Þjóðviljinn - 09.09.1976, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 09.09.1976, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. september 1976. UTBOÐ Tilboð óskast i að byggja 2 mannvirki (lokahús, brunnar, festur o.fl.) vegna nýrrar aðalæðar Vatnsveitu Reykjavikur frá vatnsbólum i Heiðmörk til Reykjavik- ur. Otboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, gegn 15.000.- kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 22. september 1976, kl. 11.00 f.h.. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 -- Sími 25800 V erslunarstarf Sláturfélag Suðurlands óskar eftir að ráða röskan starfsmann til birgðavörslu i einni af verslunum sinum. Umsækjandi þarf að hafa bilpróf. Mikil vinna. — Hér er um framtiðarstarf að ræða. Nánari uppl. veit- ir starfsmannastjóri á skrifstofu félagsins að Skúlagötu 20. Sláturfélag Suðurlands Nokkra góða verkamenn vantar strax Nánari uppl. veitir starfsmannastjóri á skrifstofu félagsins að Skúlagötu 20. Sláturfélag Suðurlands AUGLÝSING um verð á sementi Frá og með 6. september 1976 er útsölu- verð á sementi svo sem hér segir: án með söluskatts söluskatti Portlandsement pr. tonn kr. 14.400 kr. 17.280 Hrásement pr. tonn kr. 16.660 kr. 20.000 Sementsverksmiðja rikisins DJODVHHNN BÍÓ FYRIR BLAÐBERA Laugardaginn 11. september veröur sýnd f Hafnarblói bresk-bandaríska kvikmyndin Jóladraumur („Scrooge”), sem byggð er á sögunni A Christmas Carol eftir Charles Dickens. Með aðalhlutverk fer Albert Finney. Þetta er svokölluö ævintýramynd f Cinemascope. Athugið að sýning hefst kl. 12.30, þar eð sýningartfmi er yfir 2 klukkustundir. AFGREIÐSLA ÞJÓÐVILJANS Annað bréf til Sveins bónda í Miðhúsum Sæll og blessaður, Sveinn bóndi! Þú brást svo vel bréfkorninu sem ég sendi þér frá Reykjalundi i vetur, aö annaðhvort væri nú að égtækiundir við þig þar sem eru ný og gömul umtalsefni. Þú kynnir mig fyrir lesendum Morgunblaðsins 17. júni. Mér finnst ég ekkert hól eiga, það er minnstur vandinn aö vera rikis- ómagi i 18 ár. En lesendum Þjóð- viljans þarf ég að segja deili á þér, norðfirðingi og kandidat frá Hvanneyri, manni sem brá sér á Kennaraháskólann i orlofi frá al- vanalegum einyrkjastörfum is- lensks bónda á útkjálka norður hér. Reykhólakaupin eru undirrrót bréfaskrifta okkar, hvað sem svo i þau blandast. Þú teiur að hrepp- urinn hafi ekki ástæðu til að spreyta sig á að kaupa af rikis- sjóði, en ert ekki á móti þvi ef hannhefðiefniá. Gott er nú það. Ég hygg að okkar sveitarfélagi muni koma betur, muni vera nauðsyn að eiga ráð á landinu sem þéttbýlið byggist á. Ég veit ekki betur en sú hafi oröið raunin varðandi allt þéttbýli, að sveitar- félögunum hafi orðið þaö kapps- mál, aö ná eignarráðum á land- inu, einnig þótt það væri ríkis- eign. Landnám rikisins hefir mótað Reykhóla, ummótað þá, eftir að þeir urðu rfkiseign, þann hlutann sem Tilraunastöðin ekki fékk, en hún á bæði úrskipt iand og einnig sameiginlegan rétt með öðrum rétthöfum i landi jarðarinnar. Landnámið skildi eftir sig 3 bændabýli,3 embættagrasbýli og 5 erföafestulönd, fylgilönd húsa á Reykhóium. Þarna eru komnir 12 hagsmunaaðilar og ekki er alit talið, þvi eyjunum og hlunnindun- um þar sleppti Landnámið aldrei endanlega við neinn. 