Þjóðviljinn - 12.09.1976, Page 10

Þjóðviljinn - 12.09.1976, Page 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. september 1976. Sunnudagur 12. september 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Hlutverk sýningarinnar Haustsyning FÍM hefur um langt árabil veriö fastur og mikil- vægur viöburöur i listallfi hér i borg. Meö sýningunni hefur veriö skapaöur ágætur vettvangur til aö draga saman á eitt torg þaö á- hugaverðasta sem gerst hefur I myndlist á hverjum tima bæöi eftir eldri og yngri listamenn. Þátttakan i sýningunum gegnum árin hefur veriö misjöfn, sem að vissu marki hefur ma. speglaö fé- lagsdeilur milli myndlistar- manna og raunverulega sam- stööu þeirra við FIM. Þaö ætti samt sem áöur öllum aö vera ljóst og er þá skemmst að minnast á- takanna um Kjarvalsstaði á sl. vetri hve sterk heildarsamtök al- varlega starfandi myndlistar- manna eru nauösynleg og mikil- væg. Meö þaö i huga að fyrrnefnd deila FIM og borgaryfirvalda stóð fyrst og fremst um listrænt gæöamat á sýnendum að Kjar- valsstööum var þaö einkum mikilvægt að þessu sinni aö félag- inu tækist að tjalda til þvi besta sem völ væri á og aö félags- menn sýndu þá félagslegu sam- stöðu að gefa þvi gæðamati sem FÍM barðist fyrir raunverulegt innihald. En ef aðer gætt hve litill hluti félagsmanna, aöeins 31 af 80, sýnir hér, getur þaö vart talist mikil þátttaka, né bera vott um mikla félagslega samstööu. Auk þessara félagsmanna sýna hér 13 utanfélagsmenn, alls 144 verk i ýmsum efnum. Það gefur auga leið að hér gefst ekkert rúm til aö tiunda framlag hvers og eins til neinnar hlitar.og vel ég þann kostinn að gera aö umtalsefni þau meginviöhorf, sem hér birtast á sýningunni og geta um nokkra fulltrúa þeirra. Heföbundinn expressionismi Samhliða þeim ýmsu stilbreyt- ingum, sem hafa oröiö i islenskri myndlist á þessari öld, hefur á- vallt veriö til staöar myndgerö, sem um flest byggir á listskiln- ingi impressionisma og expressionisma kringum siöustu aldamót. Þessi listskilningur mótaöi öðrum fremur brautryöj- endur okkar i byrjun aldarinnar, sem virkjuöu hann á persónuleg- an og stórfenglegan hátt. t hönd- um þeirra kynslóöa sem viö tóku staðnaöi þessi myndgerö og varð aö léttvægri formúlulist, þar sem allar stæröir voru fyrirfram þekktar. Myndgeröin hefur i æ rikara mæli fengið svipmót and- lausrar og vélrænnar færibanda- framleiöslu en listrænnar sköp- unar. Samt hefur þessi tegund myndgeröar ávallt haft greiöan aögang aö hjörtum islendinga, og eru þeir myndgerðarmenn ófáir sem hafa tekið aö sér þaö hlut- verk aö annast hina miklu eftir- spurns. markaðsins. Samt eru i þessum efnum örfáar undantekn- ingar.og tvo slika málara má ein- mitt sjá hér á sýningunni, þá Jó- hannes Geir og Sigurö Sigurðs- son. Siguröur sýnir hér fjögur oliumálverk, og þó hann velji sér gjarnan sjónarhorn á myndefnið sem gefur þvi talsvert óhlutlægt gildi, þá liggur hér til grundvallar fyrst og fremst einlæg náttúru- upplifun, eins og t.a.m. í mynd- inni „Kvöld”, þar sem hann meö mildum blæbrigöafinum lita- flekkjum framkallar ljóðrænan myndheim. Abstrakt list Ef einhver ein myndgerð hefur öörum fremur veriö ráöandi á sýningum FIM um langt árabil eru það abstrakt verk, en sá hóp- ur málara var um langt skeiö allsráöandi i félaginu. Aö þessu sinni bregður svo viö að marga af ágætustu fulltrúum þessa viö- horfs vantar hér á sýninguna. tJt frá formgerðinni má segja aö flestir standi milli tveggja