Þjóðviljinn - 29.09.1976, Síða 3

Þjóðviljinn - 29.09.1976, Síða 3
Miðvikudagur 29. september 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Mótmælav erkf all araba 1 Israel NASARET 28/9 (Reuter) — Þúsundir arabiskra bæjarstarfs- manna i tsrael lögðu niður vinnu I tvær klukkustundir i dag, og hót- uðu þeir að gripa til frekari að- gerða ef rikisstjórnin ræki ekki úr starfi embættismann, sem gert hefur skýrslu um leiðir tii að vinna gegn fólksfjölgun meðal araba í tsrael. Ibúar borga á hernumdu svæð- unum á vesturbakka Jórdanár gripu einnig i dag til mótmælaað- gerða gegn þessari umdeildu skýrslu. Höfundur skýrslunnar, Yisrael Koenig, er landstjóri Israels- manna i Galileu.. Hann sagði i skýrslu sinni að israelsmenn yrðu að gripa til skjótra ráða til að koma i veg fyrir að arabar yrðu fleiri en þeir i norðurhluta Israels um 1978. Hvatti hann til þess að gyðingar yrðu fluttir i stærri stil til þessara héraða, dregið yrði úr fjölskyldubótum til stórra arabiskra fjölskyldna og ungir og efnilegir arabar yrðu hvattir til að stunda nám erlendis og setjast þar að. Þessi skýrsla var upphaf- lega leynileg, en vinstri sinnuð blöð I tsrael komu henni á framfæri i byrjun þessa mán- aðar. Miklar deilur spruttu af henni, en Josef Burg innanrikis- ráðherra sagði að hún túlkaði ekki á neinn hátt stefnu stjórnar- innar. Verkfallið i dag var bundið við starfsmenn meira en fjörutiu bæjarfélaga og fór fram i friði. Hins vegar fóru nemendur ekki i skóla á vesturbakka Jórdanár, reistu götuvigi og grýttu bifreiðir israelsmanna. Rayek Jarjoura, borgarstjóri Nasaret, sagði blaðamönnum, að hætta væri á meiri mótmælaað- gerðum ef stjórnin kallaði Yisrael Koenig ekki burt frá Galileu. Sagði hann að tilgangur verkfallsins i dag væri sá að draga athygli almenningsálitsins i heiminum að þvi óréttlæti sem arabar i ísrael hefðu verið beittir siðan ísraelsriki var stofnað fyrir 28 árum og mótmæla þvi að Koenig skuli enn gegna sinni stöðu. Væri allsherjar verkfall Framhald á bls. 14. Fœr landvistarleyfi ,af mannúðarástæðmn’ HAAG 28/9 (Reuter) —Hollend- ingar hafa veitt sovéska skák- manninum Viktor Kortsnoj landvistarleyfi af „mannúðar- ástæðum”, en þeir hafa hafnað beiðni hans um að vera þar sem pólitiskur flóttamaður, að sögn talsmanns hollenska dóms- málaráðuneytisins i dag. Kortsnoj, sem er 45 ára gamall, bað eins og kunnugt er um hæli i Hollandi sem pólitisk- ur flóttamaður 27. júli, eftir að hann hafði tekið þátt i alþjóð- legu skákmóti i Amsterdam. Hann skýrði frá þvi að hann hefði gagnrýnt sovéska skák- sambandið og óttaðist að hann fengi ekki að keppa aftur erlendis ef hann sneri heim. Honum var þá veitt bráða- birgðalandvistarleyfi i sex mánuði, meðan hollensk yfir- völd f jölluðu um beiðni hans um hælisem pólitiskur flóttamaður. Talsmaður dómsmála- ráðuneytisins sagði svo i dag: „Beiðni Kortsnoj um að fá hæli sem pólitiskur flóttamaður hef- ur verið hafnað, en hins vegar hefur ráðuneytið gefið honum leyfi til að dveljast i Hollandi af mannúðarástæðum”. Tals- maðurinn sagði að þetta leyfi hefði verið gefið út i siðustu viku og gilti I eitt ár, en siðan mætti framlengja það samkvæmt beiðni. Hann neitaði að skýra frá þvi hvers vegna Kortsnoj hefði ekki verið veitt hæli sem flóttamanni. Kortsnoj, sem var talinn þriðji besti skákmaður heims 1973, gekk i skákklúbb i Rotter- dam eftir komu sina til Hol- lands, og er hann nú að þjálfa hollenska liðið fyrir olympiu- skákmótið i Haifa i Israel, sem fram á að fara I næsta mánuði. 