheid-stefnan iætur til sin taka i öllum þáttum hversdags- lifsins. Þessi mynd sýnir salerni sem ætlaö er „mönnum sem ekki eru hvitir”. Ekki er hægt aö sjá annaö en öll viöhorf i málefnum suöur- hluta Afriku hafi breyst talsvert eftir þá tvo fundi, sem Henry Kissinger utanrlkisráðherra Bandarikjannaog John Vorster, forsætisráðherra Suöur-Afriku, hafa átt saman undanfarnar vikur. Fyrir þá fundi var rætt um vandamál á þremur stööum i þessum heimshluta: mótmæli gegn apartheid-stefnunni i Suð- ur-Afriku, skæruhernaö gegn hvitu minnihlutastjórninni I Ródesiu, og talsverða mála- flækju i Namibiu þar sem þjóð- frelsishreyfing landsins SWAPO — sem Sameinuðu þjóöirnar viöurkenna sem löglegan vald- hafa landsins — stóð i skæru- hernaöi gegn stjórn Suður-Af- riku þar, en fulltrúar Suö- ur-Afriku stóöu um leiö i samn- ingaviöræöum viöþá „fulltrúa” blökkumanna, sem þeir höföu sjálfir valiö. Þessi mál voru aö vfeu tengd af þvi aö suöuraf- rikumenn voru aöilar aö málum Namibiu og studdu jafnframt minnihlutastjórn Ródesiu. En eftir fundi Kissingers og Vorsters er oröiö ljóst,aö þessi vandamál eru svo nátengd aö um þau veröur varla fjallaö nema i einu, — enda litur nú út fyrir þaö I fyrsta skipti aö bandarikjamenn ætli að taka upp ákveöna stefnu i málefnum suöurhluta Afriku. Breytt viðhorf bandarikjamanna Fyrir fáum árum höföu bandarikjamenn enga ákveöna afstööu til málefha þeirra landa Afriku, þar sem hvitir menn fóru meb völdin. Sérfræðingar bandarikjasljórnar litu þá svo á, aö þjóðfrelsishreyfingar i portúgölsku nýlendunum Angóla ogMósambikhefðu eng- ar sigurhorfur og væri ástæöu- laustaö hafa nokkrar áhyggjur af málefnum þeirra landa. 1 Ródesiu var skæruhernaður svertingja litill og máttlaus, og blökkumenn máttu sta litils i Suður-Afriku. A þessum tflna vildu bandarikjamenn ekki móöga þær nýlenduþjóöir, sem fengið höfðu sjálfstæöi, með þvi að selja vopn til Ródesiu og Suö- ur-Afriku, en að ööru leyti höföu þeir vinsamlega sambúö við stjórn Suður-Afriku og fjárfestu þar mjög mikið. En þetta ástand breyttist á stuttum tima. Bæöi Mósambik og Angóla ööluöust sjálfstæöi, og leiddu atburöirnir í Angdla einnig til þess aö sovétmenn fengu aukin itök i þessum heimshluta: vegna reynslunnar þar telja margir baráttumenn i þjóðfrelsishreyfingum i suður- hluta Afriku þaö nú eölilegt aö snúa sér til sovéskra yfirvalda með beiðni um vopn og annan stuðning.Jafnfrarnt óx þjóöfrels- ishreyfingu i Ródesiu og Nami- biu mjög fiskur um hrygg, og jók það vitanlega mjög oröstir þjóöfrelsishreyfingar Namibíu, SWAPO, þegar Allsherjarþing Sameinuðu þjóöanna viöur- kenndi hana sem löglega vald- hafa landsins áriö 1969. Banda- rikjamenn sáu þá að þarna gátu orðið miklar breytingar á fáum árum, og var mikil hætta á þvi aö sovétmenn fengju smám saman stóraukin itök i þessum heimshluta. Þá þróun töldu þeir mjög óæskilega, ekki sist vegna þess hve auðug þessi lönd eru af ýmsum náttúruauðlindum. Nægir aö benda á úraniumnám- ur Namibiu i þvi sambandi. Bandarikjamenn sáu þvi, aö þeir yröu að bregöast þannig viö þróun mála á þessum slóöum, aö þeir misstu ekki öll sin itök, en þaö haföi vitanlega I för meö sér að nauðsynlegt var að ganga á einhvern hátt til móts viö kröf- ur svertingja, sem veröa nú aö sæta kúgun hvltra minnihluta- stjórna. Mjög litið hefur kvisast um viöræður Kissingers og Vorsters í Zurich um siöustu helgi, en þó er uppi orðrómur um að Kissinger hafi boöið upp á viss „viðskipti”, að hvitu minnihlutastjórninni i Ródesiu verði hreinlega förnað, en þess i stað fái suður-afrikumenn það tryggt að sjálfstæö Namibia veröi ekki annað en suöur-af- riskt leppriki. Rödesiu fórnað fyrir