Þjóðviljinn - 12.09.1976, Qupperneq 20
... m . i,i t t fwi’ftíssicfeitfit;
Snúiö frá Chicago og
haldiö til Keflavíkur
DJOÐVIUINN
Sunnudagur 12. september 1976.
Klukkan
fjögur hringdi
bandaríski
sendiherrann
Klukkan fjögur aðfaranótt
laugardagsins hringdi banda-
riski sendiherrann i Reykjavik i
skrifstofustjóra islenska utan-
rflcisráðsins og skýrði honum
frá þvi að króatiskir flugvéla-
ræningjar hefðu hug á að lenda
á Keflavikurflugvelli með
morgninum til eldsneytistöku.
Siðari hluta nætur hafði lögregl-
an i Reykjavik einnig veður af
atburði þessum og i morguns
árið hófst alhliða undirbún-
ingur fyrir komu króatanna með
gisla i flugvélinni. Almanna-
varnir, lögreglan i Reykjavik og
i Keflavik, slökkvilið, sjúkra-
bilar og aðrir aðilar lögðu hönd
á plóginn, er dómsmálaráð-
herra Ólafur Jóhannesson hafði
ásamt „flugránsnefnd” sam-
þykkt að véiin fengi að lenda hér
á landi.
Flugránsnefnd þessi var sett
á stofn fyrir tveimur árum til
þess að undirbúa tilfelli af þessu
tagi — og vissu sennilega fáir að
islendingar hefðu slika nefnd. I
nefndinni eru fulltrúar ráðu-
neytanna og fleiri: Hjalti Zóph-
óniasson fyrir dómsmálaráðu-
neytið, Hannes Guðmundsson,
fyrir utanrikisráðuneytið og
Kristinn Guðmundsson fyrir
samgönguráðuneytið. Voru
nefndir nefndarmenn suður á
Keflavlkurflugvelli i gær-
morgun og höfðu ásamt Pétri
Guðmundssyni flugvallarstjóra
yfirstjórn aðgerða.
Flugvélinni, sem er af gerðinni
Boeing 727 og er i eigu bandariska
flugfélag'sins TWA, var rænt á
leið frá La Guardiaflugvelli I New
York til Chicago. Gerðist þetta
laust fyrir kl. 23 að ísl. tlma. Tals-
maður flugfélagsins I New York
heldur þvi fram, að allir farþegar
hafi gengið undir öryggiseftirlit
sem hafi verið „mjög strangt”.
Ekki strangara en svo, að
skömmu eftir að vélin fór á loft
rændu sex menn vélinni, og var
einn ræningjanna kona. Fyrst var
ekki ljóst hverjir voru að verki,
en siðan tóku króatiskir útlagar á
sig ábyrgðina eins og sagt er frá
annarsstaðar hér á siðunni.
Um borð voru þá 92, 85 farþegar
og sjö manna áhöfn. Var þetta I
fyrsta sinn að farþegaflugvél er
rænt I Bandarikjunum slðan gerð
var misheppnuö tilraun til að
ræna flugvél frá United Air I april
I fyrra.
Ræningjarnir sneru flugvélinni
til Montreal I Kanada. Hótun
þeirra var sú að sprengja flug-
vélina i loft upp, en einn ræn-
ingjanna (sumir segja tveir) var
reyrður við sprengju.
Vélinni var leyft að taka elds-
neyti I Montreal, og var hún þar I
um það bil tvo tima. Þaðan var
henni flogið til Gander á Nýja
Sjálandi og fengu 31 farþegi að
fara þar frá borði. Þeir létu ekki
illa af sinum högum og hefðu
geðshræringar verið með minna
móti meðal farþeganna.
Flugvélinni var fylgt til Gander
og frá Gander til Keflavikur af
annarri þotu af sömu gerð.
Astæðan er sú að flugvélina
skortir ýmsan búnað til úthafs-
flugs og flugmaður hennar mun
heldur ekki vanur sliku flugi.
Félagsfundur
á mánudag
Árás-
irnar á
verka-
lýös-
stétti na
Nýjustu árásir rikis-
stjórnarinnar á verkalýðs-
stéttina verða til umræðu á
félagsfundi Alþýðubanda-
lagsins i Reykjavik, sem
haldinn veröur i Lindarbæ á
mánudaginn (13. sept.) Þar
verður rætt um bráðabirgöa-
lögin um kaup og kjör
sjómanna og um fyrirætlanir
þær sem fram koma ' i
frumvarpi stjórnarinnar um
breytingu á vinnulög-
gjöfinni.
Benedikt "Daviðsson er
aðalræðumaður fundarins.
Þá útskýrir Arnmundur
Bachmann frumvarp rikis-
stjórnarinnar aö nýrri
vinnulöggjöf. Lúövik
Jósepsson veröur sérstakur
gestur fundarins.