póla, sem eru annars vegar hin strang- geómetrisku verk Eyborgar Guð- mundsdóttur, sem allt aö þvi viröast sótthreinsuð i hreinleika sinum. og hins vegar verk Magnúsar Kjartanssonar, þar sem gróf pensilskrift og ýmis efnisáferð setur megin-mark. Af eldri kynslóöinni sem hér sýn- ir má nefna Sigurjón Ólafsson. Kristján Daviðsson og Hörö Agústsson, sem allir sýna hér á- hugaverð verk i sjálfu sér, þó þeir bæti litið við fyrri afrek sin. Kjartan Guöjónsson á hér þrjú at- hyglisverð verk, sem ööru fremur einkennast af klasa smáforma, sem fela i sér flug og hraða, sem hann ýmist þjappar saman, herö- ir á eða mýkir, og útkoman veröur i senn hvikur og margbreytilegur formrænn samleikur. Collage- myndgerð hefur átt talsveröum vinsældum að fagna sem tjáning- armiðill aö undanförnu, og hér sýna þrir myndlistarmenn, sem vinna I þessa veru, Magnús Kjartansson, Ómar Skúlason og Siguröur örlygsson. Þeir Magnús og Ómar vinna eftir mjög svo vel könnuöum leiöum, þar sem papp- ir af ýmsum gerðum og efnisá- ferö er teflt á móti lituðum flötum meö grófri pensilskrift, sem af- markast sin á milli af ströngum formfleygum. Verk Sigurðar ör- lygssonar hafa á siöustu misser- um oröiö allt hlaönari og form- rænt fjölskrúðugari. Hér teflir hann gjarnan saman geómetrisk- um formum og mjúkum ávölum bjúgformum og tekst þegar best lætur að skapa lifandi og sam- þjappaöan formheim, þar sem hvert form fær sina merkingu og hlutverk. Mjúk ávöl form eru einnig aöal- uppistaöan I myndum Eyjólfs Einarssonar þar sem þau ganga inn i margbreytilegt formrænt samhengi, spennast út eöa þrengjast i mjúkri hrynjandi eöa togna i formræmur, sem jafn- vel fá á sig dulræna vidd. Einar Þorláksson sýnir hér þrjú verk,og pastel-myndir hans búa yfir fin- gerðum ljóðrænum þokka, en i stærsta verki hans „Nýgræöing- urinn”, veröur öll formgerðin flóknari og margbrotnari, litur- inn er spenntur upp og allur myndflöturinn er virkjaöur á kraftmikinn hátt. Asgerður Búa- dóttir og Leifur Breiöfjörö vinna bæði út frá óhlutlægum forsend- um hvort i sinu efni og hafa þaö öörum fremur sammerkt aö styrkieiki verka þeirra felst ööru fremur i vönduöu handbragði og rikri tilfinningu fyrir efninu, þó minna fari fyrir frumleika eöa nýsköpun i forminu. Annars veröur aö segja þá sögu eins og hún er að þetta úrtak ab- strakt verka sem hér er gefur mjög takmarkaða mynd af stöðu þessarar myndgeröar, þar eö marga af sterkustu fulltrúum hennar vantar hér á sýninguna. Manneskjan og umhverfi hennar Ein meginbreytingin I islenskri myndlist hin siðari ár er sú aö manneskjan og umhverfi hennar hefur oröiö ásækiö myndefni, sett fram á þekkjanlegan og augljós- an hátt. Ástæðurnar fyrir þessari breytingu eru margþættari en hér gefst tóm til aö tiunda. Abstrakt- listin hafði gengiö sér til húöar i augum stórs hluta þeirrar kyn- Ólafur Kvaran skrifar um myndlist: Haustsýning FÍM að Kjar- valsstöðum Um þessar mundir stendur yfir að Kjarvalsstöðum haustsýning Félags islenskra myndlistarmanna. Þar sýna 44 listamenn 142 verk, málverk, teikningar, graf ík, vefnað, glermyndir og höggmyndir. Magnús Kjartansson : Tvö SSI morgunleikfimi 5. slóðar sem fram kom á sjöunda áratugnum. Hún var ekki lengur lifandi og virkur tjáningarmiðill fyrir tilfinningar og hugmyndir þessarar kynslóöar. Manneskjan og umhverfi hennar, hvort sem hún var sett i félagslegt samhengi eða var yfirgefin og einangruð, varð nú eitt meginviðfangsefni margra myndlistarmanna. Þó