Þjóðviljinn - 09.09.1976, Page 6
6 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 9. september 1976.
Þessa dagana er stadd-
ur hér á landi Krishnarao
Shivaro Shelvankar, am-
bassador Indlands í Nor-
egi og á Islandi, með að-
setur í Osló. I fyrrakvöld
boðaði ambassadorinn
fréttamenn á fund sinn á
Hótel Sögu og ræddi þá
ýmis þeirra mála, sem
nú eru efst á baugi i föð-
urlandi hans, öðru fjöl-
mennasta ríki heims.
Shelvankar ambassador
tók á sínum tíma þátt í
sjálfstæðisbaráttu ind-
verja og starfaði síðan
lengi sem blaðamaður,
áður en hann réðist til ut-
anríkisþjónustunnar. Áð-
ur en hann tók við am-
bassadorsembætti i Osló
var hann meðal annars
ambassador Indlands í
Norður-Víetna m og
Sovétríkjunum. Þetta er
önnur heimsókn am-
bassadorsins til Islands.
K.S. Shelvankar — vandamál Indlands hundraö- eöa þúsundföld
viö þau, sem þekkjast I Vestur-Evrópulöndum.
otepit
að framþróun
án stórumbrota
Ambassadorinn ræddi meöai
annars stjórnarskrárbreytingar
þær, sem nú eru á döfinni i Ind-
landi og fela meðal annars i sér
að vald- forsætisráöherra er
stóraukið. Shelvankar am-
bassador sagöi aö lengi heföu
staöiö umræöur um þessar
breytingar, en kvaöst ekki geta
rætt þær nákvæmlega, þar eö
hann heföi enn ekki lesið stjórn-
arskrána I hinni nýju mynd.
Ambassadorinn var siðan
spurður um takmarkanir þær,
sem gerðar hafa verið á frelsi
indverskra blaöa. Hann svaraði
þvi til aö sér, sem gömlum
blaöamanni, likaöi þessar tak-
markanir miöur, en á hitt væri
aö lita aö áöur en þær gengu i
gildi heföu blööin svo til alger-
lega verið undir yfirráðum fjár-
málamanna, þaö er aö segja
áhrifamanna i kaupsýslu, bönk-
um og iðnrekstri. Hefðu þessir
aöilar notaö blöðin sem áróö-
ursmiöla i þágu eigin hags-
muna, svo aö þvi heföi farið
fjarri aö allir skoöanahópar
hefðu komist þar aö. Taldi am-
bassadorinn aö i þessum efnum
hefðu indversku blööin staðið
vestrænum blööum mjög aö
baki. Enginn væri aö visu
ánægöur meö takmarkanirnar á
frelsi blaöanna, en margir teldu
þær nauösynlegar til aö hindra
algera einokun fjármálamanna
á blööunum.
Ambassadorinn kvaö það al-
rangt aö indverjar framleiddu
kjarnorkuvopn, enda þótt þeir
heföu framkvæmt kjarnorku-
sprengingu. Tilgangur indverja
meö kjarnorkusprengingum
væri könnun á möguleikum á
hagnýtingu kjarnorkunnar til
friösamlegra nota, svo sem i
sambandi viö leit aö náttúru-
auðlindum og áveitufram-
kvæmdir. Lifsnauösyn væri fyr-
ir Indland aö nýta sem best allt
það vatn, sem fáanlegt er i land-
inu, og i sambandi viö þaö væru
á döfinni áætlanir um aö tengja i
eitt kerfi öll vatnakerfi landsins,
þannig aö hægt yröi að færa
vatn úr einum landshluta, þar
sem meira en nóg væri af þvi, i
annað fylki þar sem skortur
væri á vatni.