Fundurinn I Lindarbæ
hefst kl. 20. 30. Stjórn
Alþýðubandalagsins i
Reykjavik hvetur félags-
menn eindregið að fjöl-
menna á þennan fyrsta
félagsfund vetrarins.
Alþýöubandalagiö
í Reykjavík
Tilgangur flugvélaránsins
Ákæruskjal gegn Tito
í bandarískum blöðum
Flugvélaræningjarmr afkom-
endur fasískrar
Það eru samtök króatiskra út-
laga sem hafa lýst sig ábyrg
fyrir flugvélaráninu og segjast
þau gera það til að leggja
áherslu á andstöðu sfna við
bandariskan stuðning við stjórn
Titós i Júgóslaviu. Samtök þessi
eiga reyndar rætur að rekja til
króatiskra fasista sem þjóð-
verjar hjálpuðu til að stofna
leppríki i hernuminni Júgó-
slaviu á styrjaldarárunum.
Yfirlýsing frá samtökum sem
kalla sig „baráttumenn fyrir
frjálsri Króatiu” fannst skv.
tilvlsun flugvélaræningjanna i
farangurshólfi á aðalflug-
afgreiðslu i New York. Var hún i
bréfi sem fest var við sprengju,
sem sprakk siðar þegar reynt
var að gera hana óskaölega og
drap lögreglumann og særði
þrjá aðra.
1 yfirlýsingu þessari segir, að
markmið hópsins sé að vekja
athygli á „grimmdarlegri
kúgun sem á sér stað i Júgó-
slaviu” og væri bandariskri
flugvél stolið vegna þess að
Bandarikin hefðu veitt
stjórninni i Belgrad miljarða
dollara aðstoð. Hópurinn kveðst
ætla að beita eins litlu ofbeldi og I
mögulegt er, en kröfur hans eru
leppstjórnar
Það er að Tito forseta — sem
sjálfur er reyndar króati — sem
útlagarnir beina spjótum sinum,
þeim þykir hans ævistarf helstur
þrándur i götu þvf markmiði að
kljúfa Króatiu út úr Sambands-
lýðveldinu Júgóslavfu. Króatar
tala svo til sömu tungu og serbar,
stærsta þjóð Júgóslaviu, en þeir
nota annað letur (latneskt) og
hafa verið kaþólskir, en serbar
eru orþodóxar.
Skástrikaða svæðiö er Króatia — eins og sjá má eru túristasvæöi
Júgóslavfu f Króatiu.
þær, að bréfið og 3000 orða yfir-
lýsing hinna króatisku
„þjóðfrelsisafla” séu prentaðar
i fimm helstu blöðum Banda-
rikjanna, m.a. New York Times
og Washington Post. Fréttir I
morgun hermdu að blöðin
ætluðu að verða við þessari
kröfu, en I bréfinu var þvi hótað,
að ef ekki verði orðið við henni
muni önnur timasprengja
springa á fjölförnum stað I
Bandarikjunum.
Óþekktur maður hringdi á
skrifstofu Reuters i New York i
gær, og lét að þvi liggja að
króatarnir hefðu unnið þetta
verk I samráði viö PLO, Þjóð
frelsisfylkingu Palestinu. Það
er hinsvegar mjög ólíklegt að
Palestinumenn geri nokkuð til
að styggja stjórn Titos eða
blandi trússi við samtök sem
þau er hér um getur.
Útlægir króatar hafa á undan-
förnum árum unnið ýmisleg
hermdarverk — m.a. myrt
sendiherra Júgóslaviu i Stokk-
hólmi. Samtök þeirra eiga
mestan part rætur aö rekja til
Ústasjahreyfingar þeirrar, sem
undir leiösögn Ante Pavelic stóð
fyrir króatisku leppriki i Júgó-
slaviu á striðsárunum. Hreyfing
þessi framdi fáheyrð glæpaverk
og fjöldamorð á sambýlis-
mönnum króata og náfrændum,
serbum — og var djöfulgangur
þessi m.a. réttlættur með þvi aö
snúa ætti hinum orþódoxku
serbum til kaþólsku, sem er trú
króata. útlagahóparnir hafa
einna helst haft samband við
hægrisinna og fasita þegar þeir
hafa lagt áherslu á kröfu sina
um suíidurlimun Júgóslaviu.
Þess skal getið, að i Júgóslavíu
sjálfri hefur borið allmikið á
kröfum um aukið sjálfsforræði
sambandslýöveldisins Króatiu
— og hafa þær kröfur risið bæði
innan kommúnistasambands
Júgóslaviu og menningar-
félaga. En sú þjóðernishyggja
mundi sem fæst vilja eiga
sameiginlegt með þvi liði sem
nú hefur staðiö að flugvélaráni
AB.