Þjóðviljinn - 01.10.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.10.1976, Blaðsíða 3
Föstudagur 1. október 1976 JjJóÐVILJINN — SIÐA 3 Yfirvöld i Ródesiu sökuð um pyndingar LONDON 30/9 (Reuter) — I skýfslu,, sem nefnd kaþólsku kirkjunnar, hefur gefiö út, eru yfirvöld Ródesiu sökuð um að beita nauðungarflutningum, pyndingum og morðum gegn svertingjum i landinu. t þessari skýrslu, sem er 104 bls. að lengd og lýsir aðgerðum ródesisku öryggislögreglunnar og hersins, segir friðarnefnd kaþólsku kirkjunnar i Rodesiu að skæruliðar úr flokki svartra þjóðernissinna væru ,,ekki þeir einu sem stunduðu hryðjuverka- starfsemi i Ródesiu nú”. Að sögn nefndarinnar sýnir skýrslan aö herlið hvitu minnihlutastjórnar- innar beitir svertingja i iandinu engu minna ofbéldi en sjtórnin á- sakar skæruliða um. A sunnudaginn kom þaö fram i árlegri skýrslu samtakanna Amnesty International að i Ródesiu væru 700 pólitiskir fangar, og var einnig sagt að herlið Ródesiustjórnar hefði látið fara fram ieynileg réttarhöld og framiö ýmis hryðjuverk. I skýrslunni, sem kom út i dag og nefndist „Borgarastyrjöld i Ródesiu”, birtist ýtarlegri lýsing á pyndingaraðferðum lögregl- unnar i Ródesiu,og kom þar fram að lögreglan beitti barsmiðum, raflosti og vatnspyndingum. Nefndin, sem skipuð var af kaþólskum biskupum i Ródesiu, sagðist hafa rannsakaö mjög nákvæmlega þrjú tilvik, þar sem pyndingum var beitt gegn hópum manna og kvenna, sem grunuð voru um að búa yfir vitneskju um skæruliða. Skýrslan sagði að her og lög- regla Ródesiu gerðu litinn mun á vopnuðum skæruliðum og varnarlausu fólki, og hefði herinn gert sig sekan um morð á óbreytt- um borgurum. Skýrslan nefndi t.d. að íjúni 1975 hefðu hermenn hafið skothrið á ibúa þorps eins fellt tuttugu menn og sært fimmtán mjög alvarlega. Einn þeirra heði siðar látið lifiö af sár- um sinum. Niu þeirra sem létu lifið voru börn, og fjórar konur féllu einnig. Meðal þeirra sem særðust voru fimm börn og átta konur. Nýlega tók ródesiustjórn upp á þvi að beita riddaraliði gegn skæruliðum þjóðernissinna I landinu, en hætt er við þvi, að hvorki riddaralið né þær pyndingar og hryðjuverk, sem hvitir hermenn hafa nú verið sakaðir um, geti stöðvað sex miljónir svertingja sem krefjast réttar sins. SeKosshreppur fer ekki í nýtt YotmúlamáJ „Eg hef ekki heyrt að til standi að bjóða i Votmúlan aftur” segir sveitarstjórinn á Selfossi Eflauster mönnum enn i fersku minni „Votmúlamálið” fræga, þegar Selfosshreppur ætlaði að kaupa jörðina Votmúla i Flóa, en sú ákvörðun hreppsnefndar var felld i almennri atkvæöagreiðslu ibúa Selfosshreppsog ekkert varð þvi úrmálinu. Nú hefur það gerst að Votmúlinn er enn boðinn til kaups, af Búnaðarbankanum, sem mun vera eigandi jaröarinn- ar. Sagt er að 30 milj. krónu boð sé aðeiins til aö brosa að. En spurningin er hvort Selfosshrepp- ur, sem taldi sér nauðsynlegt að fá aukið jarðnæði með framtiðina i huga, ætlar að bjóða i að þessu sinni. „Ég hefekkiheyrt minnst á það einu orði og tel afar óliklegt að svo verði, þótt ég geti ekki for- tekið neitt um það mál, enda er það á valdi hreppsnefndar að ákveða það”, sagði Erlendur Hálfdánarson, sveitarstjóri á Sel- fossi, er við ræddum við hann i gær. Erlendur sagði, að samkvæmt aðalskipulagi Selfosshrepps, væri til land fram