Þjóðviljinn - 01.10.1976, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.10.1976, Blaðsíða 7
< I I yröi sem uppfylla þarf vegna þeirra styrkveitinga eru áþekk þeim er aö framan eru talin vegna fjárfestingarstyrkja. Há- marksstyrkveiting er ca. 500 þús. isl. kr. Auk þessa hefur norska sam- vinnusambandiö NKL sett sér reglur um aöstoð viö dreifbýlis- verslunina. Aöalmunur þess styrks og rikisins er þessi helst: 1. NKL veitir aðeins styrk til reksturs þeirra verslana, sem eru reknar meö tapi. (rikisstyrkurinn er án tillits til rekstursafkomu.) 2. NKL styrk má veita til félaga, sem reka verslanir i minni byggðarlögum óháö fjölda einkaverslana, á verslunarsvæðinu. Hámarksstyrkur NKL til reksturs verslunar i dreifbýli er um 825 þús. isl. kr. Lán án vaxta og með eftirgjöf aö hluta af af- borgun er hægt aö veita út á fjárfestingar. Aö liönum 5 árum veröa félagiö og NKL aö semja áætlun um endurgreiðslur á lán- inu. Hámarkslán pr. verslun er ca. 1.6 milj. isl. kr. Þennan styrk til fjárfestingar má aðeins veita til búöainnrétt- inga, tækja og áhalda. Frum- skilyrði til styrkveitingar er, aö NKL sé aðalheildsali félagsins og að félagið sé reiðubúið aö hagræða rekstri fyrirtækisins eftir leiöbeiningum verslunar- ráöunauta NKL. Eins ogfram kemur i framan- rituöu eru hér settar þröngar skoröur um styrkveitingar og lánafyrirgreiöslur. Væri fariö út á svipaöa braut hérlendis kæmi vel til álita að beita svipuöum reglum og i Noregi. Þó var það álit ráöstefnunnar, aö leita skyldi allra annara úrræða áöur en gripið yrði til beinna styrk- veitinga eins og ég mun koma aö siðar. Verðlagseftirlitið þarf vel þjálfað starfsfólk Georg Ölafsson verölagsstjóri flutti þá erindi, þar sem hann lýsti einkahugmyndum sinum um þessi mál. Taldi hann aö efni þaö, sem til umfjöllunar var heyrði ekki undir þá stofnun er hann stjórnar til úrlausnar. Var hann i erindi sinu ákveðið fylgj- andi frjálsara verömyndunar- kerfi. Slikt kallaöi þó á betri skipulag verðlagseftirlitsins og aukna þjálfun sérhæfðs starfs- krafts. Taldi hann verslanir þurfa aðlögunartima til aö geta framkvæmt hina frjálsu verð- myndun. Samkeppni þyrfti að vera virk. Yröi um aö ræða óeölilega veröþróun þyrfti verð- lagseftirlitiö að gripa inniog til- kynna t.d. hámarksverö ein- hvern tima eða setja viðkom- andi vöru undir verölags- ákvæöi. Sem framkvæmdar- máta á þessu verölagseftirliti yrði komið á verötilkynningar- skyldu markaðsráðandi fyrir- tækja (þar átt viö fyrirtæki er ráöa 25% markaða eöa meira). Til aö geta framkvæmt þetta eftirlit þarf vel þjálfaö starfs- fólk, en varast ber þó óþarfa skriffinnsku og tilheyrandi skrifstofubákn. Taldi hann þróun fólks- flutninga svo og verðbólguna hafa iþyngt dreifbýlisverslun- inni mjög. Til aö mæta aðstööu- muninum heföi veriö heimiluö álagning á flutningskostnaö, til greina kæmi aö heimila endur- mat vörubirgða þegar verö- hækkanir eða gengisfellingar riðu yfir. Tilfærsla yröi gerö á álagningarf lokkum, álagning lækkuö á háálagningarvörur en hækkuö á lágálagningarvörur, setning lágmarksverös, svo og föst ákvæöi um magnafslætti kæmu og til álita. Ný verðlagslög- gjöf í vœndum Þá mun ég i nokkru geta erindis viöskiptaráðherra Olafs Jóhannessonar. Taldi hann erf- itt, en þó nauösynlegt, aö skil- greina hvaö smásöluverslun i dreifbýli væri. Lýsti hann þvi yfir að hann myndi á næstunni skipa sérstaka nefnd til aö kanna þann aöstööumun er um væri aö ræða og benda á leiðir til úrbóta. Myndi h'ún væntanlega skila áliti sinu i frumvarps- formi, sem lagt yrði aö skoðun lokinni fyrir alþingi. 1 ræðu sinni viöurkenndi hann aö um aöstöðumun væri aö ræöa og benti á að með atriöi er þyrftu að skoðast væru tilfærsla á álagningu milli álagningar- flokka, betur stæð kaupfélög styrktu þau er ver gengju, svo og aö Byggöasjóöur tæki upp lánafyrirgreiðslu til verslunar. Þá skýröi hann frá að í undir- búningi væri ný verölagslöggjöf sem þrir embættismenn hafa unniö aö um nokkurt skeið og vænta mætti þess að hún yrði lögð fyrir næsta alþingi. Taldi hann að áiagning væri hér mjög lág ef miðað væri viö nágranna- lönd. Þá skýrði hann frá þvi, að fyrir verölagsnefnd lægju fyrir tillögur frá verölagsstjóra um breytingar á álagningu (etv. þær er áöur var greint frá i frásögn af erindi hans hér að framan), en hefðu ekki fengist afgreiddar vegna andstööu beggja aðila i verölagsnefnd. Þá skýröi hann frá þvi að i þeim frumvarps- drögum að nýjum verölagslög- um er fyrir lægju væri að veru- legu leyti farið eftir norskri fyrirmynd. Miöaö er við að verðmyndun verði sem frjáls- ust, þó útilokað væri aö gefa allt verðlag frjálst á einum og sama