Þjóðviljinn - 19.10.1976, Page 6

Þjóðviljinn - 19.10.1976, Page 6
6 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Þriöjudagur 19. október 1976 Dagvistun Komið er fram á Alþingi stjórnarfrv. „um byggingu og rekstur dagvistarheimila fyrir börn”, og er frv. endurflutt, þar sem það varð ekki útrætt á sein- asta þingi. I athugasemdum við frum- varpiö segir m.a: „Þegar fjárlög fyrir árið 1976 voru afgreidd á Alþingi i desemb- er s.l. voru nokkrir útgjaldaliðir rikissjóðs færðir yfir á sveitar- sjóði gegn aukinni hlutdeild sveitarsjóða f söluskattstekjum. Einn þessara liöa var hlutdeild rikissjóðs i rekstrarkostnaði dagvistarheimila fyrir börn. Nauðsyn ber þvi til að samræma lagaákvæði um dagvistarheimili þessari stefnu og lýtur frumvarp þetta að þvi. Með breyttri greiðslutilhögun „Þetta er mjög virð- ingarverð framkoma” segir Haf- sóknastofnun um þá ákvörðun sjómanna i Axarfirði að hœtta rœkjuveiðum Sjómenn i Axarfirði, sem stundað hafa rækjuveiðar að undanförnu, ákváðu i siðustu viku að hætta veiðum, þar sem þeim ofbauð fjöldi þorskseiöanna sem ævinlega kom upp með rækjunni. Laust fyrir helgina var svo sendur maður frá Hafrann- sóknarstofnuninni til að lita á veiðisvæðin og lokaði hann þeim samstundis vegna seiðamagnsins. Sólmundur Einarsson, fiskif' eðingur hjá Hafrann- sóknt/stofnun, sagði I samtali við Þjv. að rækju- veiðar i Axarfiröi hefðu byrjaö 1. október. Áður hefði rannsóknarskipiö Dröfn kannaö seiðamagnið og ekki séð ástæðu til að gera athugasemdir við rækju- veiðarnar. Hins vegar hefði siöan komið i ljós að vegna hins mikla klaks i vor væru margir firðir fullir af seiöum og einmitt þess vegna hefðu rækjuveiöar verið bannaðar i Húnaflóa og slegið á frest i ísafjarðardjúpi. — Þaö komu fleiri þúsund steindauð seiði upp á hverjum togtima þarna I Axarfirðinum, sagði Sól- mundur. — Greinilega var sjómönnum fariö að ofbjóða þetta seiðadráp og það er vissulega mjög virðingar- vert aö láta vita af þessu og ákveöa upp á sitt eindæmi aö leggja niöur veiöar. —gsp I var stefnt aö þvi aö flytja ákveðin verkefni til sveilarfélaga en ekki að draga úr framlagi til verkefn- anna. Þvi er nauðsynlegt aö hafa áfram ákvæöi i lögum um- rekstrarframlag til dagvistar- heimila. Er hér gert ráð fyrir að heildarframlagið haldist innan sömu marka og áður en þá greiddi sveitarsjóður helming rekstrarframlags á móti rikis- sjóði en nú er gert ráð fyrir aö sveitarfélögin ein greiði rekstrar- framlag jafnframt þvi sem þeim var séð fyrir tekjuauka. Hér er einnig verið að tryggja áfram- haldandi stuðning opinberra aðila til rekstrar dagvistarheimila sem rekin eru af öðrum aðilum en sveitarfélögum. Frumvarði þessu er ætlað að koma 1 staö laga nr. 29/1973 um hlutdeild rikisins i byggingu og rekstri dagvistarheimila, sbr. VI. kafla laga nr. 94/1975 um breyt- ingar á lögum vegna nokkurra verkefna sveitarfélaga og kostn- aðar við þau. Breytingar i frum- varpinu frá lögum nr. 29/1973 eru: 2. gr. Tekið er inn ákvæði 37. gr. laga um vernd barna og ung- menna um að leyfi menntamála- ráðherra þurfi til að stofnsetja dagvistarheimili. Þá er tekiö i greinina ákvæði um að sveitar- félög leggi fram fé til rekstrar dagvistarheimila. ’ ’ Nýtum lifur og hrogn Alþingismennirnir, Sigurlaug Bjarnadóttir og Jón Árnason, hafa flutt á Alþingi þings- ályktunartillögu um nýtingu á lifur og hrognum. Er tillagan svo- hljóðandi: „Alþingi ályktar aö skora á rikisstjórnina, að hún hlutist til um að gerö verði hið fyrsta könn- un á þvi, hvernig koma megi við fullnýtingu lifrar úr fiskafla landsmanna sem nú er aö mestum hluta fleygt fyrir borð á skuttogaraflotanum. Könnun þessi nái einnig til hrogna og feli jafnframt i sér athugun á hvernig bæta megi aö- stöðu á fiskiskipum og i landi til nýtingar og vinnslu þessara verð- mæta, — sem og markaösmögu- leika”. 