Þjóðviljinn - 16.09.1976, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.09.1976, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 16. september 1976. ÞJóÐVILJINN — StÐA 5 Ensk lögregla ræöst gegn vestur-indíumönnum i Notting-Hill: ýmsum erlendum fréttariturum fannst framkoma hennar þar vera ljótur ryðblettur á frægöarskildi ensku „bobbianna”. Kynþáttaóeirðir í Bretlandi Þann 3. september hóf Tony Benn, iðnaðarráðherra Bretlands, baráttu verkamannaflokksins gegn þjóðernissinnum, sem standa yst til hægri. Sagði ráðherrann að bretar ættu nú við að striða verstu bylgju kynþáttahaturs, sem skollið hefur yfir landið siðan á áratugnum fyrir heims- styrjöldina siðari. Astæðan fyrir þvi að kynþáttahatur magnast svo mjög i Bretlandi nú er vitanlega efnahagsvandamál landsins, verðbólga og þó einkum aukið atvinnuleysi, en slikt ástand hefur löngum verið góð gróðrar- stia fyrir kynþáttahatursáróður af öllu tagi. Hefur þetta leitt til þess að frambjóöendur sem standa yst til hægri hafa fengið aukið fylgi i aukakosningum að undanförnu, þótt hvergi næðu þeir kosningu, og i lok ágúst kom jafnvel til óeirða i London. Þykir stjórn verkamanna- flokksins ástandið nú svo alvarlegt að hún hefur ákveðið að hefja sérstaka áróðurs- herferð til að hamla á móti þessu aukna kynþáttahatri. Eins og mörg önnur lönd Vestur-Evrópu hafa englend- ingar „flutt” mikið inn af verkafólki undanfarna áratugi, og er vonandi að það verði ein- hverntima reiknað rækil. út hve mikið af „efnahagsframförum” vesturlanda má rekja til þessa skipulega arðráns á ódyru vinnuafli, sem fékk lág laun fyrir að vinna erfiðustu vinnuna og bjó siðan við lélegustu kjör án þess að njóta venjulegra mannréttinda. Um þetta er litið vitað, þvi að tilhneigingin hefur gjarnan verið sú að telja þetta fólk ekki með á skýrslum um velferð vesturlanda, þar sem þetta voru „útlendingar”. Meðan vestur-þjóðverjar fluttu inn spánverja, júgóslava og tyrki, og frakkar fluttu inn portúgala, norður-afrikubúa og senegala, fluttu englendingar inn vestur-indíumenn, indverja og pakistana. Talið er nú að um tvær milj. manna, „sem ekki eru hvitir”, búi nú i Englandi, og búa 40 af hundraði þeirra i London og úthverfum hennar. Reyndar er ekki hægt að kalla þessa menn „inn- flytjendur”, þar sem tveir fimm tu hlutar þeirra eru fæddir i Englandi. Meðan stööugar „efnahags- framfarir” urðu i Vestur- Evrópu, duldist mönnum yfir- leitt það vandamál, sem hlaut að stafa af þessum innflutningi, ef ekkert var beinlinis gert til að auðvelda hann. En um leið og menn fóru að finna fyrir efna- hagsörðugleikum i þessum löndum, mátti hins vegar búast við þvi að ástandið breyttist. Fyrsta alvarlega merkið um þessa breytingu voru óeirðirnar i London mánudagskvöldið 30. ágúst. Þær hófust i lok hinnar hefðbundnu „kjötkveðjuhátiðar Kariba-eyja”, sem fólk af vest- ur-indiskum uppruna hefur haldið árl. i tiu ár i Notting-Hill hverfi i London, en talið er að þar búi um 60.000 vestur-indiumenn. óeirðirnar hófust með handtöku vasaþjófe, en þá fór mannfjöldinn að kasta steinum og flöskum á lög- regluna, og uppþot hófust á stóru svæði. Búðir voru rændar og kveikt var i bilum, og þegar lögreglunni tókst að bæla niöur uppþotin eftir tvær klukkustundir, var talið að meira en 450 menn hefðu særst, þar af 325 lögregluþjónar. Lögreglan handtók sjötiu manns, þar á meðal sjö konur og tólf börn. Að sögn lögreglunnar stöfuðu þessar óeirðir einungis af óspektum 800 óeirðarseggja, sem leituðust við að æsa upp þúsundir ölvaðra manna. En forystumenn vestur-indiu- manna i London telja að óþarf- lega mikill viðbúnaður lögregl- i unnar hafi komið fólki fyrir sjónir sem ögrun og hleypt illu blóði i menn. Meðal almennings er sú skoðun rikjandi að óeirð- irnar séu alls ekki einangrað fyrirbæri, heldur séu þær merki um siauknar viðsjár milli kyn- þáttaminnihlutans og annarra Ibúa Bretlands. Bent er á, að mikið hefur verið um minni- háttar óeirðir i hverfum vestur- indiumanna og pakistana i Eng- landi i sumar, einkum i London, Manchester, Birmingham og Liverpool, og viða annarsstaðar hefur borið á ólgu. Astæðan fyrir þessari þróun er i rauninni einföld Nú er talað um að „mistekist hafi að fella innflytjendurna inn i þjóð- félagið, sem við þeim átti að taka , en tæplega er hægt að tala um mistök i þvi sambandi þegar þetta var