degi. Verðlagseftirlit þyrfti eftir sem áöur aö vera strangt og setti jafnvel vöruflokka undir hámarksákvæði ef um óæski- lega veröþróun yröi að ræöa. Þá vék hann sérstaklega aö álagn- ingu á landbúnaöarvöru, sem ákvörðuð er af s.n. sex manna nefnd, og sagði hana allt of lága og stæði engan veginn undir verslunarkostnaöi. Ennfremur benti hann á, að ýmis einokunarfyrirtæki rikisins heföu sprengt upp verölag sinn- ar þjónustu og ættu þau sinn stóra hlut i vaxandi kostnaöi verslunarinnar. Skipulagsleysið er stœrsta vandamálið Auk þeirra er aö framan eru greindir fluttu framsögu Ingi Tryggvason alþm. um verð- ákvöröun sex manna nefndar og Ólafur Sverrisson kaupfélags- stjóri i Borgarnesi, er fjallaöi um vandamál smásölu- verslunar i dreifbýli, sérstak- lega þeirra er mikið versluöu viö sauöfjárbændur og þyrftu aö verulegum hluta að standa undir fjármögnunarkostnaöi þeirra langtimum saman vegna rekstrarvöru og fjárfestinga- vöru. Ekki er þó hægt aö gera erindum þeirra nægjanleg skil rúmsins vegna. Báða dagana störfuöu um- ræöuhópar og fjölluöu um sér- stök verkefni er þeim voru falin til umfjöllunar og skiluöu álit- um þar um. Læt ég nægja aö til- greina hér þær niöurstööur er mér þóttu eftirtektarveröastar. Tek ég þó skýrt fram aö inni þetta skýt ég minum eigin hugrenningum, svo frekar ber aö lita á sumt sem minar skoö- anir. Stærsta vandamáliö er smá- söluverslun i dreifbýli á við aö etja er skipulagsleysi þaö sem rikir i úthlutun verslunarleyfa ogfjölda verslana. Hversá, sem hefur næga fjárhæð til aö kaupa sér verslunarleyf i getur sett upp verslanir án tillits til þekkingar sinnar á þeim málum eöa fjár- hagslegrar getu til reksturs hennar aö ööru ley ti. Hefur þetta þýtt i framkvæmd aö risiö hefur upp ótölulegur fjöldi smárra verslana, sem kroppa augun hver úr annarri þannig aö engin þeirra hefur rekstursgrundvöll og hljóta á endanum að lognast út af. Þetta þýöir og að engin þeirra hefur bolmagn til aö standa undir þeim vörulager, sem nauösynlegur er þvi byggöarlagi er þær eiga aö þjóna meö vöruvali sinu. A sama tima hefur Reykjavikur- borg ákveðið aö svo og svo margar verslanir og aldrei fleiri skuli starfræktar i hinum ýmsu byggðakjörnum borgarinnar. Aldrei verður fallist á, að verslunarálagning skuli geta staöiö undir þvi skipulagsleysi er hér rikir, og þarf hvert sveitarfélag aö gera þessa hluti upp við sig fyrr en siðar, þvi meö núverandi glundroða Framhald á bls. 14. Föstudagur 1. október 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Aðaiskoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur í októbermónuði Föstudagur Mánudagur Þriöjudagur Miövikudagur Fimmtudagur Föstudagur Mánudagur Þriöjudagur Miövikudagur Fimmtudagur Föstudagur Mánudagur Þriöjudagur Miövikudagur Fimmtudagur Föstudagur Mánudagur Þriðjudagur Miövikudagur Fimmtudagur l.okt. 4. okt. 5. okt. 6. okt. 7. okt. 8. okt. ll.okt. 12. okt. 13. okt. 14. okt. 15. okt. 18. okt. 19. okt. 20. okt. 21. okt. 22.okt. 25. okt. 26. okt. 27. okt. 28. okt. R-40401 R-40701 R-41001 R-41301 R-41601 R-41901 R-42201 R -42501 R-42801 R-43101 R-43401 R-43701 R-44001 R-44301 R-44601 R-44901 R-45201 R-45501 R-45801 . R-46101 til R-40700 tii R-41000 til R-41300 til R-41600 til R-41900 til R-42200 til R-42500 til R-42800 til R-43100 til R-43400 til R-43700 til R-44000 til R-44300 til R-44600 til R-44900 til R-45200 til R-45500 til R-45800 til R-46100 ogþaryfir. Bifreiðaeigendum ber að koma með bif- reiðar sinar til bifreiðaeftirlitsins Borgar- túni 7, og verður skoðun framkvæmd þar alla virka daga kl. 8,00 til 16.00. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. Festivagnar, tengivagnar og farþega- byrgi skulu fylgja bifreiðunum til skoðun- ar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi, að bifreiðaskattur og vá- trygging fyrir hverja bifreið sé i gildi. Athygli skal vakin á þvi, að skráningar- númer skulu vera læsileg. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tlma verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðar- lögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Til athugunar fyrir bifreiðaeigendur: Við fullnaðarskoðun bifreiða eftir 1. ágúst 1976 skal sýna ljósastillingarvottorð. Þetta tilkynnist öllum sem hlut eiga að máli. Lögregiustjórinn i Reykjavik, 28. september 1976. Blikkiðjan Garðahreppi Önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð. SIMI 53468 Sovéskar bækur og tímarit (á ensku), hljómplötur og nótur. Opið frá kl. 10—12 og 14—18 föstudaga til kl. 19, laugardaga kl. 10—12. ERLEND TiMARIT Hverfisgötu 50 v/Vatnsstig 2. hæð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.