1 greinargerð er á það bent, að æ ljósari verði nauösyn þess og skylda aö nýta svo sem frekast er kostur öll verömæti sjávaraflans, svo sem lifur og hrogn, sem nú er að mestu fleygt. Er tillögunni ætlað að koma I veg fyrir aö slik óhæfa verði látin viögangast öllu lengur”. 1 greinargerðinni kemur fram að „heildarmagn lifrar úr árlegum fiskafla islendinga, þorski, ufsa ogýsu” séu 14-15 þús. tonn. Af þvi er tveim þriðju fleygt. Verömæti þess, sem þannig fer i súginn er um 250 millj. kr. „Að sjálfsögöu er tap þjóðar- búsins margfalt meira ef miðað er viö að vinnsla hráefnis færi fram”, segir i greinargeröinni. Endurflutt frumvarp um námsgagnastofnun Rikisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um námsgagnastofnun. Samhljóða frv. hefur þrisvar áður verið flutt á Alþingi og aldrei oröið útrætt. Frumvarpið er samið af nefnd, sem fyrrv. menntamálaráðherra, Magnús Torfi Ólafsson skipaði hinn 27. júlí, 1972. 1 nefndinni sátu: Andri ísaksson, prófessor, sem var formaöur hennar, Bene- dikt Gröndal alþm. Gunnar Guðmundsson, skólastjóri og Ingi Kristinsson, skólastjóri. Auk þess starfaði meö nefndinni Guöný Helgadóttir, fulltrúi. Frumvarpi þessu, ef að lögum verður, er ætlaö að leysa af hólmi lög nr. 51/1956 um Rikisútgáfu námsbóka og lög nr. 54/1961 um Fræðslumyndasafn rikisins, svo og 21. gr. laga nr. 49/1967 um skólakostnað. Helstu viðaukar og breytingar frá gildandi lögum, sem i frumvarpinu felast, eru sem hér greinir? 1) Rikisstofnanir, sem starfa að útgáfu, miölun og framleiöslu námsefnis og kennslugagna eru sameinaðar i Námsgagna- stofnun, er lúti daglegri stjórn eins forstjóra, námsgagna- • stjóra. Undir Námsgagna- stofnun heyri Rikisútgáfa námsbóka og Fræöslumynda- safn rikisins, svo og Skólavöru- hús og Námsgagnagerð, sem sett eru sérstök ákvæði um i frumvarpinu. Umræddar deildir skulu þó halda sjálf- stæðum heitum og koma fram út á við undir þeim samkvæmt nánari ákvörðun stjórnar stofnunarinnar. Jafnframt er stjórninni heimilað aö gera breytingar á starfsháttum, er miði að aukinni samhæfingu starfa og bættri þjónustu. 2) I stað Námsbókanefndar og stjórnar Fræðslumyndasafns rikisins kemur ein og óskipt Námsgagnastjórn, skipuð sjö mönnum, að meirihluta kennurum, og skal hún hafa meö höndum yfirstjórn á starf- semi og fjárreiðum Náms- gagnastofnunar. 3.) Akvæði eru um, að Náms- gagnastofnun skuli hafa nána samvinnu við þá aðila, sem vinna að endurskoðun náms- efnis og nýjungum i kennslu- starfi á vegum Menntamála- ráðuneytisins, svo og viö fræösluskrifstofur sveitar- félaga og stofnanir, er veita kennaramenntun. 4) Fræöslu- og upplýsingastarf- semi um náms- og kennslugögn og notkun þeirra verður mjög efld á öllum sviðum, og er lögð sérstök áhersla á þetta 1 sam- bandi við störf Fræðslumynda- Framhald á bls. 14. Fyrirspurn um álverið við Eyjafjörð Ingvar Gislason alþm., flytur á Alþingi eftirfarandi fyrirspurnir til iðnaðar- ráðherra, um álver við Eyja- fjörð; verksvið viöræðu- nefndar um orkufrekan iönað o.fl.: 1. Eru uppi ráðageröir hjá ríkisstjórninni um að auka stóriðjurekstur erlendra aðila á Islandi? 2. Hefur verið gerð áætlun um að reisa álver við Eyjafjörð? 3. Eru hafnar náttúrufræði- legar rannsóknir i sam- >andi við slika áætlun? Ef svo er, hver kostar áætlanirnar? 