til ársins 1990, en það hefur gengið ört á þetta land- svæði og það vantar eflaust iand i náinni framtið, en hann sagði að hreppurinn hefði verið að kaupa skika og skika, sem boðist heföi i nágrenninu. En Votmúlakaup sagði hann ekki hafa heyrt minnst á einu orði. — S.dór Mengunin i Manfredonia: Nauðsynlegt að gera ráðstafan- ir þegar í stað MANFREDONIA, Italiu, 30/9 (Reuter) — Kunnur italskur mengunarsérfræðingurskýrði frá þvi i dag að hætta væri á mjög al- varlegri mengun ef ekki væru þegar i stað gerðar ráöstafanir til þess aö hreinsa svæðið, þar sem arsenik breiddist út um siðustu helgi. Um siðustu helgi varð spreng- ing i rikisrekinni oliuefnaverk- smiðju skammt frá Manfredonia viö strönd Adriahafsins, og komst þá talsvert mikið magn af arseniki út i andrúmsloftið. Staðarbúar hafa nú mestar áhyggjur af þvi að þessi eitrun kunni aö spilla fyrir fiskiðnaði héraðsins. Segja sumar skýrslur aö mikiö magn af arseniki hafi fundist i sjó skammt frá verk- smiðjunni, og margir óttast að nauðsynlegt kunni að veröa að framlengja timabundnu banni viö fiskveiðum á þessum slóöum. I dag sigldi lögreglan meðfram ströndinni til að sjá til þess að banninu viö fiskveiðum væri framfylgt. Tiu ferkilómetra svæði hefur þegar verið lokað. M engunarsérfræðingurinn Amaldo Liberti, sem jórnar rannsóknum á loftmengun i rannsóknarstofnun rikisins, sagði að hætta væri á „öðru Seveso” ef yfirvöldin brygðust ekki skjótt við að eyða eitrinu. Nú eru tæpir þrir mánuðir siðan sprengingin varð i verksmiðju i borginni Seveso, skammt íyrir norðan Milanó, en þá barst einnig út i loftið mikið magn af hættulegu eitri, svo að meira en 700 menn urðu aö flýja heimili sin. Sérfræðingar sögðu þó I dag að sprengingin i Manfredonia myndi ekki hafa eins alvarlegar afleiðingar og sprengingin i Seveso, ef þegar i stað væri gripiö til ráðstafana til að vinna á móti eitrinu. Eitrið, sem barst út i andrúms- loftið við sprenginguna i Manfredonia fór að mestu yfir óbyggt svæði, þvi að svo heppi- lega vildi til að vindurinn blés þá i átt frá þessari fiskimannaborg, sem telur 30.000 ibúa. Einn meginmunur er á slysunum i Seveso og Manfredonia: i Seveso var þaö svotil óþekkt eitur sem olli menguninni, og vita sérfræö- '£°ar litiö bæði um skaðsemi pcf? og bestu leiöir til að berjast gegn þvi. Eitrið sem veldur menguninni núna, arsenik, er hins vegar ákaflega vel þekkt, og kemur m.a. mjög við sögu i reyf- urum. Prófessor Liberti sagöi að unnt væri að eyða eitrinu meö ýmsum efnum, og auk þess væri engin hætta á ferðum ef ávextir og grænmeti frá mengunarsvæö- inu væri nógu vel þvegið. Khaddam utanrikisráðherra Sýr- lands; ræðir vib palestinumenn eftir sigur sýriendinga. Sýriend- ingar sigur- sælir BEIRUT 30/9 (Reuter) — Flestar bækistöðvar vinstri manna og palestinuaraba i fjöllunum fyrir austan Beirut virðast nú hafa fallið i hendur sýrlendinga og hæri manna. Nokkur merki sáust um þaö að bardagar stæðu enn yfir, en forráðamenn palestínu- araba viðurkenna það í dag að her þeirra hefði klofnað sundur i smáhópa og flestir væru á undan- haldi. I Beirut álitu talsmenn palestinuaraba að sýrlendingar hefðu misst minna en 100 menn i sókninni uppi i fjöllum. Töldu þeir að i sýrlenska hernum hefðu veriö um 8000 menaen áður hafði verið talið að hermenn