Varðandi kjarnorkumálin
sagöi Shelvankar ambassador
ennfremur, að indverjar heföu
ekki skrifaö undir sáttmálann
gegn útbreiöslu kjarnorku-
vopna, vegna þess aö þeir teldu
að i sáttmálanum fælist mis-
munun milli þeirra rikja, sem
lengst eru komin i tækniþróun,
og annarra sem skemmra eru á
veg komin i þeim efnum. Ind-
land væri aö sjálfsögöu eindreg-
iö þeirrar skoðunar aö kjarn-
orka ætti eingöngu aö vera til
friðsamlegra nota, en teldi jafn-
framt aö öll riki heims ættu aö
hafa jafnan aögang aö hvers-
konar tækni.
IJm fólksfjölgunarvandamál-
iö, einn mest aðkallandi vanda
Indlands, sagöi ambassadorinn
aö stjórnin vildi nauöug beita
nokkurskonar þvingunaraö-
gerðum til aö takmarka fólks-
fjölgun, en viöleitni til þess aö fá
fólk af frjálsum vilja til aö tak-
marka við sig barneignir heföi
ekki borið nægan árangur.
Ambassadorinn sagöi að eins
og sakir stæöu væri ekki mat-
vælaskortur i Indlandi, enda
heföi veriö nægt regn siöust árin
og uppskeran góö, gagnstætt þvi
sem var fyrir tveim-þremur ár-
um eruppskerubrestur varð. Þá
hefði uppskera aukist vegna til-
komu nýrra tegunda af hris-
rjónum og korni, sérstaklega
efði hveitiuppskeran aukist
mikið. Matvælaframleiðslan
heföi tvöfaldast slöan landið
varö sjálfstætt og aukist heldur
hraðar en fólksfjöldinn.
Viðvíkjandi ástandinu i Ind-
landi almennt sagöi ambassa-
dorinn, að menn yröu aö minn-
ast þess aö i þessu risaþjóöfé-
lagi væri enn ólokið hliöstæöri
þjóöfélagsþróun og önnur
stærstu þjóðfélög veraldar,
Kina, Sovétrikin og Bandarikin,
heföu þegar gengiö i gegnum og
kostaö heföu mikil umbrot.
Indverjar vildu fyrir sitt leyti
forðast slikar sviptingar og
framkvæma hjá sér nauðsyn-
legar breytingar og umbætur á
hægan og jafnan hátt. En menn
yröu aö minnast þess aö ekki
væri hægt að likja Indlandi viö
þjóöfélög Vestur-E vrópu,
smærri og stærri, og þaö væri
nauösynlegt aö hafa i huga þeg-
ar í Indlandi væru sett lög, sem
þættu miður góð á norskan eöa
islenskan mælikvarða. t Ind-
landi, þar sem búa um 600 milj-
ónir raanna, sem tala fjölmörg
tungumál og eru sundurleitir
' hvað snertir trúarbrögð og
menningu, væru öll vandamál
hundraö- eöa þúsundföld á viö
þaö, sem menn væru vanir i
Vestur-Evrópu. Viö veröum þvi
að leysa okkar vanda á þann
hátt, sem hentar hjá okkur, i
stað þess aö likja eftir öðrum,
sagöi ambassadorinn.
Um samskipti Indlands og ts-
lands sagði ambassadorinn, aö
hann teldi góöan grundvöll fyrir
vináttu og skilningi milli þeirra.
Báöar þjóöir heföu til dæmis til
skamms tima átt i baráttu fyrir
siálfstæði sinu og i hafréttar-
málunum, sem nú eru mjög á
döfinni, heföu islendingar og
indverjar að likindum svipuö
viöhorf.
t för meö ambassadornum er
eiginkona hans, frú Mary Shel-
vankar, og sendiráösritari.. jþ
Norrœnar
fornleifa-
rannsóknir í
Eystribyggð
á Grœnlandi
1 sumar hófust miklar forn-
leifarannsóknir I Eystribyggö á
Grænlandi á norrænum húsa-
rústum i Qordlortqdal, en hann
gengur frá Eiriksfiröi og yfir
fjörö sem venjulega er kallaður
tsafjöröur. Norræni menningar-
sjóðurinn styrkir þessar rann-
sóknir og mun þetta vera i
fyrsta sinn sem öll Norðurlöndin
standa i sameiningu aö forn-
leifarannsóknum, lika Færeyjar
og Grænland. t sumar hófu 22
fornleifafræöingar frumrann-
sóknir og var einn þeirra is-
lenskur, Sveinbjörn Rafnssom.