14. hags- muna- og yfirráðaaðilinn var svo Jarðeignadeild rfkisins, Land- búnaðarráðuneytið, sem haföi al- ger yfirráð yfir „Skipulaginu” heima á staönum. Það var ekki ofsagt, að Reykhólar voru höfuð- ból. Það er ekki heldur ofsagt, aö þar er búiö að reyra marga þá hnúta, sem annaðhvort verður að höggva, eöa verða að fá aö hald- ast. Ef til vill er ég eini maðurinn i landinu, sem vill að hreppurinn eignist Reykhólaland allt, lfka Tilraunastöðina. Sumum dettur vist I hug að hreppnum nægi að eignast Reyk- hóla, annað en Tilraunastöðina, Grund, Seljanes og Mávavatn. Og efalftið er nóg i fang færst i svipinn aðkijástvið þau kaup. En það sanna þeir sem þá lifa, að seinunnið og torsótt getur oröið að útkljá deilur sem upp koma ef þarf að kljást við Landbúnaðar- ráðuneytið i sérhvert sinn. Þess vegna held ég að yrði farsælast að sveitarfélagið fengi eignarum- ráðin ÖU. Ég fer ekki lengra úti þetta núna. Hvorugur okkar vUl pina hinn til að botna þær hálfkveðnu vfsur sem sveima i loftinu, oger vel meðan svo er. Þér finnst fátt um minn sósialisma, að vilja ekki rikiseign á Reykhólum. Þaö verð- ur að hafa það. Einhvernveginn dettur manni sfðast í hug sósial- ismi þó maður heyri nefnt Land- búnaðarráðuneyti, eða svo fer mér. Liklega eru mfnar sósiölu hug- myndir fremur bundnar við af- markaðar einingar, einmitt af þessari stærö, að ein sveit eigi sjálf sitt land eða þeir sem þar búa, en engir þar fyrir utan, ekki einu sinni rikið. ----Alþingi heimUaði að rikið seldi sveitinni iörðina, svo deilur um máUðnú eruhálfgert út f hött. Samt er ekkert á móti þvi að rif ja upp, að eignarhald rikisins á Reykhólum hefír bögglast fyrir brjóstinu á þingmönnum kjör- dæmisins. GisU alþm. Jónsson fékk komið á Reykhólanefnd hinni fyrstu og var leiöandi i henni. Þá varð til þriskipting yfir- ráðanna: Tilraunaráð, Landnám rikisins, JarðeignadeUd. Sigurvin Einarsson alþm. fann ólguna og þrýstinginn sem gerjaði undir niðri. Hann fékk tU leiðar komið að Hermann Jónasson land- búnaðarráðherra skipaði Reyk- hólanefnd. Mér var þetta allvel kunnugt. Var þá oddviti og var skipaðurformaður. Ég hringdi til ráðuneytisstjórans, Gunnlaugs Briem, þess sem ritaði undir skipunarbréfið með ráðherran- um. Ég bað um erindisbréf fyrir nefndina, þar sem tilgreind væru JÁTVARÐUR J. JÚLÍUSS0N SKRIFAR verkefni hennar og starfssvið. Svarið sem ég fékk var stutt og laggott: Nefndin gæti leitað verk- efhin uppi sjálf, ef þau væri ein- hver að finna. Trúlegt er að þetta sé ódýrasta nefnd sem nokkur ráðherra hefir skipað. En ég er minnugur á reynsluna af Land- búnaðarráðuneytinu i þetta sinn. Sigurður Bjarnason hefir lik'a fundið að ekki var allt uppá það besta. Hann fékk samþykkta þingsály ktun um skipun enn einn- ar Reykhólanefndar. Sú átti aö gera tillögur. Starfaði frá sept. 1964-febr. 1965 og skilaði áliti til landbúnaðarráðherra. Ein tillag- an var um að hverfa frá þrí- skiptingu yfirráðanna yfir þess- ari einu jörð. Engu var fylgt eftir og gat litiö svo út sem tilstandið með þessa nefnd hafi fyrst og fremst verið til að sýnast. Þegar loks kom að þvi að landbúnaöar- ráðherra tók Reykhóla af Land- námi rfkisins, þá mætti segja mér aö það hafi ekki verið byggt á gömlum nefndartillögum, heldur blátt áfram þvf að Landnám rfk- isins var undir stjórn sjálfstæðis- flokksmanns. Þessi grilla min styðst í og með við það, aö Jarð- eignadeild Landbúnaðarráöu- neytisins hefir litið gert að þvi að ómaka umboðsmann sinn f Reyk- hólasveit, hreppstjórann, heldur kostað uppá sérstakan erindreka aðsunnan. Enn hefir ekki fréstaö hreppstjórinn sá sé I Fram- sóknarflokknum. Þetta er um það liðna. Nú skiptir máli hverju næsta Reyk- hólanefnd fær áorkað. Þar á ég við þá nefnd sem heitir öðru nafni hreppsnefnd Reykhólahrepps. Hagur bænda er vissulega