4. september svipti sovéska skáksambandið Kortsnoj öllum sovéskum titlum, þ.á m. titlin- um stórmeistari, og krafðist þess að alþjóöaskáksambandið útilokaði hann frá þvi aö keppa um heimsmeistaratitil. En framkvæmdastjóri alþjóða- skáksambandsins sagði að menn kepptu um heims- meistaratitil sem einstaklingar en ekki sem fulltrúar einstakra landa, og einnig að ekki væri hægt að svipta Kortsnoj titlinum stórmeistari sem alþjóðaskák- sambandið hefði veitt. Mikill hluti veraldar býr við vatnsskort GENF 28/9 (Reuter) — Tveir þriðju hlutar af ibúum heims hafa ekki nægilegar vatnsbirgðir tryggar, að sögn Yahia Abdel Mageed, sem skipuleggur nú á vegum Sameinuðu þjóðanna ráð- stefnu um vatnsnotkun. Þetta fólk lifir aðallega i þróunarlöndunum, sagði Mageed, og bætti hann þvi við að al- þjóðlega vatnsráðstefnan, sem verður haldin i Mar del Plata i Argentinu, myndi leitast við að semja áætlanir um það hvernig unnt væri að auka nothæfar vatnsbirgðir og forðast vatns- skort. Hann sagði að við værum nú mitt i kreppunni, og hefði þurrkurinn komið svo illa niður á Sahel-svæðinu i Afriku og Vestur- Evrópu nú i sumar vegna þess að ekki voru til áætlanir um neitt annað en hreinar neyðarráð- stafanir. Stöðug ólga yioa a Spani MADRID 28/9 (Reuter) — Stúdent lést i Madrid i dag af sár- um, sem hann fékk i kröfugöngu gegn stjórnvöldum landsins i gærkvöldi. Mikil ólga er nú á Spáni eftir óeirðir og verkföll undanfarna daga. Carlos Gonzales Martinez, 21 árs gamall stúdent i sálfræði, fékk skot i magann.og litur út fyr- ir að það hafi verið menn yst til hægri sem hleyptu skotinu af, a.m.k. hefur lögreglan borið það til baka að hún hafi notað byssur þegar hún dreifði hópum stúdenta i Madrid i gær. Hann er 36. maðurinn sem hefur látið lifið i pólitiskum átök- um á Spáni siðan Franco dó i fyrra, en sá fyrsti sem fallið hefur i höfuðborginni sjálfri, að sögn óopinberra heimildarmanna. 1 baskahéruðum Spánar hafa menn lagt niður vinnu og farið i mótmælagöngur til að krefjast sakaruppgjafar fyrir pólitiska fanga og minnast þess að ár er liðið siðan fimm baskar voru teknir af lifi. 1 dag hafa ýmsir hópar stjórnarandstæðinga hvatt menn til að taka upp vinnu að nýju, og telja þeir að stjórnarand- staðan hafi sýnt mátt sinn nægi- lega mikið i þetta sinn. Sögðu for- sprakkar verkfallsins að meir en hálf miljón manna hefðu lagt nið- ur vinnu þrátt fyrir fyrirmæli stjórnvalda um að menn skyldu ekki fara eftir „áróðri undir- róðursmanna og hryðjuverka- manna”. Sjálfstæða dagblaðið E1 Pais sagði i dag i ritstjórnargrein að stjórnvöldin ættu að ganga til samninga við stjórnarand- stöðuna, þar sem þau væru ófær um að ráða ein fram úr stjórn- málakreppunni. „Þeir sem stjórnuðu á Franco-timabilinu geta ekki stjórnað i lýðræði af þvi að þeir eru ekki lýðræðissinnar”, sagði blaðið. Meðan þetta gerðist virtist Jó- hann-Karl Spánarkonungur sjálf- ur láta póstmannaverkfallið til sin taka, en það hefur nú staðið i viku. Hann ræddi i dag við Ingacio Acha, yfirmann póst- mála,i konungshöllinni. I upphafi lögðu póstmenn i Madrid einir niöur vinnu, en verkfallið hefur nu breiðst Ut til allra helstu borga landsins og er talið að meir en 30.000 starfsmenn póstmála séu nú i verkfalli. Einnig eru horfur á ólgu á iðnaðarsvæðunum i kringum Barcelona, og hafa leiðtogar i verksmiðjum i borginni Tarrasa samþykkt að styöja verkföll i iðnaðarsvæðinu i Sabadell. Þar hafa nú 30.000 verkamenn úr vefnaðar- og. vélaverksmiðjum ýmist lagt niður vinnu eða minnkað vinnuhraðann. Ný plata Megasar komin r a markað A mánudag kom i verslanir nýjasta plata Megasar, sem ber heitið „Fram og aftur blindgöt- una”. Það er hið nýja útgáfu- fyrirtæki Ingibergs Þorkelssonar Hrim h/f, sem gefur þessa plötu út, og eru á henni niu lög, þ.