Þjóðviljinn - 01.10.1976, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 01.10.1976, Blaðsíða 16
iiáSiAí Föstudagur 1. október 1976 Matsmennirnir Sigþór GuÖjónsson og Hannes Baldvinsson mæla slld m I>urif»ur Andrésdóttir er þaulvön síldarsöltun. En yngsta kynslóö siglfiröinga hefur aldrei séö söltun áöur. Úr síldinni Ilelgi Magnússon og Eysteinn Aöalsteinsson skoöa sfldina. Hér er söltunin aö byrja. Reykjaborgin kom til Siglufjaröar 28. september meö fyrstu sfldina sem komið hefur til Siglufjaröar siöan 1968. Síldin var söltuö á vegum Siglósíldar. Myndir: Júlíus Pétur Baldvinsson er einn þeirra, sem kann öll verk viö slidarsölt- Tillögur hafisnefndar: Sérfrœðingur tíl hafís- rannsókna verði ráðinn Nefnd, sem Rannsóknaráð rikisins skipaði til aö gera tillögur um skipulag haflsrannsókna hér- lendis, hefur nú skilaö áliti, og eru meginatriöi tillagna hennar þaö að ráöinn veröi til Veöurstofu Is- lands sérfræöingur, sem hafi ein- göngu hafisrannsóknir meö hönd- um. Gert er ráö fyrir aö verkefni sérfræöingsins veröi skipulögö af nefnd um hafisrannsóknir, sem Hafrannsóknastofnunin, Verk- fræði- og raunvísindastofnun Há- skólans, Landhelgisgæslan, Veöurstofa tslands og Rannsóknaráð rikisins eigi aöild aö. Nefnd þessi skal starfa i sam- ráöi við veöurstofustjóra. A blaðamannafundi meö fram- kvæmdastjóra Rannsóknaráös, Steingrimi Hermannssyni, og haflsnefnd, kom fram aö þekking islendinga á hafismyndun og komu hafiss aö ströndum lands- ins er mjög takmörkuö, þannig aö eins og sakir standa geti islenskir visindamenn ekki spáð fyrir um komu hafiss af nokkurri ná- kvæmni. Brýn nauðsyn sé aö bæta úr þessum þekkingarskorti, svo að hægt sé aö búa sig undir haf- isár og fyrirbyggja eftir fcingum tjón og óþægindi af þeirra völd- um. Þetta verði ekki gert meö ööru móti en aö hægt sé að stunda hafísrannsóknir stööugt og vinna jafnt og þétt úr þeim gögnum, sem aflað er. Ýmis önnur rfki, ekki sfst Bandarikin og Sovétrfkin, hafa stundaö rannsóknir á haffs á svæöinu noröur af Islandi, og eru þau mjög fús til samstarfs viö is- lendinga á þessu sviöi. Hafsvæöiö noröur af Islandi er tiltölulega mjög erfitt til rannsókna sökum þess, hve mismikiðer þar af is frá ári til árs. I nefnd þeirri, sem gekk frá þessum tillögum, áttu sæti Hlynur Sigtryggsson veöurstofu- stjóri, formaöur nefndarinnar, Pétur Sigurðsson, forstjóri Land- helgisgæslunnar, Svend Aage Malmberg, haffræöingur, Unn- steinn Stefánsson, efnafræöingur, Þorbjörn Karlsson, verkfræöing- ur og Reynir Hugason hjá Rannsónaráöi rikisins. -dþ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.