Þjóðviljinn - 01.10.1976, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.10.1976, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. október 1976 Cr kaupfélagsverslun úti á landi. markaður þeirra hefur dregist saman vegna búferlafhitninga einna. Þ>á kom og fram að dreif- býlisverslunin þarf á mun meira birgðahaldi að halda vegna slæmra og strjálra sam- gangna. Pantanaafgreiðsla er mikil, sem kostar aukið starfs- mannahald. Lánsviðskipti, sér- staklega hvað áhrærir viðskipti við bændur meö rekstrar- og fjárfestingarvörur, eru mikil og valda félögunum vaxta- og gengistöpum. Simakostnaður er miklum mun hærri, þar sem öll vara er pöntuð frá heildsölum er liggja fjarri verslununum. A móti þessu og fleiru kemur svo aftur á móti, að á s.l. ári var heimiluð álagning á flutnings- kostnað, sem hefur i för með sér litilsháttar tekjuauka dreif- býlisverslunarinnar umfram þá sem I þéttbýli er. Til þessara ráða var gripið í Noregi I itarlegu erindi er Erlendur Einarsson forstjóri Sambands- ins fhitti greindi hann frá þeim ráðstöfunum er þau Norður- landanna, er ég nefndi hér að framan hafa gripið til. Þar sem frásögn af þvi öllu yrði alltof löng greini ég efnislega frá þeim ráðum er norðmenn hafa gripið til, enda hagar þar að mörgu leyti svipað til og hjá okkur. Á árinu 1975 samþykkti norska stórtángið áætlun um stuöning viö matvöruverslanir i dreifbýlinu. Byggist hún á fjár- hagslegum stuðningi til fjár- festingar og reksturs smærri smásöluversl- Guðvarður Kjartansson, Flateyri: Vandamál unar í dreifbýli I byrjun septembermánaðar s.l. var haldin á vegum Sam- vinnuhreyfingarinnar ráðstefna að Bifröst i Borgarfirði, til að fjalla sérstaklega um vandamál smásöluverslunar i dreifbýli. Til þátttöku i ráöstefnunni var boðið fulltrúum frá öllum kaup- félögunum, Sambandinu,skrif- stofu verðlagsstjóra, Þjóðhags- stofnun, Verslunarráði Islands, viðskiptabönkunum og stjórn- málaflokkum. Einungis tveir stjórnmálaflokkar sáu ástæðu til aö senda fulltrúa til ráðstefn- unnar, eða Framsóknarflokkur- inn og Alþýðubandalagið. Undirritaöur sat þessa ráð- stefnu sem fulltrúi Alþýðu- bandalagsins og vil ég I greinar- korni þessu skýra frá þeim framsöguræðum er fluttar voru á henni i sem f æstum oröum svo og þeim niðurstöðum hennar er helst vöktu athygli mina. Lukari afkoma verslunarfyrirtœk ja í dreifbýli en í þéttbýli Áður en farið er að greina frá málum þeim, sem til umræðu komu er þó ástæða til að gera hér stuttan stans og hyggja litil- lega aö þessum málum al- mennt. Undanfarin ár hefur borið á þvi i æ rikari mæli, að verslanir og verslunarfyrirtæki sem starfrækt eru I hinum dreifðu byggöum landsins hafa sýnt mun lakari rekstursaf- komu en þau sem i þéttbýli eru rekin. Sam vinnuhreyfingin hefur gert samanburðarúttekt á rekstri allra kaupfélaganna um mörg undangengin ár, og gefið þær út I hagskýrslum, sem dreift hefur verið til fulltrúa á aðalfundum Sambandsins. Þar sem skýrslur þessar munu vera hinar einu, sem standa undir nafni erfróðlegt að fylgjast með hver þróunin hefur veriö. Ekki þarf að lýsa a.m.k. ekki fyrir þeim Vestfirðingum, sem eru virkir félagsmenn i sam- vinnuhreyfingunni hver þessi þróun hefur verið. Þegar hefur eitt kaupfélag orðið að hætta starfsemi sinni og tvö önnur, annað þeirra i stærsta byggðar- lagi Vestfjarða, eru hætt komin vegna tapreksturs. Flest hinna félaganna reka smásöluverslun sina með verulegum reksturs- halla, þó önnur starfssemi sem félögin reka hafi bjargað