verðugt umræðuefni. Það er hispursleysiþinulikt að snara þvi fram. Lagt er harðar og harðar áð bændum að vinna fyrir þjóð- inni eftir þvi sem henni fjölgar og þeim fækkar. Ég hygg aö þú bendir mjög réttilega á þetta I stórum drátt- um. Tvennt á aðalsökina á þvi hve grátt bændur eru leiknir: Hagsmunasamtök þeirra eru sundurdeild, deig og duglitil. Hin aðalorsökin er að löggjöfin bindur hendur þeirra f mörgu og fyrir- munar þeim kerfisbundið að rétta hlut sinn. Dýrast af öilu dýru hjá bænd- um, það er að fylgja ráðum þess- arar svokölluðu leiöbeiningaþjón ustu annarsvegar og innflytjenda hverskonar tækja hinsvegar. Sveiflurnar f vélbúnaði, til dæmis við heyskap, hafa likst tisku- sveifium. Nýtiska hefir oft kall- að á eða útheimt nýjan búnað áð- ur en sá eldri var nærri útslitinn. Kannske hefir þetta virst rökrétt, þessi endurnýjun tækja, en býsna dýr. Offjár hefir veriö lagt i nýtt mjólkurflutningakerfi á örfáum árum. óumflýjanlegt segja tæknitrúboðarnir og innflytj- endurnir. Jæja. En ekki eru þaö þeir sem borga. Sæðingabákninu var komið á laggirnar. Einnig það kostar of- fjár og er búið að koma á fót nýrri forréttindastétt sem minnir á flugmenn og mjólkurfræðinga. Vísindaleg nauðsyn segja tækni- trúboðar og leiðbeiningaspraut- ur. En ekki eru það þeir sem borga. Það verða bændur að gera. Nú vakna bændur við vondan draum: Það hefir slegiö i bak- segl, aö öllum lfkindum. Sæðing- arnar eru varasamt og tvibent fyrirtæki, geta valdið skaða, ófyrirsjáanlegu tjóni ef mistök verða. Sæðingakerfið stefnir á iskyggilega einhæfingu. Líklega væri vissast að láta það aldrei einrátt. Ég bendi á tvennt varöandi tæknibyltinguna i landbúnaðin- um, sem ég tel brýna þörf að reyna að átta sig á af fremsta megni: Bændur ráða litlu sem engu um mótun tæknibúnaöarins sem þeir fá i hendur. Það eru út- lendir framleiðendur, sem mestu ráða um það sem bændur eiga kost á. Fyrir bragðið eru notuð ýmis tæki sem ofbjóða gróðrinum og misbjóöa landinu. Tækin eru þyngri og virkameiri en gróður og land þolir. Fyrstu dráttarvélarn- ar, þessar litlu ogléttu, kraftlitlu, þær unnu lkt og var með hest- verkfærum. Þá spratt háin strax og slegið var. Þungu véiarnar þjarma svo að gróðrinum, að ekki leyfir af að hann lifni við fyr- ir veturinn. Háarspretta er orðin undantekning. Égheldað þyngsli vélanna og vinnubrögð séu orsök- in og skýringin. Þetta er enginn smáræðis minusliður f búskapn- um, eftir þvf sem ég fæ best séð. Mér finnst það ætti að vera keppi- kefli, að koma á vinnutækni sem skaöar ekki land né gróður. Hitt atriöið varðandi tæknibyltinguna er þetta: Aður en tæknibyltingin varð, rikti tiltölulega traust jafn- vægi i viðskiptum við náttúruna. Þetta jafnvægi fór veg allrar ver- aidar með tilkomu vélanna og ég er smeykur um aö við eigum nokkuðlangt ilandaðná því á ný. Ég hefi þarna i huga ofbeitina og hreysti bæði búfjár og gróðurs. Það er ekki einleikiö hvað þarf eða hvað er notað af lyfjum fyrir skepnur. Það er ekki einleikið hve kal f túnum er algengt. Það er ekki einleikið hversu afurðir eru litlar víöa miðað við fóðurkostn- aö. Þarna er komið aö þessu sama og þú nefnir. Það þarf helmingi fleiri skepnur til að bera uppi álika lélega afkomu, heldur en þurfti fyrir 20 árum. Er von á góðu, að þurfa að vinna fyrir öll- um vélunumogöllu sem tÚ þeirra þarf? Þetta verður að vera nógu langt bréf núna svo biða verður betri tiða aö brydda á öðru um- ræðuefnui, Þinn einl. Játv. J. JúIIusson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.