þetta myndefni sé sameigin- legt mörgum hér á sýningunni þá er meö engu móti hægt að fella þá alla undir einn hatt, þar eö verk þeirra eru ólik aö formi og merk- ingu. 1 grafik-myndum Þórðar Hall er náttúran séö frá ólikum sjónarhornum aöalmyndefniö, sem hann útfærir á næman og fin- gerðan hátt. Verk hans fjalla um samlif manns og umhverfis, en einnig um utanaökomandi ógnun, sem raskar öllu samræmi og leiö- ir hugann aö mengun og náttúru- spjöllum hvers konar. Þaö sem ööru fremur einkennir verk hans er fingerð og meitluð formgerð, sem hann beitir af nákvæmni og af fádæma tæknilegri kunnáttu- semi. Jón Reykdal sækir á mið brennandi þjóðfélagsmála, i þeim myndum sem hann sýnir hér, eins og t.a.m. i „Þjóðsaga nr. 2: Heims.ókn”, þar san hann þjapp- ar saman á hugvitssamlegan hátt táknum, sem lýsa félagslegri stöðu konunnar, karlmannaveld- inu og skynsemishyggju velferö- arþjóðfélagsins. Þó þeir Jón og Þórður Hall i vissum mæli noti verk sin til félagslegra athuga- semda, þá verða þau aldrei að þeim einstrengingslegu pólitisku leiðarvisum, sem svo oft vill verða, þegar boðskapurinn ber alla formgerð ofurliði. I verkum Gunnars Arnar er manneskjan i allri sinni einangr un miðpunkturinn i hans drama. Hún er hér tekin til innhverfrar greiningar þar sem hann beitir lit sinum af nákvæmni og krafti til að lýsa huglægu ástandi og til- finningalegri stööu hennar. Verk hans eru lýsingar við hugtök eins og tryllingslegur ótti, óöryggi, firring og fleira I þá veru. Haukur Dór vinnur út frá áþekkum for- sendum og Gunnar örn, þó út- koman sé all-ólik, þar sem litnum er ekki beitt af sömu hnitmiöun, en þess i staö gefur hann mynd- efni sinu sálfræöilegt inntak meö voldugri hrynjandi og rikri efnisverkun. I vatnslitamyndum Eiriks Smith þá er það annars vegar hrein náttúrustemmning sem hann fangar i verk sin, og þær manneskjur sem hann á stundum vefur inn i náttúruna hafa yfir sér súrrealistiskt yfirbragð. Hin surrealistiska vinnuaðferö er þó gleggri og greinilegri i verk- um Braga Asgeirssonar, þar sem hann teflir saman ýmsum „aö- Eyjólfur Einarsson : Komposition ( olia ) 1. Kristján Daviðsson : Andlit i polli, olia 3 . wmm Einar Þorláksson: Nýgræöingur ( skotahlutum” og lætur þá i senn á áhrifamikinn hátt vinna saman sem tákn og formræn eigindi. Hvaö speglar sýningin? En hvaða mynd dregur sýning- in upp I heild sinni af stöðu is- lenskrar myndlistar i dag, eöa gefur hún I rauninni tilefni til slikrar spurningar? Ég tel þaö hæpiö, þvi þótt hún spanni yfir flest þau viöhorf sem hér eru ráö- andi — i misjöfnum mæli þó — þá er þvi ekki aö neita aö marga af sterkustu listamönnum okkar vantar á sýninguna. Gildir þetta einkum um abstraktmálarana, grafikera og þá er íeggja stund á ,,concept”-list. og veikir þetta vissulega hlutverk sýningarinn- ar sem úrtak af þvi áhugaverö- asta sem unnið er nú i myndlist. Af þessum sökum er varhugavert aö vera meö alhæfingar um stööu islenskrar myndlistar út frá þess- ari sýningu, þar sem hún gefur ekki tilefni til slikrar umræðu. En þrátt fyrir þaö er óhætt aö full- yröa aö haustsýningin er áhuga- verö og ber þess ljósan vott aö mikil breidd er i islenskri mynd- list um þessar mundir. Þá álykt- un er allavega óhætt að draga. ólafur Kvaran. Jón Reykdal. Þjóösaga nr. 1 : Til heiðurs Jónum 2. Sigurjón Ólafsson : Frumdrög aö minnismerki yfir Garöar Svavarsson, „Farfuglar". plast. 9.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.