þeim frá verulegum reksturstöpum. Það var þvi vonum seinna, að ráðstefna sem þessi var haldin til að reyna að finna leiðir til að leiðrétta þann mismun, sem dreifbýlisverslunin á við að búa hvað allan rekstur áhrærir um- fram þéttbýlisverslunina. Nú kynni einhver að halda, að is- lendingar einir ættu við vanda- mál af þessu tagi að búa, en þvi fer viðs fjarri. t Noregi hafa um 30% verslana i dreifbýli orðið að hætta starfsemi sinni og þar sem og i Sviþjóð og Finnlandi hafa stjórnvöld orðið að gripa inn I með sérstökum laga- setningum til að tryggja að það fólk,sem enn kýs að búa I hinum dreifðu byggðum fái notið lág- marksverslunarþjónustu, þvi hvað svo sem hver vill segja um verslunina, er það ómótmælan- leg staðreynd að án þeirrar þjónustu sem hún veitir er ill- mögulegt aö halda áfram byggö i dreifbýlinu. Meiri birgðir eru nauðsyn í dreifbýli Vik ég þá litillega að þeim framsöguerindum er flutt voru á ráðstefnunni.Axel Gislason framkvæmdastjóri Skipulags- deildar SIS flutti erindi, er hann nefndi „Aðstöðumunur verslunar i dreifbýli og þétt- býli.” Til að einfalda dæmið kallaði hann þéttbýli byggðar- kjarna með yfir 4000 ibúum, eða byggðarlag i mikilli nálægð við slikan byggðarkjarna t.d. á Suð- vesturhorni landsins. t erindi hans kom fram, aö skv. fram- tölum einstaklinga árið 1974 eru tekjur þeirra sem i dreifbýli búa, langtum lægri en hinna er búa i þéttbýli. Kaupgeta þeirra verður þar af leiðandi minni og kaupiö nýtistsvo til eingöngu til kaupa hinnar nauðsynlegustu matvöru, sem hefur tiltölulega lága áiagningu, en svo kölluð sérvara með hærri álagningu selst litið. Sömuleiðis bentihann á þá búseturöskun er orðið hefur á allra siðustu árum, sem orðið hefur til þess, að lifvænlegar verslanir úti á landi hafa lent i vandræöum sökum þess hve matvörubúða. Sömuleiðis til ráðgjafaþjónustu. Aætlaður kostnaður við áætlunina er 16.5 milj. n.kr. ca 545 milj. isl. kr. Samsvarandi upphæð fyrir ts- land væri um 30 milj. kr. árleg- ur styrkur. Stjórnun áætlunar- innar var falin Viðskiptaráðu- neytinu. Styrkir eru veittir til: a) að reisa nýjar byggingar og/eða stækka og endurnýja búðir og vörulager. b) skipulagningar og siðar byggingar bifreiðastæða c) tækja og innréttinga I búð- ina. Frumskilyrði tilstyrkhæfni er að f járfestingin kosti að minnsta kostica. 1 milj. fsl. kr., en smásalinn útvegar sjálfur nauösynleg lán. Styrkurinn get- ur numið allt frá 35%—50% heildarfjárfestingarinnar I sér- stökum tilvikum. Skilyrði fyrir styrkveitingum eru þessi helst: 1. Að verslunin sé mikilvæg fyr- ir byggðaþróun i héraðinu. 2. HUn veröur að bjóöa vöruúr- val, sem fullnægir nauðsyn- legustu þörfum ibúanna fyrir ibúana og gerir þeim kleyft aö neyta þess fæöis, sem er I samræmi við kröfur um næringargildi vöru og sam- setningu. 3. Raunhæfar likur verða að vera á, að fjárfestingar- styrkurinn tryggi, að hægt verði að starfrækja verslun- ina nokkurn tima. 4. Velta án viröisaukaskatts á ekki að vera hærri en 1.2 milj. nkr. (ca. 40 milj. isl.) Velta á fóðurvörum, áburði og sáðvörum er ekki innif alin I þeirri veltutölu. 5. Fjarlægðin frá þeirri verslun sem sækirum styrk, tilnæstu matvöruverslunar ætti aö vera a.m.k. 4 km. 6. Búöin veröur að vera starf- rækt allt áriö. Sömuleiðis veitir ráðuneytið litlum m atvöruverslunum rekstrarstyrki, sem uppbót vegna mikilvægis þeirrar þjón- ustu er þær veita kaupendum og sveitarfélögum i dreifbýli. Skil-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.