Þjóðviljinn - 01.10.1976, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 01.10.1976, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. október 1976 Atta konur Framhald af bls. 1. Spurt var hvernig ráöiö hygöist vinna að framkvæmd þessarar lagagreinar, og kom fram, að þegar hefði verið haft samband við skólarannsóknadeild mennta- málaráðuneytisins og óskað eftir samstarfi varðandi endurskoðun kennslubóka og var þeirri mála- leitan vel tekið. Munu jafnréttis- sjónarmið væntanlega verða höfð að leiðarljósi hér eftir við gerð nýrra kennslubóka. Eins og áður segir verða alls kyns kannanir stór liður i starfi ráðsins. — Nú þegar eru tvær komnar af stað, sagði Bergþóra, önnur er um auglýsingar, hvort munur sé á þeim fyrir og eftir kvennaár, en hin er um viðhorf fólks til úti- vinnu karla og kvenna. _hs Yandamál Framhald af bls. 7. stefnir allt i öngþveiti Einnig þarf rikisvaldið að setja veru- legar hömlur á veitingu verslunarleyfa. Með samræmd- um aðgerðum þessara aðila beggja mætti vonast eftir að það fjármagn sem i verslun er bundið nýtist sem skyldi. Annað verulega stórt vanda- mál smásöluverslunar i dreif- býli eru kaupgjaldsmálin. Þessi verslun keppir við fiskiönaðinn um hæfasta starfskrafta. Innan fiskiðnaðarins er mikið um bónusgreiðslur og hæft fólk get- Reykjavik: Meistaravelli Bólstaðarhlið Kópavogur: ur þar náð umtalsverðum tekj- um umfram það er verslunar- samningar bjóða upp á. Þýðir þetta i framkv. að mjög mikið verður um yfirborganir og oft á tfðum til þess eins að fá til starfa i versluninni einhvern ákveðinn starfsmannafjölda án tillits til hæfni. Veröur þvi að ætlast til þess af verðlagsyfir- völdum að verðlagsákvæði standi undir þeim launakröfum sem hæft starfsfólk við verslun hlýturaögera rétteinsog annað launafólk i landinu. Eilift krukk stjórnvalda i verðlagsákvæði t.d. þegar þau þurfa að þjóna lund sinni með gengisfellingum, er ekki þol- andi. Þaðer marg sönnuð stað- reynd að i kjölfar slikra aðgerða fylgja ævinlega verulegar kaup- gjaldsbreytingar án tillits til hvort kaupgjaldsvisitala er i sambandi eða ekki, svo og gengur rikið fyrst og fremst i hækkun sinnar þjónustu. Undir þessu er svo versluninni ætlað að standa með óbreyttri krónu- tölu i álagningu. Sliku verður ekki unað.eitt skal yfir alla ganga. Sömuleiðis skyldu stjórnvöld gæta sin mjög á þeim meðaltölum er þau miða oftast aðgerðir sinar við. Smásölu- verslun i dreifbýli býr við allt aðrar aðstæður, en kaupmaður- inn i Reykjavik. Strjálar og óreglulegar sam- göngur eiga sinn stóra þátt i erfiðleikum dreifbýlisverslun- arinnar. Þarf hún af þessum or- sökum að liggja með stórum meiri lager en þéttbýlisverslun- in, auk þess sem hún reynir af fremsta megni að liggja með Melahverfi Langahlíð flestar þæe nauðsynjavörur, sem sérvöruverslanir liggja með i þéttbýlinu. A þetta sér- staklega viö kaupfélögin sem reyna að liggja með vörur þess- ar án tillits til þess afraksturs er þær gefa. Fjölga þarf þvi mjög skipaferðum svo menn geti reitt sig á að úr Reykjavik fari skip reglulega á ákveðnum degi i viku hverri til hinna dreifðu byggða. Auk þess ber brýna nauðsyn til, að Rikisskip fái að- stööu við Reykjavikurhöfn, sem stendur undir þvi nafni, svo hún geti tekið á móti þeirri vöru