Þjóðviljinn - 01.10.1976, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 01.10.1976, Blaðsíða 11
Föstudagur X. oktúber 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 Islandsmótiö veröur horn- reka í vetur Nærri 3ja mánaöa hlé á milli fyrri og síðari umferöar í 1. deildarkeppninni tslandsmótið i handknattleik hefst nk. sunnudagskvöld meö tveimur leikjum i Laugardalshöll Handknattleikur: Landsliðið fær aðeins tvoæfinga- tíma HSt sótti um fjóra æfinga- tima fyrir landsliðið I hand- knattleik þann tima sem 1. deildarkeppnin liggur niðri I Laugardalshöllinni og fékk gott orð fyrir þvi i fyrstu.en nú hefur verið ákveðið að skera þennan tima niður um helm- ing og fær liðið þvi aðeins tvo æfingatima i viku, samtals 100 minútur. Óvist er enn hvort HSt fær tima i iþróttahúsinu i Hafnar- firði en nýtt íþróttahús verður opnað i Mosfellssveit um ára- mótin og þar hefur HSt fengið loforð fyrir eins mörgum tim- um og það þarf, en þvi miður, húsið opnar ekki fyrr en um áramót. —S.dór og tveimur leikjum i Hafnarfirði. t gær var niðurröðun leikja I 1. deild lögð fram, og kemur þar I ljós, að tslandsmótið verður al- gerlega hornreka i vetur, lands- liðið verður látiö ganga fyrir öllu og að sögn Sigurðar Jónssonar formanns HSt er þetta gert i sam- ráði og með fullum vilja forráða- manna félaganna, sem hlut eiga að máli. Sem dæmi má nefna að fyrri umferö sem hefst á sunnudaginn kemur lýkur 21. nóvember og þá verður gert hlé á 1. deildarkeppn- inni til 12. mars eða i tæpa þrjá mánuöi. Á þvi tímabili mun landsliöið undirbúa sig fyrir B- heimsmeistarakeppnina sem : hefst i mars. Verður það basði ( gert meö ströngu æfingapró- grammi og eins með landsleikj- um, en fyrirhugað er að landsliöið leiki 12 til 14 landsleiki fram að B- heimsmeistarakeppninni. En sumsé, 1. deildarkeppnin hefst á sunnudaginn og þá leika i Reykjavik: Valur — Þróttur Fram — Grótta Hefst fyrri leikurinn kl. 20.00. í Hafnarfirði leika: Haukar — Vikingur FH — 1R Hefstfyrri leikurinn kl. 20.00 og er þetta i eina skiptið sem leikið er á sama tima i Reykjavik og Hafnarfirði i 1. deildarkeppninni i handknattleik i vetur. —S.dór Ólafur H. Jónsson og félagar koma til íslands Dankersen kemur hingað 10. október nk. í boði Fram Ólafur H. Jónsson oe félaear hans i Dankersen koma til islands 10. október nk. og leika fjóra leiki hér á landi. Það er handknatt- leiksdeild Fram, sem á haust- heimsóknina að þessu sinni og hafa þeir Ólafur og Axel Axels- son, sem einnig leikur með Dankersen, komið þvi i kring fyrir Fram að Dankersen komi. Ekki mun endanlcga búið að ganga frá þvi hvaða lið leika við Dankersen, en heyrst hefur að það verði tslandsmeistarar FH, Fram.Valur og sennilega úrvals- lið HSt, en sem sagt þetta er óstaöfest frétt, enda ekki búiö að ganga frá málinu. Hætta íslensku liðin þátttöku sinni í EB? hætta á að svo fari eftir miljóna tapa íslensku Hðanna — áhorfendur hafa brugðist þeim Ahorfendur að leik IBK og HSV voru aöeins 1309. húsunum þótt vinglasiö kosti þúsund krónur eða svo og meðan menn veigra sér ekki við að fara á veitingastaði helgi eftir helgi og drekka þar á milli 5 og 10 glös af vini fyrir 1000 kr. hvert glas, getur þaö ekki veriö dýrt að horfa á heil- an knattspyrnukappleik fyrir 800 til 1000 krónur. Þau rök, að verð aögöngu- miða sé of hátt stenst þvi tæp- lega, hér er eitthvað annað að. Og það er kaldhæðnislegt að manni finnst, ef islenskir knattspyrnuáhugamenn, sem gjarnan kvarta yfir þvi að is- lensk knattspyrna sé ekki nógu góð, það sé eitthvað ann- að að sjá