Þjóðviljinn - 01.10.1976, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.10.1976, Blaðsíða 5
Föstudagur 1. október 1976 þjóÐVILJINN — SIÐA 5 Þema í kvikmynd- um hjá Menning arstofnun Banda- ríkjanna Menningarstofnun Bandarikj- anna veröur meö kvikmyndasýn- ingu meö nýju sniöi i vetur. Hver mánuöur veröur tileinkaöur sér- stöku efni, t.d. veröa i október sýndar myndir sem eru tengdar dansi og tónlist, nóvember verður um kvikmyndagerö og desember um ferðalög. Ennfremur verður sýnd aöra hvora viku biómynd tengd aöal- efni mánaðarins, t.d. i október verður sýnd „The Wizard of Oz” með Judy Garland, ein af fræg- ustu söngleikamyndum sem gerö hefur veriö. Myndirnar verða sýndar alla þriöjudaga kl. 17.30 og 20.30. Aö- gangur ókeypis. Dagskrá i október er þessi: 5. okt. „Top Hat” (Ginger Rogers og Fred Astaire) 12. okt. „Alvin Ailey — Memories and vision” og „Alwin Nikolais — An Experience in Sight and Sound”. 19. „The Wizardof Oz” (Judy Garland) 26. okt. „Classical Ballet”, „Dance Theater of Harlem” og „Western Symphony”. Sinfóniuhljómsveitin veröur á Húsavik og Raufarhöfn um heig- ina. Sinfónían norður Á morgun 2. október mun Sinfóniuhljómsveit Islands fara i tónleikaferð til Raufarhafnar og Húsavikur i samvinnu viö menn- ingarsjóð félagsheimilanna. Flogið verður frá Reykjavik á laugardagsmorgun kl. 10.30 og haldnir tónleikar á Raufarhöfn kl. 13.30, en kl. 16.30 verður flogiö til HUsavikur og haldnir tónleikar þar kl. 18 og komið aftur til Reykjavikur um miönætti. Hljómsveitarstjóri er Páll P. Pálsson og einleikarar meö hljómsveitinni Siguröur 1. Siiorrason klarinettuleikari og Bjarni Guömundsson tUbuleikari. Þulur er Helga Stephensen. Þaö nýmæli veröur tekiö upp I þessari ferð, aö nemendum i tón- listarskólum Raufarhafnar og HUsavikur er boöiö á tónleikana eftir hlé og þvi verkefni siðari hluta tónleikanna valin með tilliti til þess og i samráöi viö tónlistar- skóla viðkomandi staöa. Tón- listarskólarnir, hreppsnefnd Raufarhafnar, bæjarstjórn HUsa- víkur, Tónlistarfélag Húsavíkur, Lionsfélagar o.fl. sjá um mót- tökur og allan undirbUning i sam- vinnu við menningarsjóö félags- heimilanna. Efnisskráin á báöum söðum verður eins og hér segir: Bizet: Carmen svita nr. 1. Beethoven: Sinfónia nr. 1. Tsjaikovsky: Blómavalsinn. Weber: Konsertino fyrir klari- nett. Einleikari Sigurður 1. Snorrason. Kleinsinger: Tobbi TUba. Ein- leikari Bjarni Guðmundsson. Þulur Helga Stephensen. Leftenant Stanton. Jónina ólafsdóttir, ógnar Páli Danial, Arna Ibsen. Skjaldhamrar fá lof í Dyflini Þessa dagana er veriö aö leika i Dyflini Skjaldhamra eftir Jónas Arnason. Frumsýningin var á Peacock-sviöinu i Abbey- leikhUsinu, irska þjóðleikhUs- inu, á mánudaginn, og voru meðal annars viðstaddir þá sýningu, auk höfundar, borgar- stjórarnir i Reykjavik og Dyflini. t gær var svo C. Daly, forseti trska lýðveldisins á sýningu á Skjaldhömrum. Alls veröa sjö sýningar á leikritinu og þær siöustu á morgun. ts- lenska leikhUskompaniiö stóö aö sýningunni.en i þvi eru Gunnar Eyjólfsson, Jónina ólafsdóttir, Anthony Matheson, sem auk þess aö leika Major Stone, er leikstjóri, Graham Swanell, Arni Ibsen og Ingibjörg As- geirsdóttir. Frumsýningunni var mjög vel tekið, og hafa birst lofsamlegir dómar i irskum blööum. 