Þjóöviljinn hafði samband viö
hann og baö h.inn aö veita sér
nánari upplýsingar um rann-
sóknirnar.
Sveinbjörn sagði að i
Qordlortqdal sem er um 10 km
langur væru 7-8 bæjarrústir og
heföi ekki verið hreyft við þeim
áður og ekkert vitaö um þessa
byggö með vissu. Ætlunin væri
að mæla nákvæmlega allar
rústirnarog grafa siöan i þær til
þess aö komast aö raun um til
hvers húsin heföu veriö notuö,
hvenær bæirnir hefðu verið i
byggð og hvenær farið i eyöi.
Sumar rústirnar eru mjög meö
islensku sniöi og raunar svipar
öllum aðstæðum til Islands t.d.
gróöurfari i þessum dal, sem er
blómlegur.þó aö ekki standi nú i
honum byggð.
Þarna hafa verið 2 kirkjur
meö kringlóttum kirkjugörðum
— eins og tiðkaöist á íslandi, og
húsin hlaðin úr torfi og grjóti. Á
nokkrum bæjanna hafa veriö
scór og vegleg húsakynni. en
innstu bæirnir hafa veriö smáir
fjallbæir og ótrúlega hátt uppi.
Tveir eöa þrír eru I yfir 200
metra hæö yfir sjávarmáli.
Þá eru miklir og óhreyföir
öskuhaugar viö bæina sem álit-
legt er að grafa i.
Sveinbjöm sagði aö þessar
rannsóknir tækju nokkur ár,en I
sumar var aöallega unnið að
mælingum. Verkiö taföist þó
nokkuð vegna þess að veður
setti strik i reikninginn. Likt og
hér sunnanlands á tslandi voru
úrhellisrigningar flesta da'ga I
ágúst.
Mjög verður fariö i saumana
meö tilliti til timatalsins og etv.
verður hægt að sjá hvernig
byggöin i Qordlortqdal, sem
einhvern tima hefur heitiö is-;
lensku nafni, hefur færst meöan
hún stóö.
Sveinbjörn Rafnsson
Ekki er enn komiö á hreint
hvernig aöild isiendinga aö
þessum rannsóknum veröur
fjármögnuö,en Sveinbjörn álitur
að islenskum fornleifarann-
sóknum veröi talsverður akkur I
þessu samnorræna samstarfi.
— GFr
Frá stjórn Sambands isltbarnakennara
RANGFÆRSLA
SKÓL AFULLTRÚ A
Stjórn Sambands islenskra
barnakennara vill harðlega
mótmæla þeim fullyröingum
sem haföar eru eftir skólafull-
trúa Reykjavikurborgar Ragn-
ari Georgssyni I einu dagblaö-
anna 7. sept. slðastl. En þau
eru: ,,aö laun barnakennara
væru nákvæmlega þau sömu og
hjá kennurum viö gagnfræða-
skólana”.
Stjórnin vill vekja eftirtekt
skólafulltrúans á eftirtöldum
atriöum:
1. Kennsluskylda barnakennara
er f jórum stundum meiri á viku.
2. Barnakennarar fá 3.4 stig fyr-
ir hvert unniö starfsár til 1974.
Veldur þaö mun hægari tilfærsl-
um i launaflokkum en hjá kenn-
urum 7.-9. bekkja sem fá 4 stig.
3. Alag á yfirvinnu er lægrahjá
barnakennurum.
4. Barnakennarar sem kenna
við 8 mán. skóla veröa aö sæta
1/12 skerðingu i launum, en ekki
aðrir kennarar.
Fleiri atriöi má tilgreina.
Stjórnin vill eindregið hvetja
alla skrifstofufulltrúa mennta-
kerfisins til aö gefa réttar upp-
lýsingar bæði hvað varöar
kennaraskortinn og launakjör
kennara.