Þjóðviljinn - 09.09.1976, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 09.09.1976, Qupperneq 16
Sigriður Skarphéöinsdóttir, iðn- verkakona. (Ljósm. —eik) 3 ár frá valda- ráni í Chile Mótmæla- fundur í Reykjavík A laugardaginn kemur, þann 11. sept. eru þrjú ár liðin frá falli rikisstjórnar Allendes i Chile og valdaráni þeirrar herforingja- kliku, sem þar fer nú með völd. 1 tilefni þessa mun Alþýðu- bandalagið I Reykjavik efna til mótmælafundar á laugardaginn i samvinnu við fleiri aðila. Nánar verður skýrt frá fundinum i blaðinu á morgun. BLAÐ- BERAR óskast í eftirtalin hverfi Kaplaskjólsveg Bólstaðarhlið Lönguhlið Brúnir Ennfremur vantar blaðbera víðsvegar um bæinn til afleysinga. Vinsamlegast haf ið samband við af- greiðsluna DJOÐVIUINN sem þó er lœgst launaða verkafólk í landinu Sýningin tslenskur fatnaður ’76 var opnuð i Laugardalshöli i gær. Gerði það Sigriður Skarphéðins- dóttir, iðnverkakona, eftir að tveir iðnrekendur höfðu haldið tölur um stöðu og mikilvægi Islensks iðnaðar. Sýningin verður opin fram á sunnudagskvöld, en á henni sýna 30 fataframleiðendur framleiðslu sina, og kennir þar margra grasa. Axel Aspelund sté fyrstur manna í pontuna inni i Höll i gær við opnunarathöfn sýningarinnar, sem er fyrsta sýningin á islenskum iðnvarningi sem islensk iðnkynning hyggst beita sér fyrir á nýbyrjuðu iðn- kynningarári. t ræðu Axels kom fram að á árinu 1974 voru flutt hingað til lands 194 tonn af fatnaði erlendis frá og voru greiddar fyrir það 1286 miljónir króna. Arið 1975 voru flutt hingað til lands 215 tonn af fatnaði og greiddar fyrir það 1656 miljónir, og sjö fyrstu mán- uði þessa árs voru flutt inn 194 tonn af fatnaði fyrir á annan milj- arð króna. A árinu 1975 var sparnaður á gjaldeyri vegna innlendrar fram- leiðslu á fatnaði hvorki meiri né minni en 2187 miljónir króna. Ráöa leiötogar engu? Formaöur Fél. Isl. iðnrekenda, Ilavið Scheving Thorsteinsson, lét ekki af þeim vana sinum að brýna stjórnendur landsins til þess að sinna málefnum iðnaðar- Framhald á bls. 3. Timman tapaðifyrir Tukmakov í biðskák og sovéski stórmeistarinn hefur þar með tekið forystu i mótinu t gær sigraði sovéski stór- meistarinn Tukmakov hollend- inginn Timman I biðskák þeirra félaga úr 10. umferð. Þar með hefur Tukmakov allt I einu skot- ist upp I efsta sæti Reykjavikur- skákmótsins en Friðrik ólafs- son hefur einum vinningi minna. Friðrik er þó með unna biðskák á móti Najdorf f vasan- um og kemur þvf að öllum Ifk- indum til með að deila efsta sæt- inu með einhverjum fleirum innan tfðar. t gær voru tefldar tvær aðrar biðskákir. Vukcevic vann Gunn- ar og þeir Westerinen og Vukce- vic sömdu siðan um jafntefli i sinni biðskák. Loks er að geta þess að þeir Timman og Björn sömdu f fyrrakvöld um jafntefli I sinni biðskák, en Timman hafði þá reynt til þrautar að knýja fram vinning með hrók og peð á móti biskupi og peði Björns. Að öðru leyti var frf hjá skák- mönnunum i gær, en þeir tefla i Hagaskólanum I dag klukkan hálfsex. Argentinlumaðurinn Najdorf tók sér þó ekki frf i gær, hann tefldi fjöltefli f tJtvegs- bankanum i gærkvöldi og þar - var meðfylgjandi mynd tekin. — gsp Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavik: Bráðabirgðalögin bein árás á sjómannastéttina A fundi stjórnar Alþýðubanda- lagsins i Reykjavik i fyrradag voru bráðabirgðalög rfkisstjórn- arinnar á sjómannastéttina for- dæmd harðlega og jafnframt var- aði stjórnin við þeirri réttinda- skerðingu sem flest I tilbúnu lagafrum varpi hægri stjórnar- innar. Alyktun stjórnar Alþýðu- bandalagsins í Reykjavik er svo- hljóðandi: Fundur stjórnar Alþýðubanda- lagsins f Reykjavik haldinn 7. september 1976 fordæmir harð- lega þau bráðabirgðalög sem rik- isstjórnin hefur gefið út um sjó- mannasamningana. Stjórnin tel- ur slika lagasetningu beina árás á sjómannasamtökin þar sem samningsréttur þeirra er með lögum að engu gerður. Þessi lagasetning er aðför að verka- lýðshreyfingunni og sýnir ljós- lega stéttareðli þessarar rikis- stjórnar og hugmyndir hennar um vald sitt til að fótum troða sjálfsögðustu réttindi verkalýðs- hreyfingarinnar. Um leið minnir stjórn Alþýðu- bandalagsins i Reykjavik á, að rikisstjórnin hefur i sumar undir- búið lagafrumvarp um stéttarfé- lög og vinnudeilur þar sem skerða á stórlega réttindi vinnandi fólks til samninga og verkfalla. Þessi bráðabirgðalög um sjómanna- samningana eru þvi undanfari enn alvarlegri atlögu að Islensk- um verkalýð. Vegna þessara at- burða vill stjórn Alþýðubanda- lagsins i Reykjavik skora á allt launafólk landsins að fylkja liði til baráttu gegn þessum ósvifnu árásum rikisvaldsins, sem helst minna á þvingunarlögin, sem verkalýðshreyfingin braut á bak aftur 1942. Þess er ekki siður þörf nú að verkalýðshreyfingin haldi vöku sinni. DIODVIJJINN Sigriður Skarphéðinsdóttir við opnun sýningarinnar íslensk föt ’76: Fimmtudagur 9. september 1976. Hérna væri engin sýning ef ekki væri iðnverkafólk 100.000 KR. VERÐLAUN! í 3. miljónustu fernunni af JRDPICANA eru 100.000 króna verðlaun. Fékkst þú þér JROPICANA í morgun?

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.