aldrei ætlunin. Erlendir verkamenn voru f luttir inn til Vestur-Evrópu til þess eins að hagnast á vinnu þeirra — eða arðræna þá ef menn vilja fremur nota það orð, þaö þótti betra svar viö launakröfum hinna lægst launuðu að hækka þá einfaldlega i þjóðfélags- stiganum og flytja svo inn lág- launafólk til að vinna þeirra störf, fremur en að bæta á raun- hæfan hátt kjör þeirra, sem unnu þau störf, sem verst voru og minnst laun voru greidd fyrir. Það var þvi ekkert skeytt um það þótt influttir verkamenn söfnuðust saman i fátækra- hverfum, eins og i Notting-Hill, þar sem 60.000 vestur-indiu- menn búa, eða Southall, þar Særður blökkumaður i Notting-Hill. sem álika margir indverjar og pakistanar hafa heimili sin, og lifðu þar i yfirfullum ibúðum jafnvel án þeirra þæginda, sem flestir telja nú sjálfsögð. Senni- lega hefði það skert ágóða þeirra, sem græddu á vinnu þessara manna, ef reynt hefði verið að sjá þeim fyrir mann- sæmandi húsnæði. Reynt var að visu að sjá til þess að innfluttir verkamenn nytu sömu réttinda og aðrir hvað snerti atvinnu og húsnæði, en reglugerðum um slik efni hefur aldrei verið fylgt að fullu, heldur hafa menn komist i kringum þær með allskyns oröhengilshætti. Það var heldur ekki til þess ætlast að innfluttir verkamenn yrðu annað en undirmálsfólk, sem yrði alltaf að vikja fyrir innlendum verkamönnum. Af þessum ástaaðum er ekki að furða þótt baráttuhugur vestur-indiu- manna og pakistana hafa aukist eftir þvi sem þeir áttuðu sig bet- ur á gangi þess þjóðfélags, semþeir bjuggu i. Þegar árið 1958 kom til mikilla kynþáttaó- eirða i Notting-Hill. En þessi baráttuvilji erlendu verkamannanna er þó ekki nema önnur hlið málsins, og ber reyndar á henni viðar i Vestur-Evrópu. Hin hliöin er af- staða innlendra verkamanna og annarra til útlendinganna. Hún er oft tviræð, þegar allt leikur I lyndi er eins og þeir vilji sem minnst af þeim vita, en þegar kreppa af einhverju tagi skýtur upp koliinum, verðurafleiðingin gjarnan sú að litið er á út- lendingana sem hættulega „keppinauta” og þeir eru gerðir að blórabögglum og verða að þola reiði þeirra, sem óánægöir eru. Þessi tilhneiging er til staðarhvarvetna þar sem mikið er um erlenda verkamenn, en eins og efnahagsástandið er i Englandi, þarf engan að undra þótt hún blossi fyrst og fremst upp þar. Það er mjög auðvelt fyrir þá, sem nú eru atvinnulausir i Englandi, að kenna þvi um að allt of mikið sé ráðið af „lituð- um mönnum” er undirbjóði þá hvað launakröfur snerti. Þeir sem eiga i erfiðleikum með að fá húsnæöi kenna þvi um að „útlendingarnir” taki upp heil borgarhverfi. Kaupmenn útskýra slæma afkomu sina með samkeppni indverja og jamaikabúa, sem keypt hafi verslanir og hafi þær opnar flestar stundir sólarhringsins. Viöhorf af þessu tagi eru ekki óeðlileg, en þau stafa fyrst og fremst af þvi hvernig að inn- flutningi verkafólks var staðið: á sama hátt og ekkert var gert tilþess að búaefnislega i haginn fyrir þær tugir þúsunda sem alltaf voru að streyma inn i landið, v ar heldur ekkert gert til þess að útskýra það fyrir al- menningi hver væri hlutur þessara manna i efnahagslifi landsins, — og á hvaða hátt vinnuafl þeirra kynni að vera nauðsynlegt. Ýmsir myndu kannske segja að allt slikt hafi frá upphafi verið feimnismál, og allir „ábyrgir” aðilar hafi viljað forðast of miklar um- ræður um það atriði, sem var einn grundvöllur „allsnægta- þjóðfélagsins”, sem skapaðist i Evrópu. Afleiðingin er svo sú, að myndast hefur grundvöllur fyrir ýmsar fasistahreyfingar, sem notfæra sér óánægju almennings vegna efnahags- ástandsins og safna fylgi með vigorðum eins og „þetta er okkar eyja” eða jafnvel„finnst ykkur ekki vond lykt af karri” (en karri er mjög áberandi i matarvenjum indverja). Hingað til hafa bresk yfirvöld ekki haft miklar áhyggjur af þessu kynþáttahatri, enda hafa þau kannske ekki litið það illum augum að skarpar andstæður mynduðust meðal lágstétta landsins: sundrung þeirra er jafnan styrkur yfirstéttanna. En nú er ástandið þó talið svo alvarlegt að stjórnin hefur ákveðið aðhefja áróðursherferð til aö vinna á móti honum — enda fá þeir frambjóðendur, sem boða kynþáttastefhu nú i fyrsta skipti umtalsvert atkvæðamagn i auka- kosningum, og stjórn verkamannaflokksins stendur sem kunnugt er nokkuð tæpt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.