er flytja skal. Símakostnað og rafm agnskostnað verður að jaj'na Simakostnaður og rafmagns- kostnaður verða að jafnast um allt land og verður ekki séð, að slik skipulagsbreyting ætti að kosta neitt stórátak, en þessir tveir liðir auk upphitunar með oliu eru stórir rekstrarliðir dreifbýlisverslunarinnar. Auk þessa verður að jafna flutnings- kostnað á landinu öllu. Lausnir eins og álagning á flutnings- kostnað eru kák eitt og auka enn á bilið milli framfærslu- kostnaðar i hinum dreifðu byggðum og þéttbýlisins á Suð- vesturlandi. Skilyrðislaust á að afnema söluskatt á flutnings- kostnaði. Það er grátleg stað- reynd að dreifbýlisbúum skuli vegna þeirrar innheimtu gert að greiða hærri söluskatt en þeim er i þéttbýli Suðvesturlandsins búa. Brýna nauðsyn ber til, að rekstrarlán sauðf járbænda verði aukin stórlega. Þegar þau voru fyrst veitt árið 1958 námu þau 64.5% af afurðaverði en hafa siðan farið stórlega minnk- andi og námu á árinu 1975 um 18.8% afurðaverðs. Hér er ekki farið fram á, að fjármagn það er lánað er til að standa undir þessari framleiðslu verði aukið svo stórlega, heldur að það komi ekki í einni stórri gusu að haust- inu i formi afurðalána eins og nú er, heldur jafnist út i sem bein- asta linu yfir árið. Þessi ráð- stöfun mundi velta stórum böggum af þeim verslunum, sem jafnframt verslun stunda slátrun eða eiga mikil viðskipti við þessa bændur. Mjög kemur til greina að veita lán þessi bændum beint, svo þeir geti sjálfir staðgreitt sina rekstrar-, fjárfestingar-, og neysluvöru sem og aðrir þjóðfélagsþegnar. Nauðsyn ber til að hið opin- bera beiti sér fyrir stóreflingu stofnlánadeilda verslunarinnar, sem nú eru galtómar, svo þeim verði gert kleift að lána til eðli- legra fjárfestinga i verslunar- húsnæði eins og aðrar stofn- lánadeildir til sinna atvinnu- greina. Einnig þarf að fást fram viðurkenning Byggðasjóðs á þvi, að verslun I dreifbýli er byggðamál og i framhaldi af þvi taki hann upp fjárfestingarlán til hennar. Vextir þurfa að vera á Kársnesbraut 53 — 135 Vinsarnlegast haf ið samband við afgreiðsluna — sirni 17500. ÞJÓÐVILJINN BLAÐBERAR Vinsarnlega kornið á afgreiðsluna og sækið rukkunarheftin. ÞJÓÐVILJINN BLAÐBERAR óskast i eftirtalin hverfi: Fjórir umræðufundir herstöðvaandstæðinga á Austurlandi 1.-3. okt. Samtök herstöðvaandstæð- inga á Austurlandi efna til fjögurra umræðufunda her- stöðvaandstæðinga dagana 1.—3. október. Eru fundirnir einkum ætlaðir til undirbúnings og skoðanaskipta fyrir lands- fund samtakanna 16.—17. október, og koma á þá fulltrúar frá miðnefnd herstöðvaand- stæðinga. Fundirnir verða haldnir sem hér greinir: Fáskrúðsfirði (Skrúð), fðstudagskvöldið 1. október kl. 20.30. Framsögu hafa Andri Isaks son próíessor og Gils Guðmundsson, alþingismaður. Höfn f Hornafirði (Sindrabæ) laugardaginn 2. október kl. 21. Framsögu hafa Svava Andri Gils Jakobsdóttir alþingismaður og Vésteinn Ölason lektor. Fijótsdalshéraöi, að Iöavöllum, laugardaginn 2. október kl. 14. Framsögu hafa Andri ísaksson prófessor og Gils Guömundsson alþingismaður. Neskaupstaö (Egilsbúö) sunnu- daginn 3. október kl. 16 Vésteinn. Framsögu hefur Gils Guðmundsson alþingismaður Herstöðvaandstæðingar eru eindregið hvattir til að sækja þessa fundi og leggja þar með baráttu