4. Hverjir eiga sæti I viðræðu- nefnd um orkufrekan iðnað? 5. I hvers umboði starfar nefndin, hvert er verksvið hennar, umboðstími og fjár- ráð? Stórfelld skerðing á réttindum verkafólks Starfshópur Rauðsokka- hreyfingarinnar um verkalýðs- mál geröi nýlega ályktun um drög rikisstjórnarinnar að nýrri vinnu- málalöggjöf. Samþykktin er á þessa leið: „Starfshópur Rauðsokka- hreyfingarinnar um verkalýðs- mál, skorar á miðstjórn ASl og verkalýösfélögin að mæta af fullri hörku og með róttækum aðgerðum tillögu rikisstjórnar- innar að nýrri vinnumálalöggjöf. I henni flest stórfelld skerðing á réttindum verkalýðsins og verka- lýðsfélaganna. Starfshópurinn lýsir yfir fullum stuðningi viö þær aðgerðir, er beinast gegn þessari nýju árás rikisvaldsins á réttindi verka- fóiks og Rauðsokkar eru reiðu- búnar til samstarfs um gagnað- gerðir.” Utvarpsráð úthýsir marxiskri umrœðu: Orðabelgur settur á „Þvi hefur verið haldið fram aö núverandi útvarpsráðsmeiri- hluti myndi opna útvarpið til hægrien loka þvi til vinstri. Það kom i ljós, þegar útvarpsráö afgreiddi vetrardagskrá ríkis- útvarpsins á slöustu stundu, að þessi fullyröing á við rök að styðjast. Útvarpsráðsmeirihlut- inn sýndi ástfóstur það sem hann hefur tekið við krossfara kalda striðsins með þvi að setja Orðabelg Hannesar Gissurar- sonar á, en hafna um leið öllum tilboðum um útskýringar á marxiskum fræðum”. Þetta sagði Ólafur R. Einars- son, fuiltrúi Alþýðubanda- lagsins i útvarpsráði vegna afgreiðslu ráðsins á siðasta fundi. 1 sumar hafa þættirnir Oröabelgur og Þistlar skipst á i dagskrá útvarpsins. Sá siðar- nefndi, sem hafði á sér ákveöinn vinstri blæ, er ekki i boði, en sá fyrrnefndi, sem hlotiö hefur mikla gagnrýni vegna jafn- vægisskorts i málflutningi og stöðugra árása á marxisma, stóð útvarpsráði til boða. Meiri- hlutinn samþykkti að Orðabelg skyldi haldið áfram til áramóta með 5 atkvæðum gegn 2. Hins- vegar hafnaöi hann þremur til- boöum um þætti er kynntu marxisk fræði til mótvægis við þætti Hannesar Gissurarsonar. Rökin fyrir þvi voru að þjóö- félagsfræðideild Háskólans væri fús til þess aö kynna fræöimenn þjdðfélagsfræðanna, svo sem Weber og Marx. Ekkert liggur hinsvegar fyrir um það hvort slik erindi verða i vetrardag- skrá. Fyrir lá tilboö frá Einari Baldvin Baldurssyni og fleirum um þátt til mótvægis við orða- belg. Þá hafði Jón Ásgeir Sigurðsson boðið fram nokkra fyrirlestra um marxisma. Þessum tilboöum var báðum hafnað með 5 atkvæöum gegn 1. Þá gerði Óláfur R. Einarsson tillögu um það að Hjalti Krist- geirsson, hagfræöingur, yrði fenginn til þess að flytja þrjú erindi um marxisma. Sú tiliaga var felld með 6 atkvæöum gegn 1. Loks gerði Ólafur R. Einars- son tillögu um aö Eyjólfi Kjalari Emilssyni heimspekinema yröi falin umsjón þátta um heim- speki og heimspekinga. Þaö var einnig fellt. Á þessu má sjá að útvarpsráði er ekki umhugað um aö jafn- vægi sé i dagskrá milli manna og málefna. sjávarfréttir 1 nýjasta tölublaöi Sjávarfrétta er grein um þorskstofninn við ís- land eftir Dr. Sigfús Schopka, fiskifræðing, þar sem sagt er frá á- standi stofnsins, þróun og horfum i framtiöinni. t blaðinu er viðtai við dr. Jakob Jakobsson, fiskifræðing um slldveiöarnar og rætt við dr. Björn Dagbjartsson um tilraunaveiðar á Kolmunna. Þá er rætt viö sjómenn og forstööumenn fiskvinnslufyrirtækja vfðs vegar um iandið um það sem efst er á baugi I sjávarútvegsmálum Idag. Til Sjávarfrétta, Laugavegi 178 pósthólf 1193. Rvík. óska eftir áskrift. Nafn Heimilisfang sjávorfréttir Askriftasími 82300

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.