erlendu atvinnu- mannaliðin, verða til þess að koma I veg fyrir að hingað komi bestu lið Evrópu með þvi að sækja ekki leikina, þegar boðið er uppá þessi lið, sem þeir gjarnan dásama, en allt útlit er fyrir að svo fari. Hin fátæku áhugamannalið okkar hafa ekki efni á að tapa miljónum kr. á þátttöku sinni i EB, eins og oftar en ekki hefur gerst undanfarin ár, en aldrei þó eins og nú, þegar liggur við gjaldþroti knattspyrnudeilda 3ja 1. deildarfélaga. —S.dór „Það er ekki um annaö að gera fyrir islensk knatt- spyrnulið en hætta þátttöku i Evrópubikarkeppninni i fram- tlöinni, áhorfendur virðast ekki hafa nokkurn áhuga fyrir þessum leikjum og þar meö er grundvöllurinn fyrir þátttöku brostinn”. Þetta voru orö ábyrgs aðila innan knatt- spyrnuhreyfingarinnar við undirritaðan eftir leik tBK og þýsku bikarmeistaranna HSV i fyrradag og þaö var ekki nema von að mönnum blöskr- aði, aöeins 1309 manns keyptu sig inná þennan leik, þrettán hundruð og nlu áhorfendur, þegar boðið er uppá eitt fræg- asta lið Evrópu. Og, það var ekki bara á þessum leik sem áhorfendur brugðust, skagamenn fengu aðeins 1029 áhorfendur og framarar 2159 áhorfendur að sinum leik. öll þessi félög tapa miljónum króna á þátt- töku sinni, hvert þeirra hefði þurft að fá 6-8000 manns á leikina til að standa undir kostnaði. Oft heyrir maður þau rök hjá knattspyrnuáhugamönn- um að það taki þvi ekki að fara á völlinn og sjá islensku liðin burstuð. Þetta á þó ekki alltaf við. tslensk lið hafa sigrað er- lend lið og komist áfram i 2. umferð EB eins og skagamenn gerðu i fyrra. En þegar islensk liö dragast gegn veikari liðum segja menn sem svo að þetta lið geti ekki neitt og það sé ekki farandi á völlinn til að horfa á lið, sem séu ekkert betri en okkar lið. Það er þvi haria erfitt að gera islenskum áhorfendum til hæfis. t þessu sambandi eru lands- leikir þó oftast undanskildir. KSl fékk 10.210 áhorfendur að leiknum gegn hóllendingum á dögunum og 9580 að lands- leiknum við belgiumenn. Sumir vilja kenna KSt um hve aðsóknin hafi veriö litil hjá liöunum i EB. KSt hafi sett landsleikina á rétt fyrir EB- leikina og skemmt fyrir is- lensku iiðunum. Það sé orðiö svo dýrt inná þessa leiki að menn geti ekki séð þá alla. Nokkuð er til I þessu en stöldrum þó aðeins við veröið. Aðgöngumiði að EB-leik kost- ar 800 til 1000 kr. Það er svipað og tvöfaldur sjúss kostar i vin- stúku á veitingahúsi á tslandi. Manni sýnist ekki hafa dregið úr aðsókninni að veitinga- Nýtt knattspyrnufélag í 1J ippsiglingi i í Kópavogi i Fyrirhugað að taka þátt í 3. deild á næsta sumri og einnig í Islandsmótum yngri flokkanna ólafur H. Jónsson. A döfinni er að stofna nýtt knattspyrnufélag I Kópavogi og er það einkum miðað við strák- ana I nýrri hverfum bæjarins, sem öll eru i austurbænum. Einn af forsprökkunum að þess- ari félagsstofnun, Grétar Norð- fjörð, sagöi að þegar hefðu feng- ist viöurkenndir þjálfarar til flestra flokkanna, og komið hef- ur til tals að Kristinn Pedersen úr Armanni taki að sér þjálfun meistara flokksins. Ekki er að efa að takist vel til er þana i uppsiglingu öflugt knattspyrnuliö, með ómældan fjölda ungra drengja á félags- svæðinu. Sagöi Grétar að reikn- að væri með að kalla félagið cinfaldlega „Knattspy rnufélag Kópavogs” og mætti til stytt- ingar kalla leikmenn t.d. „Kópana” eða eitthvað i þá átt- ina. Þessi stofnun nýja félagsins er gerð i samráöi viö forráöa- menn Breiöabliks, sem ekki hafa náö til sin strákum úr austurbæ aö neinu marki. -gsp.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.