Þjóðviljinn - 19.10.1976, Side 2

Þjóðviljinn - 19.10.1976, Side 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 19. október 1976 Blönduós. I ^ Frá Stöðvarfirði Frá Stöðvarfirði AFLINN MÁ EKKI MINNI YERA — A vegum sveitarfélagsins, eða Stöðvarhrepps, hefur tölu- vert verið unnið að gatnagerð, eins og viða hér fyrir austan I sumar. Það var lagt á nokkuð langan kafla, þannig að komin er nú oliumöl á aöalgötuna gegnum þorpið. Þessi tíðindi og önnur sem hér fara á eftir, sagði Guðmundur Gislason, kaupfélagsstjóri á Stöðvarfirði blaðinu nú fyrir helgina. — f vor var hafin bygging tveggja leiguibúða á vegum sveitarfélagsins. Þessa dagana er verið að slá upp og steypa hæðirnar. Ég held að ekki sé enn búið að ráðstafa þessum i- búðum en hér hefur verið skort- ur á húsnæði svo að þær koma varla til að standa auðar. Um ibúðabyggingar hér er það að öðru leyti að segja, aö hafin hef- ur verið bygging tveggja ann- arra ibúðarhúsa, á vegum ein- staklinga. 1 undirbúningi er uppsetning á sundlaug, á vegum sveitar- félagsins. Er þaö plastlaug og verður trúlega hituð upp með rafmagni. Svo hefur verið hér i byggingu hús yfir heilsugæslustöð og má heita, að henni sé lokiö, a.m.k. byggingunni sjálfri en innan- stokksmuni vantar ennþá. Heilsugæslustöðin veröu hér fyrir þorpið en okkar læknir sit- ur á Fáskrúðsfirði. Hann kemur hér einu sinni i viku. Með til- komu heilsugæslustöðvarinnar stórbatnar aðstaða fyrir hann og hjúkrunarliðið. Hinn 1. okt. s.l. var tekiö i notkun nýtt hús yfir starfsemi pósts og sima. Auk þess er i þvi ibúð. Samvinnubanki Islands hefur rekið hér umboðsskrifstofu og nú i byrjun ágúst flutti hann i nýtt og glæsiiegt húsnæði, sem hann reisti hér yfir starfsemi sina. Þessa dagana er verið aö vinna að frágangi á vinnusal i nýju hraðfrystihúsi. Veldur sú bygging hreinni byltingu i allri vinnuaðstöðu. Fiskvinnslan hef- ur að þessu farið fram i gömlu húsi og raunar á fleiri en einum stað og hefur það, eins og geta má nærri, verið óhentugt. Með tilkomu þessa nýja húss, — sem að hluta til er raunar endur- bygging á gamla húsinu en að hinum hlutanum nýbygging, — skapast allt önnur aðstaða til arðbærrar vinnu. Það hefur veriö hér dálitið um trilluútgerð. Ætli það hafi ekki verið einar 5 til 6 trillur, sem réru héðan i sumar, en gæftir voru misjafnar og fiskiri tregt, a.m.k. framan af sumri. Heita má þó að afli hafi verið sæmi- legur i september. Þá var og gerður héðan út einn 150 smál. bátur. Aflaði hann frekar illa i sumar en sæmilega aftur i haust. Hann er eign heima- manna hér. Svo er og um frystihúsið. Það er rekið af almenningshluta- félagi hér. Sami félagsskapur rekur einnig sildarbræðslu og söltunarstöð. Aður stóðu fleiri aðilar að þessum atvinnurekstri en nú er búið að sameina hann á eina hendi og er trúlega heppi- legra fyrirkomulag. Annars hefur gætt hér nokk- urs skorts á hráefni fyrir frysti- húsið og það er kannski eitt helsta vandamáiið á þessum stöðum, sem byggja alla af- komu sina einvörðungu, — eða þvi sem næst a.m.k., — á sjávarútvegi. Segja má, að þannig sé ástatt hér. Aö visu er hér litilsháttar þjónustuiðnaður. Hér er t.d. búsettur rafvirki og bifvélavirki og svo er oft ein- hver atvinna við byggingar en fyrst og fremst er það sjávarafl- inn, sem byggja verður á. Yfirleitt heid ég að það hafi verið fremur rýr afli hjá togur- unum hér fyrir austan i sumar. Menn viija kenna bretanum um það, að einhverju leyti a.m.k., en annars geta auðvitað komið til fleiri ástæður eins og verður- far og þvi um likt. Hráefnið, sem hingað hefur borist auk afians af triliunum og bátnum er helmingur af afla togarans Kaldbaks, sem er sameiginleg eign Stöðvfirðinga og Breiðdælinga. Togarinn hef- ur reyndar oftast nær landað á Breiðdalsvik og er aflanum ekið hingað til Stöðvarfjarðar. Þetta stafar einkum af þvi, að togar- inn brennir svartoliu og það eru svartoliugeymar á Breiðdalsvik og einnig er þar meiri veiðar- faeralager. Verið er nú að bolla- leggja