palestinuaraba á þessum slóðum væru um 1500. Töldu talsmenn palestinuaraba að sókn sýrlendinga hefði verið vel skipulögö og vel framkvæmd. Útvarp vinstri manna i Beirut skýrði jafnframt frá þvi að utan- rikisráðherra Sýrlands, Abdel Helim Khaddam, ætti nú viðræð- ur við ýmsa leiðtoga palestinu- araba i þorpinu Sofar. JÓHANNESARBORG 30/9 (Reuter) — Aróðursritum, þar sem svertingjar eru hvattir til uppreisnar og styrjaldar, ef stjórn Suður-Afriku veitir þeim ekki fullt jafnrétti innan tveggja vikna, var i dag dreift um svert- ingjabæinn Soweto i grennd viö Jóhannesarborg. Enn ólga viða á Spáni MADRID 30/9 (Reuter) — Spönsk óeirðalögregla beitt I dag reyksprengjum og kylfum til að sundra mörg hundruð manna hópi stúdenta, sem voru á mótmælafundi til að undirbúa allsherjarverkfall i Madrid á morgun. Bæði mót- mælafundurinn i dag og verkfallið á morgun' érú gérö til að mótmæla morðinu á 21 árs gömlum stúdent, sem skotinn var til bana i kröfu- göngu fyrir þremur dögum. Motöíö hefur verið eignað mönnum, sem standa yst til hægri, þvi að lögreglan hefur borið til baka að hún hafi beitt skotvopnum við að sundra mótmælagöngum. Stúdentahópurinn safnaðist i dag saman við mikla um- ferðargötu skammt frá háskólanum, og hrópuðu menn „stöðvið lögreglukúg- un”. En hópurinn sundraðist fljótlega þegar lögreglan réðst á hann. Aróðursbréfum var dreift um Madrid og voru menn þar hvattir til þess að fylgja for- dæmi baska i norðurhluta Spánar, en á mánudaginn gerðu þeir umfangsmesta verkfall, sem orðið hefur i hin- um ólgusömu baskahéruðum siðan á dögum borgara- styr jaldarinnar 1936—39. Póstmenn sem verið hafa i verkfalli að undanförnu sneru aftur til vinnu sinnar i 37 af 50 héruðum Spánar, en enginn póstur var þó borinn út i Madrid og iðnaðarborgunum Barcelona og Bilbao. Starfsmenn spánska flug- félagsins Iberia tilkynntu i dag að frá og með morgundeg- inum myndu þeir vinna nákvæmlega samkvæmt regl- um. Er sagt að þessi ákvörðun muni enn auka öngþveitið i flugmálum landsins, en siðan fyrir viku hafa flugumferða- stjórar dregið úr vinnu- hraðanum. Aukin vernd STRASSBURG 30/9 (Reuter) — Framleiðendur, sem valda slysum á fólki eða dauðsföll- um, með gallaðri vöru, geta þurft að bera ótakmarkaða ábyrgð, samkvæmt sam- þykkt, sem gerð var i Evrópuráðinu I Strassburg i dag. Samkvæmt tilkynningu ráðsins er ætlast til þess að samþykkt þessi stuðli að þvi að vernda neytendur. Hún mun siðan koma fyrir fund utanrikisráðherra þeirra 19 landa sem aðild eiga að Evrópuráðinu, en hann verður haldinn i janúar 1977. Þessi samþykkt gerir ráð fyrir að framleiðandi skuli greiða að fullu allar skaðabæt- ur vegna galla I vöru hans, og er kvað svo á að bótagreiðsl- unum séu engin takmörk sett. Þó er unnt að kveða svo á að ekki skuli greiða meira en 200.000 þýsk mörk fyrir hvert einstakt tilvik. Beið bana fyrir eigin sprengju RENNES 30/9 (Reuter) — Tuttugu og þriggja ára gamall bretónskur þjóðernissinni beið bana i gærkvöldi þegar sprengja, sem hann var að koma fyrir, sprakk i höndum hans. Ætlaði hann að setja sprengjunafyrir framan heim ili yfirmanns úr lögreglunni. Bretónskir þjóðernissinnar hafa árum saman barist fyrir þvi að losa Bretagne úr tengsl- um við Frakkland og fá sjálfstjórn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.