Namibiu? Svo viröist sem flestir séu nú sammála um að nauðsynlegt sé að fórna hvitu minnihluta- stjóminni i Ródesiu. Þvi veldur ekki aöeins það aö þjóðfrelsis- hreyfingar landsins eru nú orðnarsvo sterkar aö allar horf- ur eru á þvi aö þær fái innan tiö- ar nauðsynlegt bolmagn til aö steypa hvitu stjórninni, heldur hafa menn lika litiö álit á hvlta minnihlutanum. Breska blaðiö „The Guardian” sagði aö bar- átta hvitra manna i Ródesiu snerist um þaö eitt að halda dauðahaldi i sitt „gin-og-tónik liferni”. A hinn bóginn finnst suður-afrlkumönnum, að hvitir ródesiumenn séu ekki nægilega haröir i kynþáttastefnunni og vilja ekki lenda i vandræðum vegna linkindar þeirra. Nú er uppi orðrómur um að Kissinger hyggist einfaldlega veita miklu fé til þess að borga þeim hvitu ródesiumönnum, sem vilja ekki una meirihlutastjórn svertingja og kjósa heldur að flytja úr landi, „skaöabætur” fyrir eignatjón sitt. Er það sjálfsagt verðug lausn ef unnt verður aö leysa Ródesiuvandamáliö á friösamlegan hátt meö því aö borga hvitum ibúum landsins fyrir að drekka sitt gin og tónik annars staðar. En I Namibiu horfir ööruvisi viö, þvi að talsvert meiri hagsmunir eru þar i húfi en þorsti iöjulausrar yfirstéttar. Namibia er mjög auðugt land, sem upphaflega var þýsk ný- lenda. Þegar þjóöverjar lögðu þaö undir sig, áttu þeir I höggi viö herskáan þjóöflokk, herero-þjóöina, og gripu til þess ráös aö brjóta hann á bak aftur meö fjöldamoröum. Er þetta einhver ógeðslegasta siátrunin, sem um getur i ömurlegri sögu evrópskra landvinninga. Eftir fyrri heimsstyrjöldina voru þjóöverjar sviptir öllum nýlend- um sinum og Namibia falin suö- ur-afrikumönnum sem „vernd- arsvæði”. Þeir hafa siðan stjórnað landinu eins og ný- lendu, og sá enginn neitt at- hugavert viö þaö I fyrstu, en þegar fyrrverandi nýlendur og „verndarsvæöi” i Afriku höfðu fengiö sjálfstæöi og styrkur þeirra tók aö vaxa innan Sam- einuðu þjóðanna, geröust kröf- urnar um aö Namibia fengi einnig sjálfstæði stöðugt hávær- ari á alþjóöavettvangi. Var þá bent á það að suðurafrikumönn- um hefði upphaflega veriö falið að undirbúa Namibiu undir sjálfstæöi og stjórna landinu þangaö til ibúarnir gætu tekið stjórn þess i sinar hendur. Ariö 1969 viöurkenndi Allsherjarþing Sameinuðu þjóöanna þjóöfrds- ishreyfinguna SWAPO (sem stofnuð hafði verið 1966) sem löglega stjórn landsins, eins og áður var sagt. Vilja ekki sleppa Namibiu Suður-afrikumenn brugöust þannig viö þessum kröfum um sjálfstæði fyrir Namibiu að þeir juku itök sin i landinu sem mest þeir máttu. I stað þess að stjórna landinu eins og nýlendu tóku þeir nú upp þá stefnu aö láta kynþáttalög Suöur-Afriku einnig gilda fyir Namibiu. Jafn- framt fóru þeir að búa til sér- stök svæöi fyrir ibúa landsins, eða „homelands” eins og þeir kalla þau, og er tilgangurinn sá að bæla þá niður meö þvi aö smala þeim saman á litil, fátæk svæöi, þar sem þeir lifi 1 eymd og geti aldrei oröiö annaö en ódýrt vinnuafl. Afganginn af landinu fásvo hvitir landnemar. Þessi stefna mæltist alls stað- ar illa fyrir, og létust- þá suð- ur-afrikumenn slaka til. 1 september i fyrra hófst þannig svokölluð ..ráðstefna um sjálf- stæöi Namibíu” i Windhoek, höfuöborg landsins. Þar rædd- ust viö fulltrúar hvita minni- hlutans (sem nú er orðinn um 90.000 að tölu eftir mikinn inn- flutning frá Suður-Afrlku siö- ustu ár) og fulltrúar allra þjóö- flokka svertingja. En fulltrúar svertingja voru valdir eftir á- kveðnum reglum, sem geröar voru til þess að útiloka SWAPO fráallri þátttöku I ráðstefnunni. Þannig má segja aö fulltrúar hvita minnihlutans hafi aöeins veriö til viötals viö þá fulltrúa svertingja, sem þeir völdu