Þjóðviljinn - 16.09.1976, Síða 8

Þjóðviljinn - 16.09.1976, Síða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. september 1976. Fra okkar sjónarmiði er komm- únisminn aðeins upphafið Rætt viö kennara Ananda Marga hér á landi í fréttatilkynningu frá Ananda Marga segir, að þar sé um að ræða samfélagslega, andlega hreyfingu, starfandi um allan heim. Þessi samtök hafa meðal annars tekið upp starfsemi hér á landi og hófu hana fyrir um ári. Þau hafa nú húsnæði á mótum Skólavörðu- stigs og Klapparstigs, hafa þar opna verslun með jurtafæði, og heitir verslunin Korn- markaðurinn. En vitaskuld er tilgangur samtaka þessara ekki sá einn aö selja jurtafæði og hvetja menn til að neyta þess. Til þess að afla frekari upplýsinga um Ananda Marga sótti blaðamaður Þjóð- viljans fólk úr samtökunum heim á hæðinni fyrir ofan Korn- markaðinn og ræddi við kennara þeirra hérlendis, Acarya Mayatiita Brahmacarii. Kennarinn er ungur maður, klæddur að nokkru á indverska vísu, en þrátt fyrir nafn það úr sanskrit, er hann hefur tekiö sér, er hann bandarikjamaöur að ætt. Vegur fullsælunnar. Acarya Mayatiita Brahmacarii skýrir okkur svo frá að Ananda Marga (Vegur fullsælunnar) sé andleg hreyfing, sem reyni með andlegri framþróun að ráða bót á vandamálum veraldarinnar I dag. Samtökin halda þvi fram, að hvorki andleg né efnisleg viðleitni sé llkleg til að bera árangur, nema því aðeins að fullkomið jafnvægi sé á milli þessa tvenns. Sé fólk hirðulaust um andlegu hliðina á eigin persónuleika, getur það að vlsu náð sæmilegum árangri I sókn eftir efnislegum gæðum, en innstu þrám þess verði ekki fullnægt. Snúi menn á hinn bóginn baki við heiminum I þeim tilgangi að einbeita sér að þvl að ná sem mestri andlegri — Já, þau voru stofnuð þar 1955 og náðu fljótt miklu fylgi. Þau létu til sln taka á sviði menntamála, hjálpar- og velferðarstarfsemi og hlutu miklar vinsældir hjá al- menningi fyrir gott starf I þeim efnum. Hreyfingin kom upp fjölda heimila fyrir munaðar- leysingja, ódýrum matsölu- stöðum og hjálparbúðum. Þegar náttúruhamfarir eins og flóð urðu, hafði Ananda Marga til taks hjálparsveitir að senda á vettvang. Hreyfingin rak einnig um 300 skóla I Indlandi, og urðu þeir mjög vinsælir. En stjórnar- völd fengu fljótlega illan bifur á Ananda Marga og tóku til við að beita hreyfinguna ofsóknum, sem færðust mjög I aukana eftir að neyðarástandi var lýst yfir I Indlandi fyrir rúmu ári. þrátt fyrir rika viðleitni. Virtur lögmaður breskur, sem fylgdist með réttarhöldunum, sagði að þau hefðu verið alger skripa- leikur. í indversku fangelsi. Acarya Mayatiita Brahmacarii kvaðst sjálfur hafa verið handtekinn I Indlandi, þegar ofsóknirnar voru þar sem mestar gegn Ananda Marga. — Ég var hafður inni I fjóra mánuði án þess að nokkur ákæra væri fram borin eöa skýring gefin á handtökunni. Aðbúnaðurinn var harla slæmur. Við fengum áðeins helming matarins, sem við áttum að fá samkvæmt reglum, Framhald á bls. 14. þjálfun, þá verður árangur þeirra til einskis gagns fyrir samfélagið. Ennfremur kennir Ananda Marga að félagslegar framfarir séu ekki mögulegar án inn- blásturs og leiðsagnar einstaklinga, sem séu siðferðis- lega sterkir og lausir við eigin- girni. Þessa eiginleika reyna samtökin að innræta mönnum með þvl að kenna hugleiðslu. Að þjóna mannkyninu og leitast við að verða því til góðs er grund- vallaratriði I kenningum Ananda Marga. Félagslegt starf á Indlandi. — Spurningin er ekki sú hvort heimurinn breytist, segir Acarya Mayatiita Brahmacarii. — Hann verður að breytast. Bæði kapitalisminn og komm- unisminn eru ófullkomin kerfi. Kapitalisminn leggur megin- áherslu á hagsmuni einstakl- ingsins og vanrækir heildina. Kommúnisminn leggur hins- vegar mest upp úr hagsmunum heildarinnar og skerðir frelsi einstaklingsins. Karl Marx skrifaði um stig kommúnism- ans, þegar hver legði fram eftir getu sinni og fengi aftur eftir þörfum slnum. Frá okkar sjónarmiði er þetta ekki lokatakmark, heldur byrjun. Þá fyrst er maðurinn þarf ekki lengur að hafa á- hyggjur af brýnustu nauð- þurftum, getur hann farið að þroska sálrænu og andlegu þættina I sjálfum sér. — Samtök ykkar eru upprunnin á Indlandi? Ofsóknir. — Og hvað veldur of- sóknunum? — Stjórnarvöldin óttast hreyfinguna mjög vegna þess hve öflug og útbreidd hún er orðin og jafnframt beinllnis vegna heiðarleika hennar. Liðsmenn Ananda Marga þiggja aldrei mútur, og það er fáheyrður hlutur I Indlandi, þar sem spillingin er sllk að erfitt er fyrir ókunnuga að gera sér umfang hennar I hugarlund. Allt indverska þjóðfélagskerfið, eins og það er, byggist á spillingu og mútum. Barátta Ananda Marga gegn spillingu leiddi þessvegna til þess, að valdhafar kerfisins sjá I hreyfingunni hættulegt tilræði gegn sér. — Hverskonar ofsóknum hafið þið orðið fyrir I Indlandi? — Samtök okkar og samtök I tengslum við þau hafa verið bönnuð og margir meðlimir fangelsaðir. Margir þeirra fangelsuðu eru fjölskyldufeður, svo að fjölskyldur þeirra eru I fjölda tilfellum illa staddar. Fyrsti kennari okkar og leiðtogi, Shrii Shrii Anandamurti, hefur verið I fangelsi slðan 1971 og hefur fastað siðan i aprll 1973, en þá reyndi fangelsislæknirinn að gefa honum inn eitur. Slðan hefur Shrii Shrii Anandamurti aðeins tekið til sln vökva og er orðinn mjög máttfarinn. Þessi leiðtogi okkar var I upp- hafi af hálfu stjórnarvalda sakaður um morð, en ákæru- valdinu misheppnaðist að koma fram með nokkur haldbær sönnunargögn gegn honum, H%rer tójfás ocitmqanal !!t*1 •• • « «. n| tárdeéogí'O-ivA.'/ö Uux" uA-v i^óSujr,

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.