á m. „Gamla gasstöðin við HÍemm”, „1 speglasalinn” og „Enn (að minnsta kosti)”. öll lög og textar eru eftir Megas sjálfan, en undir- leik annast sjö hljóðfæraleikarar, sem eru flestir úr hljómsveitun- um Eik og Celsius. Þetta er þriðja platan, sem Megas sendir frá sér. Fyrsta plata hans kom út haustið 1972 og var endurútgefin rétt fyrir jólin i fyrra. önnur platan „Milli- lending” kom út fyrir réttu ári, en siðan hefur Megas tekið þátt i starfi „Listaskáldanna vondu” og fluttá þeirra vegum ýmis þeirra laga sem nú koma út á glötu. Sovétirienn gagnrýna tillögur Kissingers NEW YORK 28/9 — I ræðu sem Andrei Gromyko, utan- rikisráðherra Sovétrikjanna, hélt i dag á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna gagn- rýndi hann mjög tilraunir Kissingers til að koma á meirihlutastjórn svertingja i Ródesiu. Sagði hann að reynt væri að beita pólitiskum trúð- leik og fégjöfum til að koma i veg fyrir raunverulegt sjálf- stæði i suðurhluta Afriku. Væri allt gert til þess að berja niður réttláta baráttu þjóð- anna i Ródesiu og Namibiu. Hægri menn og sýr- lendingar hef ja stór sókn í Líbanon BEIRUT 28/9 (Reuter) — Miklir bardagar geisuðu i dag I fjöllun- um fyrir austan Beirut, eftir að hægri sinnaöir libanir og sýrlenskir hermenn höfðu byrjað mjög viðtæka sókn gegn vinstri sinnuðum libönum og palestinuaröbum i dögun í morg- un. Minna en sex timum eftir að bardaginn hófst birti Yasser Arafat, leitogi palestinuskæru- liða, ávarp til allra arabískra þjóðarleiðtoga og bað þá að stööva þessi „nýju fjöldainorð”. lleimiidarmenn meðal palestínu- araba sögðu að hann heföi sjálfur talað i sima við Khaled konung Sádi-Arabiu, Gaddafi leiðtoga Líbýu og Houari Boumedienne, forseta Alsir. Útvarpsstöðvar beggja aðila i Libanor fr^ miklum bardögum i fjöllunum og sögðu þær, að I þeim væri beitt bryndrekum, þungu stórskotaliði, og eldflaugum og „óþekktar flug- vélar” flygju yfir bækistöðvum vinstri manna. Sagt var að þessi nýja sókn væri ein hin mesta sem gerð hefði verið siðan sýrlend- ingar réðust inn i Libanon og lögðu meir en helming landsins undir sig. Svo virðist sem sýrlendingar og hægri menn hafi gert árás á tveimur stöðum, og séu vinstri menn klemmdir á milli tveggja herja andstæðinganna á aðalveg- inum milli Beirut og Damaskus. Tilgangur sóknarinnar mun vera sá að reka vinstri menn burt úr fjöllunum, sem þeir náðu á sitt vald snemma i styrjöldinm, áður en snjór fellur á þau i næsta mán- uði og gerir ókleift að beita þar stórum vigvélum. Arásirnar hófust i dögun, og skýrðu út- varpsstöðvar frá þvi að tiu stund- um eftir að þær hefðu hafist héldu bardagarnir stöðugt áfram. Þessi sókn er fyrsta tilraunin til að breyta viglinunni i Libanon, sem verið hefur óbreytt siðan hægri menn tóku á sitt vald flótta- mannabúöir palestinuaraba i Tel al-Zaatar i Beirut. Munu sýrlend- ingar og hægri menn stefna að þvi að taka á sitt vald sem fyrst bæki- stöðvar, sem vinstri menn hafa á veginum frá Beirut til Damaskus og hafa af þeim sökum mikla hernaðarlega þýðingu. Útvarps- stöð hins hægri sinnaöa falangistaflokks tilkynnti að þessar bækistöðvar, Hammana Framhald á bls. 14.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.