1 Evening Herald segir gagn- rýnandinn Malachy Mace aö fyrsta heimsókn tslenska leik- hUskompanisins til Dýflinar hafi veriö mjög áhrifamikil. Sagt er aö leikritiö sé sérlega komiskt, með rómantískum blæ og bregöi upp myndum af isl. þjóötrU. Þá segir gagnrýnand- inn, aö Gunnar Eyjólfsson og Jónlna ólafsdóttir fari frábær- lega vel meö hlutverk Kormáks vitavarðar og leftenants Stantons. I Irish Independent segir Tony Henningan aö I stööugum flaumi tilrauna i leikhUsi sé þaö hressandi aö komast I kynni viö höfunda, sem geti meö góöum árangri sameinaö form og aga i einni frjálslegri og óþvingaðri heild. Þá segir hann að leikrit Jónasar Arnasonar hafi sterkan siðrænan boöskap án þess aö vera umvöndunarsamt og gæti allt eins gerst i irsku umhverfi. Persónusköpun i uppsetningu Anthony Matheson sé mjög skýr og engir veikir hlekkir I leik. An áreynslu takist Gunnari Eyjólfssyni aö skapa eölilega og sannfærandi persónu og Jónina ólafsdóttir sé veröugur mót- leikari meö röggsamlega til- buröi. Uppáhald Henningens i sýningunni er þó Árni Ibsen, sem hann segir hafa verið ein- staklega sannfærandi og ánægjulegan aö horfa á. Þá fær Steinþór Sigurösson mikið hrós fyrir hugvitsamlega og einfalda leikmynd, og ljósabeitingu I sýningunni er einnig hælt. Þýðandi leiksins á enska tungu er Alan Boucher. „Skjaldhamrar” voru sýndar i Iönó i allan fyrravetur og hafa sýningar nU verið teknar upp aö nýju. 1 vor var leikritiö sýnt á mikilli leikhUsshátiö i Dundalk á írlandi og hlaut þar hinar bestu viötökur. —ekh. Yfirlit um umferðarslys frá Umferðarráði: Alvarlegum slysum fœkkar ekki Samkvæmt bráðabirgða- skráningu Umferöarráðs um um- ferðarslys 1976 var nokkur fækk- un umferöarslysa frá ársbyrjun til ágUstloka miðaö viö sama tima árið 1975. í ár urðu samtals 254 slys meö meiðslum eöa dauöa I þeim slösuöust 327 manns og 12 létust. A sama timabili árið 1975 urðu 330 slys meö meiöslum eöa dauða þar sem 317 manns slösuðust og 13 létust. Athyglis- vert er aö alvarlegum umferöar- slysum hefur ekki fækkaö miöaö við sama tima i fyrra. Áriö 1975 hlutu 157 meiri háttar meiösli fyrstu 8 mánuöina og 156 á sama tima i ár. Hins vegar hefur þeim fækkaö verulega sem hlutu minni háttar meiðsli eöa Ur 295 áriö 1975 i 171 i ár. í þéttbýli urðu samtals 193 um- feröarslys og I dreifbýli 61. Sam- svarandi tölur árið 1975 eru 261 slys á móti 69. Flest slysanna uröu viö árekstur bifreiöa sam- tals 110, I 67 tilfellum var ekiö á gangandi og i 67 tilfelium ekiö Ut af vegi. 268 ökumenn og farþegar slösuöust i umferðarslysum til ágUstloka i ár, þar af 105 öku- menn bifreiða, aðrir ökumenn 43 TALA HEIDDRA í EIHSTOlCUH HXWUDUH. og farþegar 120. Samtals gerir þetta 79% allra slasaöra. Fót- gangandi sem slösuöust i um- feröinni uröu 71. Umferöarráö vill vekja athygli á þeirri staöreynd aö þrátt fyrir verulega fækkun þeirra sem slasast hafa i umferöarslysum á þessu ári miðaö við siöasta ár hefur ekki fækkað þeim slysum sem aö hafa i för með sér alvarleg meiösli. Vert er aö hafa þetta i huga einmitt nU.þegar framund- an er skammdegið meö breyttum akstursskilyrðum og aukinni slysahættu. rafvirkjar! "Rafvörur” býöur upp á mikið úrval efnis til raf- lagna, semsagt frá upp- hafi til enda. Ljósaperur í flestöllum stæröum, dyrabjöllur, raftæki og margt fleira. Rafvirkjar á staönum. « Laugarnesvegur 52 Sími 86411 ^VYnnnfTf*

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.