Þjóðviljinn - 01.10.1976, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 01.10.1976, Blaðsíða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. október 1976 Föstudagur 1. október 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 VATNSGOS GOSSPRUNGA FRA LOKUM A MÝVATNSELDA HR/UJfíSLÉt TÚR,:::::: LEIR-OG VATNSGOS :] LEIRHNJÚKUR ;gufa úr gamallV SPRÚNGt NYTT' GÚFÚÁÚGA' T GÓ'mlLÍM ' 'ÓIG BLAÐAO í TÝLI — TÍMARITI UM NÁTTÚRUFRÆÐI OG NÁTTÚRUVERND Fróöleikur um hamfarir SKÝRINGAR: (13-3 HrtAUN SEM RANN í MÝVATNSELDUM 1727-1729 ELDRA HRAUN OG MÓBERG C/jH’ GÍGARÖO FRÁ MÝVATNSELDUM 1727-1729 ^ MISGENGI hraun runnið 20 des 1975 y£) GÍGARÖÐIN FRÁ 20.DES 1975 0 250 500 750 1000 m I.....-1--- . | . .. | 1 Jarftfræðikort af nágrenni Leir- hnúks. Það sem prentaft er í rauft- um lit sýnir atburfti og afleiftingar gossins sl. vetur. Leirhverinn Sjálfskaparviti vift Kröflu sem bormenn misstu tök á sl. vetur. Hann er nú orftinn tugir metra í þvermál og étur vatniftstöftugt úr börmunum en leirslettur ganga upp úr hvernum. i\ui i <n dusuuivuuu iTuiuunauui, sögulegum tima eöa sl. þúsund ár. Linurnar afmarka hið virka jarðeldabelti hættulegustu jarðskjálfta- svæðunum en nú gilda, eða amk. strangarien þær,sem núer fylgt i raun. Það var óhugnanlegt tii þess að vita, að með hverju árinu sem nær dregur næstu sterku jarðskjálftum á Suðurlandsundir- lendinu, f jölgar þar húsum hlöðn- um úr vikursteinum...” Hér á sfðunni birtist kort sem sýnir hugsanlega skiptingu lands- ins I hættusvæði með tilliti til jarðskjálfta. Viöamesta greinin i Týli er yfirlitsgrein um hamfarimar sl. vetur eftir Odd Sigurðsson jarð- fræöing. Henni fylgir fjöldi mynda og korta sem sýnir glögg- lega samhengi atburða og afstööu helstu kennileita svæðisins hvers til annars. Astæðulaust er að birta glefsur úr greininni en kort og myndir birtast hér á siðunni með skýringum. Viö skulum láta þennan inn- gang nægja og snúa okkur að kortunum. En öllum áhuga- mönnum um hamfarirnar nyröra og önnur mál sem varða náttúru- fræöi og náttúruvernd skal ráð- lagt aö verða sér út um Týli. —ÞIi í Þingeyjarsýslum Norður á Akureyri er gefið út timarit sem nefnist Týli — tímarit um náttúrufræði og náttúruvernd. Ctgefandi þess er Bókaforlag Odds Björnssonar i samvinnu við náttúrugripasöfnin á Akureyri og i Neskaup- stað, en ritstjóri er Helgi Hallgrimsson starfs- maður fyrrnefnda safnsins. Þvi er verið aö skýra frá þessu að i nýjasta ‘heiti ritsins (1. hefti' 6. árgangs) er að finna margvis- legan fróðleik um þær náttúru- hamfarir sem herjað hafa á Norð- Austurland undanfarin misseri. Eflaust finnst mörgum sem þeir viti fiest sem vita þurfi um þessi mál eftir öll þau blaðaskrif sem birst hafa um hamfarirnar siöan þær hófust snemma á siðasta vetri. Vaxandi skjálfta- virkni viö Kröflu og spádómar vlsindamanna um hættu á eldgosi I næsta nágrenni við upprisandi orkuver hefur þó vafalaust endurvakið áhuga margra. Það sem okkur hér finnst einna mest nýnæmi i efni ritsins eru nákvæm og greinargóð kort af Kröflusvæðinu og ööru sem gefa glögga mynd af aðstæðum nyrðra og afstöðu ýmissa staða hvers til annars. Einnig eru i ritinu ann- álarog yfirlitum eldgos, skjálfta- virkni og flóð á svæðinu sem setja ýmsa þá atburði sem við nú lifum i samhengi við jarösögu landsins Þetta kort sýnir i mjög grófum dráttum hugmyndir um gliönum nyrsta hluta eldgosabeltisins. - Brotna linan táknar belti sem er tugir km á breidd. örvarnar sýna hreyfingarstefnuna. A sunnan- verðu umbrotas væöinu féllu miðjur allra skjálfta (nema eins) frá 26. janúar til marsloka 1976 sem hægt er aö staösetja innan skyggöa svæðisins viö Kröflu. Upptök nær allra skjálfta á öxar- fjaröarsvæöinu fyrri hluta dags 28. desember 1975 og aftur 13. febrúar til 19. mars 1976 voru undir skyggöa skikanum á norðurhelmingi kortsins. Miöja Kópaskersskjálftans merkt meö x. Heildregnu linurnar afmarka spildur sem hafa gliðnað eöa sigiö. og þessa ákveðnu landshluta. 