sjálf- ir. Þrátt fyrir þetta voru dlar 1 sendinefndir svertingjaþjóöa sammála um aö krefjast sjálf- stæðis fyrir Namibiu i heild og þær voru allar andvigar öllum formum af „apartheid”. Ráöstefnunni lauk siöast i ágúst, og var þá gefin út til- kynning um niðurstööur hennar. Þar stóö að landiö ætti að fá sjálfstæði 31. desember 1978, og skyldi vera unniö aö því i tveim- ur áföngum. Fyrst átti aö taka við völdum bráöabirgðastjórn allra þjóðflokka i landinu, og skyldi þó þurfa aö semja um valdsvið hennar við suöur-af- rikumenn. Siðan átti landiö loks að fá fullt sjálfstæði. I raun og veru er þetta þó svo óljóst að litið verður af þvi ráð- iö, og þaö var athyglisvert, að i tilkynningunni var ekkert sagt um það hverjir ættu að vera i bráðabirgöastjórninni, né um eðli samningaviöræönanna við Suður-Afrikustjórn, og ekkert varheldur sagt um það hvernig stjórnarskrá sjálfstæðrar Namibiu ætti að vera. Ekki var heldur eitt orð i yfirlýsingunni um Sameinuöu þjóöirnar eöa þjóöfrelsishreyfinguna SWAPO. Það er þvi full ástæöa tii aö ótt- ast að suður-afrikumenn stefni aö þvi einu aö gera Namibiu að eins konar leppriki, og i stað raunverulegs sjálfstæöis og svartrar meirihlutastjórnar fái kannske þau svæði, sem svert- ingjum hefur nú veriö úthlutaö, eins konar sýndar-„sjálfstæði” eins og gervilöndin „Lesotho” og „Swasiland” innan landa- mæra Suður-Afriku. „Operation Cobra” Þau tiöindi sem borist hafa frá Namibiu siðan i júni benda þvi miður til þess að suður-af- rikumenn hafi eitthvað slikt i huga. Á siöustu þremur mánuö- um hafa suður-afriskir her- flokkar hrakið um 40-50.000 svertingja frá heimilum sinum nyrst i Namibiu. Tilgangurinn er sá að skapa eins km breitt mannlaust svæöi meðfram landamærum Namibiu og Angóla. Siðan eru allir þeir menn sem sjást á þessu svæði umsvifalaust skotnir. Þessar aðgerðir eru nefndar „Operation Cobra”, og skýrir breska blaöiö „The Guardian” frá þvi,ab her Suöur-Afriku hafi gert sig sekan um pyndingar i stórum stil viö framkvæmd þessa brottreksturs. Markmið þessara aögeröa er vitanlega það aö brjóta á bak aftur skæruliöahernaö SWAPO, en skæruliðarnir hafa margar af bækistöðvum sfltum I Angóla. Jafnframt reyna suður-afriku- menn aö ala sem mest á ætt- bálkarig til aö sundra svertingj- unum, þvi að SWAPO hefur mestan stuðning meðal Ovambo-þjóöarinnar, sem er stærsta þjóð svertingja i Nami- biu. Hins vegar er augljóst að ekki er unnt aö tala um neitt sjalfstæöi i Namibiu nema rætt sé fyrst og fremst við fulltrúa SWAPO. Veröur þvi ekki annað séöen suður-afrikumenn ætli að halda fast viö þá stefnuaöræða ekki við aöra en þá, sem þeir geti notað sem leppa. Þaö lltur þvi út fyrir að suð- ur-afrikumenn ætli sér ekki aö sleppa Namibiu þótt þeim sé ekki á móti skapi aö láta Ródesiu róa sinnsjó. En ef Kiss- inger heldur aö hann geti gert einhvern samning um lausn mála I suðurhluta Afriku með þviaö fórna Ródesiu gegn þvi að Namibia veröi suðurafriskt leppriki skjátlast honum alger- lega. Allir leiðtogar rikja svert- ingja i Afriku eru sammála um að ekkert annað komi til mála enNamibia fái algert sjálfstæði og meirihlutastjórn svertingja. Það er augijóst að ekki er til nein önnur varanleg lausn á vandamálum suðurhluta Afriku en sú að apartheid-stefnan hverfi alls staðar úr sögunni og meirihlutastjórnir taki við. Spurningin er aðeins sú hvort þessi þróun geti orðið friösam- leg eöa ekki, og ef Kissinger ætlar aö styöja suöur-afriku- menn til aö koma á einhverri „málamiölun” sem leysir eng- an vanda, er hætt viö þvi að þaö stuðli ekki að friðsamlegri þró- un I þessum heimshluta. e.m .j.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.