um aukna hráefnisöflun fyrir þessi byggðarlög hér eystra en of snemmt er að ráða i hver niðurstaðan verður af þeim. Mest veltur þetta auðvit- að á fyrirgreiðslu opinberra sjóða þvi það segir sig sjálft, að t.d. 300 manns geta ekki byggt upp dýr atvinnutæki af eigin fé. Aflatregðan hefur að sjálf- sögðu komið niður á atvinnunni. Hægt hefur verið að halda uppi dagvinnu en litið fram yfir það. Hér var unnið nokkuð að hafnarframkvæmdum i fyrra en hafnarmannvirkin eru nokkuð farin að láta á sjá, og þurfa endurbóta við, sérstaklega þó hausinn á hafnargarðinum. Hér i þorpinu eru um 300 ibúar og hefur það haldist nokkuð i horfinu, undanfarið. Ætli við höfum ekki haldist nokkurnveg- inn i við meðaltalsfjölgun I land- inu. Slátrun stendur nú yfir hiá kaupfélaginu. Hér fer fram á Breiðdalsvik þvi aðal búskapur- inn hér um slóðir er náttúrlega i Breiðdalnum. Kaupfélagið rek- ur verslunarútibú á Breiðdals- vik. Ég skal nú ekki segja um hvað við slátrum mörgu fé en ætli það verði ekki svona um 11 þúsund. —mhg Mjólkin vex hjá húnvetningum — Við vorum búnir að slátra 45 þús. fjár I morgun og eigum þá eftir svona um 15 þús., gæti ég trúað, þetta verða um 60 þús. fjár alls og er það svipuð tala og I fyrra, sagði Árni Jóhannsson, kaupfélagsstjóri á Blönduósi i viðtali við blaðið fyrir skömmu. — Vigtin er heldur léleg og lakari en i fyrra Ætli það komi ekki til með að muna svona 550 gr. á kg og það er töluvert kjöt- magn þegar um svona margt fé er að ræða. Ég skal nú ekki leiða neinum getum að þvi hver or- sökin er en gömlu mennirnir sögðu nú, að ekki fari saman grásár og góðir dilkar. Mun þá átt við það, að grasvöxtur sé mikill og snemma á ferðinni en gróðurinn sölni þá aö sama skapi timanlega. Efalaust eru SKJOTTU FYRST — SPURÐU SVO Alþingis- maðurinn skotglaði Eftirfarandi staka barst Bæjarpósti með norðanblænum nú nýlega: Fyllti skjótur kölska kvóta kari með sótugt ættarmót. Eykon hótar hrúta að skjóta, hristir ljótur banaspjót. þó ástæðurnar eitthvað fleiri. Menn hafa kannski slappt snemma i vor. Það verður ekki við öllu gert. Ég er að vonast tii að við ljúkum slátrun nú um næstu helgi. Búið er nú að tankvæða hér allt aðfangasvæði mjólkursam- lagsins. Við höfum búið við tankana að meira eða minna leyti I 2 til 3 ár og likar mönnum það fyrirkomulag vel. Við eig- um þrjá tankbila en notum aðeins tvo að staðaldri. Einn er svona til vara ef á þarf að halda. Mjólkin er sótt miklu sjaldnar en áður þvi hún geymist miklu betur i tönkunum en hún gerði i brúsunum og við misjöfn skil- yrði til kælingar. Bændur eru ánægðir með þessa breytingu og hún varð þeim ekki tilfinnan- lega erfið fjárhagslega. Mjólkursamlagið tekur á sig helming af kostnaði við tankana og færir á sameiginlegan rekst- ur. Bændur greiða svo hinn helminginn á 7 árum með 8% vöxtum. En sjálfir kosta þeir náttúrlega mjaltakerfið og svo þær lagfæringar, sem kann að þurfa að gera heima fyrir. Ég held, að bændur vinni þennan kostnað upp á nokkrum árum bara i tfmasparnaði. Það er mikil vinna við þessa brúsa, koma þeim i kæli þar sem hann var þá ekki við fjósin og flytja þá i veg fyrir mjólkurbilinn, sumsstaðar töluverða vegalengd og sækja þá svo aftur á veginn. Það er nokkuð drjúgur timi sem fer i það yfir árið. Svo sparast lika við þetta fjárfesting hjá mjólkursamlag- inu þvi við hefðum orðið aö koma okkur upp brúsaþvotta- vél. Þetta er þannig, að okkar áliti, það hagkvæmasta, sem hægt var að gera. j Mjólkin hefur heldur vaxið |hér, miðað við s.l. ár., núna l'fyrstu 9 mánuðina. Viða er um að ræða mjólkurminnkun svo við erum ekkert óhressir yfir þessari þróun hér. Núna er ver- ið að byggja nokkur stór fjós i héraðinu svo ég er að vona, að næsta ár fari mjólkin enn vax- andi. Ég held, að menn séu sæmi- lega heyjaðir en heyin eru mis- jöfn að gæðum. Nokkur munur er þó á þvi milli sveita og einnig milli einstakra bæja. —mhg Umsjón: Magnús H. Gíslason

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.