1 ritstjórnargrein og „varnaðarorðum” er Sigurður Þórarinss. ritar er hvatt til aö stóraukin áhersla verði lögð á vísindarannsóknir nyrðra og að ályktanir veröi dregnar af þeim atburðum sem þar eru aö gerast. Með þvi móti einu megi öðlast haldgóða vitneskju um hamfar- irnar, vitneskju sem nýta má á sviði almannavarna og skiptingu landsins i hættusvæði eftir jarð- skjálftahættu. 1 því sambandi rifjar Sigurður upp að fyrir 17 árum hafi hann ásamt Sigurði Thoroddsen og Eysteini Tryggva- syni birt greinargerö um jarð- skjálftahættu á tslandi og skipt landinu i svæði með tilliti til hennar. Sigurður segir: „Vonandi verður allt gert til þess að læra sem mest af þessu og vonandi verða jarðskjálftarnir einnig til þess, að settar verði strangari reglur um styrkleika bygginga á Hugsanleg skipting tslands í hættusvæöi til jaröskjálfta. Mesta hættan er þar sem reitirnir eru dekkstir, en þaö er á Suðurlandi, Reykjanesi og umhverfis Húsavik. Upptök nokkurra helstu jaröskjálfta sem komiö hafa á Noröurlandi frá þvi um 1600. Heilu linurnar tákna gliönunarsprungur eöa sprungubelti en þær brotnu liklegar hliöarsprungur. Brúðuleikhús er í tísku þessa dagana. Það hefur að vfsu alltaf verið vinsælt í vissum löndum# en nú fer þessi grein leik- listar sem eldur í sinu um allan heim. Hér á islandi hafa verið einstaka hugsjónamenn á þessu sviði, svo sem Jón Guð- mundsson, en leikhúsin í Reykjavík hafa ekki lagt rækt við þessa grein. Nú gefst tækifæri til þess á fjölum Þjóðleikhússins að sjá eina þekktari brúðuleikhússýningum ém getur. Það er leikgerð sænska irúðuleikhússmeistarans Michael Meschkes af Litla prinsinum eftir franska rithöfundinn og flugmanninn Antoine de Saint-Exupéry. Michael Meschke og lærisveinar hans frá Marionettu- leikhúsinu í Stokkhólmi settu ieiksýninguna upp hér fyrir Listahátíð í vor, og annaðist þá hans fólk hina vandasömu brúðu- stjórnun. Litli prinsinn var sýndur tvisvar á Listahátið og þótti einkar falleg sýning, sem fallin er fyrir alla f jölskylduna, og ætti þvi að vera vinsælt sunnudagsgaman í Þjóð- leikhúsinu nú í haust. „Litli prinsinn’’ fjölskyldusýning á sunnudögum í Þjóðleikhúsinu: Leikbrúöuland sér nú um brúöu- stjórn Litli prinsinn verður frum- sýndur að nýju á sunnudaginn kl. 15. Nú eru það fjórir félagar úr Leikbrúðulandi sem stjórna brúðum Meschkes. Það eru þær Bryndis Gunnarsdóttir, Erna Guðmarsdóttir, Hallveig Thorlacius og Helga Steffensen. Þær hafa ásamt fleiri aöstand- endum Leikbrúðulands unnið merkilegt brautryðjendastarf á siðustu árum við aö kynna brúðuleikhús fyrir lands- mönnum. Nú fá þær tækifæri á aö spreyta sig á verkefni undir handleiðslu mikils listamanns i búðuleikhúsi og ku það vera töluvert erfiöara en sýnist framan úr sal aö stjórna brúöunum. Steinunn Jóhannesdóttir hefur æft leikritið upp i haust en fyrstu dagana I vikunni kom sænski leikbrúöumeistarinn i snögga heimsókn til þess að leggja á ráðin og reka enda- hnútinn á undirbúninginn. 1 sýningunni koma bæði fram leikarar og leikbrúður. Sig- mundur örn Hallgrimsson leikur flugmanninn og er hann sá eini sýnilegi af leikurunum. Þau Briet Héðinsdóttir, Flosi Olafsson, Hákon Waage, Erlingur Gislason, Steinunn Jóhannesdóttir og Þórunn Magnea Magnúsdóttir tala fyrir brúðurnar. Þórunn Magnea stjórnar einnig „Litla prinsinum”. Leiktextann þýddu Briet Héðinsdóttir og Siguröur Pálsson og höfðu m.a. hliðsjón af rómaðri þýðingu Þórarins heitins Björnssonar, skóla- meistara, á skáldsögunni. Leikritið segir frá flugmanni, sem nauðlendir I eyðimörk og rekst þar á ungan dreng, litla prinsinn, sem skýrir honum frá ævintýrum sinum og ferða- lögum um geiminn. Marionettu- leikhúsiö I Stokkhólmi hefur lánað brúður og sviðsbúnað. Framhald á bls. 14. Michaei Meschke og höggormurinn, sem við sögu kemur I Litla prinsinum. Leikgerð Meschkes af Litla Prinsinum er fræg um mörg lönd. Meschke leiðbeinir á æfingu i Þjóðleikhúsinu ásamt Steinunni Jóhannesd., aðstoðarleikstjóra. Aðrir á myndinni eru taiið frá vinstri: Erna Guðmarsdóttir, Bryndis Gunnarsdóttir, Þórunn Magnea Magnús- dóttir, Helga Steffensen og Hallveig Thorlacius.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.