samtakanna lið. Kjördæmisstjórn hcrstööva- andstæöinga á Austurlandi. sambærilegir við vaxta- ' greiðslur framleiðsluatvinnu- veganna. Grein þessi er nú þegar orðin meiri að vöxtum, en ég ætlaði mérí upphafi. Þó er hér mörgu sleppt er vert hefði verið að minnast, en einhversstaðar verður að setja púnkt. Væntan- lega taka stjórnvöld og bæjar- félög nú við sér og gera ein- hverjar raunhæfar aðgerðir til að sporna við þeirri óheillaþró- un er nú stefnir óðfluga i. Það er álit mitt, og á ég þar marga skoðanabræður að eftir þeim at- riðum er ég hef greint hér að framan skuli unnið og muni þá margt breytast til batnaðar frá þvi sem verið hefur. Þá fyrst, ef þessi ráð sýnast ekki duga, kæmi til álita að fara að styrkja verslunina i dreifbýli, en látum það verða niðurlagsorð þessar- ar greinar, að til þess þurfi aldrei að koma. „Litli prinsinn” Framhald af bls. 9. Hluti sýningarinnar gerist úti i himingeimnum og er þá leikið við últrafjólublátt ljós, þannig að brúðustjórnendur eru ósýni- legir en brúður og aðrir leikmunir þeim mun skýrari I fjölbreyttum litum. Eins og áður segir, er þessi sýning Meschkes með frægari sýningum Mariónettu- leikhússins og hefur verið sýnd viða um lönd meðal annars á langri leikferð til Asiulanda. —gfr. ÞJÓDLEIKHÚSIÐ ÍMYNDUNARVEIKIN i kvöld kl. 20. Uppselt. Þriðjudag kl. 20. Uppselt. SÓLARFERÐ laugardag kl. 20 Uppselt sunnudag kl. 20 uppselt LITLI PRINSINN' sunnudag kl. 15 Miðasala 13,15-20. LEIKFELAG REYKJAVtKUR WP WP STÓRLAXAR 6. sýning i kvöld. Uppselt. Græn kort gilda. 7. sýning miðvikud. kl. 20,30 Hvit kort gilda. SAUMASTOFAN laugardag kl. 20,30. Þriðjudag kl. 20,30. SKJALDHAMRAR sunnudag kl. 20,30. Miðasaian i Iðnó kl. 14-20,30. Simi 1-66-20. r-] SKIPAUTGCR9 RÍKISINS M.s.Baldur fer frá Reykjavik þriðjudag- inn 5. október til Breiða- f jarðarhafna. Vörumóttaka: alla virka daga til hádegis á þriðjudag. Opinn kjördæmisráðsfundur hjá Alþýðubanda- laginu í Reykjaneskjördæmi. Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins I Reykjaneskjördæmi verður haldinn þriðjudaginn 5 október I Góðtemplarahúsinu, Hafnar- firði, og hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf, 2. Gils Guömundsson, alþm., ræðirum málatilbúnað Alþýðubandalagsins á Alþingi ihaust. 3. Finnur Torfi Hjörleifsson ræðir um eflingu og útbreiöslu Þjóðviljans. Kjördæmisráðsfundurinn er opinn öllum Alþýöubandalagsmönnum f kjördæminu. Stjórnin. Vegna útfarar Steinbergs Þórarinssonar verða skrifstofur vorar og matstofa að Funahöfða 7 lokaðar föstudaginn 1. október. Miöfell h/f Matstofa Miöfells s/f Lausar stöður Laus er til umsóknar staða læknis við heilsugæslustöð á Þingeyri og staða lækn- is við heilsugæslustoð á Þórshöfn. Umsóknir sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu eigi siðar en 27. október 1976. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 29. september 1976. Nótur í miklu úrvali NÓTUR OG SKÓLAR f. gltar, fiðlu, lág- fiðlu, selló, kontra-bassa, pianó, orgel, harmoniku, óbó, fagott, klarinett, horn, trompet, básúnu, flautu, túbu og jazz- trommer. Nótur Albúm eftir gömlu meist- arana i miklu úrvali. Mjög hagstætt verð. Erlend timarit, Hverfisgata 50 v/Vatns- stig 2 hæð s. 28035.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.